Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 ...... Valsmenn leika fyrri leik sinn hér heima 9. Uppistaöa landsliðsins érlendis er leikiö veröur viö Dani í Desember? NÚ HEFUR verið gengið frá leikdögum Vals í Evrópukeppni mcistaraliða í handknattleik. Leika þeir fyrri leik sinn hér heima laugardaginn 9. des. og þann síðari í Bucarest 14. des. Þetta gerir það að verkum að hngsanlegt er að leikmenn Vals nái ekki heim fyrir landsleikina við Dani 17. og 18. des. Yrði það mjóg bagalegt þar sem Vfkingar leika síðari leik sinn við Ystad 17. des. og verða því ekki með landsliðinu. Uppistaða landsliðsins er úr þessum tveimur félögum, 6 frá hvoru félagi. Þr. Man. City hálfa leiö Leik AC Mílanó og Manchester City í UEFA-keppninni, sem frestað var í fyrrakvöld, lauk með jafntefli í gærkveldi. Bæði lið skoruðu tvívegis. Staða enska liðsins er því mjog sterk, þar sem liðið á heimaleik sinn eftir. Mílan sótti af feiknakrafti framan af leiknum og þrívegis skoruðu leikmenn liðsins það sem reyndust vera rangstððumðrk. Rétt fyrir hlé fengu ítalirnir kaida vatnsgusu í andlitið, begar Brian Kidd skallaöi í netið. Fljótlega í síðari hálfleik versnaði enn staða Mílanó, þegar Pau 1 Power skoraði annað mark MC. Lokakaflann nýttu ítalirnir þó vel, Alberto Bigon skoraði tvívegis og Mílan fékk goð færi á að knýja fram sigur á iokamínútunum. Máli Viggó ¦>¦«¦¦¦ " "5P5IW visaö frá KÆRUMÁLI Viggó Sigurðssonar hefur verið vfeað frá dómstól HKRR á þeirri forsendu, að kæran hafi borist of seint. Eins og kunnugt er kærði Hannes Þ. Sigurðsson dómari Viggó og taldi hann hafa hlaupið sig um koli eftir úrslitaleik Vfkings og Vals í Rcyk javíkurmótinu f handknatt leik. Þar sem málinu hefur verið vísað frá fellur það niður og Viggó hlýtur ekki leíkbann. þr. WHWlMWi BikarkeDDnin í sundi r dag BIKARKEPPNI Sundsambands fslands hefst kl. 20.00 í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur og verður fram haldið Iaugardag og sunnudag. Keppnin hefst ki. 17.00 á iaugardag og ki. 15.00 á sunnudag. Keppt verður í alls 28 sundgreinum á mótinu og má búast við hö'rkukeppni miili þeirra fimm felaga sem eru i 1. deildinni, en þau eru eítietalint Ægir, Armann, H.S.K., Breiðablik og Sundfélag Hafnarfjarðar. Altar líkur eru á að Sandfélagið Ægir og Héraðssambandið Skarphéðinn komi tíl með að berjast um efsta aætið. H.S.K. hefur mjög góðu sundf61 ki á að skipa og er þess skémmst að minnast hversu sigursælt sundfólk þeirra var á landsmótinu á Selfossi síðastliðið sumar. Neðsta félagiö í 1. deild fellur niður í 2. deild. M mun á mánudagskvöld hefjast haustmót í sundknattleik, og fer þaðeínnig fram í Sundhöllinni. Fyrsti leikur mótsins er á mílli KR og Ægís, leikin verður einföld umferð. Næsti leikur er á milii Ármanns og Ægis og 8Íðan leika KR—Ármann. — þr. • Basti líasmiissen. besti lcikmaður Ystad. Hann var kjörinn handknattleiksmaður Svíþjóðar fyrir síðasta keppnistímabil. Víkingar munu leggja allt kapp á að stöðva hann í leiknum á laugardag. Ef Basti skorar minna en átta mörk í leik tala blöðin um að eitthvað sé að hjá honum^ Víkingar verða að vinna stórt — VIÐ munum leggja allt kapp á að sigra með fimm til scx marka mun í leiknum því að Svíarnir eru sterkir á heimavelli, sagði hinn pólski þjálfari Víkings á blaðamannafundi sem félagið boðaði til í gær. — Ég hef sjálf ur tvisvar leikið á móti Ystad með mínu gamla félagi. Slask, og þeir lcika skemmtilegan handknatt- lcik. Iiandknattlcik sem gleður augu áhorfcnda. Þeir eru með þrjá frábæra leikmenn og við muiiiim leggja kapp á að stöðva þá. — Þeirra hættulegasti leik- maður cr Basti Rassmussen. leikmaður á heimsmælikvarða, enda kjörinn handknattleiks- maður árs'ms í Svíþjóð 1978. — Ég mun láta