Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
Björn Emilsson skrifar:
Bezti vinur númer eitt
og sú rauðhærða her-
tóku aftursætið.
Teikn. greinarhöfund-
ur.
anna voru venjulega á þá leið, að
eigendurnir gáfust upp og seldu
með tapi, en þó ekki fyrr en í
fulla hnefana. En kynþroska-
aldurinn sagði til sín, sagan
endurtók sig. Hver bíllinn
keyptur á fætur öðrum, í þeirri
von að fegurðardís félli fyrir
honum og innihaldinu. Stöðugur
peningaaustur, endalaus vinna,
samt enginn kvenmaður. Ekki
var laust við að manni fyndist
þeir bölvaðir monthanar, sem
höfðu það af að ná sér í stelpu út
á skrjóðinn.
Sumir segja bílinn „vöggu“
ástarinnar. Margir upplifa þar
fyrsta kossinn. Aftursætiskelér-
íið er víst viðurkennt sem
nokkurs konar listgrein. Ekki er
öll vitleysan eins. Menn eru
sjálfsagt mismunandi elskhugar
í bílum, enda gilda þar aðrar
reglur en annars staðar. Ekki er
verra að hafa innsýn í fimleika.
Joga hefur, að sögn, reynzt góð
undirstaða.
. Kvartmílingur hafði þessa
sögu að segja, ofangreindu til
sönnunar. Þegar ég var tvítugur,
átti annar beztu vina minna
Ford Victoriu '56 ... og rauð-
hærða vinkonu. Hinn bezti vinur
minn átti einnig vinkonu í
Borgarnesi, en engan bíl. Ákveð-
ið var, að bezti vinur númer eitt
léti bezta vin númer tvö aka
Fordinum upp í „nes“ og aftur í
bæinn, meðan hann og sú
rauðhærða hertóku aftursætið.
Á heimleiðinni um nóttina
sofnaði bezti vinur númer tvö
við stýrið og Fordinn hafnaði á
vegvísinum við Dragháls. Þar
klofnaði hann í tvennt aftur að
aftursætinu og vélin hafnaði í
gírkassanum. Unga stúlkan í
aftursætinu, sem fram að þessu
hafði notið sveitaveganna að
fullu með bezta vini númer eitt,
misskildi áreksturinn gjörsam-
lega og var ófáanleg til að skilja,
að 70 km höggið stafaði af
hörkuárekstri, en ekki einhverju
öðru. Það var ekki fyrr en
lögreglan kom á staðinn, að
stúlkan tók sönsum. Fram að
því hélt hún því til streitu, að
hún hefði á einstaklega frum-
legan hátt „sinnt sínu kalli
undir Hafnarfjalli“.
Ástin blómstrar einnig upp til
sveita. En þar hefur bíllinn ekki
sömu áhrif og í fjölbýliskjörn-
um. Traktorar hafa ekki orðið
mjög vinsælir meðal elskenda.
Sveitafólkið hefur þó tvennt,
sem við bæjarbúar förum á mis
við, hlöðurnar og „bak við
fjósvegginn". Bíllinn er mótel
Islendinga, enda skárra að
leggja bílnum á góðum stað í
fallegu umhverfi en að liggja
undir illa hljóðeinangraðri súð í
foreldrahúsum. Frjálsræði
skapast með bílnum, það vissi
Henry Ford þegar hann fram-
leiddi fyrsta Fordinn. Skáld
hafa ort óteljandi ástarsöngva
um bílástir. Bíllinn útfærir
landhelgi fjölskyldu og ástalífs.
