Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID. FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1978 100 þúsund kr. sekt við að afmá eða hylja merkingar skipa Samgönguráðuneytið hefur gefið út nýjar reglur um merkingar skipa. Skal náfn hvers skips og heimahafnar þcss vera málað á afturstafn, ijósúm stöfum á dokkan lírunn eða dökkum stöfum á Ijósan grunn. Sé afturstafn þannig lagaður. að þessu verði ekki við komið. skal . nafn þess og hcimahafnar málað háðum megin á hliðar þess við aftur- stafn. Á sama hátt skal mála nafn skipsins á bóga þess. Fiskiskip skulu, auk þess að vera merkt sem að framan greinir, vera merkt umdæmis- stöfum o« tölum á bóginn báðum megin. Þá skulu fiskiskip einnig vera merkt með skipaskrárnúmeri á báðar hliðar á brúarvæng, á brúarþak eða annan stað, sem vel sést úr lofti að mati Siglingamálastofnunar. Þá eru einnig settar sérstakar reglur um stærð stafanna: Hæð bókstafa í nafni og heimilisfangi skal samkvæmt því vera minnst þessi: Á skipum 30 brl. og stærri: 15 cm Á skipum undir 30 brl: 12 cm Hæð umdæmisbókstafa og talna og skipaskrárnúmers skal vera minnst: Settar hafa verið nýjar reglur um merkingar skipa. Þar er meðal annars að finna ákvæði um að fiskiskip skuli merkt með skipaskrárnúmeri á báðar hliðar, á brúarvæng, þak eða annan þann stað er vel sést úr lofti. Stafirnir skulti vera dökkir á ljósum fleti eða öf ugt. Á fiskiskipum 30 brl. og stærri: 45 cm Á fiskiskipum undir 30 brl. 25 cm Á opnum vélbátum: 20 cm Hæð einkennisbókstafa: 15 cm Á hvert skip sem þjóðernis- skírteini hlýtur, skal marka einkennisstafi þess á lúgubita eða karm. Skip sem eru undir 30 brl. þarf ekki að merkja á eða við afturstafn. Þá er í hinum nýju reglum eins og áður ákvæði um það að hvert skipaskráningarumdæmi hafi sína umdæmisbókstafi, og skulu skráningarskyld fiskiskip og bátar bera umdæmisbókstafi og tölur þess umdæmis sem þau eru skráð í. Umdæmisbókstafirnir eru þessir: AK: Akranes ÁR: Árnessýsla BA: Barðastrandarsýsla EA: Eyjafjarðarsýsla og Akureyri. GK: Gullbringusýsla HF: Kjósarsýsla og Hafnar- fjörður HU: Húnavatnssýslur ÍS: ísafjarðarsýslur og ísafjörð- ur KE: Keflavík KÓ: Kópavogur MB: Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla NK: Neskaupstaður NS: Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður ÓF: Ólafsfjörður RE: Reykjavík SF: Austur-Skaftafellssýsla SH: Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla SI: Siglufjörður SK: Skagafjarðarsýsla og Sauð- árkrókur ST: Strandasýsla SU: Suður-Múlasýsla ÞH: Þingeyjarsýslur VE: Vestmannaeyjar VS: Vestur-Skaftafellssýsla Skip og bátar, sem heima eiga í Kjósarsýslu eða Hafnarfirði mega halda umdæmisbókstöfum (GK) og tölum óbreyttum, en við frumskráningu skips eða um- skráningu vegna eigendaskipta, skal það hljóta umdæmisbók- stafina HF. I nýju reglunum má ennfrem- ur finna sérstaka grein um hvernig merkja skuli björgunar- báta og bjarghringi, og fleira í þeim dúr. Þá er sérstakt ákvæði sem kveður á um að ekki megi afmá einkenni á skipum, afbaka þau, gera óskiljanleg, hylja þau eða dylja. Skipstjóri verður að axla þær byrðar að halda vel við öllum merkjum, er skipi ber að hafa og sett hafa verið á það. Brot við þessum reglum nema allt að hundrað þúsund króna sektum. Siglin gam álastof n unin: Komið verdi í veg fyrir grútar- mengun í loðnulöndunarhöfnum Siglingamálastofnun ríkisins hefur gert allítarlegar tillögur til úrbóta vegna grútarmeng- unar sem