Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 Kirkjugarðs- olíuluktir Sfimmn Sfy>y:eiw>ori h.j Suðurlandsbraut 16 m/s Esja fer frá Reykjavík miðvikudaginn 29. þ.m. fil ísafjarðar og tekur vörur á eftirtaidar hafnir: ísa- fjörð, Bolungarvík, (Súganda- fjörð og Flateyri um ísafjörð), Þingeyri, Patreksfjörð, (Bíldu- dal oq Tálknafjörð um Patreks- fjörð). Móttaka alla virka daga nema laugardag til 28. þ.m. V SKiPAUTGCRP RÍKlSINS m/s Hekla fer frá Reykjavík föstudaginn 1. desember austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmanna- eyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstaö, Seyðisfjörö, Borgarfjörö eystri og Vopnafjörö. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 30 þ.m. fe. reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum i póstkrófu — Vakúm pakkaö ef óskaö er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Halnartirði Simi: 51455 Lítið barn hefur JI' lítið sjónsvið Róhert Arníinnsson. Arnar Jónsson. Stcinunn Jóhannesdóttir. Aðalsteinn Bergdal. Útvarp í kvöld kl. 20.15: Eiga pólitísk morð rétt á sér? Hin réttlátu, leikrit Albert Camus, Les Justes, hefst í útvarpi í kvöld klukkan 20.15. Segir í leikritinu, „Hinum réttlátu", frá hópi stjórnleys- ingja í Rússlandi í byrjun þessarar aldar, en þeir höföu á stefnuskrá sinni meðai annars að myrða þjóðhöfðingja og aðra valdamenn. Boris Annenkov og hópur hans hafa fengið það verkefni að ráða stórhertogann af dögum. Allt er vandlega undirbúið, en hægara er sagt en gert að myrða mann með köldu blóði. í leikritinu kemur fram mis- munandi afstaða einstakling- anna í hópnum. Sumir finna til sektarkenndar og heyja mikið sálarstríð, en aðrir virðast hafa svæft samvizkuna með öllu. Höfundur dregur jafnt upp m.vnd þeirra, sem myrða af hugsjón, og hinna, sem hafa ekki lengur neina hugsjón, en vilja samt fremja morð. Höfundur sýnir okkur einnig inn í hugarheim þeirra, sem eru í rauninni of „góðir“ til að eiga heima í slíkum félagsskap. Hann spyr: Eiga pólitísk morð rétt á sér? Albert Camus fæddist í Mondovi í Alsír árið 1913. A árunum 1937—1939 stjórnaði hann leikflokknum „Equipe", en gerðist síðar blaðamaöur og háskolafyrirlesari. Meðal leik- rita hans eru „Misskilningur“ og „Umsátursástand", „Hin réttlátu“ var frumsýnt 1949. Camus fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1957. Albert Camus fórst í bílslysi í Frakklandi árið 1960. í helztu hlutverkum í kvöld eru hjalti Rögnvaldsson, Stein- unn Jóhannesdóttir, Arnar Jónsson, Róbert Arnfinnsson og Aðalsteinn Bergdal. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, en þýð- andi er Ásmundur Jónsson. Leikurinn tekur tæpar tvær klukkustundir í flutningi. Útvarpí dag kl. 17.20: Lesið úr nýjum ungl- ingabókum Lestur úr nýjum barnabók- um hefst í útvarpi í dag klukkan 17.20. Meðal annars verður lesið úr eftirtöldum bókum: Yngismeyjunni, eftir Louisu May Alcott í þýðingu Steinunnar Bjarman. Þá úr bókinni Patrik og Rut, 2. bindi af þremur. Silja Aðalsteins- dóttir þýddi bókina. Einnig verður lesið úr þýðingu Þórar- ins Eldjárns á Leikhúsmorð- inu eftir Sven Wernström og bókinni Eldsporin — Alfred Hitchcock og njósnaþrenning- in. Höfundur er Robert Arth- ur en Snjólaug Bragadóttir þýddi bókina. Loks er kynnt bókin Mælikerið eftir Indriða Ulfsson. Umsjón þáttarins er í hönd- um Gunnvöru Brögu, en kynn- ir er Sigrún Sigurðardóttir. Gunnvör Braga. Útvarp Reykjavlk FIM/HTUDtkGUR 23. