Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 Páll H. Jónsson: Frá Bergþórshvoli til Miklubrautar Páll H. Jónsson Hér fer á eftir erindi, sem Páll H. Jónsson frá Laug- um flutti á landsfundi klúbbanna Öruggur akstur í apríl 1977» Það voru roskin hjón fyrir norðan. Leiði þeirra eru nú löngu tíróin. Þeim þótti kóö Kestkoma og voru spurul á fréttr. Of; það var fátt of; smátt úr mannlífinu hið næsta þeim, sem ekki var frétt- næmt í þeirra eyrum. Þegar unglingar kvöddu hjá þeim dyra, komu með hreppamótsboð, ■ gangnaseðil, eða annað slíkt, sem berast skyldi rétta boðleíð, fengu þeir góðan greiða, en gjarna kom þar, að þá þraut svör við spurning- um hjónanna. Þeir vissu lítið eða ekki. Vildu ef til vill ekki segja og þögðu þunnu hljóði. Var þá viðkvæði húsfreyju, er henni þótti fáfræðin úr hófi: geturðu ekki reynt að segja eitthvað um það, heillin? Spurningin varð að orðtaki sveitinni. Þessir fornu nágrannar og vinir komu mér í hug, þegar ég var beðinn að flytja erindi um um- ferðarmál. Geturðu ekki reynt að segja eitthvað um það, heillin? Og vitanlega gat ég reynt það. Vitanlega var það ekkert nema fyrirsláttur, eða það sem verst er alls: viljaleysi, að reyna ekki að segja eitthvað um svo stórt og brennandi mál. Og spurningin: geturðu ekki reynt að segja eitthvað um það, heillin?, tók að verða áleitin. Skyndilega var hún ekki lengur spurning um fréttir, heldur um afstöðu. Um hlutdeild. Jafnvel um sekt. Hún varð í huga mínum samnefnari allra þeirra spurninga annarra, sem málefnið hlýtur að vekja, einkum hjá þeim, sem er ósýnt um að svara, sem er leikmaður í öllu, sem að umferðar- málum lýtur, lærði seint að stjórna bifreið og gerir það sjaldan. Mér kemur í hug lítið ljóð, ort fyrir a.m.k. 30 árum: Úrxráa loit ók ísaþoku klakka ÓiftinKUtinda byrKja í hálfu kafi. líkt ok þar bryti holskeflur á hafi hrynjandi löður fcll um efstu slakka. ók ók minn vok um háls ok heiAarendai hafKnýr aA hakii jtikull fyrir sjónum. Kalinna runna kvistir upp úr snjónum kræklóttum finKrum óttasloKnir benda. ViA brekkurót er brú um þveran ál ok huKÓa krtipp á tæpum Klo frnM'KÍi þar hrapar einhver sjálfsaKt. sókAu menn. I nýrri mjtill er brautin háska hál. I hemlum ískrar, vaKninn stHAvast ei|{i. Kitt dauAaslys í daKskrá kvoldsins enn. Hverju reiddust goðin, að þau skyldu leggja ’ina hvítu hálku á glæfraveg? Mikil má reiði guðanna vera, ef hún stendur ætíð að baki þess, sem illa fer. Eða nota mennirnir hana sem skálkaskjól til þess að hylja sínar eigin misgjörðir og hrapaleg mistök? Slíkar spurningar verða aldrei annað en spurningarmerkið eitt; öll svör haldlaus. Umferðarmál! Hvað er það? Eru þau eitthvað sem á heimili á mannfundum og verður ráðið til lykta með handa- uppréttingum? Eru þau eitthvað nýtt, frá því í fyrra eða hitteð- fyrra? Komu þau fyrst til sögunn- ar, þegar fyrsta bifreiðin kom til landsins? Eða eiga umferðarmálin lög- heimili oggjaldskyldu á torgum og gatnamótum, malbikuðum stræt- um og breiðgötum? Á þjóðvegum og troðningum um fjöll og firn- indi? Eru umferðarmál sá hluti mannlífsins, sem leikur á hjólum? Og umferðarvandamál! Hvað eru umferðarvandamál? Eru þau ærandi hávaði, mengun loftsins, hundruð miljóna tjón. Iskur í hemlum og brothljóð í rúðum, brotin bein, marið hold, eftirsjá og tærandi sorg. Eða eru umferðarvandamálin þetta allt og miklu