Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Steinj;n'mur Hermannsson um tillögur Alþýðuflukks: Lögbinding andstæð stjómarsáttmálanum MIKLAR sviptingar áttu sér stað innan stjúrnarflokkanna út af aðgerðum í efnahagsmálum og skerðingu vísitöluhækkunarinn- ar 1. desember n.k. eftir að fyrir liggur, að tillöjíur Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra í þeim efnum liggja nær tilIÖKum AlþýðubandalaBsins en tillögum Alþýðuflokksins. Þingflokkur Al- þýðuflokksins brást ókvæða við eftir að afstaða forsætisráðherra var kunn og samþykkti nýtt efnahassmálaplaBg, sem lagt var fyrir ríkisstjórnarfund í jjær- morgun og þingflokka hinna stjórnarflokkanna síðdegis. Þessar tilIÖBur alþýðuflokks- manna mættu þar verulegri and- stöðu en þingmenn Alþýðuflokks- ins stóðu fast á þessum tillögum þenar Mbl. hafði síðast fregnir. Það var mál stjórnarþingmanna í þingsölum í gær, að ekki hefði komið upp jafn ákafur ágreining- ur innan stjórnarinnar frá þvi að hún var mynduð en almennt var þó álitið að takast myndi að jafna ágreininginn áður en yfir lyki. Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti hið nýja efnahagsmála- piagg á fundi sem stóð til mið- nættis í fyrrakvöld, en í því felst m.a., að flokkurihn gengur í aðalatriðum að tillögum Óláfs Jóhannessonar gegn því að tryggt sé að ný hækkunaralda ríði ekki aftur yfir 2. marz og að stjórnin lögbindi aðgerðir til að ná fram markmiðum sínum í baráttunni við verðbólguna. Stöðugir fundir voru nailli full- trúa stjórnarflokkanna í bakher- bergjum Alþingis til að reyna að finna lausn á ágreiningsefnunum, og tóku þátt í þeim Kjartan Jóhannsson og Vilmundur Gylfa- son af hálfu Alþýðuflokks, Stein- grímur Hermannsson og Tómas Arnason af hálfu Framsóknar og Ragnar Arnalds og Svavar Gests- son af hálfu Alþýðubandalags. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Mbl., að hann teldi kröfu alþýðuflokksmanna um lög- bindingu efnahagsaðgerða óað- gengilega vegna þess að hún væri í andstöðu við samstarfsyfirlýsingu stjórnarinnar. Svavar Gestsson sagði um tillögur Ólafs Jóhannes- sonar, að þegar fengist hefðu nánari skýringar á því hvað fælist í skattapakkanum og hinum fé- lagslegu framkvæmdum og í ljós kæmi, að þær væru í átt við það sem Alþýðubandalagið hugsaði sér, teldi hann kominn viðunandi grundvöll til lausnar þessu vísi- tölumáli. Loftleiðaflugmenn vilja halda áfram pílagrímafluginu FÉLAG Loftleiðaflugmanna sam- þykkti á félagsfundi sínum fyrr í vikunni ályktun þess efnis að hvetja stjórn Flugleiða til að reyna með öllum ráðum að halda áfram pilagrimafluginu. í samtali við Mbl. sagði Baldur Oddsson formaður félagsins að í ályktuninni hefði verið skorað á stjórn Flugleiða að halda píla- grímafluginu áfram og myndu flugmenn reyna að leggja sitt af mörkum til þess að svo gæti orðið. Sagði Baldur að flugmenn teldu það nokkurn uppgjafartón að hætta við svo búið og benti hann á að flug sem þetta hefði verið að nokkru leyti atvinnutrygging fyrir flugliða. Taldi Baldur að reyna ætti af megni að leita eftir vélurri til að nota t.d. á áætlunarleiðum en taka eina DC-8 þotuna í pílagrímaflugið. Frá Fiskiþingi. Ljósm. Kristján. Fiskiþing: Afkastageta fiskiskipa hefur aukizt mun meira en aflinn FISKIÞINGI var haldið áfram í gær og á dagskrá þess var m.a. ræða Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar um langtima afrakstursgetu fiskistofna. Þá talaði Jónas Bliindal um afkastagetu fiski- skipaflotans og kom m.a. fram í máli hans að afkastagetan hefur aukizt mun meira síðustu 10 árin heldur en aflamagnið. Þá fjölluðu þeir Þorsteinn Gíslason, Ríkharð Jónsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson um stjórn fiskveiða og fiskvinnslu og urðu nokkrar umræður að fram- söguerindum þeirra loknum. Að þeim umræðum loknum talaði Hilmar Rósmundsson um af- komu sjávarútvegsins og voru síðan á dagskrá Fiskiþings reikningar Fiskifélags íslands og fiskeldi, en um það var lögð fram skýrsla og þá var einnig lögð KONUR í 156 kvenfélögum af 249 á landinu söfnuðu og gáfu á árinu 1977 um 68 millj. krónur til nokkurra þarfra málaflokka. En þar fyrir utan er það sem héraðssamböndin gefa til ýmiss konar málefna. Kvenfélagasamband íslands skrifaði kvenfélögunum