Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 ftfgmtMiifrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörri Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Þjóðargjöfin og landgrædslan: „Það sem helzt hann varastvann..." Olafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hefur lagt fram í ríkisstjórninni tillögur sínar um aðgerðir í efnahagsmálum 1. desember n.k. Áður höfðu allir stjórnarflokkarnir lagt fram hugmyndir sínar í þessu efni. Hugmyndir og tillögur stjórnarflokk- anna koma ekki heim og saman á ýmsa grein, en falla þó í sama eða svipaðan farveg að því er lýtur að umsömdum verðbótum á laun. Verðbótum, sem koma eiga til góða launþegum 1. desember n.k., samkvæmt gerðum samningum aðila vinnumarkaðarins og ákvæðum um kaupgjaldsvísitölu. Afstaða Ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra, og Framsóknarflokksins, kemur ekki á óvart. Hún er í fullu samræmi við efnahagsráðstafanir fyrri ríkisstjórnar, sem gripið var til í febrúar- og maímánuði sl., og núv. forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn stóðu að. Sá einn er munur á, að nú er gengið nokkuð lengra í skerðingarátt verðbóta á laun, jafnframt því sem heitið er hliðarráðstöfunum, sem hljóta að valda verulegum útgjaldaauka hjá ríkissjóði og þar af leiðandi aukinni skattheimtu í einni eða annarri mynd. Flokkur núverandi forsætisráðherra, Framsóknarflokkurinn, beið umtalsvert áfall í tvennum kosningum á þessu ári, sem fréttaskýr- endur hafa ekki sízt rakið til efnahagsráðstafana fyrrverandi ríkisstjórnar — þ.e. viðnáms gegn víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags — og kosningabaráttu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í framhaldi af þeim. Báðir þessir síðast nefndu flokkar kölluðu þær ráðstafanir „kauprán". Þeir gerðu kröfu um „samningana í gildi", þ.e. að staðið yrði að fullu við verðbótaþátt kjarasamninga og kaupgjaldsvísitólu. Sú krafa var sett fram sem höfuðbaráttumál kosninganna með tilheyrandi heitstrengingum og drengskaparyfir- Iýsingum. „Kosningar eru kjarabarátta," sögðu þessir flokkar. Og þeir unnu verulegan sigur, einkum Alþýðuflokkurinn. En fyrrverandi stjórnarflokkar biðu hnekki. Það hlýtur því að vera nokkur sárabót fyrir Ólaf Jóhannesson að vera kallaður til að mynda ríkisstjórn fyrir „sigurvegarana", eftir að formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags höfðu báðir gefist upp á stjórnarmyndun. Kórónan á þessari uppákomu forsætisráðherra er samt sú að leiða þessa fyrrverandi stjórnarand- stöðuflokka til hliðstæðra ráðstafana þeim, sem fyrrverandi ríkisstjórn greip til í efnahagsmálum — og þeir þá deildu hvað harðast á. Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafa nú í raun viðurkennt með tillöguflutningi að hvert atriði fyrri efnahagsaðgerða hafi verið rétt og að öll stóru orðin, sem sögð vóru í kosningabaráttunni, hafi verið innantóm, ósönn og til þess eins framsett að villa um fyrir fólki og krækja í kjörfylgi á fölskum forsendum. Eftir stendur það eitt, að vandinn sem við er að glíma er stærri og verri viðureignar í dag fyrir þá sök, að þessir flokkar brugðust ábyrgð í atkvæðavon. • Það er mál út af fyrir sig, sem ekki verður rætt frekar nú, að samningar vóru hvorki settir í gildi að fullu hjá ríki eða sveitarfélögum, sem komust undir áhrif Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags á þessu kosningaári. Fjárhagsgeta ríkis og sveitarfélaga var ekki sögð þola þau útgjöld, sem af því leiddi. Og nú leggur Alþýðubandalagið til í tillögum, sem flokksráð þess setur fram, að aðeins 6—7% af 14.1% umsamdra verðbóta á laun, skv. kaupgjaldsvísi- tölu, sem koma eiga til greiðslu 1. desember nk., verði greidd, eða tæpur helmingur verðbótanna. Eftirstöðvum á að mæta með öðrum hætti, sem satt að segja liggur ekki of ljóst fyrir enn sem