meira. Hvað er hægt að gera? Já, hvaö er hægt að gera, og þó fyrst af öllu: Hvernig stendur á þessum ógnvekjandi vandamál- um? Hrópið til þeirra, þarna úti, á torgunum og götuhornunum, þeirra á strætum og þjóðvegum. Spyrjið þá! Þeir ættu að vita það. Hvað er að? Vegirnir eru holóttir. Látið hefla þá! Það vantar malbik og stein- steypu. Malbikið þá breiðgöturnar og steinsteypið torgin! Menn kunna ekki að aka. Kennið þeim það, þið sem kunnið! Menn brjóta umferðarreglurnar. Refsið þeim með þyngri og þyngri refsingum og hærri og hærri sektum. Menn aka ölvaðir. Refsið þeim! Refsið þeim! Ef hægt er að leysa umferðar- vandamál með svörum við spurningum fávíss manns, hvers vegna í ósköpunum er það þá ekki gert! Eða er raunverulega aldrei spurt þess, sem spyrja ber? Göngum við alltaf á svig við svarið. Hlýðum rödd Beygsins i Pétri Gaut og Beygjum hjá. Umferðarmál eru ekki ný. Um- ferðarvandamál og umferðarslys ekki heldur. Allt er þetta eldra en f.vrsta bifreiðin og fyrsta akfæra brautin. Allt hefur það verið til, er til og mun verða. Orsakir vandamálanna eru ekki nýjar. Og rætur þeirra liggja djúpt og dreifast víða. Svo segir í Brennu-Njáls sögu: ... Þá gekk Bergþóra að pallinum og Þórhalla með henni og mælti Bergþóra til Hallgerðar: „Þú skalt þoka fyrir konu þessari." Hallgerður mælti: „Hvergi mun ég þoka, því að engin hornkerling vil ég vera.“ „Ég skal hér ráða,“ sagði Berg- þóra. Síðan settist Þórhalla niður... Höfundur Njálu, skáldið og snillingurinn, virðist hafa þekkt og skilið umferðarvandamál á brautum mannlífsins. Af þeim harkalega árekstri, er hann þarna lýsir, leiddi mannvíg, morð og rán, og eldar hlóðust að höfði margra manna. Þá er ekki farin stysta né beinasta leið frá Bergþórshvoli til Miklubrautar, sé komið við á Vestfjörðum. En í Gísla sögu Súrssonar er þessi frásögn: ... En er Þorkell vaknar, gengur hann til dyngjunnar, því að hann heyröi þangað mannamál, og leggst þar niður hjá dyngjunni. Nú tekur Ásgerður til orða: „Veittu mér það, að þú sker mér skyrtu, Auður, Þorkatli bónda mín- um.“ „Það kann ég eigi betur en þú,“ sagði Auður, „og myndir þú eigi mig til biðja, ef þú skyldir skera Vésteini bróður mínum skyrtuna." „Eitt er það sér,“ segir Ás- gerður, „og svo mun mér þykja nokkura stund." „Löngu vissi ég það,“ segir Auður, „hvað við sig var, og ræðum ekki um fleira." „Það þykir mér eigi brigsl," sagði Ás- gerður, „þótt mér þyki Vé- steinn góður. Hitt var mér sagt, að þið Þorgrímur hittist mjög oft, áður en þú værir Gísla gefin.“ „Því fylgdu engir mannlestir," segir Auður, „því að ég tók engan mann undir Gísla, að því fylgdi neinn mannlöstur; og munura við nú hætta þessari ræðu.“ En Þor- kell heyrði hvert orð, það er þær mæltu ...“ Af þessum ógætilega akstri fyrir hættulegt horn, þar sem ógæfan lá í launsátri en nánast engan ökumann var við að sakast, leiddi átakanlega harmsögu. Einnig höfundur Gísla sögu Súrs- sonar, hefur vitað skil á umferðar- slysum á þröngum vegum daglegs lífs. Og ennþá stærri lykkju skulum við leggja á leið okkar frá Bergþórshvoli til Miklubrautar, og koma við í Uppsölum í Svíaríki, hjá Ólafi konungi hinum sænska. Við hirð hans mættust tveir ferðagarpar íslenskir, Gunnlaugur ormstunga og Hrafn Önundarson. Þar háðu þeir sitt fyrsta einvígi af þrem, þótt tveim hinum síðari sé meira á loft haldið. I Gunnlaugs