Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 23
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1978 23 Ragnar Júlíusson: Vinnubrögð Björgvins gerræðisleg — út í hött segir Björgvin Guðmundsson Á síðasta fundi borgarstjórnar ásakaði Ragnar Júlíusson (S) Björgvin Guðmundsson (A) um gerræðisleg vinnubrbgð í út- gerðarráði. Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu staðfesti borgarstjórn á þessum fundi drög að samkomulagi borgarinnar og ríkisins um uppgjör á Spánar- togurunum vegna bilana, sem urðu á þeim. Atburðurinn sem Ragnar talar um átti sér stað á þeim fundi útgerðarráðs, sem fjallaði um málið. í ræðu sinni í borgarstjórn sagði Ragnar m.a.i „Á fundinum í útgerðarráði þar sem nefndar bókanir fóru fram (bókanir RJ og BG innsk. Mbl.) átti sér stað algjört gerræði hjá formanni. Hann neitaði borstcini Gíslasyni og Einari Thoroddsen um frestun á málinu, en ástæðan fyrir þeirri frestunarbeiðni byggðist á því, að þeir vildu heyra rök Valgarðs Briem (sem var lögfræðilegur ráðunautur, innsk. Mbl.) í málinu, en hann var erlendis þegar fundurinn fór fram. Þessu var neitað, þar sem málið þyldi ekki bið, vegna veðsetningar skipanna. Málið var keyrt í gegn og lagði ég þá fram bókun okkar sjálf- stæðismanna þar sem fram kom að 7 '/2 % innlenda lánið virtist ekki skýrt, en það táknaði að 7'/2% kaupverðs skyldi lánast í ísl. kr. til 18 ára svo sem kaupsamningur gerði ráð fyrir. Þess vegna var mér nauðsyn að gera viðauka við 1. lið bókunar okkar sjálfstæðismanna. Formaður sagðist mundu bóka síðar á fundinum, eftir því sem tími ynnist til og var það sam- þykkt. Formaður lauk síðan ekki fundi fyrr en eftir þrjá tíma og sleit honum og las þá bókun sína. Krafðist ég þá þess að fá að bóka leiðréttingar, sem eingöngu voru tölulegs eðlis, við bókun formanns en var tjáð af formanni, að fundi væri slitið og ég gæti því ekki bókað. Rétt er að geta þess að þá voru Einar Thoroddsen og Þor- steinn Gíslason farnir af fundi. Fundurinn var búinn og þar við sat. Ef þetta hefðu verið málalokin hefði ég ef til vill sætt mig við þau, þó að ég hafi krafist þess að á næsta fundi útgerðarráðs fengi ég 1. lið dagskrár til bókunar mót- mæla á gerræði formannsins, sem raunar var samþykkt óformlega af viðstöddum útgerðarráðsmönnum. Hvað gerðist næst? Jú, ég fékk ljósrit af bókun formanns með hans samþykki að sjálfsögðu. En hvað gerðist svo, þegar ég nú fæ fundargerð útgerðarráðs? Bókun formanns hefur tekið stakka- skiptum án umsagnar með öðrum orðum, hún var aukin og orðalagi breytt að hluta. Ragnar Júlíusson sagðist vilja spyrja, hvort svona vinnubrögð féllu mönnum vel og hvort þetta væri í samræmi við reglur? Hann sagði ástæðuna fyrir, að hann vildi bóka, að í bókun formanns hafi komið fram þvílíkar rangfærslur, sem hann (Ragnar) og aðrir muni ekki una. „Björgvin gaf engan fyrirvara um breytingu á bókun sinni", sagði Ragnar Júlíusson að lokum. Morg- unblaðið hafði samband við Björg- vin Guðmundsson og spurði hvað hann hefði um málið að segja. Hann sagði: „Eftir að Ragnar Júlíusson lagði fram sína bókun óskaði ég eftir að fá að svara henni í lok fundarins eða eftir fundinn. Á meðan fundur stóð yfir var ég að reyna að semja bókunina um leið og ég stjórnaði fundinum. Nokkuð dróst, að bókun mín yrði tilbúin. Á fundinum tókst mér þó að mestu leydi að ljúka við bókun mína fyrir fundarlok. Hins vegar bætti ég smáklausu við eftir að fundi lauk, og Ragnar Júlíusson breytti einnig sinni bókun eftir að fundi var slitið, þetta er því út í hött." í.1,1 KUFURMÚS . 