og spurð- ist fyrir um þetta, og hafa borist fram skýrsla um fræðslumál. Gert er ráð fyrir að Fiskiþing ljúki störfum á sunnudaginn. svör frá þessum 156 félögum, að því er formaður sambandsins, Sigríður Thorlacius, tjáði blaðinu. Fé þetta hefur farið til elli- heimila og í þjónustu við aldraða, til sjúkrahúsa, barnaheimila og leikvalla, í skóla, kirkjur og félagsheimili og til annarra stofnana og til námsstyrkja. Einnig til slysavarna. K venfélög gáf u 68 millj. kr. Bíða eftir að mega hefja rækjuveiðar í Amarfirði og D júpinu — IIÉR á ísafirði er orðið nokkuð lítið um vinnu í bili a.m.k.. sagði Úlfar Ágústsson fréttaritari Mbl. Rækjuveiðin er enn ekki hafin þar sem seiða- gengd er nokkur og hefur rann- sóknaskipið Dröfn ekki enn fundið ra*kju. Sjómenn telja þó að rækjan sé fyrir hendi, en leita verði að henni á réttum stöðum í Djúpinu og vilja því gjarnan fá að senda sjálíir hát til leitar. Þá sagði Úlfar að tíð hefði verið leiðinleg að undanförnu, nema gott í gær og sólin væri nú horfin úr bænum og kæmi ekki aftur fyrr en 24. janúar. Ófært hefur verið vestur yfir heiðar en fært til Flateyrar og átti í gær og dag að aðstoða lest flutningabíla á leið frá Reykjavík til Isafjarðar og bjóst hann við að þeir myndu ná til ísafjarðar í kvöld. Að lokum vildi Úlfar taka fram að loðnu- bátarnir hefðu legið í höfn að undanförnu, en væru nú að tínast út aftur og hefði ekki fylgt skipverjum nein óregla, þeir hefðu komið fram á þann hátt sem væri byggðarlögum þeirra til sóma og frásagnir af drykkjuskap ættu við lítil rök að styðjast. Lítil vinna á Bíldudal — Heldur er dauft yfir öllu á Bíldudal, sagði Páll Hannesson fréttaritari Mbl. Við fáum ekki að byrja á rækjunni ennþá þar sem rannsóknarskipið Dröfn er enn við athuganir á ísafjarðardjúpi. Skip- ið er þó væntanlegt til okkar öðru hvöru megin við næstu helgi, Það kemur sér illa fyrir fólk hér að ekki veiðist rækja ennþá, milli 7 og 8 bátar stunda veiðarnar og 15—20 manns hafa af henni atvinnu í landi. Bátarnir hafa enn ekki fengið að fullu greiddan sumarafla sinn þannig áð þessi töf á rækju- veiðunum kemur sér mjög illa. Þá tók Páll fram að snjór væri og ófærð á Bíldudal og næsta nágrenni. Að lokum sagði hann að þegar svo lítið væri um að vera í atvinnulífinu væri lítið um félags- líf og fremur dauft hljóð í mönnum. Hvíld eftir törn — Á Eskifirði eru menn margir í nokkurri hvíld eftir mikla törn að undanförnu, þar sem síldveiðum er nýlega háett og söltun búin, sagði Ævar Auðbjörnsson fréttaritari Mbl. á Eskifirði. F'ólk tekur lífinu því aðeins rólega í bili og er ekki farið að hugsa til jólanna enn. Hér hefur snjóað nokkuð mikið en búið að moka eftir ófærð um síðustu helgi. Óvenjumikill snjór — Hér á Snæfellsnesi hefur verið óvenjumikill snjór og ófærð, sagði Árni Emilsson á Grundar- firði, og muna menn ekki eftir svo mikilli ófærð á þessum árstíma lengi. Ófært var yfir heiðarnar og til Stykkishólms en verið var að moka í d$g, fimmtudag. — Veiði j&fur verlð. sæmilfeg hjá bátuniiferað undanfornu. sagði Árni ennfremur, og sigla Runólfur og Haffari með afla sinn utan um þessar mundir, sem gerir það að verkum m.a. að vinna hefur minnkað hér og menn farnir að skrá sig á atvinnuleysisskrá, sem ekki hefur gerzt lengi. Runólfur hefur gert næstum hverja met- söluna á fætur annarri, sem þó hafa verið slegnar þegar. En það að vinna skuli minnka þegar bátarnir sigla er slæmt og fyndist mér að útgerðarmenn og fiskvefk- endur þyrftu að semja um að afli berist til vinnslu í landi til þess að menn missi ekki mikla vinnu úr þegar bátarnir sigla. Jólaskreytingar byrjaöar „Veðrið hefur verið gott hér undanfarna daga og unnið kapp- samlega að því að hreinsa snjó af mestu umferðargötum bæjarins, sagði Sverrir Pálsson, fréttaritari Mbl. á Akureyri. Sverrir sagði að lítið hefði bætt á snjóinn síðustu daga en hann sagði snjóinn vera óvenju mikinn miðað við árstíma. Seinni partinn í október sagði Sverrir að umgangspest hefði Loðnuskipin lágu í ísafjarðar- höfn í nokkra daga, en eru nú að tínast út aftur, en rækjubátarnir sem cru milli 40 og 50 þar, bíða enn eftir leyfi til að hefja veiðarnar. Ljósm. Úlfar. .. ' »*«»♦ »rr* !***?*!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.