Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 + Eiginmaöur minn, FRANS PÁLL ÞORLÁKSSON fyrrverandi skipstjóri, Hæðargeröi 34, lézt í Borgarspítalanum 22. nóvember. Arnheiour Bergsleinsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir, JÓNATAN AGNARSSON, Faxabraut 33D, Kellavík lést af slysförum þann 21. þessa mán. Jaroarförin auglýst síöar. Elísabet Halldórsdóttir, Kristjana Jónatansdóttir. t Eiginkona min og móöir mín, SIGURLAUG HINRIKKA ÓLAFSDÓTTIR frá Sviðholti, andaöist í Landakotsspítala 10. nóvember. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Siguröur Guömundsson, Ólöf Matthíasdóttir. t Eiginkona mín, SVEINBJÖRG JÓNSDÓTTIR sem andaöist 19. þ.m. veröur jarosett aö Útskálum, laugardaginn 25. þ.m. kl. 2e.h. Áætlunarfero veröur frá Umferðarmiostöoinni í Reykjavík kl. 12.30. Fyrir hönd vandamanna, Hjörtur B. Helgason. + Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, GUDJÓN RÚNAR GUDJÓNSSON, flugmaður, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. þ.m. kl. 3. Sigríður Alexander og börn, Guöjón Árnason. + Minningarathöfn um son okkar og bróöur, JONS INGA INGIMUNDARSONAR, Hafnargötu 68, Keflavík, fer fram í Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Ingimundur Jónsson, Steinunn Snjólfsdóttir og systkini. + Eiginkona mín og dóttir okkar, ERNA SIGRÍDUR HARALDSDÓTTIR, flugfreyja, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. nóvember. Athöfnin hefst kl. 1:30. Jón Páll Bjarnason, Magnea Þórarinsdóttir, Haraldur Gíslason. + Utför eiginmanna okkar, ÁSGEIRS PÉTURSSONAR, ÓLAFS AXELSSONAR, ÞÓRARINS JÓNSSONAR, veröur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 25. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeöin, en þeim sem vildu minnast þeirra er bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess. Þorey Ingvarsdóttir, Auður Olatsdóttir, Borghild Edwald. Lokað eftir hádegi í dag Siguróur Elíasson h.f., Auobrekku 52, Kópavogi. Erna Haraldsdóttir flugfreyja —Minning Þanxað sem mæru minningarnar skína mæna nú vinaraugu full af tárum. Kraftarins Guð, ég bið um blessun þína. bætur «k græðslu á þeirra djúpu sárum. I.át þú um sálir syrgjendanna heima svalandi lindir náðar þinnar streyma. G.M. í dag kveðjum við eina af okkar reyndustu og ástsælustu flugfreyj- um. Það er sárt þegar blæju dauöans leggur yfir kæra vini svo snöggt og óviðbúið og erfitt að sætta sig við að hún Erna sé ekki lengur á meðal okkar hér. En við trúum því að hún sé flutt í aðra og betri veröld og vitum að andi hennar er með okkur í því starfi sem hún unni svo mikið. Á kveðjustund kemur ævinlega hið bjarta upp í hugann og hvað Ernu snertir og kynni okkar starfsfólks Loftleiða af henni má segja að aldrei hafi fallið skuggi þar á. Erna var einstaklega aðlaðandi í útliti og segir máltæk- ið oft að útlitið spegli innri mann. Hún var afar vel liðin meðal okkar starfsfólksins. Hún unni starfi sínu af alhug og var jákvæð og heil í öllu sínu lífi. Hún hafði til að bera eiginleika sem okkur mörg því miður skortir svo mjög í streitu hins daglega lífs, en það er að gefa smáatriðunum gaum, uppörva þær, sem nýrri eru í starfi, geta þess sem vel var gert og sjá hið jákvæða í fari sam- ferðarmanna sinna. Það eru slíkir einstaklingar sem setja svip sinn á tilveruna. En staðreyndum verður ekki breytt. Erna er ekki lengur á meðal okkar, hún hefur fyrir aldur' fram lagt upp í ferðalagið mikla sem allra okkar bíður, og við verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang hversu óskiljanlegt sem það er. Orð eru svo fátækleg á svona stundum, en hugir okkar dvelja hjá Ernu og óskum við henni Guðs blessunar á nýjum leiðum. Við vottum eiginmanni, foreldr- um og óðrum ástvinum ¦ okkar innilegustu samúð og megi algóður Guð veita þeim styrk. Svo