Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 39 Spænsku snilling- arnir unnu stórt SPÆNSKA liðið FC Barcelona vann lið stúdenta í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni. Stúdentar geta þó raunar vel við úrslitin unað því að þetta spænska lið er afburðagott svo ekki sé meira sagt. Leiknum lyktaði með sigri Spánverjanna 125-79, en í hálfleik var staðan 63*33 þeim í vil. Að lokinni vel heppnaðri setningarathöfn hófst leikurinn af fullum krafti. Voru stúdentar greinilega nokkuð taugaóstyrkir í upphafi, gekk illa að finna réttu leiðina í körfuna, en það átti eftir að lagast, þegar mesti hrollurinn var farinn úr mönnum. Stúdentar beittu pressuvörn í byrjun, en skiptu þó fljótlega yfir í svæðis- vörn, þar eð pressuvörnin gaf spánverjunum full mikið svigrúm. Stúdentum gekk þó afar illa að hefta hraðaupphlaup spánverj- anna, en þau voru reyndar sérlega vel útfærð og áttu eftir að gefa mörg stigin áður en yfir lauk. Nokkurt jafnræði var með liðun- um fram undir miðjan fyrri hálfleikinn, en þá tóku þeir ieikhlé og eftir að hafa hlustað á mikinn reiðilestur þjálfara síns, tóku þeir öll völd á vellinum og höfðu í hálfleik náð 30 stiga forskoti, 63-33. Stúdentar mættu til léiks í síðari hálfleik, staðráðnir í að gera sitt besta og var nú greinilega mikill hugur í mönnum. Höfðu þeir um miðjan seinni hálfleik skorað aðeins 5 stigum minna en mótherjinn og verður slíkt að teljast mjög góður árangur gegn þessu sterka liði. Undir lok leiksins var nokkurrar þreytu farið að gæta í liðinu og spánverj- arnir gengu á lagið og náðu yfirburðastöðu. Leiknum lyktaði sem áður segir með sigri spánverj- anna, 125-79. Ekki verður annað sagt en, að stúdentar geti vel við þessi úrslit unað. Liðið barðist allan leikinn af krafti og gaf sig hvergi þótt við ofurefli væri að etja. Af einstökum leikmönnum, held ég, að ekki sé á neinn hallað þó að þar sé fyrst nefndur Jón Héðinsson. Minnist ég þess ekki, að hafa séð hann í öðru eins stuði og í gærkveldi. I vörninni var hann harðastur stúdenta við að hirða fráköstin og í sókninni réðu spánverjarnir ekkert við hann, þó að þeir væru sumir hverjir 10 sm hærri. Stóð þeim greinilega mikill stuggur af honum. Þrátt fyrir slæm meiðsli lék snillingurinn Dirk Dunbar nær allan leikinn. Var hann ekki svipur hjá sjón, stakk raunar við og sveið sjálfum að geta ekki beitt sér sem skyldi. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því, að skora nokkrar glæsilegar körfur, eins og honum einum er lagið, og er ekki að efa, að munurinn á liðunum hefði orðið minni hefði hann verið heill. John Johnson, lánsmaðurinn í liði stúdenta, átti að sama skapi skínandi leik, og gaf spánverjun- um ekkert eftir í knattmeðferð. Ingvar Jónsson barðist vel meðan hans naut við, en hann fór útaf með fimm villur um miðjan síðari háifleikinn. • De La Cruz var stúdentunum oft erfiður og er óhætt að segja að hann hafi lítið haft fyrir því að troða boltanum gegnum körfuhringinn. Bjarni Gunnar Sveinsson og Ingi Steíánsson fylgjast þó vel með honum og láta ekkert fara fram hjá sér. (Ljósm. Emilía.) SAGT EFTIR LEIKINN: FLORES, FYRIRLIÐI BARCELONA (NR. 8): „Leikurinn var góður Því að Þaö var mikið skorað, en Það var mikill munur i liðunum. Ég átti ekki von á aö hér vaeri leikinn góöur körfubolti, en Þetta var betra en ág bjóst viö, og í ÍS-tiðinu eru nokkrir mjög góðir leikmenn. Bandaríkja- mennirnir eru góðir og einnig leikmaður nr. 5 (Jón Héðinsson), sem er mjög sterkur og snöggur. Það er mikill munur á íslandi og Spáni og hér er alltof kalt.“ EPI (NR. 4 HJÁ BARCELONA): „Liðin eru ekki í sama gæöaflokki en áhorfendur höfðu gaman af leiknum og Þaö er fyrir öllu. Mér fannst leikmaður nr. 6 (John John- son) bestur hjá ÍS. Norðurlanda- Þjóðirnar eru Þó nokkuð á eftir öðrum EvrópuÞjóöum í körfuknatt- leik og greinilegt aö leikmennirnir hérna æfa ekki eins mikið og við enda erum við atvinnumenn. Ég tel að Barcelona eigi góöa möguleika á aö sigra í Evrópukeppninni.