Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 MORötlK/ KAFFINU G- n'M-frA GRANI GÖSLARI PoninKa — peninRa! — Kct- urðu aldrei talað um annad en Jaínadu þiíí — jafnaðu þi«! Ilvílíkur léttir. Grani íer í írí eftir tvo dasa. Nú er búið að tala nÓK um mig. En hvaða mennin>;arviðleitni hafðir þú í frammi í kviild? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sæir þú vel metinn og virtan mann };anf;a á höndum eftir Austurstræti kynni þér að detta í hug, að hann hefði misst vitið. En sértu úr þeim efnivið, sem býr til KÓðan makker við spilaborðið, er sennile);ra að þú reyndir að finna ástæðu eða orsök þessa framferðis. Gjafari norður, norður-suður á hættu. Norður S. 764 H. ÁKD9 T. Á9 L. ÁK109 Vestur Austur S. Á2 S. KDG109 H. 108754 H. 3 T. 532 T. K87 L. 732 L. DG65 Suður S. 853 H. G62 T. DG1064 L. 84 SaKnirnart Norður Austur Suður Vostur 1 lauf 1 spaði — — dohl 2 spaðar — — dobl — 3 tfelar. allir pass Austur naut þess að eiga hæsta litinn og þrýsti andstæðingum sínum fram hjá besta bútnum. En vestur spilaði út spaðaás og aftur spaða og í stað þess að taka þriðja spaðaslaginn spilaði austur ein- spili sínu í hjarta. Suður fékk slaginn, tók á tígulás en tígulníuna tók austur með kóng og spilaði spaðatíu. Og þegar suður fylgdi þá lit lét vestur lauftvistinn. Austur hélt áfram tilraunum sínum og spilaði fjórða spaðanum en vestur átli ekki yfir trompi suðurs og hann tók trompin og átti slagina, sem eftir voru. Vestur var ekki með á nótunum þegar austur skipti í hjartað. Til þess hlaut að vera ástæða og vestur var of latur til að reyna að finna orsök hennar. Og hún hefði átt að liggja í augum uppi þegar austur spilaði spaðatíunni, sem gat verið og varð fjórði slagur varnarinnar. Fimmti slagurinn varð að fást með að trompa hjarta en til þess varð vestur að trompa tíuna og spila síðan hjarta svo austur gæti trompað. COSPER Mig langar svo að þú kynnist honum, því hann er hugsanlega væntanlegur eiginmaður minn. fRPS. f' Fátt um fína drætti Velvakandi góður. Mig langar til að taka undir skoðun manns, sem ritar grein í dálkinn þinn í dag, sunnudaginn 19. nóvember, undir heitinu Krist- inn maður. Það er oröið fátt um fína drætti í kristnum efnum. Bréfritari þinn minntist á einkamálaþáttinn í Dagblaðinu og Vísi, þar sem auglýsendur daglega óska eftir makaskiptaleikjum, hvort sem um er að ræða við karl eða konu, gift eða ógift, ung eða gömul. Víðsýnin getur brotist út í hinum furðulegustu myndum. Og allar eru þessar auglýsingar born- ar fram, að því er virðist, af frómu hjarta. „Vér aðhyllumst frjálsar ástir.“ Svona er hægt að tileinka sér merkingar orða í prívatskyni. Maður fer nú satt að segja að óttast um heimilisköttinn. Það er eins og einhver ofvöxtur sé hlaupinn í sæðispung nútímans. Og einhverra orsaka vegna hefur megninu af frumunum, sem ekki skolaði yfir Svíþjóð og Danmörku, lekið yfir góða og vonda hér á íslandi — kannski vegna óhag- stæðrar vindáttar. Þetta fer nú að verða nokkuð grátt gaman ofan á fylliríis- stimpilinn á okkur íslendingum. Tímarit og blöð eru morandi af klofmyndum. Þær nauðga augum okkar alla daga sem enn varðveit- um í okkur náttúruna á öllum sviðum. Jafnvel virðulegar bókaút- gáfur gefa bara út fullnæginguna. Er ekki hægt að selja þessar „bókmenntir" á bókamarkaði út- gefenda númer 2, svo allir fái sitt, útgefendur og sölulýður, en á einum stað, til dæmis Sigtúni eða Laugardalshöllinni, þar sem þjóðarparturinn sem er svo nátt- úruvana að reisa ekki hold nema geta um leið gónt á risavaxnar rasskinnar eða