Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 27 Ég veit að eiginmanni og for- eldrum verður það huggun og styrkur í sorg sinni að minnast Ernu sem góðrar konu. Blessuð sé minning Ernu Haraldsdóttur. Sigríður Björnsdóttir. Það hefur orðið hörmulegt flugslys og margir eiga um sárt að binda, fyrst og fremst makar, börn og ættingjar. Við flugmenn Loft- leiða höfum misst marga góða félaga. Erna hafði starfað sem flug- freyja hjá okkur í 15 ár og var orðin 1. flugfreyja fyrir mörgum árum. Allir þekktum við Ernu að góðu einu. Hún var mjög sam- vizkusöm og var oft haft á orði, að ekki væri betra að taka við flugvél og farþegum af annarri en henni. Hugsaði hún fyrst og fremst um að gera skyldu sína við farþega og ætlaðist til hins sama af þeim sem störfuðu með henni. Við horfum á eftir Ernu með söknuði og óskum henni alls góðs á þeim leiðum, sem okkur eru ókunnar. Eiginmanni hennar og foreldr- um vottum við okkar innilegustu samúð. Félag Loftleiðaflugmanna. Guöný Jónsdóttir —Minningarorð Fædd 17. maí 1895. Dáin 14. nóvember 1978. í dag verður til moldar borin frænka okkar Guðný Jónsdóttir, sem andaðist í Landspítalanum að kvöldi þriðjudags 14. nóvember. Guðný var fædd á Kvískerjum í Öræfum 17. maí 1895. Foreldrar hennar voru Jón Árnason bóndi og Katrín Sigurðardóttir, en þau bjuggu lengst af á Hnappavöllum í Öræfum en þangað fluttist Guðný ung að árum. Guðný tilheyrði þeirri kynslóð, sem stöðugt barðist fyrir brauði sínu og snemma tók vinna og grár hversdagsleikinn við af áhyggju- lausri æskunni. Hún var sívinn- andi, ósérhlífin og gott dæmi um þá þrautseigju og elju, sem einkennir svo marga jafnaldra hennar. Hendur hennar voru til vitnis um að þar fór kona, sem ekki hafði setið auðum höndum um ævina. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Sonur okkar var áhugasamur í kirkjunni. og var gott að skipta við hann í einu og öllu. Nú er hann kominn langleiðina í menntaskóla og neitar að sækja kirkju og hendir gaman að andlegum málum. Hann segir. að einn kennarinn sinn hafi svnt honum fram á. að þessi trúmál séu úrelt. Hvað eigum við að gera? Tvennt er það, sem þér ættuð að gera, en hefjizt þó ekki handa, fyrr en þér hafið beðið Guð að gefa yður vizku, náð og kjark, sem til þess þarf. Skammið aldrei son yðar. Látið hann finna, hversu kristin trú er yður dýrmæt. Sýnið honum, hvílíkur munur er á heimilum, þar sem Kristur er vegsamaður, og þar, sem hann er ekki elskaður né á hann vonað. Segið syni yðar, að í hverri kynslóð séu menn, sem hlæja að Biblíunni og kirkjunni og halda, að þeir séu vaxnir upp úr því að þurfa á Guði að halda. Bendið honum síðan á, að Biblían er enn bezti leiðarvísir mannsins, þrátt fyrir þessar árásir og afneitun. Kristur er eini frelsarinn og söfnuður Krists stórfenglegustu samtök á jörðinni. Þá legg ég til, að þér hittið skólastjórann að máli, talið við hann í hreinskilni og biðjið hann að áminna kennarann. Ég geri ráð fyrir, að þessi skóli sé rekinn með stuðningi skattborgaranna. Leiðið honum skýrt fyrir sjónir, vinsamlega, en með festu, að þér hafið fullan rétt til að vænta þess, að menn virði trú sonar yðar og ekki verði hæðzt að henni né ráðizt á hana. Ég býst við, að þetta muni hafa skjót áhrif. Ef nauðsynlegt reynist að láta enn að sér kveða, ráðlegg ég yður að spjalla við hóp annarra kristinna foreldra, sem eiga börn í þessum skóla, og þið mótmælið síðan sameiginlega við skólanefndina. I ■ !«• r.f* •£.____•: Hún flyst snemma til Eskifjarð- ar á heimili afa okkar og ömmu, Friðriks Árnasonar og Elínborgar Þorláksdóttur, en afi og Guðný voru systrabörn. Hún fór víða og vann fyrir sér við hin ýmsu störf, t.d. í kaupavinnu í sveit og við ráðskonustörf í verbúðum sjó- manna, oftast á Hornafirði. Hún er á Eskifirði á erfiðum tímum og atvikaðist það svo að af hinum stóra systkinahópi tekur hún ástfóstri við móður okkar, Árnýju Friðriksdóttur, og tók hana að mestu leyti að sér, eftir að hún hafði gert sér lítið heimili út af fyrir sig á Eskifirði. Á þessum árum kaupir hún sér prjónavél og vann hún að miklu leyti fyrir sér með prjónaskap, og kom þar vel fram verklagni hennar og vand- virkni, og kom frá henni mörg falleg flíkin. 