sögu er sagt frá því, er þeir Hrafn fluttu Ólafi konungi kvæði sín. Áður höfðu þeir ást við af mikilli óbilgirni. Nú fluttu þeir kvæðin af kappi en lítilli forsjá, og konungur naut þess að sjá, hvernig sá kappakstur endaði. Hvorugur skéytti umferðarreglum, sem óhjákvæmilega hlaut að leiða til ógnvekjandi árekstrar. I Gunnlaugs sögu'segir svo: ... Og er Hrafn var til brott- ferðar búinn, þá-mælti hann til Gunnlaugs: „Lokið skal nú okkarri vináttu, fyrir því að þú vildir hræpa mig hér fyrir höfðingjum. Nú skal ég ein- hverju sinni eigi þig minnur vanvirða en þú vildir mig hér.“ Gunnlaugur svarar: „Ekki hryggja mig hót þín,“ segir hann, „og hvergi munum við þess koma, að ég sé minna virður en þú.“ Af þessu leiddi enn eina harm- söguna, þótt fleira lægi að baki. Og samkvæmt rökum skáldsins, gat hún ekki endað nema á einn veg: tveir atgerfismenn létu lífið hvor fyrir öðrum, og fegursta kona Islands bjó við örkuml harmsins til hinstu stundar. Þessi dæmi um það sem ég leyfi mér að kalla, umferðarslys á vegum mannlífsins, nægja. Þótt þau séu tekin úr Islendingasögun- um, eru þau nákomin nútímanum, gætu hafa gerst hvar sem er og hvenær sem er og eru að gerast þann dag í dag, við breyttar aðstæður, breytt umhverfi en óbreytt manneðli. Sams konar umferðarslys nútímans eru af sama toga spunnin. Og það sem öllu varðar það málefni, sem hér er til umræðu: umferðarslysin á akvegum nútímans, eru einnig af sama toga spunnin — ekki öll, en að stórum hluta. Þann toga þarf að finna, eigi að vera nokkur von um úrbætur. Á milli þeirra slysa, sem dæmin segja frá og hinna hryggi- legu atburða og umferðarvanda- mála á þjóðvegunum, liggur leyni- þráður. Þann leyniþráð þarf að finna. En hvað er til ráða? í ágætri bók sem út kom fyrir jólin, I afahúsi, eftir Guðrúnu Helgadóttur, segir frá því, þegar söguhetjan Tóta og fjölskylda hennar, urðu fyrir því hörmulega slysi, að amma týndist. Allir stóðu ráðalausir. Jafnvel lögreglan gat ekki neitt. ... Afi, sagði Tóta, þú segir alltaf að flest sé hægt að leysa með því að hugsa. Ætli það sé ekki bara vitleysa, Tóta mín, sagði afi. Nei, það held ég ekki. Við skulum reyna að hugsa, sagði Tóta. Afi sagði ekkert. Reyndu að sofna aftur, Tóta mín, sagði mamma. Og neðar á sömu blaðsíðu: Ekkert er óskiljanlegt, sagði Tóta. Það segir afi. Hún leit á afa, og augun í henni voru kolsvört í ljósinu. Afi gerði enga tilraun til að hugsa í þetta skipti. Hún ýtti við honum. Afi, sagði hún biðjandi. Við verðum að láta okkur detta eitthvað í hug. Afi, hugsaðu líka ... Þannig segir Guðrún Helgadótt- ir frá. Tóta hugsaði og fékk aðra til að hugsa. Og þegar amma var fundin, segir orðrétt: ... Og hver fann hana? Mamma leit á Tótu. Svo hló hún og sagði: Tóta fann hana. Með því að hugsa. Hún gekk Dugnaður og framtakssemi þyrn- ir í augum núverandi valdhafa Blaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Skipstjúra- og stýrimannafé- laginu Bylgjunni á ísafirðii Við viljum vekja athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Að það þorskveiðibann sem sett var á frá 15. nóv. kemur mjög harkalega við sjómenn tekjulega séð, ekki hvað síst vegna þess að fiskverðshækkun var mun minrii en eðlilegt gat talist. En sú litla hækkun sem leyfð var, gerð að engu með því að farið var að meta fisk í annan og þriðja verðflokk, vegna hringormafjölda