06 Hl.M I>\ RIN ( L jósin í bænum — ný hljómsveit, ný hljómplata „Lilli Wifurmús" - myndskreytt barna- bók eftir Egner Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina LILLI KLIFURMÚS og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpalæk. Höfundur myndskreytir sjálfur bókina. Efni sögunnar er öllum svo kunnugt að ekki er ástæða til þess að rekja það hér. Hinar litprent- uðu teikningar höfundarins eru svo margar að þær eru nánast á hverri síðu. STEINAR h.f. hefur gefið út hljómplötu er nefnist „Ljósin í bænum" og ber hún nafn nýrrar hljómsveitar, sem stofnuð var við upptöku á efni Stefáns S. Stefáns- sonar. Lögin á plötunni heita: Á góðum degi, Ljósin í bænum, Mamma og pabbi taka ekki eftir, Eplajass, Huldufólk, Þú og ég, Tunglið, tunglið taktu mig, Vor, Vinir koma, vinir fara, Siglt fyrir Reykjanes. I umsögn Steinars h.f. um hina nýju hljómsveit segir svo m.a.: Var ákveðið að setja saman hljómsveit úr kjarna þeirra sem komu við sögu á upptökum, og fylgja hinni væntanlegu hljóm- plötu eftir með hljómleikahaldi, bæði fyrir og eftir útgáfu hljóm- plötunnar. Ljósin hafa nú komið fram víða í skólum höfuðborgarinnar og ná- grannabyggða, nú síðast komu þau fram fyrir fullu húsi á hljómleik- um Gunnars Þórðarsonar í Há- skólabíói 19. nóvember við geipi góðar undirtektir, en jafnframt voru allir meðlimir Ljósanna í hljómsveit þeirri er spilaði undir hjá Gunnari. Ljósin eru Stefán S. Stefánsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Hlöðver Smári Haraldsson, Már Elísson, Gunnar Hrafnsson og Ellen Kristjánsdóttir. Þeim tíl aðstoðar við plötugerðina voru m.a. Guð- mundur Steingrímsson, Egill Ólafsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir o.fl. „Við sigrum eða deyjum Ný bók eftir Gavin Lyall >* Námskeið í svæða- meðferð NÁMSKEIÐ í svæðameðferð verður haldið dagana 25. og 26. nóvember. Til námskeiðsins er efnt af samtökum svæðameðferð og heilsuvernd sem stofnuð voru fyrr á þessu ári til þess að vinna að menntun og fræðslu um þessa heilsuræktaraðferð. Talsmenn samtakanna gefa nánari upplýsingar um þátttöku í námskeiðinu í símum 29045 eða 38023. HÖRPUUTGAFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Áður eru útkomnar eftir hann bækurnar „Teflt á tæpasta vað" og „Lífshættuleg eftirfbr". Lyall er talinn einn af fimm beztu höfundum æsisagna (thriller), sem nú eru uppi, segir í frétt frá útgáfunni. Hann starfaði um skeið sem flugstjóri í brezka flughernum og var lengi flugmálafréttaritari við Sunday Times og fleiri blöð. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1961. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda t.ungumála, enda er Lyall margfaldur metsölu- höfundur. Fyrir bókina „Við sigr- um eða deyjum" hlaut hann „Silfurrýtinginn" sem eru verð- laun sambands breskra spennu- sagnahöfunda. Bókin er 191 bls. Skúli Jensson þýddi. Hún er prentuð og bundin í Prentverki Akraness h.f. Hilmar Þ. Helgason gerði káputeikningu. Gavinlyall Víð sigrum eða óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: D Laugavegur1—33, VESTURBÆR: D Miöbær D Lambastaöahverfi D Ægisíöa D Kvisthagi ÚTHVERFI D Sogavegur UPPL. I SIMA 35408 í vdbíhus Æviminningar •"^ Tryggva Einarssonar í Miðdal BUSKAPUR I KULNAREGNI HERNÁMSLIÐSINS Tryggvi er fæddur í Miðdal í Mosfellssveit og hefur alið þar allan sinn aldur. Hann segir frá atburðum, mönnum og málefnum, margskonar veiðum og útivist, skíðaferð yfir Sprengisand, gullgreftri, frumstæðum bílferðum og búskap í kúlnaregni hernámsliðsins. Ratvísi Tryggva er með ólíkindum og gæddur er hann dulrænum hæfileikum. ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, sími 25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.