Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 21 viðeigandi og sanngjarnt að nota krassandi lýsingarorð, og fullyrtu, að aðgerðir hans yrðu „mesta pólitíska og efnahagslega fjár- hættuspilið á ferli hans". „The Washington Post" taldi forsetann hafa gerzt sekan um „gömul íhaldsúrræði". Efnahagsmálasérfræðingar tóku í sama streng. Hér skulu aðeins tekin örfá dæmi: Otto Eckstein hagfræðiprófess- or við Harvard-háskóla: „Afleið- ingarnar af hinni nýju stefnu forsetans munu koma í ljós á næsta ári", og „Úrræðaleitin hefir enn ekki borið árangur." Alan Greenspan fyrrverandi formaður Ráðgjafanefndar Ford fráfarandi forseta um efnahags- mál: „Hið tilþrifamikla fráhvarf forsetans frá orðagjálfri til at- hafna var nauðsynlegt til þess að forða þjóðinni af barmi kreppu." Robert V. Roosa meðeigandi fjárfestingarbanka Brown Broth- ers, Harriman & Co.: „Að mínu áliti er meginorsök verðbólgunnar fyrirhyggjulausir árekstrar á milli þverrandi framleiðslugetu þjóðar- innar og sívaxandi kröfugerðar á hendur framleiðendum um að mæta samfélagslegum og um- hverfislegum þörfum." Peter G. Peterson bankaráðs- formaður fjárfestingabankans Lehman Brothers Kuhn Loeb, Inc.: „Yfir lengri tíma litið, þá eru meiriháttar afskipti af gengis- skráningu erlends gjaldeyris ekki sérlega vizkulegt svar við gjald- eyriserfiðleikum þjóðarinnar." Georges Karlweis aðalfram- kvæmdastjóri Banque Privée, Genf: „Bandaríkjamenn lifa um efni fram og vita ekki, hvernig þeir eiga að fara að því að ná stjórn á lífsháttum sínum." Lane Kirkland verkalýðsrek- andi á vegum AFL-CIO: „Þessi afturkippur hefst, þegar atvinnu- leysi er meira en síðast — einni milljón atvinnuleysingjum fleira." Evrópa veit, hvers er aö vænta Evrópumenn vita ekki síður, hvað klukkan slær. Leiðtogar EBE-ríkja eru á stöðugum þönum og fundarhöldum til þess að hraða tilkomu sameiginlegs gjaldeyris. Helmut Schmidt, kanslari Vest- ur-Þýzkalands, veitir móttöku Callaghan, forsætisráðherra Eng- lands, fárveikur af inflúensu, heldur eineygður rakleiðis á fund Andreotti, forsætisráðherra Italíu, og síðan beint á fund Giscard Frakklandsforseta. Auðvitað er öllum ábyrgum ráðamönnum ljóst, hvernig fara hlýtur. Bæði fortakslaus náttúru- lögmál og heilbrigð dómgreind hafa alltaf, ætíð og ævinlega staðið óraskanleg undir þeirri leiftrandi staðreynd, að — hömlulaus náttúruránskapur eða hugsunarlaus hagvöxtur sam- fara aukinni fólksmergð á hnetti sem bæði er takmarkaður að stærð og gnægtarforða, er gjörsamlega óhugsandi, nálgast geðbilun. En í heimi, sem í sífellu heimtar „kjarabætur", hefir þessi stað- reynd ekki þótt verð viðlits, og sérhvern sérfræðing, er dirfzt hefir að vekja athygli á, að hún væri mergur máls, spurningin um líf eða dauða, hafa tíu aðrir hrópað niður. Þetta væri, sögðu þeir, verkefni, sem samtíðin gæti róleg og með góðri samvizku látið niðjunum eftir sig í arf til úrlausnar, þeir myndu líka erfa vísindaþekkingu og tæknikunn- áttu og yrði því ekkert að vanbún- aði. Auk þess, bættu þeir við, ef dregið yrði úr hagvaxtarhamför- um, myndu afleiðingarnar verða óbærileg, óviðráðanleg efnahags-, samfélags- og stjórnmálaleg harmkvæli, sem bezt bæri að loka augunum fyrir. En lokuð augu sjá aldrei neitt. Þess vegna er nú þannig komið, að þrátt fyrir að tilvistarvandamál hafi hrópað á viðbrögð um áratugi eða lengur, hafa „stjórnmála- menn" hingað til ekki talið þau alvarlegri en svo, að þau mætti „leysa" með seðlaprentun. Francis Drake — landkönnuður, sæ- fari og sjóræningi Fimmta bindið í bókaflokknum um frömuði landafunda og sögunn- ar er komið út hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi. Nefnist það Francis Drake, landkönnuður, sæfari og sjóræningi, og er eftir Neville Williams. Þýðinguna gerði Katrín Torlacius. Á þessu ári er þess minnzt að liðin eru 400 ár frá því Francis Drake sigldi kringum jörðina á árunum 1577—1580. • í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Hann var mikill sægarpur og leiðtogi sem jöfnum höndum var knúinn sterkri trúarhvöt og girnd eftir ránsfeng. Hann vandist við sjóinn frá blautu barnsbeini. Fyrstu úthafsleiðangrana fór hann á veg- um frænda síns í Plymouth, brátt sigldi hann ævintýralegar en for- boðnar sjóleiðir í Karíbahafi þar sem hann var staðráðinn í að brjótast að gullkistu heimsins, þ.e. fjársjóðum þeim er Spánverjar drógu sér í Vesturheimi. Hann fór í hnattsiglingu sína árin 1577—80 og herjaði á nýlendur og skip Spán- verja vestanhafs. Fertugur að aldri var hann orðinn þjóðhetja vegna árása er hann stýrði gegn Spánverj- um í Vestur-Indíum og á Cadiz. Þar kom að Englendingar lentu í grímulausu stríði við Spánverja og enginn einn maður átti meiri þátt í óförum herflota Spánarkonungs en Francis Drake." í bókinni eru á annað hundrað ljósmyndir og málverk, margar þeirra prentaðar í litum. LAUGAVEGI47 SIM117575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.