Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 19 Grikkir fallast á fangaskipti Aþenu, 22. nóvember. AP. GRIKKIR og Tyrkir hafa samþykkt að skiptast á föngum sem þeir hafa haft í haldi vegna nokkurra nýlegra atburða á landamærum þjóðanna sem eru báðar í NATO þótt þær eldi saman grátt silfur að sögn talsmanns grísku stjórnarinnar í dag. Talsmaðurinn sagði að Georg Rallis utanríkisráðherra hefði lagt til að staðfestur yrði eins fljótt og auðið væri samningur frá 1971 til þess að unnt yrði að ákvarða greinilega landamæralínuna með- fram Evros-ánni sem breytir stundum um farveg þannig að það veldur stundum misskilningi á landamærunum. Fangaskiptin og leiðréttingarn- ar á landamærunum eru taldar bezta leiðin til þess draga úr spennunni í sambúð þjóðanna. Nokkrir fundir háttsettra em- bættismanna þjóðanna eru ráð- gerðir og Rallis mun líka ræða málið við tyrkneska utanríkisráð- herrann, Gunduz Okcun í sam- bandi við fund Evrópuráðsins í Strassborg í þessari viku. Grikkir dæmdu sex tyrkneska fiskimenn í 15 mánaða fangelsi hvern þegar þeir höfðu siglt ólöglega inn í gríska höfn. Tyrkir dæmdu þrjá gríska bændur í eins mánaðar fangelsi hvern og héldu því fram að þeir hefðu farið í óleyfi inn á tyrkneskt yfirráða- svæði. Báðir atburðirnir gerðust í síðasta mánuði. Talsmaðurinn sagði að fanga- skiptin færu fram eins fljótt og mögulegt væri. Þetta gerdist 23. nóv 1975 — Schlesingar landvarna- ráðherra rekinn. 1974 — Ford og Brezhnev ræðast við í Vladivostok. 1972 — Umsátursástaind í Bóii- víu vegna samsæris um bylt- ingu. 1971 — Kínverjar fá fastafull- trúa f Öryggisráðinu. 1961 — Rússar halda banda- rískri herflutningalest í 15 tíma á landamærum Austur- og Vestur-Þýzkalands. 1954 — Kínverjar tilkynna að 11 bandarískir flugmenn úr Kóreu-stríðinu hafi verið dæmdir fyrir njósnir. 1943 — Bandaríkjamenn sigra Japani í orrustunni um Tarawa. 1940 — Rúmenar ganga í Öxulbandaiagið. 1891 — Fonseca, fyrsta forseta Brazilíu, steypt í uppreisn sjó- hersins. 1890 — Luxemborg aðskilin frá Hoilandi. __________________ 1531 — Kappel-friðurinn bind- ur enda á annað borgarastríðið í Sviss. 1499 — Warbeck, kröfuhafi ensku krúnunnar, líflátinn. Afmæli dagsinsi Otto mikli, þýzkur keisari (912—973) — John Wallis, enskur stærðfræð- ' ingur (1616—1703) — Manuel de Faila, spænskt tdnskáld (1876-1946). Innlenti Togarinn „Sviði“ ferst með 25 mönnum 1941 — D. Árni Magnússon óreiða 1250 — Próf. Guðmundur Magnússon 1924. Orð dagsinsi Það er betra að ræða mikilvægt mál án þess að leysa það en að leysa það án þess að ræða það. — Ónefndur. Joe Jones, stofnandi sértrúarflokksins People's Temple, í miðstöð sinni í frumskógum Guyana. Tveir sértrúarmenn handteknir í Guyana Georgetown, Guyana, 22. nóv. AP. FYRRVERANDI sjónvarpsfréttamaður frá Stockton. Kaliforníu, Michael Prokes, og fyrrverandi landgönguliði, Tim Carter frá Garden City, Idaho, hafa verið handteknir í Guyana í sambandi við morðin á þingmanninum Leo Ryan frá Kaliforníu, þremur fréttamönnum og einum öðrum á afskekktum