bert klof, getur rakkað sig saman öðrum að meinalausu? Nú nú. Með vaxandi afsiðun fjöldans í máli og myndum vegna umburðarlyndis góðborgara og yfirvalda, sem alltaf eru að slást á öðrum vígstöðvum — samanber dreifibréf lögreglustjóra um þess- ar mundir er snertir nokkra bandvana hunda — er þetta að verða nokkuð vont þjóðfélag. I kjölfar siðleysis fylgir frekja, ruddaskapur, skemmdarfýsn og morð! Svo ég vendi mínu kvæði í kross og fjalli lítillega um rudda- skap og skemmdarfýsn. Þórbergur orkti: Seltjarnarnesið er lítið og lágt lifa þar fáir og hugsa smátt. Eitthvað hefur Þórbergur lent upp á kant við nesið á sínum tíma, og skil ég ekkert í því — þá var þar enginn skólinn. Mér er að detta þetta í hug þegar ég minnist eins af úthverf- unum okkar, sem ég hefði haldið að væri fjarri því að vera Skugga- hverfi Reykjavíkur. Hér á ég við Vogahverfið. Til annarra úthverfa þekki ég ekki. Þó má vel vera að ástandið sé jafnslæmt kringum skólana þar. Þannig er mál með vexti, að ég meðal fjölda annarra sæki kóræf- ingar inn í Vogaskóla nokkur kvöld í viku. Það er ekki flóafriður fyrir nokkrum nemendum skólans sem tröllríða öllum húsum fram- undir klukkan ellefu. Þeir öskra, garga, sparka, grýta og klifra. Því miður detta þeir ekki dauðir niður. GUÐ BLESSI HUGSANA- FRELSIÐ! Glerið í útidyrahurð skólans var Hversu langt má ganga? „Kæri Velvakandi. Tilefni tilskriftar minnar eru hjálagðar auglýsingaúrklippur ,úr Dagblaðinu og Vísi, sem hafa þann fáheyrða, siðlausa boðskap að flytja að í öðru tilfellinu hjón um þrítugt og í hinu tilfellinu þar að þau séu frjálsleg í ástarmálum og nú sé öllum boðið uppá að kynnast anda hins frjálsa kynferðislífs. Er hér um samspil tveggja para sem undanfari að hóruhúsi? Eg held að bað varói við löo að hvet.ia Slíkar auglýsingar hafa bir Dagblaðinu alltof oft og í Vís| þó sjaldnar. Það er ósk mín að ósóminn v| stöðvaður því annað er sæmandi þjóð sem telur einhverju skipta siðferðij kristindóm. Það er ósær þjóðinni að verða fyrir áfd siðferðilega vegna kapphlau auglýsingum blaðanna. Efl geta ekki þrifizt nema leyfal afsiðun, sem ég kalla svo, ættf ast út af. Gallerí Langbrók sýnir í Stúdentakjallaranum í Stúdentakjallaranum stend- ur þessa dagana yfir sýning á hluta af því sem til sýnis og sölu er í Gallerí Langbrók, Vitastíg 12. Gallerí Langbrók býður upp á ýmsar tegundir listiðnaðar, svo sem keramik, vefnað, tau- þrykk í álnavöru, handþrykkta púða, fatnað og grafík. Stúdentakjallarinn er opinn á virkum dögum frá 10—23.30 en á laugardögum og sunnudögum frá 14—23.30. Gallerí Langbrók er opí mánudaga til föstudaga frá 13-18. Ingvar bofðarson og Hrollaugur Marteinsson í hlutverkum sfnum. Leikfélag Hornafjarðar sýnir „Grænu lyftuna” Leikfélag Ilornafjarðar frumsýndi föstudaginn 17. nóvember gamanleikinn „Grænu lyftuna“ eftir Avery Ilopwood. Lcikstjóri er Jón Júlfusson og með helstu hlut- verk fara Hrollaugur Marteins- son, Jóna Sigurjónsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir og Ingv- ar bórðarson. Leikfélagið setur að jafnaði upp tvö verkefni á ári og er þetta 25. verkefni félagsins. Einnig hafa verið haldin leik- listarnámskeið á vegum þess og félagið hefur tekið þátt í lista- og menningaviku sem haldin hefur verið á Höfn og kynnt verk íslenskra höfunda. 3. sýn- ing Leikfélags Hornafjarðar á „Grænu lyftunni" verður í kvöld og á laugardagskvöldið verður leikritið sýnt í Hamraborg á Berufjarðarströnd. Gunnar. Nokkrir aðstandendur Gallerís Langbrókar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.