Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 7 Svavar sem Þjóövilja- ritstjóri „Hið stóttarlega og sögulega samhengi" er frasi, sem þeim hluta Alpýðubandalagsmanna, sem eru kommúnistar, er gjarnt að skreyta mál sitt með, hvort sem er í ræöu eöa riti. Þaö kalla Þeir „marxíska söguskoðun", sem er einkum í Því fólgin, að grísja stað- reyndir og beita fremur tilvitnunum í aldar gömul rit en almennum rökum eða skynsemi. Út úr Þessari áróðurslegu naglasúpu, kemur svo einn stór sannleikur, sem að sjálfsögðu er breytí- legur frá degi til dags í samræmi við „hið stótt- arlega og sögulega sam- hengi“. Fyrir einum tíu mánuð- um skrifaði Svavar Gestsson ritstjóri Þjóð- viljans leiöara, og komst Þannig að orði: „Nú Þarf að kveðja til „alÞingi götunnar", fólkiö sjálft, til Þess að sýna fram á Þá pólitísku stað- reynd að íslandi á ekki að vera unnt að stjórna með kaupkúgunarlögum í andstööu við verkalýðs- hreyfinguna. „AIÞingi götunnar“ Þarf að sýna hrokagikkjum valdsins viö Austurvöll hver Það er sem ræöur úrslitum um allt efnahagslíf Þessa Þjóöfélags: Þeir sem framleiða, Þeir sem vinna, Þeir eru meirihluti Þessarar Þjóðar. Þjóðviljinn heitir á allt launafólk að beita öllum ráðum til Þess aö hrinda árás ríkisvaldsins. Með samstöðunni er unnt að stöðva kaupránið.“ í Þessum ummælum er raunar ekkert sem kemur á óvart. Sízt fyrirlitningin á löggjafarsamkundu Þjóðarinnar og hinum lýðræðislegu stjórnar- háttum. Svavar sem viöskipta- ráöherra Nú er Svavar Gestsson orðinn viðskiptaráðherra. Hann hefur nýverið lýst peirri skoðun sinni, að verkalýðsleiðtogar Al- Þýðubandalagsins sóu fyrst og síöast AlÞýöu- bandalagsmenn og eigi að líta á störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar sem slíkir. Hagsmunir launafólks í landinu er algjört aukaatriði hjá Því að vera á flokkslínunni og beita sór sem slíkur. Nú hefur viðskiptaráð- herrann Svavar Gestsson lagt Þá línu, að skerðing kaupgjaldsvísitölunnar só óhjákvæmileg, pað er hin nýja „stóttarlega og marxíska söguskoðun" og Benedikt Davíðsson og allir hinir dansa með. Hinn nýi stór sannleikur er Þeim jafn heilagur og sá gamli. Og nemandinn Benedikt slær jafnvel lærimeistaranum fram, Þegar hann segir: „Það er ekki bara Þessi vandi, sem fyrirsjáanlegur er nú 1. desember vegna hækkana á verðbótavísi- tölu, sem menn eru að ræöa um, heldur líka framhaldið, Þ.e. 1. marz og 1. júní.“ Og nú er niðurstaðan af Þessum viöræðum feng- in. Veröbótavísitalan verður skorin niður um meira en helming 1. des- ember og er skerðingin aö mestum hluta bóta- laus fyrir launÞega. í Þessum athöfnum kemur í rauninni ekkert á óvart fremur er> í hinni fyrri afstöðu Þess hluta AlÞýðubandalagsmanna, sem eru kommúnistar. Svo svipar hverjum til sjálfs sín, — og við pví er ekkert aö gera. Bílmottur sem halda þurru og hreinu Eigum nu fjölbreytt urval af bilmottum. Grofmunstraöar og fínmunstraöar, margar geröir. Einnig sniömottur, sem auðveldlega má sníöa í allar tegundir bíla. Bílmottur henta einnig sem venjulegar dyramottur. Kynniö ykkur úrvaliö. Fást á bensínstöövum og fjölda verslana. /X Heildsölubírgöir: Smávörudeild, Laugavegi 180, sími 81722, Reykjavík Olíufélagið Skeljungur hf ii Lítiö til beggjo^hliða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.