Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 „Hefði getað verið betra“ Ólafur Einarsson fer ekki út til Frakklands Lið Ystad 1978—'79i Efsta röð frá vinstrii Sven Nilsson. Bertil Engström, Lars Eriksson. Thomas Hansson. Sven Ake-Frick. Basti Rasmussen, Örjan Sterner. Miðröði Christian Hemme, Lars Gösta Andersson. Kenneth Persson, Lars Bertil Pcrsson, Björn Johannsson, Anders Dahlberg, Lars Brun. Fremsta röði Björn Jakobsson, Kay Eklund. Bengt Andersson. Tekst Víkingum að komast í 8 liða úrslit — Þetta hefði getað ver- ið betra, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálf- ari þegar við inntum hann eftir því hvernig honum fyndist riðlaskiptingin í B-keppninni. — Ég hef góðar upplýsingar um Israel og þeir eru með gott lið. Meðal liðsmanna hjá þeim eru tveir landflótta Rússar og eru þeir uppi- staðan í liðinu. NM í badminton: íslendingar betri en áður en töpuðu samt öllum leikjum ÍSLENSKA landsliðið í badminton kom nýlega heim aftur frá Finnlandi, þar sem það tók þátt í NM í badminton. Einnig fór fram landskeppni við Finna. Gegn Finnum tókst Kristínu Magnúsdóttur og Kristínu Kristjánsdóttur að vinna 1 tvíliðaleik, en á NM töpuðu allir íslending- arnir fyrir mótherjum sín- um í fyrstu umferð og luku þar með þátttöku í mótinu. Mbl. spjallaði litillega við Harald Kornelíusson í gær, en hann var meðal fslensku keppendanna. — Þetta var hvorki eins sterkt Fram Knattspyrnudeild Fram gengst fyrir firmakeppni í knattspyrnu um n.k. helgi 25.-26. nóv. Keppt verður um veglegan bikar og verölaunapeningar veittir fyrir þrjú efstu liðin. Þátttaka tilkynn- ist í síma 34792 og þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Aðalfundur Knattspyrnu- félagsins Fram fer fram miðviku- daginn 29. nóvember í Félags- heimilinu við Safamýri. Hefst liann klukkan 20.30. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Framhaldsaðalfundur hand- knattleiksdeildar F'ram verður mánudaginn 27.nóv. í Framheim ilinu og hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin — Við vitum ekkert um stöðu íslensks handknattleiks í dag. Það skýrist ekki fyrr en eftir Frakk- landsferðina og svo Baltic Cup-keppnina í janúar. — Það verður ein breyting á landsliðs- hópnum sem fer út, Símon Unndórsson kemur í stað Ólafs Einarssonar sem kemst ekki af persónulegum ástæðum. — Að sjálfsögðu stefnum við markvisst að því að verða í einu af sex efstu sætunum í B-keppninni og vonandi tekst það, sagði Jóhann. þr. né eins spennandi mót og síðast, enda vantaði kunna kappa eins og Svend Pri, Thomas Kilström o.fl. Ég tel að við getum verið sæmilega ánægð með frammistöðuna, þrátt fyrir öll töpin, enginn var beinlínis burstaður í orðsins fyllstu merk- ingu. Við erum enn langt á eftir, en það var mál manna í Finnlandi, að það væri stór munur á okkur nú og síðast. Við gætum á góðum degi staðið í Norðmönnum og Finnum, en við eigum hins vegar enga möguleika gegn Dönum og Svíum. — Það, sem okkur vantar, er meiri leikreynsla gegn erlendum þjóðum. Það gefur litla reynslu, að leika einn leik í stórmóti, tapa honum og vera þar með úr leik. Til stendur að senda liðið á mót sem fram fer í Austurríki í janúar. Þar verða þó nokkrar þjóðir og þar leika allir gegn öllum. Frá bæjar- dyrum badmintonmanna, hefur útlitið aldrei verið jafn bjart, við æfum við góðar aðstæður og erum með ungt og efnilegt fólk, sagði Haraldur loks. — gg- LAUGARDAGINN 25. nóvember n.k. leikur Víkingur fyrri leik sinn gegn sænska liðinu Ystad IF í 2. umferð Evrópukeppni bikar- mcistara í handknattleik. Fer leikurinn fram í Laugardalshöll og hcfst klukkan 15.30. Leikinn dæma hinir þekktu dönsku dóm- arar Ilenning Svensson og Pcr Jörgensen. Víkingur og Ystad mætast í 16 liða úrslitum keppninnar. Svíarn- ir komust í 16 liða úrslitin með því að vinna finnsku bikarmeist- arana Cocks Riihimáki tvívegis, fyrst 27i24 í Finnlandi en seinni leikinn unnu þeir á heimavelli 34il6. Segja má að þessi úslit lýsi vel liði Ystad. það stendur sig alltaf vel á heimaveili þegar áhorfcndur styðja við