Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 200 flótta- menn drukkna Kuala Lumpur, 22. nóvember AP — Reuter TALIÐ or að um 200 víetnamskir flóttamonn hafi drukknaó þe>?ar fiskiskipi sem þeir voru á hvolfdi í vonskuveðri undir strönd Malaysíu í nótt, að því er segir í tilkynninj'u lö«reglunnar. Alls er talið um að 250 flótta- menn hafi verið um borð þegar slysið varð og um 50 þeirra komist lífs af, flestum bjargað um borð í nærliggjandi skip. Skipinu sem er um 200 lestir að stærð var snúið frá borginni Pulau Bidong s.l. þriðjudag og hefur verið við ankeri undan strönd landsins síðan. Malaysíumenn harðneita að veita þessum flóttamönnum við- töku sem og öðrum sem reynt hafa að komast á land síðustu vikur. I frétt innanríkisráðuneytis lands- ins segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvað gera skuli við þá 50 flóttamenn sem lifðu af slysið og eru nú í borginni Kuala Trengganu, undir strangri gæzlu lögreglunnar. Skotið að lögregluvél Salisbury, 22. nóvember. AP. SVARTIR skæruliðar skutu á flugvél rhódesísku lögrcglunnar og særðu flugmann hennar í gær segir í fréttum lögreglunnar í Salisbury. Ekki urðu neinar verulegar skemmdir á vélinni og engan sakað utan flugmanninn. Lögregl- unni hafði ekki tekist að hafa uppi á þeim er skutu á vélina seint í dag. Verkföll í trássi við bann Buenos Aires. 22. nóvember AP LÚSUNDIR verkamanna höfðu að engu lög herforingjastjórnar- innar í Argentínu gegn verk- föllum og lögðu niður vinnu í dag til að krefjast hærri launa. Verkfallið lamaði þrjár járn- brautalínur þannig að margir komu of seint til vinnu sinnar. Jafnframt sprakk sprengja í tölvu- miðstöð ríkisjárnbrautanna og olli miklu tjóni. Einhver hringdi til blaðsins La Nacion og sagði að hryðjuverka- menn Monteneros bæru ábyrgðina á sprengingunni. Bíræfinn þjófnaður Dusseldorí. 22. nóvember. Reuter TVEIR Belgíumenn frömdu bíræfinn þjófnað í Dusseldorf í gær. Þeir óku á bensínbfl yfir landamærin til Dussel- dorf og stálu þar 35.000 litrum af bensíni á bflaverk- stæði og héldu aftur til Belgíu, að því er segir í frétt lögreglunnar. I frétt lögreglunnar segir enn- fremur að félagarnir hafi komið á bensínbíl fullhlöðnum og selt það bensín og fyllt hann síðan með hinu stolna. Boumedienne stjórnmálaflokksins. Ekkert flokksþing hefur verið haldið síðan 1964. Samkvæmt stjórnarskrá sam- þykktri 1976 í þjóðaratkvæða- greiðslu verður flokksþing að koma saman ef forsetaembættið losnar og tilskipa forsetaefni flokksins. PVambjóðandi flokks- ins er einn í kjöri. Byltingarráð- ið hefur haldið reglulega fundi síðan Boumedienne kom aftur frá Moskvu. Við fráfall forseta verður forseti þjóðþingsins, sem nú er Rabah Bitat, forseti í 45 daga meðan nýr forseti er kosinn, en valdatogstreita byrjuð í Alsír AlKeirsborK, 22. nóvember AP FRANSKIR læknar segja að Houari Boumedienne Alsírsforseti hafi fengið alvarlegan nýrnasjúkdóm eftir að hann kom aftur til Alsírs fyrir skömmu frá Moskvu þar sem hann fékk meðferð gegn blöðrukrabba og leynilegar viðræður