komið er. Nú er launaþáttur í rekstri atvinnuvega og verðlagsþróun allt í einu farinn að skipta máli hjá Alþýðubandalaginu og sömu röksemdir tíndar til um viðnám gegn verðbólgu og vísitöluskrúfu kaupgjalds og verðlags og hjá fyrri ríkisstjórn. Betra er að vísu seint en aldrei að Alþýðubandalagið viðurkenni staðreyndir efnahagslífsins og þjóðarbúskaparins, en óneitanlega eru foringjar þess nú séðir frá nýju sjónarhorni sem taglhnýtingar formanns Framsóknarflokksins, standandi í því sama „kaupráni" og þeim sömu efnahagsráðstöfunum, er þeir fordæmdu sem hæst í vor er leið. Það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Eins og nú er ástatt í atvinnu- og efnahagsmálum ber til þess brýna nauðsyn að sýna virkt aðhald í ríkisfjármálum, skila umtalsverðum tekju- og greiðsluafgangi ríkissjóðs og greiða niður uppsafnaðar skuldir hans. Fjárfestingu verður að miða við það, sem mest er aðkallandi og arðsamast, þ.e. skilar tilkostnaði sem fyrst aftur í tekjum eða sparnaði. Sparnaður í þjóðfélaginu þarf að vaxa til að mynda nauðsynlegt lánsfjármagn. Allt þetta eru nauðsynlegar samverkandi aðgerðir í viðnámi gegn verðbólgu, til að skapa jafnvægi og stöðugleika í atvinnu- og efnahagslífi, samhliða því sem víxlhækkunarkerfi vísitölunnar er vængstíft. Því miður ber fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, og ósamstaða stjórnarfiokkanna um gerð þess, stefnu og markmið, ekki nægilegan vott framangreindra meginatriða, sem mynda forsendu árangurs. Morgunblaðið mun ljá hverju því máli lið, er horfir til góðs á þessum vettvangi, en beita áhrifum sínum til að hamla gegn ævintýramennsku og ábyrgðarleysi. Eyda fyrir dyrum ef ekki verður framhald á starfínu „ÞESSAR aðgerðir okkar eiga að skapa hreyfingu fyrir áframhaldi þjóðargjafarinnar, því það má ekki undir neinum kringumstæð- um láta staðar numið eftir 1979. Ef ekki verður þá haldið áfram með nýrri áætlun og nýrri þjóðargjöf, þá er eyða fyrir dyrum," sagði Hákon Guðmunds son forntaður Landverndar í samtali við Mbl. í gær, en á fulltrúafundi Landverndar í Olf usborgum um helgina var gerð samþykkt um nauðsyn þess að gera nýja áætlun og halda áfram, þegar 5 ára áætluninni, sem unnið hefur vcrið að, lýkur á næsta ári. „Þetta starf hefur borið margháttaðan árangur," sagði Hákon. „Og það verður að halda því áfram." Sem kunnugt er var þjóðargjöf- in samþykkt á hátíðafundi Al- þingis á ÞingvöIIum 1974, 1000 milljónir króna verðtryggðar, til landgræðsluáætlunar sem unnið skyldi eftir á árunum 1975-1979. Mbl. Ieitaði í gær til dr. Björns Sigurbjörnssonar for- stjóra rannsóknastofnunar land- búnaðarins, Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra og Sigurðar Blöndals skógræktarstjóra, en þeir voru meðal ræðumanna á fulltrúafundi Landverndar, og bað þá að lýsa mikilvægi þjóðar- gjafarinnar og þeim viðhorfum, sem skapast, þegar henni lýkur. Veröum aö fá tækifœri til aö beita vítneskjunni „Það hefur orðið geysilega ánægjulegur árangur af því starfi, sem okkur hefur tekizt að vinna vegna þjóðargjafarinnar. Það má orða það þannig, að við stöndum nú með geysilega mikið magn upplýsinga í höndunum, en okkur vantar frekari rannsóknir til að læra að beita þessum upplýsing- um. Það yrði því óskaplegt áfall, ef ekki verður haldið áfram," sagði Björn Sigurbjörnsson forstjóri rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Björn sagði að hluti þeirra hefði runnið til fjögurra verkefna. Stærst þeirra eru rannsóknir á landnýtingu, beitarrannsóknir, og sagði Björn að þær væru taldar yfirgripsmestu rannsóknir sinnar tegundar á Norðurlöndum. „Þess- ar rannsóknir hafa valdið straum- hvörfum í þekkingu okkar á nýtingu landsins," sagði dr. Björn. „Það má segja að við vitum nú, hvað hægt er að bjóða gróðurlend- inu án þess að því hnigni og í framhaldi af því verðum við að finna aðferðir