Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 17 HAkon Guömundsson þá einkum láglendið. Ef þessu verður hætt, þá stöndum við uppi með heilmikla vitneskju, en getum ekki beitt henni." Dr. Björn sagði að um V* hluti fjárins hefði farið í það að hraða gróðurkortagerð. „Það segir sig sjálft að ef dregið verður úr fjárveitingum þá dregur úr gróð- urkortagerðinni og það eitt er ákaflega alvarlegur hlutur," sagði Björn. Þriðja verkefnið eru rann- sóknir til að skjóta stoðum undir íslenzka frærækt og sagði Björn að árangurinn á því sviði væri einkar skemmtilegur. „Við erum komnir á það stig eftir fjögur ár að það er hægt að framleiða í stórum stíl íslenzkt fræ, vallarsveifgras og Björn Sigurbjörnsson túnvingul. Við erum nú að undir- búa fræræktun á 30 hekturum, sem við ætlum að gefi af sér 12 tonn af fræi. Nú er allt fræ flutt inn og innflutningurinn í ár nemur um 200 tonnum. Stóra skrefið yrði svo að rækta á 300 hekturum, en ef þetta verður stöðvað þá verður þessum grundvelli kippt í burtu.“ Fjórða verkefnið sagði dr. Björn vera vistfræðirannsóknir: rann- sóknir á áhrifum framræslu á mýrar, áhrifum áburðargjafar á land og áhrifum gæsa-, álfta- og hreindýrabeitar. „Þessar rann- sóknir hafa skilað miklum árangri," sagði Björn, „en við þurfum að rannsaka þessa hluti miklu betur." Sveinn Runólfsson Hefur valdið straum- hvörfum en margt ógert „Röskur helmingur þjóðargjaf- arinnar hefur runnið til stöðvunar gróður- og jarðvegseyðingar og þetta fé hefur aukið og margfaldað landgræðsluna," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. „Við höfum unnið skipulega eftir fimm ára áætlun og þessa starfs sér nú víða stað. En það er margt ógert og einnig þarf að tryggja þann árangur, sem þegar hefur náðst. I sambandi við þjóðargjöf- ina var rætt um að við ætluðum að greiða skuld okkar við landið. En þótt þetta hafi vérið mikið átak þá þarf meira til og það er Sigurður Blöndal bráðnauðsynlegt að menn fari að huga að nýrri áætlun og nýrri þjóðargjöf." Sveinn sagði að landgræðslu- starfið hefði fyrst og fremst verið á eldfjallasvæðum í byggð sunnan- og suðvestanlands og í Þingeyjar- sýslu. „Það má orðið víða sjá hvar græni liturinn hefur leyst þann svarta af hólmi," sagði Sveinn. „Þjóðargjöfin hefur verið % hlut- ar heildarfjárveitingarinnar til landgræðslu og það gefur auga ieið að hún hefur valdið straumhvörf- um í starfinu. En engu að síður vantar mikið á að við höfum greitt skuld okkar við landið. Við getum sagt að við séum að inna af hendi fyrstu verulegu innborgunina, en við verðum að halda áfram.“ Lífsspursmál aö halda áfram „Þýðing landgræðsluáætlunar- innar fyrir Skógrækt ríkisins sést bezt á því að á yfirstandandi ári er fé hennar 38,5% af fjárveitingu ríkisins til skógræktarinnar," sagði Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjór'i. „Það er okkur því afskaplega mikið kappsmál, og má reyndar segja lífsspursmál, að þessi fjárveiting detti ekki niður eftir 1979.“ Sigurður sagði að hlutur skóg- ræktarinnar af þjóðargjöfinni hefði að mestu farið til að girða lönd og sumpart eignast lönd og kvaðst hann áætla að það sem girt hefði verið væru um 100 km. „Við girðum ákaflega vel,“ sagði Sig- urður. „Við þeysumst ekki áfram í girðingum, heldur hugsum frekar til þess að hafa þær vandaðar, þannig að þær endist. Ætli uppsettur kílómetri í skógræktar- girðingu kosti ekki nú um eina milljón króna.