“ JÓN HÉDINSSON, ÍS: „Þetta var Þokkalegur leikur af okkar hálfu, en Þetta var geysilega sterkt lið, leikmennirnir mjög stórir.og sterkir. Viö lékum sæmilega á köflum en duttum niöur á milli og vorum ekki nógu samtaka í vörninni. Þeir héldu að Þetta yrði auðveldara en Það var, en Það verður erfiður leikurinn úti, Þar sem Þeir Þekkja okkur núna.“ JOHN JOHNSON, ÍS: „Þetta var góður ieikur fyrir áhorfendur. Barcelonaliðið er mjög gott og gæti keppt við hvaða bandarískt há- skólaliö sem er. Áhorfendur hjálp- uðu okkur mikið og ég hlakka mikið til leiksins á Spáni og pað er margt sem ÍS Þarf að lagfæra fyrir Þann leik.“ FYRRI leikir 3. umferðar UEFA-bikarkeppninnar fóru fram í gærkvöldi. Átta leikir voru á dagskrá en einum varð að fresta vegna þoku. (jrsHt urðu óvænt í sumum leikjanna, t.d. tapaði Ajax fyrir Honved á útivelli 4ií og á því litla mögu- leika á því að komast áfram, en Ajax hefur þrisvar orðið Evrópu- meistari í knattspyrnu. Sigur danska liðsins Esbjerg yfir Hertha Berlin vekur mikla at- hygli, svo og tap Arsenal í Belgrad. Borussia Mönchenglad- bach. sem hefur verið eitt af stóriiðum Evrópu undanfarin ár, náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Slask Wrocklow, mótherj- um ÍBV í síðustu umferð, og á erfiðan leik fyrir höndum í Póllandi. Scinni leikir liðanna fara fram miðvikudaginn 6. desember. ÚRSLIT LEIKJA URDU ÞESSI: VFB Stuttgart — Dukla Prag (Tékk) 4—1 (2—0) Mörk Stuttgart: Volkert 2, Kelsch og Olicher Mark Dukla: Gajdusek Áhorfendur: 70.900. — o — o — o — Red Star (Júg) — Arsenall—0 (1—0) Mark Red Star: Blagojevic. Áhorfendur: 50.000. — o — o — o — Honved Budapest (Ungverjalandi) Ajax (Hollandi) 4—1 (0— ) Mörk Honved: Nagy 2, Lukacs, Weimpert. Mark Ajax: Clarce. Áhorfendur: 15.000. — o — o — o — Esbjerg — Hertha Berlin (V-Þýzkal.) 2—1 (2—1) Mörk Esbjerg: Hansen og Jespersen. Mark Herthu: Milewski. Áhorfendur: 18.000. — o — o — o — Borussia Mönchengladbac — Slask Wroclow (Póllandi)1—1 (1—1) Mark Borussia: Kulik. Mark Slask: Olesiak. Áhorfendur: 20.000. — o — o — o — Ágæti þessa spænska liðs verður seint oflofað. Liðið leggur, eins og áður segir, mikið upp úr hraðaupp- hlaupum, og gekk stúdentum afar illa að stemma stigu við þeim. í liðinu er engin afburðaskytta, helst þó leikmaður nr. 5, Epi. Fyrirliði þeirra, Flores, er mjög snöggur og skemmtilegur leik- maður og skoraði hann flest stig sín eftir hraðaupphlaup. Einnig fundust mér þeir góðir, Sibilio nr. • Jón Iléðinsson var bestur stúdenta í leiknum í gærkveldi gegn Barcelona. Á myndinni má sjá hann svífa í gegnum vörn Spánverjanna og skora örugglega. (Ljósm. ÁG) 6, og Amsa nr. 9. Annars er þarflaust að tíunda einstaka leik- menn þessa liðs, þeir eru allir mjög góðir. Áhorfendur að leiknum í gær munu hafa verið um 1800, og er mér ekki kunnugt um, að körfu- boltaleikur hafi verið svo vel sóttur hérlendis. Stigin fyrir ÍS> John Johnson 24. Jón Húðinsson 23. Dirk Dunhar 18, Bjarni Gunnar 6, Ingvar Jónsson 4, Ingi Steíáns- son og Steinn Steinsson 2 hvor. StÍKÍn fyrir Barcelona* Epi 29. Flores 26, Amsa 14. Solozobal og De la Cruz April, oj? Guyette 8 hver. og Estrada 2. Dómarar voru Crow frá Skotlandi og Symons frá Englandi ojí dæmdu þeir mjög vel —G.I. Jafntefli Liverpool ÚRSLIT í ensku knatt- spyrnunni í gærkvöldi: 1. deild: Leeds Utd — Chelsea 2:1 Tottenham — Liverpool 0:0 2. deild: Leicester — Wrexham 1:1 Newcastle — Cambridge 1:0 Stoke — Oldham 4:0 Vináttuleikur: Aberdeen — Dynamo Moskva 1:0 Strassborg (Frakklandi) — MSV Duisburg (V-Þýzkalandi) 0—0 Áhorfendur: 25.000. — o — o — o — Valencia (Spáni) — West Bromw Albion 1—1 (1—0) Mark Valencia: Felman. Mark WBA: Cunningham. Áhorfendur: 47.000. — o — o — o — AC Milan — Manchester City Leiknum frestað vegna Þoku Mílanó. Leikið verður í kvöld. Jón Héðinsson átti stórleik „ÍS betra en ég bjóst vió“ UEFA keppnin: Stórtap fljax í Budapest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.