Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 13 Maris Guðmunds- soii - Afmæliskveðja í dag er sjötugur Maris Guömundsson múrarameistari, Hlaöbæ 14 i Árbæjarhverfi. Á þessum merku tímamótum í lífi hans er mér bæði Ijúft og skylt að senda honum og fjölskyldu hans hugheilar heilla- og árnaðaróskir, því að við höfum um nokkurt skeið verið nánir samstarfsmenn. Ekki er það þó ætlun mín að rekja hér ævi eða starfsferil Marisar, þótt þar sé margt frásagnarvert. Margt hefur að sjálfsögðu á daga hans drifið á langri ævi og hann lagt gjörva hönd á margvísleg þarfleg verk í iðngrein sinni, svo kappsfullur og eljusamur, lagvirk- ur og sk.vldurækinn verkmaður sem hann ævinlega var. Hins vegar eru mér félagsmálastörf Marisar efst í huga á þessum tímamótum í ævi hans og á ég þar við störf hans að málum safnaðar og kirkju í Árbæjarsókn. Þau störf eru svo sérstaks eðlis, að miklu miöur væri, lægju þau í þagnar- gildi. Fyrir um það bil 8 árum lágu leiðir okkar Marisar fyrst saman, er ég hóf prestþjónustu í þá nýstofnuðu Árbæjarprestakalli. Lagði ég þá fljótlega leið mína heim til Marisar og Maríu konu hans, en hann var þá eins og nú formaður kirkjukórs sóknarinnar en hún í safnaðarstjórn. Eftir þessa fyrstu heimsókn til þeirra hjóna varð mér það ljóst, hve miklir áhugamenn um málefni kirkjunnar þau voru og að hér ætti kirkjan ósvikna liðsmenn og sanna hollvini. Reyndin hefur þá líka orðið sú, að fáir hafa reynst kirkju sinni hollari og heilli í verki en þau. Svo sem eðlilegt var um nýlega stofnaðan söfnuð var hann að flestu leyti slyppur og snauður. Húsnæði átti hann ekkert, hljóð- færi við hæfi vantaði og kirkju- gripir fáir og smáir. Að mörgu þurfi því að hyggja, er byggja þurfti upp safnaðarstarfið, og var þá það verkefnið langstærst að koma upp viðunandi húsnæði og starfsaðstöðu. Nú er það flestum ljóst að ekkert áhlaupaverk er að reisa Guðshús í þessu landi, eins og þjóðin lætur sér sæma að búa að þeim málum. Lendir slíkt Grettis- Tónleikar í sal Mennta- skólans við Hamrahlíð Sigríður Ella Magnúsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson halda tónleika í sal Menntaskólans vift’ Hamrahlíð sunnudaginn 26. nóvember. Á efnisskránni eru sönglög eftir 8 tónskáld, þ. á m. Schubert, Verdi, Tsjaikovsky og Þórarin Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast kl. 4 og eru aðgöngumiðar seldir í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundsson- ar. Sigríður Ella hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir ljóðasöng á s.l. ári í Bretlandi þar sem hún ásamt Ólafi Vigni Albertssyni kom fram á fernum tónleikum. í febrúar s.l. komu þau fram á tónleikum í New York, m.a. fyrir National Arts Club og hjá Liederkranz society. Sigríður Ella Magnúsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Smásögur eftir Böðvar Guðmundsson MÁL OG menning hefur gefið út ' smásagnasafn eítir Böðvar Guðmundsson sem nefnist Sögur úr seinni stríðum. Böðvar er kunnur sem ljóðskáld. leikrita- höfundur og söngvasmiður, ten Sögur úr seinni stríðum er hans fyrsta sagnabók. í kynningu útgáfunnar segir að stríðin, sem sögurnar fjalla um, séu af ýmsu tagi, „allt frá heimsstyrjöldinni miklu til þess stríðs, sem menn heyja gegn annarlegum óargadýrum í kál- garðinum heima hjá sér, að ógleymdum erjum viðskiptalífsins og heilagri baráttu um sálir manná sem selt hafa sig djöfli". Sögur úr seinni stríðum eru sex talsins. Bókin er 124 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum. IIÖDVAR GUDMUNDSSON tak oftast nær á herðum fáeinna fórnfúsra safnaðarmanna. Maris hefur alla tíð verið fremstur í flokki þessara fáu trúu, ævinlega boðinn og búinn að veita bygging- armálum safnaðarins lið, vinna sjálfboðavinnu