Víkingsliðið leika eins hratt og hægt er, í sókninni reyna mikið af hraðaupp- hlaupum, og í vörninni mun ég gefa fyrirskipun um að leika mjög fast, virkilega taka vel á þeim. Þetta sagði Bodan, þjálfari Víkings. Hann ætti að vita um hvað hann er að tala, hann hefur undirbúið pólska liðið Slask alls sex sinnum undir Evrópukeppni. Forsala að leiknum í Laugardals- höllinni er í dag frá kl. 6—7,30 og er fólki bent á að tryggja sér miða til að forðast þrengsli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 15.30 á laugar- daginn. þr. Stórleikir í 2. deild Tveir stórleikir fara fram í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik í kvold, annar í Ásgarði, hinn á Akureyri. Leikurinn í Ásgarði hefst klukk- an 20.00 og eigast þá við lið Stjörnunnar og KR. KR-ingar eru meðal efstu liðanna í deildinni, en Stjarnan hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og verður því að vinna leik þennan ef liðið ætlar að blanda sér af alvöru í keppnina á toppi deildarinnar. Ármenningar ferðast til Akur- eyrar og etja kappi við KA. Hefst leikur þeirra klukkan, 20.30. Eins og flestir leikir 2. deildar, er hér um geysimikilvægan leik að ræða, þar sem bæði liðin eiga von um eitt af tveimur efstu sætunum. Stjörnu- hlaup FH Fyrsta stjörnuhlaup FH á vetrinum fer fram á laugardag- inn og hefst það klukkan 11.30. Hlaupið hefst hjá Lækjarskóla og er hlaupið tæplega 6 km í karlaflokki, en tæpa 3 km í kvennaflokki. Grindavík vann Snæfell ÞAÐ VAR á misskilningi byggt, það sem Mbl. greindi frá fyrir skömmu, að öllum heimaleikjum Snæfells fram til jóla hefði verið frestað. Liðið lék um helgina gegn Grindavík í 1. deild og fóru leikar þannig, að Grindavík sigraði 102-70 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 49—38 fyrir Suður- nesjamennina. Þetta er annar leikurinn í röð, sem Grindavík skorar meira en 100 stig. Hjá Snæfelli bar mest á Einari Sigfússyni, en Bandaríkjamaður- inn Mark Holmes átti frábæran leik hjá Grindavík, skoraði 50 stig. Var hittni hans með eindæmum. Tommy Docherty og vinkona hans Mary Brown yfirgefa Þing- húsið í Lundúnum, eftir að kappinn hafði viðurkennt að hafa ausið lygum í heilan kviðdóm. Docherty áfram! YFIRSTJÓRN enska 1. deildar- liðsins Derby County hefur nú fyrirgefið framkvæmdastjóra sín- um, Tommy Docherty, allar yfir- sjónirnar í sambandi við málaferli hans við Willy Morgan. Stjórnin hefur beðið Docherty að vera svo vænan að hefja störf tafarlaust á nýjan leik og hefur hann orðið við þeirri beiðni. Docherty var settur af í vikutíma fyrir viku, meðan stjórn Derby kannaði hneykslis- málið sem upp ktfm þegar Doch- erty viðurkenndi að hafa logið heilan kviðdóm fullan. Derby á leik gegn QPR á laugardaginn og mun ekki veita af að hafa góðan framkvæmdastjóra. <IMM«MMW m MNNMMMfeNWnMIMI Fyrirtækja- keppni í badminton BADMINTONDEILD Víkings mun halda laugardaginn 2. des. n.k. keppni í badminton með nýstárlegu fyrirkomulagi. Keppt verður í tvíliðaleik, og verða kcppendur að vera fastir starfs- menn fyrirtækjanna sem þeir kcppa fyrir, karlar og konur í sama flokki. Ekki er leyft að nema einn meistara- eða A-flokksmaður sé í hverju liði, en það gerir keppnina mun jafnari og skemmtilegri. Fyrirtækið sem sigrar fær bikar til eignar, en keppendur verð- launapeninga, gull, silfur og brons til þeirra sem komast í undanúr- slit. Keppnin fer fram í íþrótta- húsi Réttarholtsskóla og hefst kl. 13.00 laugardaginn 2. des. n.k. eins og fyrr segir. Þátttöku skal tilkynna til Þorsteins V. Þórðar- sonar í síma 32000 eða Sigurðar Jóhannessonar á kvöldin í síma 34161 í síðasta lagi 29. nóv. n.k. Þátttökugjald er kr. 10.000 á lið. MMNHMNMMNWMMW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.