Hve mörg okkar skyldu hafa
„komið undir" í bíl? Hve margir
foreldrar skyldu hafa tekið
hjónabandsákvarðanir í þröng-
um vistarverum bifreiða við
„í aftursætinu“
Þegar ég var sextán ára fór ég
ferða minna á reiðhjóli. Þá
þegar hafði bílaáhugi gert vart
við sig. Að ferðast um á reiðhjóli
í þá daga þótti álíka niðurlægj-
andi og að vera stelpa á 16. ári,
sem ekki gat með nokkru móti
fundið ástæðu til að ganga með
brjóstahaldara. Tveggja hjóla
farartækið með ryðguðu felgun-
um, ónýta sætinu og slöku
keðjunni, sem átti það til að
festast í buxnaskálminni ein-
mitt þegar Gunna sæta var
nærstödd. Það var hámark
niðurlægingarinnar. Þetta voru
árin þegar maður var að flýta
sér að verða gamall. Árin sem
^maður öfundaði vinina af því
einu að vera fæddir fyrr á árinu.
Laugardagskvöldin voru rúnt-
kvöld. Að vera sautján ára og
hafa bíl til umráða var blómstr-
uð tilvera. I þá daga var
rúnturinn rúntur, Austurstræti
opið í báða enda. Þar glumdi í
sílsum í „sílsabeygjum", spólað
fyrir öll horn. Amerískir kaggar
með stálslegið nefið upp í loft og
afturstuðarann í götunni þóttu
glæsilegastir. Hefði maður
umráðarétt yfir einum slíkum,
mátti bóka að kvöldið yrði ekki
kvenmannslaust. Um þessar
mundir fóru menn að safna
. fyrir bíl, lögðu til hliðar viku-
peninga, átu ekki í hádeginu og
unnu um helgar. Sumir voru svo
forsjálir að byrja aldrei að
reykja og drekka og fengu
þannig forskot á» hina. Menn
eignuðust sinn fyrsta bíl, sem
gjarnan var gamall, bilaður
blöðruskódi. Viðkvæðið var
„þetta er nú ekkert, við kippum
þessu í lag á nokkrum dögum".
Nokkrir dagar urðu að mánuð-
um og jafnvel þá var bíllinn
aldrei í lagi. Endalok farartækj-
Er bíllinn
„vagga”
ástarinnar?
„Ungmegjar
með hvíta
hveitirassa”
undirleik bílflautunnar, sem
virðist hafa þá ónáttúru að pípa
forleikinn að brúðarmarsinum
þegar ástarleikurinn stendur
sem hæst?
Mesti kúfurinn á geymslu-
loftakeleríinu fór af með til-
komu bifreiðarinnar. Nú sjást
Bókmenntaunnendur fagna nýútkominni bók um bifreióanotkun á stríösárun-
um síöari, bók sem sýnir Ijóslifandi hvernig barfasti Þjónninn var leystur af
hólmi. Hinu er ekki aö leyna, aö kynslóö sú, sem í kjölfariö sigldi, féll ekki langt
sjaldan ungmeyjar með hvíta
hveitirassa og því síður rúsínu-
og sveskjurassa. Henry Ford og
bifreiðin sáu fyrir því.
frá eikinni. Bílaáhugi og notkun bíla viö ólíkustu aöstæður hefur gengiö í erföir,
Fáir listamenn hafa
reynt að túlka aftur-
sætisástina. Fyrir um
það bil sjö árum skapaði
ameriski listamaðurinn
Edward Kienholz lista-
verkið „í aftursætinu“
og kom því fyrir á
listasýningu. Fljótlega
fór að bera á því, að
„konur úr vesturbæn-
um“ höfðu andúð á verk-
inu og vildu láta
f jarlægja það af sýning-
unni. Listamaðurinn
stóð á því fastar en
fótunum, að verkið væri
ekki klámfengið.
Sjónvarp og dagblöð
gerðu málið enn æsi-
fengnara. Listaverkið
stóð áfram á sínum stað,
en með því skilyrði, að
hurðir bílsins væru
aðeins opnar í hálfa
gátt. Fyrir vikið varð
verkið heimsfrægt. Þeg-
ar sýningunni lauk,
höfðu 70.000 manns
komið á staðinn.
og mun svo lengi sem stórmerki gerast í aftursætinu. Meðfylgjandi greinarkorn
hvort tveggja ber betta meö sér og sannar.