Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 23 Börnin og gamla f ólkið í umf erdinni: Sjónin er vandamál hjá báðum hópunum UMFERÐARVIKA Slysavarna- félags íslands er nú hálfnuð og í dag verður fjallað um gang- andi vegfarendur með sérstöku tilliti til harna og gamals fólks. Brynjar M. Valdimarsson hefur tekið saman kafla um þetta efni og fer hann hér á eftin Hvað er það, sem gerir börn og gamált fólk sérstakt í um- ferðinni? Sjónin er vandamál hjá báðum þessum hópum. Börn hafa ekki full þroskaða sjón og hún ekki talin vera það fyrr en um 14 ára aldur. Gamalt fólk er oft farið að tapa sjón. Það sama má segja um heyrnina. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem þessir hópar hafa á að ferðast í umferðinni þurfa þeir í flestum tilvikum að ferðast sem gang- andi vegfarendur og þurfa þeir að komast leiðar sinnar eins og aðrir vegfarendur. Börn eru ekki aðeins vegfar- endur þegar þau fara frá einum stað til annars, heldur einnig og ekki síður þegar þau eru að leik, og þá ekki verið að hugsa um hvort bifreið sé að koma. Til þess að þau séu örugg fyrir umferð þurfa þau að hafa góð leiksvæði fjarri umferð, þar sem umferð og leikur fara ekki saman. í snjó eru börn mikið á sleðum, snjóþotum og skíðum, er þá nauðsynlegt að þau séu á þeim stöðum, þar sem þau eru örugg t.d. inni á lóð eða í brekkum, sem halla frá götu. Gamalt fólk er ekki alið upp við þá miklu umferð sem er nú. Þegar það var á bezta aldri var hægt að ganga nánast hvar sem var án verulegrar hættu. Það skulum við hafa í huga þegar við ökum, þar sem það er á ferð. Á hvern hátt getum við gert umferðina öruggasta fyrir gang- andi vegfarendur? Með því að taka fullt tillit til allra sem eru á eða við akbraut. Það gerum við bezt með því að sýna tillitssemi, og sérstaka aðgæzlu, þar sem börn eða gamalt fólk er á ferð. Hafi vegfarendur og þá sér- staklega gangandi það alltaf í huga að þeir geta engum treyst nema sjálfum sér og það er jafn sárt að slasa sig í rétti og órétti. Ekki er hægt að tala svo um gangandi vegfarendur að ekki sé minnst á endurskinsmerki. Bílar þurfa að hafa öll ijós í lagi og fara í ljósaskoðun á haustin. Fyrir gangandi eru endurskins- merki „ljós“ og ættu allir vegfarendur að bera þau. At- hugið þau á hverju hausti, hafið á hverri yfirhöfn endurskins- merki, og skiptið um þau, sem eru orðin gömul og snjáð. Hafið alltaf hugfast að þið eruð ekki ein í umferðinni, takið tillit til annarra, en treystu fyrst og fremst á sjálfan þig, en aðstoðaðu þá sem minna mega sín. GANGANDI VEGFARENDUR. Umferöarljósin og gangbrautirnar eru til þess aö vernda ykkur umferöinni. Siysavarnaféiag Islands. GANGANDI VEGFARENDUR, Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og aögæzlu. Slysavarnafélag Islands. f VEGFARENDUR. Ökutækin hafa Ijós í myrkri eöa slæmu skyggnl, en gangandi vegfarendur bera endursklnsmerki. Slysavarnafélag Islands. VEGFARENDUR. Réttum hjálparhönd eldra fólki og bömum í umferðinni. ÖKUMENN. Sýnið sérstaka aögæztu, þar sem böm og eldra fólk er á ferö viö akbrautir. Slysavarnafólag Islands. ÖKUMENN. Bðrnin í umferöinni eru börnln okkar. Bregöumst ekki trausti þeirra. Slysavarnafélag íslands. Kaupliðir kjarasamn- inga Sóknar áfram lausir Á ALMENNUM félagsfundi starfs- mannafélagsins Sóknar. sem hald* inn var 16. nóvember síðastliðinn, var samþykkt að kaupliðir kjara- samninga félagsins skyldu vera lausir áfram. Jafnframt var sam- þykkt að fara fram á viðræður um launamál félagsmanna og skyldi trúnaðarmannaráð félagsins hafa verkfallsrétt frá og með 15. janúar 1979 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Höfuðkrafa Sóknar er að fá álög á laun Sóknarfélaga hækkuð til sam- ræmis við það sem annað starfsfólk á sjúkrahúsum og barnaheimilum hefur. Hér er um að ræða félags- menn í B.S.R.B. sern vinna hliðstæð störf og Sóknarfélagar. Á fyrrnefndum fundi var kosin þriggja manna nefnd til viðræðna við fulltrúa B.S.R.B. Skulu þar rædd sameiginleg hagsmunamál þessara tveggja aðila. Sjóræningja- sögur til lestr- arþjálfunar ÚT ER komin hjá Ríkisút- gáfu námsbóka þrjú fyrstu heftin af Sjóræningjasögum Sheilu McGullagh, en þau hefur Guðný Ella Sigurðar- dóttir þýtt. Höfundurinn samdi þennan flokk sérstaklega handa börnum með takmarkaða lestrargetu en hann hentar einnig ágætlega öðrum börnum til þjálfunar í lestri. Textinn er byggður upp á endurtekningum, auðveldur í fyrstu en þyngist frá bók til bókar. Söguþráður bókanna er þó sam- felldur og myndskreyting lífleg og skemmtileg. ——— 1 ..... 111 " 1 . Stálslegnir opnum vid nyja húsgagnaverslun Hinar vinsælu Mexikóhillur, sófasett og stóiar eiga erindi inn á hvert heimili. Vió bjóóum aóeins fyrsta flokks islenska framleióslu og gæói. HÚSGAGNASÝNING Laugard. 9-18 Sunnud. 10-18 Stórglæsilegt úrval af boróstofuboróum, eldhúsborðum og stólum. Ennfremur er úrvalió af skrifstofu- og skólahúsgögn- um ótrúlega gott. Gjörió svo vel og litið inn. «1^ litisjja||imlnii(l Síóumúla 2 - Simi 39555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.