Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 Myndlistarvettvangur K j arvalsstaðadeilan Listsagnfræðingar Norrænar myndir Það er einunfjis hálft fjórða ár umliðið síðan illskæðar deilur áttu sér stað út af myndlistarhúsi því, er reist var á Klambratúni og hlaut nafnið Kjarvalsstaðir. Allir, er eitthvað hafa fyliíst með myndlistarmálum undanfarna áratugi, vita, að myndlistarhúsið var reist í Stað Listamannaskálans Kamla við Kirkjustræti, auk þess sem eystri álma hússins var reist til heiðurs Jóhannesi Kjarval. Þó mun óljóst, hvort sú álma hafi átt að vera Kjarvalssafn, Borgarlista- safn, með sérstakri áherzlu á að rækta og kynna list Kjarvals, eða hvortveggja í senn. Fleira var óljóst varðandi þetta hús, t.d. um rekstrar- og starfsgrundvöll, en það eru einmitt þessi atriði, sem heitast hefur verið deilt um, enda er hér um grundvallaratriði að ræða, er sköpum skipta fyrir framtíð hússins. Það ætti að vera með öllu óþarfi að taka það fram hér, að tilgangs- lítið er fyrir félagssamtök að byg£Ía hús yfir listir í samráði við opinbera aðila ef starfsgrund- völlurinn er ekki skýrt bókaður og skjalfestur í upphafi. Má telja víst, að í framtíðinni verði ekkert slíkt hús reist yfir listræna starfsemi, án þess að þetta atriði sé með öllu ljóst, — slík eru áhrifin og lærdómurinn afKjarvalsstaða- deilunum. Hér hafa einfaldlega verið að gerast hlutir, sem aldrei hefðu þurft að gerast, ef réttlega hefði verið staðið að málum í upphafi. Yfirtaks leiðinlegir og dapurlegir hlutir, — t.d. varð málið í fyrra skiptið á þann veg pólitískt hitamál, að ekkert dag- blaðanna þorði að taka einarðlega málstað listamanna af hræðslu við kjósendur sína að Morgunbláðinu einu undanskildu. Sú deila, er nú stendur yfir, er að vísu í kjarna sínum hliðstæð þeirri fyrri, en þó um margt ólík. Nú er verið að deila um nýtt rekstrarform, sem upp átti að taka, þar sem hið fyrra þótti alltof þungt í vöfum, — Listráð hefur verið lagt niður, en í stað þess skal koma hússtjórn, sem skipuð er þrem pólitískum fulltrúum, list- ráðunaut, sem er í forsæti á fundum, ásamt tveim ráðgjöfum listamanna. Deilurnar snúast um það, hvort þessir tveir ráðgjafar skuli hafa atkvæðisrétt á fundum eður ei. Nú hafði alls engin reynsla fengist af hinni nýju tilhögun, og þó er skollin á ný Kjarvalsstaða- deila og myndlistarmenn innan FÍM krefjast tillögu- og atkvæðis- réttar og hafa umsvifalaust sett húsið í bann og hóta að auki samnorrænu banni! Undirritaður hefur hugleitt þessi mál ítarlega að undanförnu og hefur komist að þeirri niður- stöðu, að ný staða sé komin upp í deilunni og myndlistarmönnum til vafasams sóma. Til að mynda munu ýmis mál koma upp á hússtjórnarfundum, er koma list- rænni starfsemi innan hússins lítið við Að sjálfsögðu hefði ég verið reiðubúinn til þess að styðja af alefli við bakið á starfsbræðrum mínum í orði og á borði svo sem í fyrri deilunni, ef hin nýja tilhögun hefði reynst óhæf, en ég efa réttmæti þess að dæma hana alfarið óhæfa fyrirfram. Ég vil minna á, að á þeim árum, er ég var formaður sýningarnefnd- ar FIM, var nefndin ráðgefandi varðandi sýningar í kjallara Nor- ræna hússins, var allsráðandi á tímum Ivar Eskelands, en Maj Britt Imnander tók sér úrslitavald, ef sú staða kæmi upp, að hún yrði í andstöðu við samþykkt nefndar- innar. Til þess kom þó aldrei, a.m.k. ekki meðan ég hafði afskipti af hlutunum. Þó kom fram ósk um nýja skipan nefndarinnar m.a. með þátttöku fulltrúa SÚM, og/eða viðurkenndra myndlistar- manna, er stæðu utan við bæði félögin (listhópanna). Var ég því hlynntur og samdi frumdrög að nýrri skipan nefndarinnar er fékk góðan hljómgrunn, en komst þá í andstöðu við þáverandi stjórn FÍM, er var ófáanleg að láta af einokun á nefndinni. Varðandi núverandi Kjarvals- staðadeilu er mér spurn, hvort myndlistarmenn innan FÍM van- meti svo mjög stöðu sína og styrk, að þeir álíti, að hinir pólitísku fulltrúar muni virða ráðgjöf þeirra og skoðanir að vettugi? — Eru þeir að dæma væntanlegan listráðu- naut slíka liðleskju, að hann muni umsvifalaust gerast þý hinna pólitísku fulltrúa? Hefði ekki verið reynandi að fara hér af umburðarlyndi og stillingu að hlutunum, — sam- þykkja hina nýju tilhögun, en þó með fyrirvara? Hefur reisn sam- taka myndlistarmanna (FÍM) ver- ið slík á undanförnum árum, t.d. hvað varðar alþjóðasamvinnu og sýningavettvang heima og erlend- is, að þau hafi efni á því að