Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Gunna'r Thoroddsen: Ljúka átti Vestur- l'mu 1979. Hjörleifur Guttormsson: Verkinu deilt á tvö ár. t 1 WffP 1 Matthías Bjarnason m Fjárlagatillögur um U milljarða '79. Þorvaldur Garöar: Austurlínu lokiö — Vesturlínu seinkað. Kjartan Ólason: Bæta veröur kostn- aðaraukann Jón Baldvin Hannibalsson: Verkið var tæknilega framkvæmanlegt 1979. Stjórnarþing- maður á Alþingi: Svar ráðherra veldur Vestfirðingum vonbrigðum Seinkun Vesturlínu rædd á Sameinuðu þingi l>orvaldur Garðar Kristjánsson (S) bar nýlega fram á Alþingi fyrirspurn til orkuráðhcrra, hvort Vcsturlínu yrði lokið fyrir árslok 1979. cins og hcitið hafi vcrið, cr Orkubú Vestfjarða var stofnað. Hjörlcifur Guttormsson orkuráðherra kvað svo ekki verða, cf ástæðum scm ekki yrði ráðið við, hins vegar væri að því steínt, að ljúka þessari framkva-md á tveimur árum. 1979 og 1980, og myndi kostnaður hvort árið vcrða um tvcir milljarðar króna. Orkubú Vestfjaröa Vesturlína Gunnar Thoroddsen (S) sagði að ein af forsendum stofnunar Orku- bús Vestfjarða hafi verið sú, að Vesturlína yrði lögð á árunum 1978—1979. Ég Iýsti vilja í þessa átt — sem orkuráðherra — á stofnfundi Orkubúsins. Fjárveit- ing til þessara framkvæmda var að vísu nokkuð skert í ár, en ekki umfram það, sem RARIK taldi óhætt miðað við það að ljúka verkinu fyrir árslok 1979. Samn- ingurinn um Orkubúið og fyrir- heitið um Vesturlínu var síðar samþykkt af fyrrv. ríkisstjórn og ákveðið, að skerðing 197« yrði bætt við framlag ár^'"' 1170 Síðan vitnaði G.Th. til bréfs rafmagnsveitustjóra, bar sem kemur fram, að ákvöröun hefði þurft aö liggja fyrir strax upp úr mánaðamótum ágúst/september sl. til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til undirbúnings, mið- að við að ljúka verki í árslok '79. Nýrri ríkisstjórn var í lófa lagið að fylgja þessu máli eftir, ef vilji h'efði staðið til. G.Th. rakti síðan, hvern kostnaðarauka þessi brigð nýrra stjórnvalda hefði fyrir málsaðila. Ekki okkar sök, sagöi Hjörleifur Hjörleifur Guttormsson orku- ráðherra sagðist efast um, að skuldbindingar fv. iðnaðarráð- herra í þessu efni hefði verið skuldbindandi fyrir fjárveitinga- valdið. Hann sagði að skv. áliti sérfróðra aðila hefði efnispöntun og ákvörðun þurft að liggja fyrir ekki síðar en um mánaðamót júlí/ágúst sl., miðað við verklok 1979. Nú væri að því stefnt að ljúka Vesturlínu á tveimur næstu árum, 1979 og 1980, og væri kostnaður áætlaður um tveir milljarðar hvort árið. Varðandi fjárhagslega fyrirgreiðslu til að hjálpa orkubúinu til að mæta kostnaðarauka vegna þessarar seinkunar, vil ég ekki gefa nein loforð, en ég hefi tekið það upp við fjármálaráðuneytið að tekin verði upp 40 m.kr. fjárveiting til þess að tryggja það að dieselstöðvar verði starfræktar til að fyrirbyggja orkuskort á Vestfjörðum veturinn 1979-1980. Undirbúningur málsins Fyrrv. ríkisstjórn hafði lagt þessu máli samþykki og lið, sagði Matthi'as Bjarnason. fv. sjávarút- vegsráðherra. Hins vegar hafði hún ekki aðstöðu til að fylgja eftir gerð fjárlagafrumvarps fyrir kom- andi ár, en þar þarf að gera ráð fyrir fjármagni til að standa við verkloforð af þessu tagi. En sú staðreynd liggur fyrir að í gögnum frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun, dagsettum 28. ágúst sl., er gert ráð fyrir að til byggðalína verði varið 4533 m.kr., þar af til Vesturlínu 3980 m.kr., með vísun til viljayfir- lýsingar fv. ríkisstjórnar. Þetta sýnir undirbúning málsins af hálfu fv. ríkisstjórnar. Efndirnar hafa síðan verið lagfærðar af þeirri núverandi. Matthías Bjarnason gerði og fyrirsp. til orkuráðherra um bætur til Orkubúsins, vegna fyrirsjáan- legs gífurlegs aukakostnaðar fyrir Orkubúið, vegna vanefnda og verkfrestunar. Eftir svör ráð- herra, sem að framan greinir, skoraði M.Bj. á hann að endur- skoða sanngjörn tilmæli hér og benti á, að ráðuneyti hans bæri að hafa frumkvæði um þær bætur og taka málið upp við fjárveitinga- valdið. Vonbrigöi meö svar ráðherra Fyrirspyrjandi, Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), lýsti yfir undrun og vonbrigðum með svar orkuráðherra. Þetta væri mál, sem ekki ætti að verða til flokkadeilna. Um það hefur ekki verið neinn pólitískur ágreiningur á Vestfjörð- um, þ.e. stofnun Orkubúsins, eða um mikilvægi þess að ljúka Vesturlínu á næsta ári. Mér kom því á óvart þegar hæstv. ráðherra sagði að rasað hefði verið um ráð fram við stofnun Orkubúsins, án nokkurs rökstuðnings. Undirbún- ingur þess var ærinn, m.a. í umfjöllun Alþingis og löggjafar um málið. Ráðherra dró og í efa gildi loforða, sem Vestfirðingum voru gefin við stofnun landshluta- veitunnar. Þessi loforð er þó fyrst og fremst að finna í stofnsamn- ingi, sem undirritaður er af hálfu ríkisins. Fyrrv. ríkisstjórn stóð af miklum sóma við sinn hlut. Eftirleikurinn verður e.t.v. annar? Síðan rakti ÞGK í ítarlegu máli framvindu og atburðarás Orkubús og Vesturlínu. Hann sagði að menn hefðu fallist á nokkurn niðurskurð fjárveitingar til Vesturlínu í ár, til að ljúka Austurlínu. Austurlína kemst í gagtiið um nk. áramót. Allir sanngjarnir menn, ekki sízt núv. orkuráðherra, þingmaður Aust- firðinga, ættu að geta sameinast um það, í framhaldi af gerð Austurlínu, að nú verði gert það átak í Vesturlínu, sem gera þarf, ekki aðeins vegna skuldbindinga af hálfu ríkisins, heldur vegna þarfar í fjórðungnum og þess fyrirsjáanlega fjárhagsskaða, sem Vestfirðingar verða fyrir, ef núv. ríkisstjórn bregst í málinu. Komast yfir kostnaðaraukann Kjartan ólafsson (Abl) harmaði að ekki væri talið unnt að standa við gefin loforð fv. orkuráð- herra um Vesturlínu. Fyrir lægi í skjölum frá RARIK, sagði KjÓl, að ef ekki væri gengið frá verkákvörðun né efnispöntun fyrir ágústlok í sumar er leið væri ekki tæknilega unnt að dómi RARIK að ljúka verkinu á árinu 1979. I framhaldi af stöðu málsins í dag yrðu stjórnvöld því að gera fjármálalegar ráðstafanir til að auðvelda Orkubúinu að komast yfir þann mikla kostnaðarauka, sem óhjákvæmilega hlytist af seinkun verksins. Hefði verið tæknilega gert Jón Baldvin Hannibalsson (A) rakti efnisatriði í sameignarsamn- ingi milli ríkissjóðs íslands og sveitarfélaga á Vestfjörðum um stofnun Orkubús Vestfjarða. Hann sagði ótvírætt að þessi samnings- atriði fælu það í sér að Vesturlínu bæri að ljúka fyrir árslok 1979. Svar orkuráðherra við þeirri fyrirspurn, sem ÞGK bar fram, hlýtur því að valda öllum Vestfirð- ingum vonbirgðum. — Þetta þýðir 2 bækur í nýjum flokki Hörpuútgáfunnar