orðið hefur vart í flestum loðnulöndunarhöfnum landsins. Mengun af þessu tagi var í hámarki á norðanverðum Austfjörðum síðari hluta septcmbermánaðar síðastlið- ins. Að ósk forráðamanna sveitar- félaga á umræddu svæði fór Stefán Bjarnason mengunarsér- fræðingur Siglingamálastofn- unarinnar austur í byrjun októ- ber s.l. og kannaði umfang og eðli grútarmengunarinnar og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Heilbrigðiseftirlit ríkisins ósk- aði eftir því að fá að taka þátt í þessari athugun og fóru því fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins og líffræðingur frá Líffræðistofnun Háskóla ís- lands með Stefáni í þessa ferð. Skýrsla um athugun þessa ásamt tillögum stofnunarinnar til úrbóta liggur nú fyrir. Skýrslan hefur verið send öllum viðkomandi aðilum á þeim stöðum sem athugunin fór fram. I megindráttum má telja ástæðurnar fyrir þessari meng- un, sem þarna varð, vera fjórar: í fyrsta lagi frá skipum við löndun loðnunnar, í öðru lagi frá löndunarbúnaði loðnuverk- smiðjanna, í þriðja lagi vegna hreinsunar á lestum skipanna eftir löndun og í fjórða lagi í frárennsli frá verksmiðjunum sjálfum. Mengunardeild Siglingamála- stofnunarinnar telur erfitt að fullyrða um mikilvægi hvers þáttar um sig í grútarmengun- inni, en telur þó fullljóst, að áhrif hvers þáttar um sig ráðist mjög af ástandi loðnunnar við löndun og vinnslu. Þannig sé ljóst, að loðnufarmur sem hefur Unnið að loðnulöndun. Grútarmengun f loðnulöndunarhöfnum ræðst mjög af ástandi loðnunnar við löndun og vinnslu. velkst og slegist um í lestum í langan tíma þegar löndun fer fram, sé líklegri til þess að valda grútarmengun í höfnum í gegn- um alla þá þætti er að framan greindi, heldur en farmur sem er stöðugur í lest. A grundvelli þessara niður- staðna hefur Siglingamálastofn- un ríkisins gert eftirfarandi tillögur til úrbóta í þessu sambandi: 1. Tryggt verði að lensibúnað- ur í lestum loðnuveiðiskipa sé þannig að auðvelt sé að ná sjó úr öllum farmi skipsins. 2. Gerðar verði breytingar á dælubúnaði skipanna þannig að mögulegt sé að losa þvottavatn úr lestum beint til móttöku í landi. 3. Komið verði upp búnaði, setgeymi, til þess að taka við skiljuvatni við löndun og þvotta- vatni úr lestum skipanna, þar sem loðnulöndun fer fram. 4. Skilju- og lóndunarbúnaður verði þannig útbúinn að frá honum renni enginn vökvi til sjávar. 5. Verði búnaður skv. tillögum 2—4 ekki kominn upp við upphaf næstu sumarloðnu- vertíðar, þá er það álit Siglinga- málastofnunar að eina raun- hæfa lausnin til þess að minnka mengun vegna loðnulöndunar á sumarvertíð frá því sem nú er, sé sú að hafnaryfirvöld á öllum loðnulöndunarhöfnum banni einhliða og í sameiningu löndun með sjódælingu úr skipum en heimili þess í stað eingöngu annaðhvort löndun með þurr- dælingu eða löndun með krabba og framfylgi auk þess ákvæðum í hafnarreglugerðum um bann við lensun á hafnarsvæðum. HÖRÐUR MIKEBROGAN 99 ill Víkingar á vígaslóð' 2. bindi um Hörð Harðjaxl Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út annað bindið um Hörð Harðjaxl, sem á enskunni nefnist Action Man og mörg börn kannast við sem leikfang hér á landi sem annarsstaðar. Höfundur bókarinnar er Mike Brogan en þýðandi Loftur Guðmundsson. Efni bókarinnar fjallar um leiðangur sem Hörður og félagar hans fara í stríðinu til Noregs til þess að sækja í hendur fjand- mannanna þekktan vísinda- mann. rúðurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.