í fiski, en hringormur hefur þó verið í fiski frá fyrstu tíð. Tekjur sjómanna máttu síst við því að dragast mikið saman á sama tíma og margir eiga að greiða viðbótartekjuskatt og leggj- um við til að sá tekjuskattsauki verði felldur niður í desember og janúar n.k. þar sem margir geta ekki aflað þeirra tekna við ríkj- andi aðstæður, sem þarf til að greiða auknar álögur samfara skertum tekjumöguleikum. Jafn- framt óskum við eftir því að fiskifræðingar leiðbeini okkur á tímabilinu 15. nóv. til 31. des. við að Jeita að karfa og ufsa og að Sjávarútvegsráðherra sjái til jþess að öll skip Hafrannsóknarstofnun- ar verði látin í að leita að karfa og ufsa á umræddu þorskveiðibanns- tímabili. Þar sem við teljum að engir nema þeir sem starfa haj Haf- rannsóknarstofnun og sjávarút- vegsráðuneyti, viti nú um nægilegt magn af karfa og ufsa til að gera slíkar veiðar arðbærar, og óskum við eftir leiðsögn hæfustu manna við að finna þennan fisk. 2. Þegar talað er um háar tekjur sjómanna og þær bornar saman við tekjur annarra stétta þá er það skylda þeirra sem slíkan saman- burð gera að bera einnig saman þann vinnustundafjölda er liggur að baki tekjunum. Þeir menn í B.H.M. sem að undanförnu hafa verið að bera saman laun sjó- manna viðð aðrar stéttir ættu ekki að leyfa sér, að bera saman tölur um tekjur þar sem vinnuvika í landi er 40 klst. en 100 klst. til sjós, því oft er vinnudagurinn 14—16 klst á sólarhring og hefðu sjómenn góð laun ef sá vinnutími væri reiknaður út á tímakaupi. Við hefðum varla trúað að háskóla- menntaðir menn kæmu með annan eins samanburð á launum fyrir sjónir almennings. Öll viðmiðun við sjómenn er af þessum sökum algjörlega út í hött. Stefna Ríkisvaldsins að leggja viðbótartekjuskatt á launþega algjörlega án tillits til þess vinnustundafjölda sem liggur að baki tekjunum verður að telja í hæsta máta óréttlátt og hlýtur að verða til þess að dugnaðarfólk hvar í stétt sem er sér ekki tilgang í því að vinna mikið eða afkasta miklu þar sem slíkt er skattlagt-' eins og lúxus. Verður að álíta að dugnaður og framtakssemi ein- staklinga sé þyrnir í augum núverandi valdhafa þjóðarinnar. Við förum þess á leit við ríkis- stjórn landsins að hún leiði ekki yfir okkur sama ástand og varð á tímabilinu 1955—’60 þegar flest okkar fiskiskip voru mönnuð útlendingum, vegna lélegra launa, því að laun sjómanna þurfa ávallt að vera nokkru hærri en laun þeirra sem í landi vinna, að öðrum kosti veljast ekki duglegir menn til sjós, sem þýðir um leið lakari afkomu annarra stétta. 3. Heyrst hafa hugmyndir um að takmarka ætti þorskveiðar með kvótakerfi á næsta ári, þ.e. ákveðnum hámarksafla á skip og gera þannig alla jafna í fiskveið- um. Eigi vitum við hvaðan slíkar hugmyndir eru komnar, en reynsla manna við síldveiðar í hringnót nú í haust og ummæli fiskifræðinga þar um, að jafnmiklu hafi verið hent í sjóinn aftur og að landi kom hafa greinilega orðið einhverju „•sjávarútvegsséníi" til leiðbeining- ar um hvernig hagkvæmast væri að nýta þorskstofninn. Við leggj- umst algjörlega gegn öllum hug- myndum sem ganga í þá átt, enda er það vísasta leiðin til lélegra afkasta og tapreksturs í sjávarút- vegi. F.h. Skipstjóra og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar. Guðjón A. Kristjánsson. (formaður).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.