Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, PÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Halldór Guðjónsson: Eg hef lengi átt von á því að einhverjir meðlimir Verðbólgu- nefndar svöruðu tveimur grein- um sem ég skrifaði í FrjáJsa verslun fyrir nokkru og það er mér gleðiefni að Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri skuli nú hafa svarað þeim hófsamlega hér í blaðinu. Athugasemdir hagrannsóknarstjóra hafa þó ekki nægt til að snúa mér til betra álits á skýrslu Verðbólgu- nefndar, ég held enn að hún sé hörmulega vond. Hún kann þó að vera í sjálfu sér meinlaus eins og vikið verður að síðar. Ástæðurnar fyrir þessari fastheldni við fyrri skoðanir eru tvær. I fyrsta lagi virðast mér athugasemdir hagrannsóknar- stjóra missa marks. Hann gefur nánari skýringar á efni skýrsl- unnar, skýringar sem ekki er að finna í skýrslunni sjálfri en virðast að hans dómi nauðsyn- legar til að skýrslan verði rétt skilin. Ef svo er þá áttu þessar skýringar að standa skýrum stöfum í skýrslunni. Hagrann- sóknarstjóri gerir mér jafn- framt upp eina eða tvær skoðan- ir sem ég hef ekki og hef aldrei haft. Hann telur mig t.d. hljóta að reisa athugaseir mínar um gjaldeyrisreikninga í einkaeign á þeirri kenningu „að menn, sem eiga erlendan gjaldeyri reyni að losa sig við hann telji þeir hættu á gengislækkun". Þetta hefur mér aldrei dottið í hug. Hag- rannsóknarstjóri hlýtur að hafa heyrt þetta frá einhverjum öðrum sem hann hefur rætt við um þessi má) og ætti að snúa sér til þess manns til umræðu um þetta merkilega efni. Hin ástæðan fyrir fastheldni minni við fyrri skoðanir er sú að ég bar greínar mínar fyrir birtinfíu undir sex hagfræðinga, einn lögfræðing, einn verkfræð- ing og einn mann með fullu brjóstviti. Mig minnir meira að segja að ég hafi líka til endan- legs trausts og halds borið þær undir einn guðfræðing sem hélt því fram að verðbólguvandinn væri betur kominn í höndum prestastefnu en Verðbólgu- nefndar. Flestir þessara manna voru mér sammála en tveir eða þrír þeirra fundu tvö göt í athugasemdum mínum, en mér tókst í viðræðum við þá að setja undir þau bæði og breytti því engu í greinunum. En ég ætla ekki hér né nokkurs staðar annars staðar að anæla grein hagrannsóknar- stjóra í einstökum atriðum. Ég get ekki fengið af mér að skrifa um það sem hagrannsóknar- stjóri hefur skrifað um það sem ég hef skrifað um það sem Verðbólgunefnd hefur skrifað af því að það býður heim þeirri hættu aðg þyrfti síðar að lesa það sem hagrannsóknarstjóri hefði skrifað um það sem ég hefði skrifað um það sem hann hefurskrifað um það sem ég hef skrifað um það sem Verðbólgu- nefnd hefur skrifað. Fýsi ein- hvern lesanda þessarar greinar og greinar hagrannsóknarstjóra að vita hvort hann hefur mig svo háir, þegar peningaframboð er mikið í góðæri, að ósennilegt er, að ávöxturnartækifæri fynd- ust jafnharðan innanlands." Þetta kann að virðast torskil- ið í fyrstu, en skýring fylgir í næstu setningu. „Þegar pen- ingaframboð er mikið, er því eðlilegast að hluti þess sé ávaxtaður erlendis, nema þörf reynist fyrir það innanlands, eins og nánar er vikið að hér á eftir. Með því móti væri auðveldara að halda jafnvægi áningamarkaði með jafnari vaxtakjörum, sem án alls efa kæmi öllum atvinnuvegum til góða." Misskilningur Halldórs liggur í því, að hann gætir þess ekki, að hér á landi hafa vextir lítil sem engin áhrif á peningaframboð, Skýrsla heimilt að slíta umfjöllun um þá úr þessu sambandi og fjalla um þá sérstaklega eins og hagrann- sóknarstjóri áfellist mig þó fyrir að gera? Það er rétt hjá hagrann- sóknarstjóra að greinar mínar eru nokkuð metnaðarfullar, en þar er ekki um að ræða persónu- legan fræðilegan metnað minn. Slíkur