eru þcgar hafnar meðal æðstu valdamanna landsins um hugsanlegan arftaka hans samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Hópur bandarískra, franskra og rússneskra lækna var í flýti kallaður til Algeirsborgar í vikunni til að stunda Boumedi- enne og sagt er að hann hafi fengið gervinýra. Boumedienne er einn af þremur hörðustu andstæðingum „heimsvalda- stefnu" úr hópi þjóðarleiðtoga í heiminum og hann hefur haft öll tögl og hagldir í Alsír síðan hann steypti Ahmed Ben Bella forseta í herbyltingu 19. júní 1965. Ben Bella er enn í haldi. Boumedienne hefur margoft neitað að samþykkja tillögur um að hann skipi forsætisráðherra eða varaforseta, sennilega til þess að völdum hans verði ekki ógnað, og enginn valdamaður kemur fremur til greina en aðrir sem eftirmaður hans. Sá sem við tekur verður þó ugglaust úr byltingarráði sem skipulagði byltinguna 1965. Upphaflega var ráðið skipað 26 mönnum en flestir þeirra eru Iátnir eða í útlegð. Aðeins Boumedienne, Abdelaziz Bouteflika og átta aðrir eru eftir í ráðinu sem hafði ekki komið saman í tvö ár þegar Boumedi- enne veiktist. Boumedienne til- kynnti 1975 að ráðið yrði lagt niður á væntanlegu þingi Þjóð- frelsisfylkingarinnar, eina hann hefur ekki gefið kost á sér í forsetaembættið. Hinir níu virku fulltrúar í byltingarráðinu voru allir kunn- ir yfirmenn í skærustríðinu gegn nýlendustjórn Frakka. Fimm þeirra voru ofurstar, sem er æðsta tign í alsírska hernum, og hinir fjórir majórar. Tveir ofurstanna gegna enn yfir- mannsstörfum í hernum undir yfirstjórn Boumediennes sem er forseti, landvarnaráðherra og æðsti yfirmaður landhersins. Þeir eru Abdallah Belhoucet ofursti, yfirmaður Constantine-herstjórnarsvæðis- ins, og Chadli Bendjedid ofursti yfirmaður Oran-herstjórnar- svæðisins. Hinir fulltrúarnir fimm í byltingarráðinu eru ráðherrar í núverandi ríkisstjórn: Bouteflika majór, utanríkisráð- herra síðan 1962, Mohamed Tayebi Larbi majór land- búnaðarráðherra síðan 1968, Mohamed Ben Ahmed Abdelghani ofursti, innanríkis- ráðherra síðan 1974, Ahmed Bencherif ofursti, yfirmaður herlögreglunnar til skamms tíma en nú orkuráðherra, og Ahmed Draia, fyrrverandi yfir- maður öryggisþjónustunnar og nú samgönguráðherra. Mikil snjóþyngsli í Bandaríkjunum New York, 22. nóvember. AP. SJÖ MANNS létust í um- ferðarslysum í kjölfar mik- illa snjóa sem kyngdi niður í New York og Massachus- ettes í gær, að því er lögreglan á þessum stöðum segir. Um 60 sentimetra jafn- fallinn snjór var yfir öllu um miðjan dag í gær og er þetta fyrsti snjórinn sem fellur í Massachusettes á þessum vetri. Þessi snjór þykir óvenju- snemma á ferðinni því að ekki er venjulegt að svo miklum snó kyngi niður fyrr en í fyrsta lagi um miðjan desember. Hórlífi eykst mikið á Ítalíu Róm, 22. nóvember. AP. í YFIRLITI sem ítalska félags- málaráðuneytið hefur gefið út um kynferðislegt atferli landsmanna kemur fram að hórh'fi hefur stóraukist. sérstaklega hjá kon- um. Þá segir að ítalir séu farnir að líta á hórlífi scm ágætis andsvar við