Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 27 til Tótu og þrýsti henni að sér. Já, bara með því að hugsa, sagði Tóta og hoppaði kring um mömmu. Þið ættuð sko að gera meira af því, sagði hún og leit á bræður sína ... Barnið Tóta notaði þá náðargjöf, sem jarðarbúum hefur best verið gefin: hún hugsaði. Og hún fékk aðra til að hugsa. Og leitin að hinni týndu ömmu bar hamingju- ríkan árangur. Hvernig væri nú að biðja barnið hana Tótu, að hrópa til allra þarna úti, til allra þeirra á torgunum og gatnamótunum, á hættulegu horn- unum og breiðstrætunum, á öllum hringbrautum og miklubrautum og þjóðbrautum: Látið ykkur detta eitthvað í hug! Hugsið þið! Og hvernig væri að biðja barnið hana Tótu að hrópa svo allur heimurinn heyri: Heimur! Stans- aðu! Stöðvaðu alla vagna þína og hugsaðu! Og hví ekki að biðja hana að hrópa í himininn líka: Herra! Þú sem stjórnar veröldinni! Láttu stundaklukku eilífðarinnar stansa, svo að jarðarbörnin fái tíma til að hugsa. Þeim bráð liggur á að hugsa!" Að láta sér detta eitthvað í hug, svo heimurinn farist ekki í umferðarslysum. Gefðu mönnun- um næði til að hugsa! Og þegar allt væri orðið hljótt og hreyfingar- laust. Allar stjörnur og tungl og allar jarðir og allir vagnar þeirra hefðu numið staðar, gæfist næði til að hugsa. Næði til að leita. Og leitin gæti ekki annað en borið einhvern árangur. Einhverjar af orsökum slysanna mundu finnast. Einhverjar Iausnir á vandamálum umferðarinnar. Hvað hefði gerst á Bergþórs- hvoli í stað þess sem varð, ef þar hefði verið hugsað og Bergþóra hefði sagt við Hallgerði: Hallgerð- ur mín! Er nokkur leið til þess að þú getir rýmt svo til, að hún Þórhalla fái að sitja við hlið þína í kvöld? Og ef Hallgerður hefði svarað: Það skal ég svo sannarlega reyna. Það væri mér mikill heiður! Hvað hefði gerst? Ekkert hatur. Engin mannvíg. Engir eldvargar. Hvers vegna? Vegna þess að góðvild og tillitssemi valda ekki slíkum hlutum. En höfundur Njálu hefði beðið mikið tjón. Og hvað hefði gerst, ef Þorkell Súrsson hefði hugsað og sýnt umburðarlyndi gagnvart ógæti- legu tali, sem hann á vansæmandi hátt varð vitni að, og í stað haturs og blindrar afbrýði látið góðvild og nærgætni ráða gerðum sínum í umgengni við frændur, tengda- menn og vini? Engin næturvíg. Engin martröð útlagans. Enginn blóðugur Einhamar. En setningin: nú hníga öll vötn til Dýrafjarðar, mundi aldrei hafa verið rituð. Og hversu hefði farið í Uppsölum forðum, þar sem tveir ungir metnaðarmenn mættust fyrir einum konungi, ef þeir, í stað þess að reyna að niðurlægja hvor annan á hinn sársaukafyllsta hátt, hefðu hugsað og unnt hvor öðrum frægðar og frama eins og góðum drengjum hefði sæmt, tekist í hendur og leyst með brosi þann umferðarhnút, sem gjarna mynd- ast, ef talað er, fyrr en hugsað er? Engar hólmgöngur. Engir prettir. Engin sögulok með svikum. En hætt er við að setningarnar: „Satt er það, en það gekk mér til að ég ann þér eigi faðmlagsins Helgu innar fögru,“ hefðu aldrei verið ritaðar á bók. Og nú erum við komin hina krókóttu leið frá Bergþórshvoli til Miklubrautar — miklubrautar torganna, gatnamótanna, allra hættulegu hornanna. Samnefnara strætisins, breiðgötunnar, hrað- brautarinnar, þjóðvegarins. Miklubrautar, hvar umferðar- vandamálin eru og umferðarslys- in. Og komum nú þangað með viðhorfi hennar Tótu, sem sagði: við verðum að láta okkur detta eitthvað í hug! Afi, hugsaðu líka! Og ef við gerum það munum við brátt finna, að það sem liggur dýpst að baki umferðarslysanna á vegum mannlífsins, hliðstæðum þeim, sem ég hefi tekið dæmi af, er hið sama og það sem á stærstan þátt í mörgum hinna hryggilegu ökuslysa. Og okkur mun ekki verða að orði: geturðu ekki reynt að