Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 15 Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON til vitnis um hæfni og getu viðkomandi á þessum sviðum — próf og pappírar hafa hér ekki par að segja. Að sjálfsögðu eru til mjög hæfir listfræðingar eða réttara sagt, listsögu- eða listsagnfræðingar, — en hæfni sína höndla þeir ekki á skólabekk, heldur í starfi sínu og umsvifum, er námi sleppir. En það er oftar, að myndlistarmenn fórni höndum og spyrji sjálfa sig í forundran: „hvers konar menntun þetta sé eiginlega og hvort slíkir menn telji sér allt leyfilegt í skjóli titilsins — einnig að fara frjáls- lega með staðreyndir og gefa villandi upplýsingar." Norrænar myndir Undirritaður er gjörsamlega áttavilltur eftir að hafa lesið grein nokkra, er Ólafur Kvaran, list- sagnfræðingur, ritar í kynningar- kynna það helsta, sem gerst hefur í nýlistum í heimalandi hvers fyrir sig á síðustu árum og mun sú stefna einnig vera til grundvallar skrifum íslenzka listsagnfræðing- ins. Ég get þó ekki orða bundizt eftir lesturinn, — einkum vegna þess að þetta verður sjálfsagt tekið sem góð og gild heimild og kynning á andliti islenzkrar nýlistar á hinum Norðurlöndun- um. En hér er því miður ekki um það að ræða að fjallað sé af sjálfsagðri hlutlægni um vettvang íslenzkrar myndlistar né þeim, sem les, gefin raunhæf yfirsýn. Hér er öllu frekar um eins konar persónulegt mat og óskhyggju listsagnfræðingsins að ræða, — hann stikar hér frá Septembersýn- ingunum, — síðustu sýningu 1952 og til stofnunar SÚM 1965 og setur nær alla íslenzka list undir hatt þessara tveggja listhópa — ekki er hið minnsta getið margra áhrifa- valda á þessu tímabili, er voru utan þessara listhópa. — I ein- feldni spyr ég: „hvers eiga þessir menn að gjalda, hafa þeir máski ekki verið til og sér hlutar þeirra ekki stað?“ Menn, sem hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum, eru jafnvel ekki nefndir á nafn né vikið að hlut þeirra, en fáeinum skipað í hásæti og hljóta meginhluta rýmisins og allt að þrjár myndir eftir sig. Sú regla, er aðrir greinarhöfundar fylgja og sem telst meginregla í slíkum skrifum, þ.e. að ekki fylgi nema ein mynd eftir hvern listamann, sé ekki um myndröð að ræða, því að annað sé hlutdrægni, er hér freklega brotin. Sumir, er getið er í texta, með semingi þó og ekki án þess að röngum upplýsingum sé laumað að, — eiga enga mynd í ritinu, á meðan fólk, sem hvergi sér stað í texta, er kynnt með heilsíðumyndum. Eftir þessari grein að marka má ætla, að íslenzk lisíðustu ára hafi mikið til gerzt í Amsterdam. En ef íslenzk list gerist ekki á íslandi, hví er þá ekki einnig stikað til Parísar (Erró) — Kaupmanna- hafnar (Tryggvi Ólafsson) — New Willem Jacob Sandberg rit um norræna myndlist, sem kom út sl. ár á vegum Taide — glæsilegs myndlistarrits er finnska myndlistarsambandið stendur að. Var kynhingarritið (Pohjoisia Kuvia — Nordiska bilder) gefið út í tilefni þess, að samnorræn myndlistarmiðstöð veerður staðsett á Sveaborg, gömlu sænsku virki byggðu á 6 eyjum í finnsku víkinni utan við Helsingfors. — Þeir, sem rita í kynningarrit- ið, leggja yfirleitt áherzlu á að York (Louise Matthíasdóttir) eða Florida (Jóhann Eyfells)? Af hverju að einangra íslenzka list við einstaka listhópa og einstakl- inga í stað þess að fjalla um hana á breiðum vettvangi — láta sem sumir séu ekki til, en hampa öðrum? Að sjálfsögðu er ókleyft að geta allra í slíkum skrifum, en slík vinnubrögð, sem hér eru viðhöfð, eru með öllu ótæk, nema um leiö fylgi yfirlýsing um, að þau séu handahófsleg og ómarktæk. Bragi Asgeirsson. Lúxus jólakort Gteðileg jól Jólakort sem gleður. eftir yöar eigin litmyndum. myndiójan HASTÞÓRP Hafnarstræti 17. — Suðuriandsbraut 20. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekkí tilboð. —^ heldur árangur af gfy hagstæðum innkaupum ^lljóla bakstunnn Sykur kr. Hveiti Pillsbury 5 lbs. Bes* 10 lbs. Falke 2 kg. Falke 20 kg. (10X2kg) Hveiti, 50 kg. Kókosmjöl 1 kg. 980 % kg. 495 Möndluspænir 250 gr. 297 Smjörlíki Ljóma Marsipan og kökuskraut í úrvali Opið á laugardögum frá kl. 9.00 — 12.00 STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.