til að nýta landið og Þjóðdansar í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavík- ur hcldur sýningu í Þjóðleikhús- inu á sunnudag, 26. nóvember, klukkan 15.00 og mánudag, 27. nóvember kl. 20.00. Sýndir verða gamlir dansar, söngdansar og drcgin upp svipmynd frá heldri manna dansleik í Reykjavík frá 19. öld. I fyrsta hluta er reynt að gæða gömul danskvæöi og þjóðlög lífi og tengja hvort tveggja heimildum söngdansa fyrri alda. Sérkenni kvæða og laga eru snar þáttur í söngdönsunum, en þeir eiga rætur í gömlum heimildum og brotum dansa og leikja, sem varðveitzt hafa allt til þessa dags, sumir þeirra óskráðir, aðrir í rituðum heimildum hérlendis, en þrír dansanna eru fengnir frá erlend- um samtímaheimildum. I þriðja þætti, gömlu dansanna, er sýnishorn af þeim dönsum, er Sigríður Valgeirsdóttir og Mín- erva Jónsdóttir hafa safnað síð- ustu tvo áratugi, víða að af landinu. Þar á meðal er Vefarinn, en inn í hann er fléttað víkivaka, og gamli marzinn. Efniviður til listrænnar nýsköpunar Þjóödansafélag Reykjavíkur var stofnað 17. júní 1951. Aðalhvata- maður að stofnun félagsins var dr. Sigríður Valgeirsdóttir kennari og var hún formaður þess mörg fyrstu árin. í samtali við Sigríði kom fram, Dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir. að tilgangur félagsins er að vekja áhuga á innlendum og erlendum þjóðdönsum og stuðla að kennslu þeirra og útbreiðslu. Einnig að safna að skrásetja dansskýringar, kvæði og lög, svo og að stuðla að endurvakningu íslenzkra þjóðbún- inga. Sigríður Valgeirsdóttir sagði: — Þá hefur það verið á stefnuskrá félagsins frá upphafi að kynna erlenda þjóðdansa jafnt sem ís- lenzka. Söngdansarnir eru menn- ingararfleifð, sem hefur margþætt gildi, þó að þeir séu ekki í upprunalegu formi. Þeir eru menningarverðmæti og nákvæmar athuganir á þeim gætu fyllt út í heildarmynd horfinna þjóðhátta. Einnig eru dansarnir og lögin efniviður til listrænnar nýsköpun- Frá „Kaupstaðarballinu" öld. heldri manna dansar frá 19. ar með þjóðlegum blæ. Væri hægt að stuðla að kynningu á eigin þjóðháttum, svo og annarra þjóða með því að taka efnið upp í skólum. Þjóðdansafélag íslands hefur haft sérstöðu á Norðurlönd- unum hvað það varðar að hafa erlenda dansa í verkefnaskrá sinni en tiltölulega stutt er síðan hin Norðurlöndin hættu að einskorða sig við innlenda þjóðdansa ein- göngu. Síðastliðið ár var stofnað sérstakt rannsóknaráð Norður- landa til að annast athuganir á þjóðdönsum, kvæðum og lögum, þróun þessara þátta á Norðurlönd- um. Ráð þetta er í tengslum við Norðurlandaráð og er jafnframt hlekkur í alþjóðlegu sambandi um þjóðdansa og þjóðlög, sagði Sigríð- ur að lokum. Þjóðdansafélagið hefur oft farið til útlanda til sýninga, þar á meðal á Norðurlandamót á þriggja ára fresti. Einnig hefur félagið sýnt í Austurríki, Þýzkalandi og Kanada, en í Kanada var hópnum boðið á sérstaka lokasýningu og tekin klukkutíma kvikmynd af dans- flokknum, en sú kvikmynd hefur ekki verið sýnd hér. Fyrir utan starfsemi sýningar- flokksins eru fjölmennar deildir barna, unglinga og fullorðinna á öllum aldri. Starfsemi félagsins er borin uppi af áhugafólki, en ríki og borg hafa veitt því viðurkenningu og fjárhagslegan stuðning. Nú síð- ustu árin hefur Æskulýðsráð einnig greitt götu þess. Búningar við sýninguna eru gamli upphluturinn, stutt og síð pils, faldbúningar og gamli karla- búningurinn. Sauma félagsmenn sjálfir búninga sína, en Þjóð- dansafélagið leggur til efnið. Tónlstin við sýninguna eru gamlir dansar og þjóðlög í radd- setningu Jóns. G. Ásgeirssonar tónskálds, en hann hefur jafn- framt samið inn í lögin, þar sem nauðsynlegt hefur verið. Hljóm- eyki sér um söng við undirleik hljóðfæraleikara. Sýningarnar eru eins og áður segir á sunnudag kl. 15.00 og mánudagskvöld kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.