Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1978 19 Minnispeningar í til- efnihundruðustu ártíð- ar Jóns Sigur dssonar í TILEFNI hundruðustu ár- tíðar Jóns Sigurðssonar sem er í desember á næsta ári hefur Hrafnseyrarnefnd látið slá minnispening sem nú er boðinn til sölu í öllum ríkis- bönkum, sparisjóðum á Vest- fjörðum og myntsölum í - " '¦ : Sett með brons- og silfurpeningum. Reykjavík. Ágóði af sb'Iu peningsins rennur til fram- kvæmda á fæðingarstað for- setans. Tvær gerðir verða gefnar út af peningnum, önnur úr bronsi en hin úr silfri. Innsigli Jóns Sigurðssonar er á bakhlið peningsins en Jörundur Páls- son arkitekt hannaði hann. Mót peningsins er grafið hjá Sporrong AB í Svíþjóð en hann er sleginn hjá Is-Spor h.f. í Reykjavík. 1000 silfur- peningar verða gefnir út en 3000 bronspeningar. Verð brons-peninganna er 10.000 kr. en aðeins er hægt að fá silfurpeningana í setti (einn silfurpeningur og einn úr brosni), og kostar settið 35.000 kr. Peningarnir verða allir tölusettir. Framkvæmdum á Hrafns- eyri hafa borist ýmsar pen- ingjagjafir þar á meðal hefur sýsla Vestur-ísafjarðarsýslu Viðbótarbyggingin á Hrafnseyri er komin undir þak. gefið 200 þús. kr. úr sýslusjóði qg einnig hafa Kvenfélagið Ársól og verkalýðsfélagið Súg- andi á Súgandafirði gefið fé til framkvæmdanna. Nú er verið að ljúka byggingu hússins á Hrafnseyri. Stefnt er að því að þar verði minjasafn um Jón Sigurðsson og hans störf en í nýjum hluta hússins er kap- ella sem jafnframt er miðuð við almenn fundarstörf. í upphafi var ætlast til þss að húsið á Hrafnseyri yrði bæði prestsetur og barnaskóli fyrir byggðir báðum megin Arnar- fjarðar. Nú hefur prestkallið verið sameinað öðru og skóla- mál leyst á annan hátt vegna fækkunar íbúa í Arnarfirði. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdunum á Hrafnseyri verði lokið 17. júní 1980. Hrafnseyrarnefnd skipa þeir Þórhallur Ásgeirsson, Ágúst Böðvarsson, Sturla. Jónssön, Hannibal Valdimars- son og Halldór Kristjánsson. Guðbergur Auðuns- son á næstu grösum Guðbergur Auðunsson, list- málari, hefur opnað málverka- sýningu í matsölunni „Á næstu grösum", Laugavegi 42 í Reykja- vík, uppi á þriðju hæð. Á sýningunni sýnir Guðbergur sex stór málverk og þrjár litlar teikningar. Málverkin eru öll máluð með acryl. Málverkin eru öll nýleg eða máluð eftir að sýningu Guðbergs á Kjarvalsstöðum lauk í febrúarmánuði síðast liðnum. Síð- ustu myndirnar eru málaðar nú í september. Sýningin er sölusýn- ing, allar myndirnar eru til sölu nema ein, sem er í einkaeigu. Þetta er þriðja einkasýning Guðbergs, hann hefur áður sýnt á Kjarvalsstöðum og í Vestmanna- eyjum. Þá hefur hann einnig tekið þátt í samsýningu F.Í.M. Fyrirmyndirnar að myndunum á þessari sýningu, eða öllu heldur hugmyndirnar, eru bæði sóttar í efni hér innan lands og utan. Á matstofunni, sem sýningin er í, er unnt að fá hollan og góðan jurtamat, og fólk getur gefið sér nægan tíma til að virða fyrir sér myndirnar. Sýningin er opin frá klukkan 11 til 12 á daginn, og frá sex til tíu á kvöldin. Lokað er á laugardögum, en opið á seinni tímanum á sunnudögum. Þessi eru góð — beint frá Kanada 1. kg. kr. 475.— 3. kg. kr. 1.150.— 20. kg. kassi kr. 6.800.— Guðbergur Auðunsson við verk sín. Ljósmi Emilía. Vestfjarda-kaffi Vestfirðingafélagið í Reykjavík hcldur .,Fjölskyldu-kaffi" n.k. sunnudag 26. nóv. í Félagsheimili Bústaðakirkju, og hefst það kl. 3 e.h. Félagið býður sérstaklega Vest- firðingum 67 ára og eldri, en vivntir þess að yngri Vestfirðingar komi líka sem flestir ásamt börnum sínum og kaupi kaffi. Þar verður einnig smá-basar með góðum munum. Dómprófasturinn, sr. Ólafur Skúlason, messar kl. 2 e.h. og geta þeir sem vilja hlýtt messu fyrst og komið svo í kaffið. Ef ágóði verður rennur hann til Vestfjarða. U_ Hollri fæðu höldum fram hroll að engum setur B.C. eplin frá Björgvin Schram bjóðum í allan vetur. EM LAUGALÆK 2. »ími I *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.