og leggja fram fjármuni og það munaði um liðveizlu þeirra hjóna. Og ég veit að gleði Marisar var bæði djúp og rík, þegar safnaðarheimilið var vígt í vor og fyrsti áfangi kirkju- byggingarinnar var þar með tek- inn í notkun. Áður hafði söfnuðurinn eignast vandað pípuorgel, sem kirkjukór- inn undir forystu Marisar og organistans Geirlaugs Árnasonar hafði haft forgöngu um að kaupa og lagt verulegt fjármagn til þeirrar framkvæmdar. Þegar Bræðrafélag Árbæjar- safnaðar var stofnað haustið 1971 var það meginstefnuskráratriði þess félags að vinna að framgangi safnaðarheimilisbyggingarinnar. Var Maris kjörinn í fyrstu stjórn þess félags og hefur gegnt ritara- störfum allt fram á þennan dag. Til þess var hann einkar vel fallinn, því að hann skrifar glæsilega rithönd og fundargerðir hans eru hinar vönduðustu að allri gerð. í Bræðrafélaginu hefur Maris verið brennandi af áhuga og starfað að fjáröflun félagsins eftir því sem heilsa hans og kraftar hafa leyft. Á safnaðarfundum hefur hann oftast gengt starfi fundarstjóra með mikilli prýði, röggsemi, festu og lipurð. Ef telja ætti upp allar þær gjafir, sem Maris og María hafa fært Árbæjarsöfnuði, bæði kirkj- unni og fjárgjafir yrði sá listi býsna langur. Sá listi verður ekki tíundaður hér enda vafasamt að slíkt væri Maris að skapi því að hann er allra manna lítillátastur og óhneigðastur fyrir að flíka verkum sínum og hefur alla tíð lagt meir upp úr því að vera en sýnast. En störf hans og þeirra hjóna fyrir kirkjuna eru svo fágætlega mikil að vöxtum að þau mega vera mörgum kirkjunnar mönnum uppörvun og hvatning, já eru lýsandi fordæmi öllum þeim er vinna og unna kristni og kirkju og vita kirkjuna gegna helgustu hlut- verki hér í heimi. Maris Guð- mundsson er kirkjunnar maður í þess orðs bestum skilningi. Fáir samstarfsmenn mínir hafa skilið betur gildi hennar fyrir þjóðlíf og mannlif en hann, fáir verið fórnfúsari og trúrri synir hennar en hann. Ég hefi átt því láni að fagna að starfa með ágætum kirkjukór í Árbæjarsöfnuði, fólki sem tekur starf sitt alvarlega og vinnur af stakri skyldurækni og syngur guðsþjónustunnar einnar vegna. Félagsandinn í kórnum hefur verið með afbrigðum góður og sam- heldni mikil og engum vafa er undirorpið að í þessum góða félagsanda á Maris, formaður kórsins, sinn stóra þátt, því að hann er drengiiegt prúðmenni sem öllum er velviljaður og öllum kemur í léttara skap með glaðvær- um gáska, græskulausri kímni og alúðlegri framkomu. Hefur þá líka orðið sú raunin á, að mikið hefur þótt á vanta í þau örfáu skipti sem hann hefur ekki getað mætt til söngs við guðsþjónustur af heilsu- farsástæðum. Maris Guðmundsson hefur verið mikill gæfumaður í fjölskyldu- og einkalífi. Vio hlið hans hefur staðið eiginkona hans, María Guðmundsdóttir, yfirburðakona að dugnaði og starfsáhuga og þau hjón hafa verið samhuga og samhent um flest, ekki hvað síst varðandi störfin í þágu kirkjunn- ar. Þau hafa eignast og komið upp mannvænlegum hópi barnna, sem reynst hafa ræktarsöm og raungóð eins og þau eiga kyn til. Og ég þekki engan mann, er kynnst hefur Maris, sem ekki ber hlýjan hug til hans á hopum gott eitt að gjalda, þessum vandaða óg vamm- lausa manni. Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir segir fornhelgt spakmæli. Með drengi- legu lífi og dáðríkum störfum hefur Maris bent okkur samferða- mönnum á lífið á Guðs vegum. Ég tel það mér til happs að hafa kynnst honum og átt við hann samstarf og honum mættu margir líkjast að fórnfýsi, réttsýni og drenglund. Ég þakka af alhug samstarfið og bið þess, að Maris Guðmundsson megi sem lengst með okkur starfa og kirkjan hollráða hans og heils hugar njóta. Guðmundur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.