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn> Páll Ilciðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Frcttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. daghl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. ■ 9.05 Morgunstund harnannai Kristján Jóhann Jónsson lýkur lestri þýðingar sinnar á „Ævintýrum Ilalidóru" eftir Modwenu Sedgwick (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónlcikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lögi frh. 11.00 Verzlun og viðskiptii. Umsjónarmaðuri Ingvi Hrafn Jónsson. 11.15 Morguntónleikari Itzhak Perlman og Fflharmoníu- svcit Lundúna leika Fiðlu- konsert nr. 1 í fís-moll op. 14 eftir Ilcnryk Wieniawskii Seiji Ozawa stj./ Ffl- harmoniusveit Lundúna leikur „Ilamlet“, sinfónískt ljóð nr. 10 eftir Franz Liszti Bernard Haitink stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurlregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. 14.40 Að vera róttækur. Ásgeir Bcinteinsson sér um þáttinn og ræðir við Albert Einars- son. Björn Bjarnason og Ilalldór Guðmundsson. 15.00 Miðdegistónleikari Felicja Blumental og Sin- íóníuhljómsveitin í Torino leika Píanókonsert í F-dúr eftir Giovanni Oaisielloi Alberto Zedda stj./ Ffl- harmoníusveitin í Vín leikur Sinfóníu nr. 3 í D-dúr eftir Franz Schuberti Istvan Kertesz stj. 15.45 Um manneldismáh Bald- ur Johnsen læknir talar um fituleysanleg fjörefni. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagið mitti Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.20 Lestur úr nýjum barna- bókum. Umsjóni Gunnvör Braga. Kynnin Sigrún Sigurðardóttir. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Daglegt mál. Eyvindur Eiríksson flytur þáttinn. 19.45 íslcnzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.15 Leikriti „Hin réttlátu“ eftir Albert Camus. býð- andii Asmundur Jónsson. Leikstjórii Hallmar Sigurðs- son. Persónur og leikenduri Ivan Kaljajeff (Janek)/ Hjalti Rögnvaldsson. Dóra Doulcboíf/ Steinunn Jóhannesdóttir. Stephan Fedorofí/ Arnar Jónsson. Boris Annenkoíf (Boria)/ Róbert Arníinnsson. Alexis Vojnoff/ Aðalsteinn Bergdal. Skouratoff lög- reglustjóri/ Baldvin Halldórsson. Stórhertoga- frúin/ Bríet Iléðinsdóttir. Foka/ Jón Júliusson. Fanga- vörður/ Bjarni Stcingríms- son. 22.10 Einleikur í útvarpssah Iflíf Sigurjónsdóttir leikur Sónötu í g moll fyrir ein- leiksfiðlu eftir Bach. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Víðsjái Friðrik Páll Jóns- son sér um þáttinn. 23.05 Áfangar. Umsjónar- menni Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 24. nóvember 1978 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Hljómsveitin Póker IHjómsveitina skipai Ásgeir óskarsson, Björgvin Gísla son, Jón Ólafsson, Kristján Guðmundsson, Pétur Ifjaftested og Pétur Kristjánsson. Ásgeir Tómasson og Ómar Vaidimarsson kynna hljóm- sveitina og ra“ða við liðs- menn hennar. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.05 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.05 Á eyrinni s/h (On the Waterfront) Bandarísk bíómynd frá árinu 1954. Leikstjóri Elia Kazan. Aðalhlutverk Marlon Brando, Eva Marie Saint og Karl Malden. Sagan gerist meðal hafnar- verkamanna í New Jersey. Glæpamenn ráða iögum og lofum í verkalýðsfélagi þeirra og hika ekki við að myrða þá sem vilja ekki hlýðnast þeim. Þýðandj Dóra Hafsteins- dóttir. 23.50 Dagskrárlok __________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.