“ Þá sagði Sigurður að skógræktin væri einnig að byggja gróðrarstöð í Kollafirði. „Ef ekkert kemur í staðinn fyrir þessa fjárveitingu til okkar, þá sitjum við í því neti að vera með fasta útgerð og nokkrar stöðvar, sem myndu nýtast ákafiega illa og mikið starf færi þá í súginn," sagði skógræktarstjóri. Dansinn mér ,fjötur umfótu Leiöinlegt að dansa sem herra Þriggja ára var ég, þegar ég byrjaði hér og var til fimm ára aldurs, en kom svo aftur 10 ára gömul, svaraði Elín Elíasdóttir 15 ára gömul stúlka. Ég hef mun meiri áhuga á þjóðdönsum en almennum dönsum. Ég var hálfan vetur í táningadönsum, en guggnaði á því. Sýningum hef ég áður tekið þátt í, þetta er sú fjórða. Sýningin leggst bara vel í mig, mér finnst mjög gaman að þessu. Annars geng- ur þetta svona upp og niður. Leiðinlegast er samt að dansa sem herra, en það þurfti ég stundum að gera í barnaflokk- unum. Auk þjóðdansanna hef ég líka áhuga á ballett, sagði Elín að lokum. Elín Elíasdóttir. Ég byrjaði í félaginu í haust, svaraði Kjartan Þorkelsson, en mér finnst samt dansinn enn vera mér „fjötur um fót“, en ég vona nú, að þetta komi. Ég hóf að læra gömlu dansana í fyrra, svo að ekki er langt síðan dansáhuginn vaknaði hjá mér. Það er mjög skemmtilegt að dansa með fólkinu. Hér er mikill samhugur og góður andi. Kjartan Þorkelsson. Spennt að taka þátt í sýningunni Ég hef miklu meiri áhuga á þjóðdönsum, en öðrum, og er spennt að taka þátt í sýning- unni, sagði Eydís Sigvaldadótt- ir, sem er 13 ára gömul og nýbyrjuð hjá Þjóðdansafélag- inu. Ég var reyndar áður í táningadönsum. Þetta er fyrsta sýningin, sem ég tek þátt í, en mér lizt vel á þetta og það kemur allt til með að ganga vel. Indriði Páll Ólafsson. Alltaf haft áhuga á dansi Ég hef alltaf haft geysimik- inn áhuga á dansi, sagði Indriði Páll Ólafsson, en hann kvaðst hafa verið í félaginu síðan 1968. Gömlu dansana lærði ég fyrst, en er annars að læra sam- kvæmisdansa núna. Ég hef tekið þátt í fleiri sýningum og farið á Norðurlandamót, sem haldið er á nokkurra ára fresti. Ég hef allt gott af félaginu að segja, maður kynnist mörgu fólki bæði utan lands og innan. Það er virkilega gaman að þessu. Eydís Sigvaldadóttir. í gömlu dönsunum tíðkað- ist og þá einkum og sér í lagi í vikivökum að karl- ar og konur dönsuðu sitt í hvoru lagi. Minn þáttur mestur í söngnum „Ég hef nú starfað í félaginu frá stofnun,“ sagði Unnur Nikulásdóttir Eyfells. „Byrjaði ég sem píanóundirleikari og spilaði í nokkur ár bæði í gömlu dönsunum og barnaflokkunum. Annars er minn þáttur mestur í söngnum. Það vantaði for- söngvara í söngdönsunum, en það hefur verið mitt aðalstarf ásamt fleirum. Einnig sá ég um búninga til að byrja með, svo og ýmislegt sem til féll. Það má segja, að ég hafi tekið þátt í uppeldi heillar kynslóðar gegnum píanóleikinn og dans- inn. Ég spilaði hjá barnaflokk- unum og aðstoðaði við kennsl- una. Fylgdist ég því alltaf með dansinum. En þeir, sem ég leiðbeindi á þeim tíma, eru margir hverjir kennarar í dansinum núna. Til útlanda hef ég oft farið með þjóðdansafélaginu og nú síðastliðið sumar tók ég þátt í sýningum félagsins í Neustadt í Þýzkalandi. Mjög góður andi er meðal félagsmanna og alltaf gaman að syngja og dansa saman." Unnur Nikulásdóttir Eyfells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.