1950 giftist móðir okkar föður okkar, Jóni Hilmari Gunnarssyni frá Þi.nganesi í Hornafirði, og flyst Guðný með þeim til Reykjavíkur sama ár. Var hún á heimilinu æ síðan og var okkur bræðrunum sem hin besta amma. Guðný var alla tíð mjög trúuð, ekki síst í veikindum sínum, sem hún tók með þögn þess sem Guð á treystir. Þær eru ekki ófáar minningarn- ar, sem við eigum um Guðnýju og hversu eftirminnilegir eru ekki t.d. kaldir vetrarmorgnar þegar hún vakti okkur í skólann með rjúk- andi kakói og ylvolgum pönnukök- um -eða kvöldstundirnar þegar hún sat hjá okkur og sagði okkur sögur og fróðleik frá gamalli tíð. Það er óhætt að segja að aldrei hefði okkur tekist að launa henni allt það, sem hún hefur gert fyrir okkur. Guðný var ávallt til staðar ef eitthvað bjátaði á, og ekkert var það til, sem hún vildi ekki fyrir okkur gera. Heilræði hennar og ráðleggingar munu verðaokkursem leiðarljós í gegnum lífið. Hafi Guðný ástarþökk fyrir alla þá tryggð og vináttu, sem hún auðsýndi okkur á lífsleiðinni. Megi Guð varðveita minningu hennar og blessa hana í sínum nýju heim- kynnum. Kalli og Helgi. Frá lögreglunni: Eiðamenn sterkir í skákinni Skákmót Austurlands 1978 var haldið að Eiðum 11. og 12. nóv. Teflt var í opnum flokki og voru þátttakendur átta, sex frá Eiðum og tveir frá Eskifirði. Umhugsun- artími var 45 mín fyrir hverja skák. Úrslit urðu þau, að Gunnar Finnsson, Eskifirði, varð hlut- skarpastur, hlaut 6 vinn. (af 7). Kristinn Bjarnason, Eiðum varð annar í röðinni með 514 vinn. og Magnús Valgeirsson, Eiðum hafn- aði í þriðja sæti með 4 vinninga. Unglingameistaramót Austur- lands 1978 var háð að Eiðum 22. okt. Keppendur voru tólf, tíu frá Eiðum og tveir frá Eskifirði. Tefldar voru 5 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími var 30 mín fyrir hverja skák. Úrslit urðu þau, að Kristinn Bjarnason, Eiðum bar sigur úr býtum, hlaut 4 vinninga. Kristinn er 14 ára gamall og hið mesta skákmannsefni. Annar í röðinni varð Gísli Bogason, Eiðum með 314 vinning og þriðji Guðjón Bjarnason, Eið- um með 3 vinninga. Vitni vantar að ákeyrslum Gamalt '•» fólk gengurJ Slysarannsóknadeild lögreglunnar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum: Ef einhver vitni hafa verið, eru þau beðin að hafa samband við lögregluna í síma 10200: Laugard. 18. nóv. Ekið á bifreiðina R-49410 Austin-Mini árg. ’74 sem er gulbrún að lit, þar sem hún stóð, annað hvort á móts við Rauðalæk 3, eða á móts við Amartanga 40 í Mosfellssveit á tímabilinu kl. 22:00 þann 17:11, til kl. 21:00 þann 18.11. Hægra framhorn skemmt. Þriðjud. 21.11. Ekið á bifreiðina R-3152 Volvo 343 árg. ’77 gula að lit á stæði norðan við Landsbankann að I^augavegi 77, á tímabilinu kl. 14:00—15:00. Bifreiðin mikið skemmd að framan. Þriðjud. 21. nóv. Ekið á bifreiðina R-56985 Fíat 127 árg. ’74 rauða að lit við innakstursleið Pósts og Síma við Búnaðarbankann við Hlemm, á tímabil- inu kl. 09:00—10.30. Hægri hurð dælduð. Miðvikud. 22. nóv. Ekið á bifreiðina R-54153 Sunbeem fólksb., á stæði vestan við norðurenda hússins að Hátúni lOb og sneri framendi bifreiðarinnar til vesturs. Skemmdir á hægra framhorni bifreiðarinnar og rauður litur í skemmdinni. Kynning á enskum gólfteppum Sýnum á morgun í teppadeild ensk gólfteppi frá Giltedge og CMC. Ný munstur og litir. Opiö frá kl. 9—4. Veriö velkomin. ~Slpi& m SMIÐJUVEG SMIÐJUVEGJ 6 SlMI 44544 Skáldverk Kristmanns Guömundssonar Krittmann Guðmunduon Einn af vtölesnustu höfundum Iandsfn8. Nokkrar af bókum hans hafa variö pýddar aó minnsta kostl & 36 tungumól. Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Almenna Bókafélagiö, Autfursfrafi t», Skammuvagur 36, ♦ími 19707 sími 73066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.