metnaður er mér greini- lega ekki heimill og ég hef hann engann. Ég hef hins vegar metnað fyrir hönd fræða sem ég kann smávegis í og virði. Ég hef jafnframt fræðilegan metnað fyrir hönd hagrannsóknarstjóra og samstarfsmanna hans, ég vildi gjarnan sjá þá beita fræðum sínum til hins ýtrasta. Ég hef enn eins og hver annar ísjendingur þann met að land- inu sé vel stjórnað og þá einkum stjórnað af skynsamlegu viti og öllum tiltækum fræðilegum og tæknilegum ráðum. Þessi þrefaldi metnaður réði birtingu greina minna. Án tiliits til þess hvort athugasemdir mínar um skýrsl- Verðbólgunefndar fyrir réttri sök eða hvort ég hef Verðbólgunefnd fyrir réttri sök þá hvet ég hann til að lesa greinar mínar og skýrslur Verð- bólgunefndar og bera hvort- tveggja undir hagfræðing eða viðskiptafræðing sem ekki var í nefndinni. Ef menn fýsir hins vegar að gera upp hug sinn um skýrsluna sjálfa nægir að lesa hana eina og sleppa bæði skrifum mínum og hagrann- sóknarstjóra. Það væri reyndar mjög æskí- legt að sem flestir læsu skýrslu Verðbólgunefndar og gangi þá jafnframt sjálfir úr skugga um hvernig hún er. Mig grunar að mjög fáir hafi gert þetta. Þótt mér hafi orðið tíðrætt um skýrsluna síðustu mánuðina og ég hafi talað við marga menn um hana veit ég ekki af nema einum manni sem hefur lesið hana alla gaumgæfilega. Ég veit revndar að nokkrir nefndar- manna lásu skýrsluna ekki alla áður en þeir tóku endanlega afstöðu til hennar og hún var birt. Ef skýrslan er eins óvin- sælt lestrarefni og mig grunar þá er hún efnis síns vegna að sjálfsögðu meinlaus þótt áhuga- leysi manna um efnið sé það alls ekki. Þótt mér þyki óráð að and- mæla athugasemdum hagrann- sóknarstjóra beint í einstökum atriðum get ég að fordæmi Þorgeirs Hávarsonar ekki stillt mig um að höggva á einn stað í grein hans. Hann segir: „Halldór telur, að um „hag- fræðilega villu" sé að ræða, þar sem sagt er, að „... virkari vaxtastefna er tvímælalaust nauðsynleg, en einkar ólíklegt er þó, að vaxtabreytingar einar dygðu ávallt til að koma á jafnvægi á peningamarkaðinum. Til þess þyrftu vextir að vera að því leyti sem það er af erlendum uppruna. Vaxtabreyt- ingar hér innanlanhafa hvorki áhrif á fiskgengd í sjónum né á eftirspurn eftir afurðum okkar erlendis." Ef sú kenning hagrann- sóknarstjóra, að vextir hafi ekki áhrif á fiskgengd, er rétt, og það efast ég ekki um, og ef það er jafnframt rétt að fiskgengd ráði mestu um peningaframboð hér, hvað hefur það þá upp á sig að lla um vexti, háa eða lága, eins og gert er í þeirri málsgrein skýrslunnar sem hagrann- sóknarstjóri vitnar til og ég endurtók hér að ofan. Ef vextir skipta engu eða óverulegu máli hér ándi eru þeir þá ekki jafnframt mjög laust tengdir meginefni skýrslunnar sem hag- rannsóknarstjóri segir vera að finna í þeim kafla sem tilvitnun hans er tekin úr? Ef vextir eru svo latengdir meginefni skýrsl- unnar er þá ekki fullkomlega una eru réttar eða rangar (ég er með þessu alls ekki að skipta um skoðun) og án tillits til þess í hvaða anda þær voru skrifaðar og hvort þær voru stórorðar eða ekki hlýtur hagrannsóknarstjóri að viðurkenna að það er ekki aðeins full þörf heldur alger nauðsyn að skýrslan sé lesin og rædd af gagnrýni og þá helst af fræðilegri gagnrýni. Skýrslan er ekki fullkomin, hún hefði mátt innihalda fræðilegar útlistanir segir hann sjálfur. Auðvitað átti skýrslan að vera fræðilega rétt r öllum atriðum jafnvel þótt nefndinni væri aðeins ætlað það mjög svo vafasama hlutverk að ná samstöðu með sundurleitum hópi manna. Skýrslan er ekki fyrir nefndina heldur fyrir allt aðra aðila sem mest ríður á að skýrslan sé rétt frá sjónarmiði fræðanna, annars er skýrslan ekki hæf til notkunar. En það er ekki nóg með