Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 13 Egils Hvítöl sem kostar AÐEINS 170 kr. lítrinn og fœst ískalt og freyðandi í afgreiðslu okkar í Þverholti. Björnunarsveitarmenn draga gúmbát sinn á land. verið gert ráð fyrir að myndin kostaði liðlega 4,8 milljónir króna, en vegna gengisbreytinga og hækkana erlendis á fram- leiðslutímanum hafi endanlegur kostnaður SVFÍ við myndgerð- ina verið um 6,2 milljónir króna. Hins vegar segja þeir tvímenn- ingarnir að raunverulegur kostnaður við myndina sé um 11,3 milljónir króna og stafi það mest af því hversu vinnutíminn við myndina hafi farið langt fram úr áætlun, því að upphaf- lega var gert ráð fyrir að um 800 vinnustundir færu í myndgerð- ina en þær séu orðnar 2450. Aðalástæðan fyrir þessu er baráttan við að halda myndinni innan hæfilegrar tímalengdar með tilliti til alls þess efnis sem reyndist vera úr að moða. Þeir Erlendur og Sigurður Sverrir taka fram, að það sé ekki við SVFÍ að sakast hinn mikla mismun sem fram kemur á áætluðum kostnaði og raunveru- legum, því að félagið hafi samþykkt áætlun þeirra félaga þeirri hugsun skýtur upp að kvikmyndagerðarmennirnir hafi verið full eftirlátssamir og komið full langt til móts við óskir forráðamanna Slysavarna- félagsins. Erlendur og Sigurður Sverrir hafa valið þann kostinn að láta hátíðarfund SVFÍ vegna 50 ára afmæíisins mynda eins konar umgjörð utan um meginefni myndarinnar og verður að segj- ast eins og er að heldur þykir manni upphafið þunglamalegt. Þótt fátt fólk hér á landi inni af höndum merkilegra sjálfboða- starf en einmitt slysavarnafé- lagsmenn, þá er lítið í það varið að horfa á þetta sama fólk drekka kaffi og hlýða á ræður forsvarsmanna þess. Raunin vprður líka sú, að þessi umgjörð og ræðuhöld forseta félagsins verður helzti veikleiki annars prýðilega gerðrar heimilda- myndar. Einstakir kaflar myndarinnar eru haganlega gerðir. Að vísu er ég ekki fyllilega sáttur við útfærsluna á kaflanum um tilkynningaskylduna, þó fyrst og án nokkurra breytinga. Hins vegar benda þeir félagar á að röng kostnaðaráætlun á þessu sviði sé því miður ekkert eins- dæmi hér á landi, því að í flestum tilfellum heimilda- myndagerðar fari vinnutíminn fram úr áætlun og þar sem kostnaðaráætlanir séu yfirleitt bindandi, hafi kvikmyndagerð- armennirnir sjálfir orðið að bera skaðann. Þess vegna megi líkja núverandi ástandi við eins konar útsölu á íslenzkri kvikmynda- gerð og þetta ástand hafi haft sínar afleiðingar. Líta megi á þetta sem vítahring sem felist í því, að fjárkosturinn takmarki gæði myndanna, skorturinn á gæðum veki síðan vantraust á íslenzkri kvikmyndagerð og þetta vantraust endurspeglist síðan í því sjónarmiði að það þurfi ekki að kosta svo mikið að gera svona myndir. Ekki finnst undirrituðum að þeir félagarnir Erlendur og Sigurður S Sverrir geti heim- fært þennan vítahring upp á sjálfa sig nema að litlu leyti þegar litið er á heimildamynd þeirra um Slysavarnafélagið, því að hún er gerð af fagmennsku og smekkvísi, svo sem við er að búast úr þessari áttinni. Kannski er það líka þess vegna að maður tekur meira eftir lýtum myndarinnar en ella, og ingaskyldan gegnir verðskuldar raunsærri meðferð en þarna er lýst. Hins vegar er ekki annað unnt en hrósa þeim félögum fyrir sögukaflann, en þar er saga SVFÍ rakin með gömlum ljós- myndum, kvikmyndum og kort- um, og öllu þessu er mjög haganlega fyrir komið, hinn margvíslegasti samtíningur klipptur og skeyttur saman með slíkum ágætum, að ég minnist vart að hafa séð jafn ásjálegt atriði afssu tagi. Kaflarnir um björgunarsveit- irnar, samæfingar þeirra og viðbrögð SVFÍ við neyðarútkalli eru ágætlega gerðir en bezti kaflinn er þó tvímælalaust sá, sem greinir frá fjáröflunar- starfinu, þætti slysavarnakvenn- anna á því sviði og merkjasöl- unni á lokadaginn, þar sem mannleg hlýja og kímni svifu yfir vötnum. Heildaráhrifin af þessari heimildamynd Lifandi mynda umlysavarnafélags Is- lands 50 ára verða þess vegna að teljast býsna góð. Myndinni tekst ágætlega að lýsa hinu umfangsmikla og márgþætta starfi sem fram fer innan þessa merkilega félags en eitt ber þó hæst — myndin verður aldrei leiðinleg á að horfa eins og oft hefur viljað brenna við í heim- ildamyndum okkar til þessa. Gunnar Baldursson teiknari. Sigurður Sverrir og Ilannes Ilafstein framkvæmdastjóri SVFÍ ganga frá kortum til kvikmyndunar. fremst þyki manni flatneskjan ráða ríkjum í atriðinu, þar sem skipstjórinn á sökudólgsbátnum er ekki látinn heyra kall tilkynn- ingaskyldunnar vegna þess að segulbandið með sjómannalög- unum glymur svo hátt að hann heyrir ekki til talstöðvarinnar þar sem hann stendur við færið. Jafnmerkilegt starf og tilkynn- Slysavarnafélag íslands hef- ur reist sér dálítinn minnis- varða um starfsemi sína á síðustu 50 árunum en minnis- varði þessi er að því leyti óvenjulegur að hann er heim- ildakvikmynd, sem félagið réð þá Sigurð Sverri Pálsson og Erlend Sveinsson hjá Lifandi myndum h.f. til að gera í tilefni hálfrar aldar afmælis. Verkamningur milli SVFÍ og Lifandi mynda hf. var undirrit- aður í apríl 1977 en frumhug- myndir um gerð myndarinnar höfðu verið lagðar fyrir for- svarsmenn SVFI liðlega þremur Kvlkmyndlr eftir BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSQN mánuðum áður. Kvikmyndatak- an hófst á lokadaginn 11. maí 1977 og stóð með hléum fram til 30. apríl 1978, og var kvikmynd- að víða um land. Myndin var síðan frumsýnd í Laugarásbíói að viðstöddum fjölda gesta sl. laugardag. í eins konar greinargerð þeirra Sigurðar Sveris og Er- lends Sveinssonar um þessa heimildamynd kemur fram að við undirskrift samningsins hafi Heilsteypt heimildamynd um Slysavamafélagið 50 ára (< ' LítiðHI beggja$hliða HF. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Þverholti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.