Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1978 Heimafólkið svaf á gólfinu svo að ftílkið úr flugslysinu gœti fengið sjúkrarúmin Colombo. frá fróttamanni Mbl. Árna Johnsen. ÞAÐ ER sama hvar maður kemur hér, allir fylgjast mjög vel með gangi mála í sambandi við flugslysið. Og innfæddir eru augsýni- lega mjög sorgmæddir yfir því að þetta f lugslys skyldi henda hér á eyjunni þeirra. Ég ræddi stuttlega við tvo aðstoðarmenn Flug- leiða á eyjunni og frétta- mann blaðsins Observer í Sri Lanka, sem jafnframt er fréttaritari AP um atburði næturinnar sem slysið varð. „Það er mjög erfitt," sagði Dexter Nicolle, starfsmaður Flugleiða, „fyrir mig að lýsa þessum hræðilega atburði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Einhver ægileg mistök hafa átt sér stað. Þegar ég kom á slysstaðinn var ómögulegt að koma nærri vélinni því hún logaði og björgunarmenn unnu að Kanak, aðstoðarmaður Flug- leiða. því að ná fólki lifandi út. Sumir voru fastir og ekki tókst að losa alla. Þetta var persónulega mikið áfall fyrir mig, því að góður vinur minn, Þórarinn Jóns- son, fórst í slysinu. Ég hitti hann fyrst í marz og oft síðan og það er ekki langt síðan að Þórarinn kom hingað í heimsókn ásamt konu sinni og dótturinni Ástu Maríu. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Þórar- inn kynntist mörgum hér, því að hann var mikill persónuleiki og vann meira að segja hylli hótelfólksins hér, sem hefur lítinn tíma til persónulegra kynna. Þeir sem kynntust Þórarni gleyma honum ekki. Ég horfði með tilhlökkun til langrar samvinnu við hann, því að starf hans hefði orðið mikill sigur. Hann vann svo vel og skipulega," sagði Dexter, umboðs- maður TWA, sem hefur aðstoðað Loftleiðamenn hér dag og nótt. „Ég sendi út fyrstu frétt- ina um slysið," sagði Manik de Silva fréttastjóri í Colombo, „og þær fréttir fóru um Hong Kong til AP. Ég frétti aðeins að flugvél hefði farizt og a.m.k. 240 farþegar hefðu verið um borð. Þetta var byrjunin á fréttum af þessu hryllilega flugslysi. Það var óskapleg Manik de Silva fréttastjóri AP í Colombo. Innfellda myndin er af Dexter Nicolle. sjón að koma á slysstaðinn, en þá var verið að Ijúka við að koma þeim, sem unnt var, á sjúkrahús í nágrenni flugvallarins, þar sem heimafólk fór úr rúmum og lagðist fyrir á gólfi í sjúkrahúsum til þess að fólkið úr flugslysinu gæti fengið pláss. Það var hreint ótrúlegt, að nokkur skyldi komast lífs af úr þessu slysi." Kanak eða Kanadarajah Thantarajah eins og hann heitir fullu nafni er að- stoðarmaður Dexter, en þeir hafa unnið nótt og dag við hliðina á starfsmönnum Flugleiða, þeim sem sinnt hafa hinum fjölmörgu mál- um í sambandi við slysið og eftirmála þess. Hann kvaðst hafa verið farinn að kynnast mörgum ís- lendingum vegna flugsins um Sri Lanka og það hefðu verið skemmtileg kynni. „Ég sakna þessa fólks," sagði hann, „og þetta slys var svo sárt, að ég get varla talað um það."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.