hleypur æskan unna óvissa dauðans leið sem aldur <>k ellin þunga allt rennur sama skeið. Innsigli engin fengu upp á lífsstunda bið en þann kost undir gengu allir að skilja við. H.P. Félagar úr Fiugireyjufélaginu. Hastarleg er sú staðreynd að það eina sem við mannanna börn eigum örugglega fyrir höndum er að eitt sinn munum við deyja. Eigi að síður koma andlátsfregnir oftast nær öllum á óvart og þeim mun óvæntar, en ella sem hinn látni er yngri. Við stöndum ætíð ráðþrota frammi fyrir þeirri köldu staðreynd sem andlát fólks á bezta aldri og í blóma lífsins ævinlega er. I s.l. viku stóðu aðstandendur átta starfsmanna Flugleiða, sem allir voru á bezta starfsaldri, andspænis þessari köldu og ill- skiljanlegu staðreynd sem landa- mæri lífs og dauða eru. Fólki í blóma lífsins hafði skyndilega verið svipt af sjónarsviðinu. Einn þessara flugliða var mág- kona mín, Erna Sigríður Haralds- dóttir, sem ég vil nú minnast með fáum og fátæklegum orðum sem í engu fylla það skarð sem hún skilur eftir í hópi fjölskyldu, tengdafólks og vina. Hvenær sem Erna kom í heim- sókn annaðhvort til mín eða til tengdaforeldra sinna kom með henni ferskur blær, kannski vegna þess að hún var sífellt á ferð og flugi. Aldrei gleymi ég þeirri stund, er fundum okkar bar fyrst saman. Kom hún ein síns liðs á heimili foreldra minna, þá nýgift bróður mínum, Jóni Páli, en hann var ókominn heim frá Svíþjóð. Mér þótti Erna sýna heilmikinn kjark að mæta nýrri fjölskyldu sinni ein á báti. En tilfellið var að Erna var ekki hrædd við hlutina. Ég man líka vel í síðasta skiptið sem ég sá hana. Það var í vetur, einnig á heimili foreidra minna. Þá kom Erna og hjálpaði til við flutning þeirra í annað húsnæði. Hún sýndi einnig þá að hún var ekki hrædd að takast á við hlutina. Daginn áður en húrv fór í sína hinztu ferð hringdi hún til þess að kveðja okkur. Við ráðgerðum að hittast er hún kæmi aftur heim. Hvorugri okkar datt í hug að heimkoman yrði á þann hórmu- lega veg sem raun varð á. Nú er skarð fyrir skildi og mágkona mín er til moldar borin í dag. Það geta engin orö lýst hvernig mér er innanbrjósts. — Það fer því bezt á því að hafa þessi orð ekki fleiri. Mig langar aðeins til þess að biðja algóðan Guð að styrkja foreldra Ernu og Jón Pál bróður minn í þeirra miklu sorg. Nú eiga þau ekkert eftir nema minning- arnar um góða dóttur og elskulega eiginkonu að hugga sig viö. Anna Bjarnason. Slys og sorgir hafa verið föru- nautar íslenzku þjóðarinnar í gegnum aldirnar, og þó að við höfum verið að mestu lausir við dauðsfóll af völdum styrjalda, þá hefur maðurinn með ljáinn fengið sitt frá okkur. Þegar mér barst sú sorgarfregn snemma morguns, að hræðilegt flugslys hefði orðið, og yndisleg náin frænka mín hefði farist, gat ég ekki tára bundist og trúði tæplega mínum eigin eyrum, því nokkrum dögum áður hafði ég verið að hugleiða hvernig málverk hún Erna vildi helzt hjá mér, því stutt var síðan við höfðum rætt um það. Erna Sigríður Haraldsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 25.1. 1940, dóttir móðursystur minnar, Magneu Þórarinsdóttur, og Har- alds Gíslasonar, og þar átti hún heima fyrstu ár ævinnar. A þeim árum var það alltaf gleðiefni, þegar Erna Sigga eins og hún var kölluð kom í heimsókn frá Eyjum með foreldrum sínum. Þó Erna Sigga væri nokkrum árum yngri en við tvö systkinin, þá varð hún strax eins og litla systir vegna mjög náinna tengsla milli fjöl- skyldna okkkar. Böndin milli okkar urðu svo enn traustari eftir að hún fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Það má segja að við höfum hist nær daglega á uppvaxtarárum okkar, og þau vináttubönd sem bundust milli okkar urðu æ sterkari með árun- um. Eins og gengur og gerist átti Erna Sigga sín vandamál eins og aðrir, og við urðum slíkir