hjónaskilnuðum. Þá segir að í nýgerðri skoðana- könnun ítalska blaðsins, L'europeo komi í ljós að um 35% ítalskra eiginmanna stundi framhjáhald af einhverju tagi og fimmta hver eiginkona. Þess ber þó að geta í þessu sambandi að mjög loðin svör fengust hjá stórum hluta þeirra er spurðir voru og telja blaðamenn blaðsins að talan sé mun hærri en fram kemur. Þá kom fram í skoðanakönnun blaðsins að aðeins 1% kvenna sem spurðar voru töldu það verulegan löst á eiginmönnum sínum ef þeir héldu framhjá þeim. Veður víða um heim Akuroyri —6 skýjaó Amsterdam 10 skýjaö Apena 18 lóttskýjaó Barcelona 16 mistur Berlín 12 skýjaó Brussel 12 skýjaó Chicago 0 rigning Frankfurt S skýjaó Genf 11 rigning Helsinki 6 rigning Jerúsalem 16 heióskfrt Jóhannesarborg 31 léttskýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Lissabon 17 léttskýjaó London 14 heióskírt Los Angeles 14 rigning Madrid 13 heióskírt Malaga 21 léttskýjaó Mallorca 18 léttskýjaó Miami 27 skýjaó Moskva 1 skýjaó New York 4 skýjaó Ósló 9 léttskýjaó París 13 skýjaó Reykjavík —4 snjóól Rio De Janeiro 38 léttskýjaó Rómaborg 15 lóttskýjaó Stokkhólmur 10 heióskírt Tel Avív 21 heiðskírt Tókyó 15 léttskýjaó Vancouver 7 léttskýjaó Vínarborg 5 iéttskýjaó Castro sleppir 3.000 úr haldi Havana. 22. nóvember. AP. FIDEL Castro, forscti Kúbu. tilkynnti í dag að rúmlega 3.000 pólitiskir fangar yrðu látnir lausir og skoraði á Bandaríkjamenn að taka við þeim. Hann sagði á blaðamannafundi í nótt að loknum fundum með 75 útlögum sem eru í heimsókn að slakað yrði á flestum hömlum á ferðum kúbanskra útlaga sem koma til að heimsækja ættingja sína á Kúbu. Jafnframt sagði hann að Kúbumenn gætu ferðazt til Bandaríkjanna til þess að hitta fjölskyldur sínar. Castro sagði að þeir fangar sem yrðu látnir lausir væru 80% allra pólitískra fanga á Kúbu. Hann sagði að áðrir fangar afplánuðu dóma fyrir hryðjuverk og tók fram að þeim yrði ekki sleppt. Plútóníum í hendur hryðjuverkamanna? Genf, 22. nóvember Reuter SAMKVÆMT bráðabirgðaskýrslu einnar af stofnunum Samcinuðu þjóðanna geta hryðjuverkamenn komizt yfir plútóníum, eitt af efnum þeim sem eru notuð til að smíða kjarnorkusprcngju. Skýrslari verður lögð fram á fundi kjarnorkusérfræðinga í Genf í þessari viku. I henni segir að þetta sé eitt mesta áhyggjuefn- ið á sviði kjarnorkumála, en það hyrfi ekki og baráttumenn gegn kjarnorku gætu ekki sneitt hjá þeirri staðreynd. Sérfræðingarnir eru 27 talsins og munu ræða áhrif kjarnorkunn- ar á umhverfið. Stofnunin fjallar um umhverfismál og heitir Unep. í skýrslunni segir að áhyggjur almennings hafi beinzt að öryggi orkuvera, geymslu geislavirks úr- gangsefnis og hugsanlegri misbeit- ingu kjarnorkunnar. Hann kvaðst vera reiðubúinn að sleppa 400 föngum á mánuði og sagði að 200—250 þeirra vildu fara til Bandaríkjanna. Hann sagðist einnig ætla að sleppa um 600 föngum sem hefðu reynt að fara ólöglega til Bandaríkjanna. En heildartalan sagði hann að yrði líklega ekki hærri en 3.600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.