bakið á heimamönnum en lakar á útivelli. Víkingar hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn og þeir telja sig eiga mikla möguleika á þvi að vinna Ystad í Laugardalshöliinni með góðum stuðningi áhorfcnda. Hvað segja þeir um Ystad? Leitað var til nokkurra manna, sem vel þekkja til sænsks hand- knattleiks og þeir spurðir álits á liði Ystad IF og möguleikum Víkings: Stefán Halldórsson. fyrrum leikmaður með Víkingi og lands- liðinu, æfir nú með Kristianstad í Svíþjóð og byrjar að keppa með því félagi um áramótin: Lið Ystad er eitt hið skemmti- legasta í Svíþjóð. Það leikur hratt og fjölbreytilega og í liðinu er engan veikan hlekk að finna. Ég tel möguleika Víkings á því að komast áfram í 3. umferð 50%, ef vel gengur í fyrri leik liðanna heima á íslandi. Ólafur Bcnediktsson, mark- vörður Vals og landsliðsins og leikmaður með sænska liðinu Olympia s.l. keppnistímabil: Ég lék tvisvar gegn þessu liði og tel það með skemmtilegri liðum, sem ég spilaði á móti. Ég var sérstaklega hrifinn af Basta Rasmussen, hann er geysilega skemmtilegur leikmaður og ein- staklega fjölhæfur. Að því leytinu minnir hann mig á Geir Hall- steinsson. Víkingarnir eiga mögu- leika gegn þessu liði, ef þeim tekst vel upp í leikjunum tveimur. Ililmar Björnsson, þjálfari Vals og áður leikmaður í Hellas í Svíþjóð. Hilmar hefur stundað nám í íþróttafræðum í Svíþjóð og gjörþekkir sænskan handknatt- leik: Lið Ystad leikur léttan og skemmtilegan handknattleik. Þrír leikmenn eru mest áberandi í liðinu, fyrirliðinn Basti TVEIR meiri háttar stór- leikir fara fram í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik í kvöld, báðir í Laugardalshöll. Fyrri leikurinn er í 1. deild kvenna og eigast þar við Valur og Fram, fornir fjendur. Bæði liðin berjast um titilinn og má því reikna með hörkuleik. Það má ekki síður búast við hörkuviðureign, þegar liðin mætast í karlaflokki strax að kvennaleiknum loknum. Valur er meðal Rasmussen, mikill spilari og markaskorari, heilinn á bak við sóknarlotur liðsins, Sven-Áke Frick, geysisterkur varnarmaður og loks vinstri handar skyttan Lars Eriksson. Lars er góður kunningi minn frá því við vorum saman í skóla í Svíþjóð. Ystad er stemningslið, því gengur vel á heimavelli en liðið nær oft lélegum árangri á útivelli. Að mínu mati felast möguleikar Víkings í því að ná góðum leik á heimavelli og vinna Svíana þar, þvi þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Viðar Símonarson, margfaldur Islandsmeistari með FH og lands- liðsmaður, leikmaður í Svíþjóð s.l. vetur: Ég sá Ystad spila nokkra leiki og tel þetta lið hiklaust í hópi skemmtilegustu liðanna í Svíþjóð. Basti Rasmussen er bezti maður liðsins, hann byggir upp leik liðsins og er einnig góð skytta. Ystad hefur einnig tvær stórskytt- ur og góða markverði. Það þarf að spila beittan sóknarleik gegn Ystad og því tel ég Víking eiga nokkra möguleika gegn Svíunum. efstu liðanna, en Fram- ararnir óútreiknanlegir í meira lagi, þannig vann Fram FH, en steinlá síðan fyrir Fylki. Heyrst hefur úr herbúðum Framara, að þeir séu staðráðnir í að hirða a.m.k. eitt stig og helst bæði úr viðureigninni. Vafalaust mætti heyra sömu yfir- lýsingarnar úr röðum Vals- ara, ef hlerað væri. Kvennaleikurinn hefst klukkan 20.00 og einni klukkustund síðar, eða strax að honum loknum, glíma karlarnir. 2 storleikir i kvöld: Getrauna- spá M.B.L. 3 ■c .c c 3 3£ k. 5* Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of Ihe world JC a & lm u. íZ * -a c 3 / SAMTALS 1 X 2 Birmingham — Bristol C. X 1 2 X X X 1 4 1 Bolton — Nott. Forest X X 2 2 2 2 0 2 4 Chelsea — Man. Utd. 2 X X 2 X X 0 4 2 Coventry — Arsenal 1 2 X 2 X 2 1 2 3 Derby — QPR X 1 1 1 1 I 5 1 0 Leeds — Southhampt. 1 1 X X 1 1 1 2 0 Liverpool — Middieshr. X 1 1 l 1 1 5 1 0 Man. city — Ipswich 1 1 1 l 1 1 r 0 n Norwich — Everton 1 X X 2 1 2 2 2 2 Tottenham — Wolves 1 1 1 I 1 1 fi 0 0 WBA - Aston Villa 1 1 1 1 1 1 fi 0 0 Charlton — Fulham 1 X X X X 1 2 1 0 Erkifjend- ur mætast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.