JlETJUDAÐÍB- nefnist nýr bókaflokkur hjá Hiirpuútgáfunni á Akranesi og í honum verða eingöngu geínar út sannar frásagnir af hetjudáðum og mannraunum. Flokkur hefur giingu sýna með 2. útgáfu tveggja bóka. Eftirlýstur af Gestapo. eftir David Howarth. og A meðan fæturnir bcra mig. eftir J.M. Bauer. Eftirlýstur af Gestapo er sönn, skjalfest saga af Norðmanninum Jan Raalsrud, sem á styrjaldarár- unum var eltur af hundruðum þrautþjálfaðra Gestapo-hermanna um hálendi Noregs, í stórhríð og vetrarstormum. Skúli Jensson þýddi bókina, sem er 176 blaðsíður. A meðan fæturnir bera mig segir frá þýzkum liðsforingja, sem særðist á Austurvígstöðvunum í lok stríðsins, var tekinn til fanga og sendur í þrælabúðir í Síberíu. Honum tókst um síðir að flýja þaðan og hófst þá þriggja ára þrautaganga hans um auðnir og óbvggðir Síberíu, þar sem ótrúleg- ar mannraunir biðu hans. Þórunn Jónsdóttir þýddi bókina, sem er 220 blaðsíður. Báðar bækurnar eru prentaðar í Prent- vcrki Akraness, bundnar í Bók- bindaranum h.f. og að Vestfirðingar þurfa að búa við hærra orkuverð en ella. Kostnaðarauki Orkubúsins vegna seinkunarinnar hlýtur og að nema mörgum hundruðum milljóna króna, jafnvel milljarði. Krafan, sem á oddi er, hlýtur því að vera sú, að reikningurinn verði greidd- ur af þeim aðilum, sem þessar skuldbindingar tóku á sig, en sýnast munu bregðast. Á fundi í morgun svaraði Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, því til aðspurður, að ef legið hefði fyrir um mánaðamótin ágúst/september sl. að f jármögn- un væri ákveðin, hefði verið tæknilega mögulcgt að ljúka verkinu í tilskilinn tíma. Þess vegna vil ég fá upplýst, hvenær fjárhagslegum forsendum þessa máls var breytt. Ég hefi einnig í höndum afrit af því skjali Fjár- hags- og hagsýslustofnunar, sem MBj. vitnaði til, þar sem greini- lega kemur fram, að það er tillaga stofnunarinnar að gera ráð fyrir 3980 m.kr. í þetta verk á fjárlögum 1979. Ég trúi því ekki að orkuráð- herra og fjármálaráðherra, sem báðir eru eru strjálbýlisþingmenn fyrir landshluta, sem búið hafa við orkuskort, komi ekki til liðs við landshluta, sem býr við verst orkuástand. Þrátt fyrir nauðsyn- legt aðhald í ríkisfjármálum verður ríkisvaldið að standa við ótvíræðar fjárhagsskuldbindingar og undirritaða samninga við land- byggðarfólk. Auk framangreindra þing- manna tóku tveir stjórnarmenn RARIK til máls: Pálmi Jónsson og Jón Helgason. M*11—!" <«Wf«*««*M»«»«W««. Böðvar Bragason kjörinn formaður Sýslumanna- félags íslands LAUGARDAGINN 18. nóvem- ber s.l. lauk aðalfundi sýslu- mannafélags Islands sem hald- inn var í Reykjavík. P'jölmörg málefni embætta sýslumanna og bæjarfógeta voru til umræðu og rætt var við fulltrúa dómsmála- og fjár- málaráðuneyta um sömu efni. Samþykkt var aö fela stjórn félagsins að taka til framhalds- athugunar stöðu og hlutverk sýslufélaganna í stjórnkerfi landsins með tilliti til þess að ýmsar nýjar hugmyndir hafa komið fram varðandi verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. I stjórn félagsins eru: For- maður, Böðvar Bragason, sýslu- maður, og meðstjórnendur sýslumennirnir, Andrés Valdi- marsson, Friðjón (íuðröðarson, Jón P]ysteinsson og Pétur Þor- steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.