það að nauðsyn sé að gagnrýna skýrsl- Emil Als: íslenzka sjónvarpið og Eystrasaltslöndin Nýlokið sýningu á „norrænum" þáttum um baltnesku þjóðirnar hjá sjón- varpinu. Hverjum var það ætl- andi, ef ekki Skandinövum, að lítilsvirða þessar smáþjóðir og móðga Islendinga í einu vet- 'fangi með biindri aðstoð íslenska sjónvarpsins? Hverju þjónar sú tvöfeldni að draga fram sérkenni og menningu þessarra þjóða í skugga Sóvét en þegja um þann mikla harm og þá reiði, sem býr í hjörtum allra þjóðhollra Eistlendinga, Letta og Litháa? Hafa íslenzk ráðu- neyti eða almenningur á íslandi afskrifað á einu bretti þrjár smáþjóðir uppá nokkrar milljónir; þjóðir er mæla á eigin tungum og vilja hafa á sér snið frjálsra manna? Er „íslenskur" fjölmiðill að innsigla hlutskifti þessa fólks með blekkingar- frásögnum andlegra skemmdar- verkamanna við sænska sjón- varpið? Til er orðtak „séð með sænskum augum". Það táknar, að farið er gáleysislega með söguefni og gætt fremur áróðurs en hlutleysis og sannsógli. Þessu þarf ekki að lýsa fyrir íslending- um sem hafa horft á sænska sjónvarpið. Við eigum að krefj- ast þess af íslenska sjónvarpinu, að það leggi niður þann ávana sinn að láta íslendinga skoða heiminn með sænskum augum og helst eiga stjórnendur þess að hafna allri milligöngu Skandinava þegar fjalla á um málefna annarra þjóða. Pólitískir smitberar ráða lögum og lofum í „norrænum" sjón- varpsrekstri. Efnisval þeirra og tðk á málum eru með þeim hætti, að krafan um afnám ríkiseinokunar á sjónvarps- og útvarpsrekstri á vaxandi fylgi að fagna meðal Skandinava. íslenska sjónvarpið verður að sýna meira sjálfstæði, veita öflugra viðnám þeirri áróðurs- og fölsunarhneigð sænska sjón- varpsins og leppa þess, sem er í seinni tíð tekin og rugla heims- mynd íslendinga. Jafnótt og Islendingar hug- leiða hin raunverulegu örlög Eystrasaltsríkjanna vaknar hjá þeim samúð rheð þjóðum þeirra. Engin ærleg persóna í landi okkar er til viðtals um að afsaka framferði hinna grályndu Kremlverja eða þýs þeirra í Eystrasaltslöndum. Enginn sómakær íslendingur situr þegj- andi undir því, að breitt sé yfir blóðblettina og smelli aftöku- sveitanna við austanvert Eystrasalt með fallegum lit- myndum og viðtölum við flótta- menn í ríki draumanna. Þeim er vorkunn þessum baltnesku lista- mönnum, sem talað var við í hinum „norrænu" sjónvarps- þáttum að geta ekki lýst niður- lægingu landa sinna nema undir rós. Lettneski rithöfundurinn (landfrótta) A.G. Irbe ritar í Mbl. þann 18. nóv. Tæpitungu- laust er komið beint að kjarna málsins: Eystrasaltslöndin eru herhumin og þjóðfrelsi þeirra fótumtroðið. Á fjölda íslenskra heimila er til bók, sem í þýðingu Sigurðar Einarssonar hlaut heitið: Örlaganótt yfir Eystrasalts- löndum. Ants Oras er höfundur- inn og kann hann að segja sögu þjóða þessarra, sem eru mæddar undir hervél Moskvu og sviknar af bakstungumönnum heimafyr- ir. Frásögn Oras er kennslu- bókardæmi um aðferðir fimmtuherdeilda og nauðsynleg lesning þeim, er kunna vilja skil á sviptingum þeim, er eiga sér stað á útjöðrum stórveldisins í austrú Emil Aís. Málfríður Einarsdóttir Úr sálar- kirnunni NýbókMálfríð- ar Einarsdóttur LJÓÐHÚS hafa gefið út aðra bók, sem hefur að geyma greinasafn og hugleiðingar Málfríðar Einars- dóttur, en fyrri bók hennar af sama toga, Samastaður í tilverunni, kom út í fyrra og vakti athygli. Nýja bókin nefnist Úr sálarkirn- unni. I bókinni er fjöldinn allur af stuttum þáttum, aðallega minninga- brot Málfríðar og hefur þeim verið skipt niður í níu meginkafla. Ur sálarkirnunni er alls 285 bls. að stærð, prentuð í Odda og bundin í Sveinabókbandinu. Sverrir Haralds- son gerði káputeikningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.