trúnaðarvinir, að við gátum alltaf rætt slík mál okkar í milli. Erna Sigga var alltaf einlæg og hrein- skilin, og var ekki feimin við að segja sínar skoðanir við mig, þó hún bæri ekki hugsanir sínar á borð fyrir hvern og einn. Aldrei heyrði ég hana segja neitt ljótt um annað fólk, því hún elskaði alla og fyrst og fremst lífið sjálft. Erna Sigga var glæsileg stúlka, sem vakti athygli hvar sem hún fór, og var til þess tekið hversu hlý og viömótsþýð hún var í sínu starfi og sem einkabarn foreldra sinna er ekki hægt að hugsa sér betri dóttur. Nú hefur engillinn okkar flogið frá okkur í hinsta sinn, og ég flyt hér með foreldrum Ernu Siggu, eiginmanni hennar Jóni Páli og öðrum nánustu aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur frá móður minni, sem hún kallaði alltaf Siggu systur, fjarstaddri systur minni og mér. Bjarni Jónsson. Nú ertu leidd mín ljúfa Lystigarð Drottins í. I'ar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí. við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þi'n hjá lambsins stól. H.P. Síminn hringir, — voveiflegir atburðir hafa gerst. Erna Sigríður Haraldsdóttir var fædd í Vest- mannaeyjum 25. janúar 1940, dóttir hjónanna Magneu Þórarins- dóttur og Haralds Gíslasonar frá Vestmannaeyjum. Fimm ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur og mun hún ávallt hafa saknað eyjanna, enda afi og amma og skyldfólk þar. Síðan þá fylgdumst við með litlu stúlkunni til fullorðinsára. Að loknu gagnfræðaprófi var hún við nám í Danmórku og síðar í Englandi. Þegar námsárum lauk stundaðu hún verslunarstörf um hríð. En flugfreyjustarfið heillaði ungar stúlkur þá ekki síður en nú, og í janúar 1960 varð hún flug- freyja hjá Loftleiðum og stundaði það starf óslitið síðan. Erna Sigga (eins og við köll- uðum hana) var falleg stúlka og vakti athygli sökum glæsileika og góðrar framkomu hvar sem hún fór, en það sem meira er um vert, hún var góð stúlka og gerði sér far um að gleðja foreldra sína og ástvini, enda var það gagnkvæmt. Þau voru reiðubúin að gera allt fyrir einkadótturina. Okkur er það minnisstætt að síðastliðinn aðfangadag kom hún í heimsókn með föður sínum, elsku- leg og glöð yfir að vera komin heim til þess að halda jólin með ástvinum sínum. Hafði hún þá flogið í báðum áföngum pílagríma- flugs og allt gengið að óskum. Nú mun hún halda sína jólahátíð annars staðar. Það er dimmt og mikið skammdegi í sálum margra um þessar mundir við þennan sorglega atburð. Megi góður Guð styrkja eiginmann, foreldra henn- ar, tengdaforeldra og aðra ástvini í þeirra sáru sorg. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Edvardsdóttir. Mig langar til að kveðja Ernu vinkonu mína og starfssystur, en hún lét lífið við störf sín hjá Flugleiðum- h/f., aðeins 38 ára gömul. Það er enginn við því búinn að sjá á bak vinum sínum á svo snöggan hátt, og er hugsunin næstum því óbærileg. Erna hóf störf hjá Loftleiðum h/f. árið 1960, og vann hún við flugfrejjustörf hartnær frá þeim tíma. Ég minnist hennar við störf sín, en hún var frábær starfs- kraftur, og samvizkusöm, svo að af bar, og var hún starfssystrum sínum svo sannarlega til sóma. Við áttum saman ánægjulegustu stundir okkar ungu ára, og ferðuðumst saman í frístundum okkar, og nutum þess að vera áhyggjulausar, og mikið gátum við helgið. Einnig minnist ég þeirra stunda er við áttum saman að heimili Ernu við Túngötu, en þar vorum við vinkonurnar alltaf velkomnar. Erna var einkabarn foreldra sinna, og var hún miðpunktur heimilislífsins, og mikið unnu þau Ernu sinni. Leiðir okkar skildu að nokkru, en alltaf minntist ég Ernu sem einstaklega góðrar og heiðarlegrar konu. Þakka ég forsjóninni fyrir að við hittumst fyrir skömmu síðan og og endurnýjuðum vináttu okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.