flugvelli nálægt frumskógarfylgsni sértrúarflokksins Peoples Temple. Prokes og Carter eru báðir úr sértrúarflokknum og þriðji sértrú- armaðurinn, Larry Layton, hefur verið í haldi siðan á sunnudag. Að minnsta kosti 105 manns úr sértrúarflokknum fyrirfóru sér eftir flugvallarárásina, þar á meðal leiðtogi hans, séra Jim Jones. Embættismenn í Guyana hafa enga ákæru birt gegn Prokes sem á fósturson í nýlendu sértrúar- flokksins, né Carter sem á tvö systkini i Jonestown. Prokes var fréttamaður sjónvarpsstöðvar í Sacramento í Stockton í tvö ár en hætti þegar hann hafði viðtal við Jones og gekk í sértrúarflokkinn 1972. Kunningi hans sagði að hann virtist hafa heillast af Jones. Fóstursonur hans þriggja ára sem var í Jonestown-nýlendunni fannst látin þar. Skyldmenni Prokes hafa ekki hitt hann í tvö ár en töluðu við hann fyrir um það bil mánuði og ætluðu í heimsókn til Guyana. Faðir Carters lýsir honum þannig að hann hafi verið mjög venjuleg- ur. Stjórn Guyana segir að séra Jones hafi haft mjög góð meðmæli frá ýmsum kunnum bandarískum stjórnmálamönnum en sumir þeirra segjast ekki hafa staðið i sambandi við hann. Stjórnin birti nokkur þessi meðmæli, en einn stjórnmálamannanna, Jems Bing- ham þingmaður frá New York, telur að sín meðmæli hafi verið tilbúningur. Stjórnin gaf í skyn að meðmælin hefðu haft áhrif í þá átt að sértrúarflokknum var leyft að setjast að í Guyana. Á lista stjórnarinnar eru meðal annars nöfn eiginkonu Carters forseta, Rosalynn, Walter Mondales vara- forseta og Hubert heitins Humphreys öldungadeildarmanns. Hvíta húsið hefur birt bréf frá frú Carter til Jones, sem tók eitt sinn mikinn þátt í stjórnmálum i Kaliforníu. castro sleppir 3.000 úr haldi bls. 14 gústa Ný stjórn í Portúgal Lissabon. 22. nóvember. Reuter. RÁÐHERRAR hinnar nýju stjórnar lagaprófessorsins Carlos Mota Pinto í Portú- gal unnu embættiseiða í dag og Antonio Ramahlho Eanes forseti sagði að stjórnin gæti búið í haginn fyrir myndun styrkrar meirihlutastjórnar. Að öðr- um kosti yrði nýja stjórnin að undirbúa nýjar kosning- ar ef hún yrði felld á þingi. Eanes sagði að þessi tíunda ríkisstjórn frá byltingunni 1974 stæði andspænis mesta vanda sem hið unga lýðræði í Portúgal hefði átt við að glíma og hvatti til dugnaðar og hæfni til að mæta alvarlegum efna- hagslegum og félagslegum vanda Portúgala. Hann sagði að stjórnin yrði því miður að fylgja sparnaðar- stefnu og bæði hann og dr. Mota Pinto hvöttu til iðjusemi, aukinnar framleiðni og virð- ingar fyrir lögum. Mota Pinto kvað það mark- mið sitt að ýta undir efnahags- þróun, bættan lífsstíl og þjóð- félagsréttlæti. En hann varaði við því að efnahagsvandinn væri jafnvel alvarlegri en talið hefði verið og að þjóðin stæði frammi fyrir halla á fjárlögum í lok ársins er næmi 70 milljörðum escudos (1,55 millj- arðar dollara). Samkvæmt opinberum tölum var verðlag í október 25,6% hærra en á sama tíma í fyrra. París, 22. nóvember. AP. Reuter. Ovænt samkomulag hefur tekizt á ráðstefnu Unesco um samhljóða yfirlýs- ingu um fjölmiðlun, þar