segja eitthvað um það, heillin, heldur: þetta er það, sem ég hefi alltaf verið að segja! Svo augljóst er það. Við okkur mun blasa tillitsleysi, óvarkárni og fáránlegt oflæti. Það er frá þessum mannlöstum sem leyniþræðirnir liggja til umferðarvandamálanna og um- ferðarslysanna. Ekki allra; en ógnvekjandi mikils hluta þeirra. Auðvitað heldur reiði guðanna áfram að vofa yfir vegferð mann- anna. Auðvitað leggur háskalega hálku á einstigi og blindhæðir. Auðvitað liggja hættur í launsátri og við ekkert verður ráðið. Tillitsleysi, óvarkárni og fárán- legt oflæti! Hvað mundi gerast á þeim degi sem þessi mannlýti væru skilin eftir, þegar stigið er upp í bifreiðarnar? Hvað mundi gerast, ef í staðinn kæmi tillitssemi, varkárni og hógvær góðvild? Þær sömu mann- dyggðir sem eru lífsnauðsyn hvern dag og hvar sem er. Víst eru þeir margir, sem hafa yfir þessum manndyggðum að ráða. Hamingj- unni sé lof! Annars væri ólíft í þessu landi og á þessari jörð. En þeir eru ekki nógu margir. Kvenskörungarnir úr Njálu eru of margir í umferðinni. Óvarkárir öfundarmenn úr Gísla sögu eru of margir. Ungir oflátungar úr Gunnlaugs sögu eru of margir. Svo sannarlega er nauðsynlegt að endurbæta brautirnar. Bifreið- arnar verða að vera í lagi. Víst er nauðsyn að kunna vel til verka og vita skil á lögum og reglum, ef von á að vera um aukna umferðar- menningu, og það sem mest er um vert: færri umferðarslys. En allt þetta hrekkur ekki til, eí tilitssemi, varkárni og góðvild er ekki með í leiknum. Það er sú undirstaða sem allt hitt verður að byggjast á, eigi það að bera árangur. Og hvað gerðist á miklubrautum — samnefnara allra hinna braut- anna — 26. maí 1968, þegar á einu klukkuslagi vinstri umferð var breytt í hægri umferð? Þegar lögð var fyrir þjóðina þrekraun, sem var engu lík í lífi hennar fyrr? Voru vegirnir svona miklu betri þennan dag en alla aðra daga? Voru allar bifreiðar í betra lagi en nokkru sinni fyrr? Kunnu bifreiðastjórar svona miklu betur til verka en áður? Höfðu guðirnir yfir engu að reiðast þessari breysku þjóð, örlagadaginn 26. maí 1968? Eitt er víst: Það urðu engin slys þann dag. Og við vitum að ástæðan var ekki vegirnir, bifreiðarnar né ökutækin. Ástæðan var sú, að þjóðinni hafði verið lögð gullin lífsregla: að mæta öllum óþægind- um í umferð mannlífsins með brosi. Og þjóðin tók þessa reglu góða og gilda og fór eftir henni. Þess vegna urðu engin slys. Þetta dýrmæta bros var sam- nefnari manndyggðanna, tillits- semi, varkárni og góðvildar — skilyrðislausrar góðvildar. Þess vegna urðu engin slys. Hinn 26. maí 1968 sannaði það sem ég hefi verið að reyna að segja hér að framan. Og hvílíkan lærdóm má ekki draga af þeim degi! Að útbreiða þann lærdóm er verðugt hlutverk þeirra samtaka, sem eiga að takmarki: öruggan akstur. Sá lærdómur mun fækka um- ferðarslysunum. Þetta er það sem ég hefi til umferðarmálanna að leggja. Páll H. Jónsson f -—rr— v Nú er rétti tíminn aó endurryóverja bilinn fyrir veturinn. Ryóvarnarskálinn Sigtúni O h jl |* Simi 19400 - Pósthólf 220 |BCT|fll xtennlðoti Merkibyssur og skot Hin fullkomna lausn fæst BENCO með Bolholti 4. Dennison S: 91-21945 f Lítið barn hef ur lítið sjónsvið Nýkomió í tísku- skinnunum fjölbreytt úrval af pels- jökkum, húfum, tilheyr- andi treflum og annarri grávöru. Feldskerinn, Skólavöröustíg 18, sími 10840. Ostakynning — Ostakynning * I dag og á morgun frá kl. 14—18. Hanna Guttormsdóttir hússtjórnarkennari kynnir ýmsa ostarétti m.a. úr Samenbert-osti. Gefum aö bragöa á 45% osti sterkum. Ókeypis uppskriftir. Nýr bæklingur nr. 28. OSTA- & SMJÖRBÚÐIN SNORRABRAUT54 Hlov(>unt<Inþiíi óskar eftir blaðburðarfólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.