slá á borðið og heimta? — Reisn, að sitja á eigin rassi og bíða eftir því að gullfuglarnir fljúgi inn um gluggann? — Er það félagsleg reisn eða máski frekar breiskleiki, sem hefur komið einum aðallist- viðburði ársins, Haustsýningunni, niður á bútasölu- og tombóluvett- vanginn — og gera að engu margra ára uppbyggingu og fórn- fúst starf viss kjarna innan félagsins? Reisn, að sýningarnefnd félagsins hefur lagt niður laup- ana? — Reisn, að viðhafa úti- lokunarstefnu og tapa svo á nær öllum sýningarvettvangi erlendis fyrir þeim er út í kuldanum standa? — Hefur þeirri þróun verið mótmælt, að erlendir menn, sem þekkja ekkert til íslenzkrar listar, eru farnir að velja fulltrúa Islands á samnorrænar og alþjóð- legar sýningar, — sem er alvarlegt vantraust á dómgreind FIM? Svo kemur að lokum hin stóra og brennandi spurning: Er FIM fulltrúi allra gildra myndlistar- manna hérlendis, eða er tímabært að stofna Myndlistarsamband Is- lands með þátttöku annarra list- hópa svo og byggðarlaga utan stór-Reykjavíkursvæðisins? — Væri rödd slíkra samtaka ekki ólíkt meira sannfærandi og sterk- ari en t.d. frumhlaup smáhóps innan FÍM, er telur sig geta hugsað fyrir heildina og telur sig réttkjörinn til ráðuneytis á æðstu stöðum — án nokkurs umboðs? — Treystir því, áð sem oftar séu vanhugsuðustu og vitlausustu tillögurnar samþykktar í einu hljóði á félagsfundum... Ég hef einnig spurt sjálfan mig að því, hvort sú staða hefði ekki einnig getað komið upp, að svo góð reynsla hefði fengizt af samvinnu við myndlistarmenn, að pólitísku fulltrúarnir teldu það fljótlega allra hag og réttlætismál, að þeir fengju atkvæðisrétt í framtíðinni? Eins og sjá má af framanskráðu, leita margar spurningar fast á í sambandi við þessa deilu og væri ánægjulegt, ef þeim yrði svarað málefnalega á opinberum vett- vangi, — lið fyrir lið. Mikilvægast er þó, að myndlistarhúsið á Klambratúni, Kjarvalsstaðir, verði virkjaðir á sem farsælastan hátt í framtíðinni, hverjir svo sem standa á bak við reksturinn. Þrátt fyrir skýlausan siðferðislegan rétt FÍM og jafnframt allra gildra myndlistarmanna að koma við sögu sem marktækir aðilar varðandi listræna stjórnun hússins — mættu menn í raun og sannleika vera fegnir að losna undan allri ábyrgð. En ábyrgð er einnig krafa um mannlega reisn, að listamenn standi uppréttir, hvað sem á gengur — hér gildir ris og viðgangur íslenzkrar myndlist- ar öllu öðru fremur... Listsagnfræðingar Hinn áttræði öldungur Willem Jacob Sandberg, sem var í 17 ár, er tímamót mörkuðu, forstöðu- maður Stedjelik Museum í Amsterdam (Borgarlistasafnsins), lét eitt sinn svo um mælt: „Listsagnfræðingar hafa ekki eins mikla þýðingu og þeir sjálfir álíta. Fólk, sem rannsakar list, horfir alltaf til fortíðarinnar. En það er með augunum, sem menn læra að meta list, en ekki af bókum né með eyrunum. Menn geta gjarnan farið á fyrirlestra, en það þýðir ekki það sama og að menn öðlist vit á list. Þess vegna hef ég alltaf sagt við yngri samstarfsmenn mína og áheyrendur: Þið getið látið vera að lesa það, sem listgagnrýnendur og listsagnfræðingarnir skrifa um list, en lesið í staðinn það sem listamennirnir hafa sjálfir sagt og skrifað — til að mynda dagbók Delacroix eða bréf Van Gogh. Ef ég hefði möguleika á því að byggja nýtt safn, hefði ég látið eina setningu standa yfir inngangsdyrunum: „begar þú gengur hér inn. gleymdu þá öllu, sem þú hefur lesið þér til og heyrt um myndlist í samanlögðu lífi þínu. — Þegar þú gengur út héðan aftur. þá getur þú farið að hugsa um það, sem þú hefur séð.‘“ — Þannig mæltist manni, sem án nokkurs embættisprófs né listfræðititils gerðist brautryðj- andi í lifandi innréttingu nýlista- safna og fékk almenning hvaðan- æva að til að koma og skoða — var lærimeistari og fyrirmynd fjölda safnstjóra, m.a. Pontus Hultén, og hafði ómælda þýðingu fyrir uppbyggingu ótal nýlista- safna og sýningahalla, t.d. Lousiana í Humlebæk — Malmö Konsthall — Moderna museet í Stokkhólmi, Centre Beauborg í París o.m.fl. söfn, er fólk streymir til. Sandberg hefur verið nefndur „hinn síðasti hinna stóru gömlu í evrópsku listlífi". Ég set þetta fram hér vegna þess, að það er háskalegur mis- skilningur, haldi einhverjir, að embættispróf eða listsögutitlar skipti hér öllu máli. Aðeins það, sem situr eftir, er menn hafa tekizt á við hlutina, getur hér verið Forsíða kynningarritsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.