sem hafnað er afskiptum stjórn- valda aðildarríkjanna 146 af fréttaflutningi. í upphaflegum drögum að yfirlýsingu Unesco um þetta efni voru umdeild- ustu atriðin varðandi skyldu fréttastofnana til að koma á framfæri upplýsingum í sam- ræmi við boð og bönn stjórn- valda í viðkomandi ríki. Yfir- lýsingin, sem nú hefur verið samþykkt að lokinni fjögurra Þannig hugsaði teiknari banda- ríska vikuritsins Time sér öng- þveitið, sem í sjónmáli var, meðan ekkert út- lit var íyrir að samkomulag tæk- ist á Unescoráð- stefnunni í París. flutning, en skuli njóta við það aðstoðar hinna ýmsu aðila, svo sem alþjóðastofnana og rót- gróinna fréttastofnana víðs- vegar, í stað þeirrar stefnu sem viðruð var í frumdrögum Sovétstjórnarinnar þar sem slíkt átti að fara fram í umsjá opinberra aðila. Sovézku drög- in litu fyrst dagsins ljós á Unesco-ráðstefnu í Nairobi fyrir tveimur árum, en sam- komulagið um yfirlýsinguna nú er fyrst og fremst talið að þakka samvinnu vestrænna aðildarríkja stofnunarinnar og ríkja Þriðja heimsins undanfarna daga. Mikilvægur er sá kafli þar sem fréttamenn eru sagðir eiga rétt á aðgangi að upplýs- ingum og möguleikum á að Unesco hafnaði sovézkri tillögu um „opinbert eftirlit” með fjölmiðlum vikna ráðstefnu Unesco í París, er talin mikill persónu- legur sigur fyrir fram- kvæmdastjóra stofnunarinn- ar, Ahmadou M’Bow, sem er frá Afríkuríkinu Senegal, en hann hefur verið ótrauður formælandi þess að Samein- uþu þjóðirnar beittu áhrifum sínum, fyrir tilstuðlan Unesco, varðandi fréttaflutning og Amadou M’Bow. framkvæmda- stjóri Unesco. upplýsingamiðlun í heiminum. Yfirlýsingin, sem samþykkt var í dag, ber þess merki að um málamiðlunarlausn er að ræða. pjöimörg vestræn ríki og flest úr hópi hinna hófsömu ríkja Þriðja heimsins svo- nefnda beittu sér í fyrstu ákaft gegn því að yfirleitt yrði birt nokkur yfirlýsing þar sem reynt væri að hafa áhrif á störf fjölmiðla á einn eða annan hátt. Upphaflegu drög- in að yfirlýsingunni kváðu á um „skyldur" fréttamanna og „opinbert eftirlit" stjórnvalda með starfsemi fjölmiðla í viðkomandi ríkjum, en slík ákvæði voru runnin undan rifjum kommúnistaríkjanna með Sovétríkin í broddi fylk- ingar. . I yfirlýsingunni er lögð rík áherzla á nauðsyn þess að frjáls upplýsingamiðlun eigi sér stað, þannig að skilningur aukist milli þjóða og einstakl- inga, sem eiga sér mismun- andi menningarhefðir. í yfir- lýsingunni segir jafnframt að þróunarríkin skuli leita sinna eigin leiða við að efla og bæta upplýsingamiðlun og frétta- koma þeim á framfæri, auk þess sem þeir eiga rétt á vernd í starfi, heima og heiman. Fulltrúar ýmissa vestrænna ríkja hafa látið í ljós efasemd- ir um gildi yfirlýsingarinnar en virðast þó ekki óttast það að hún setji frjálsræðinu skorður. Bandarísku fulltrú- arnir á ráðstefnunni hafa þó afdráttarlaust lýst ánægju sinni, og John Reinhardt, sem hefur orð fyrir þeim, segir að hér sé um að ræða sigur fyrir alþjóðasamvinnu og velvilja milli þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.