Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 13

Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 13 Pétur Gunnarsson sígarettu úr gestapakkanum. Viss passi aö um leið og hann byrjaði að reykja, gerði holdið uppreisn. Ein synd býður annarri heim. Nú var það Björg sem stríddi á hann. Á eftir blygðaðist hann sín. Eiginkona föður hans. Samt gerði hann það aftur stuttu seinna.“ Bókin endar á því að Andri er orðinn „fullorðinn“, hefur komist í kynni við lystisemdir holdsins í Þórsmörk. Kapphlaup Rússa og Bandaríkjamanna um geiminn Stendur sem hæst. Bítlarnir syngja sitt Yeh. Meðal þess besta í Ég um mig frá mér til mín er lýsing á útiskemmtun í Þórsmörk, ferm- ingarundirbúningi og fermingu og ekki síst skólalífinu, enda Pétur kunnur fyrir innsýn sína í það. Hann segir skemmtilega frá upp- burðarlitlum nemanda sem roðnar af minnsta tilefni, gengur niður- lútur og er feiminn við að láta skólabræður sjá á sér tippið. Skáldsögur Péturs Gunnarsson- ar eru samtímalýsing sem nýtur sín best fyrir hið sérstaka andrúmsloft sem við finnum hvar- vetna í þeim. Sjálf sagan geldur þess stundúm hve Pétur leggur mikla áherslu á sviðsmyndir og skýrslugerð, en þetta er aðferð sem hann á einn meðal ungra íslenskra skáldsagnahöfunda. Gísli Kristjánsson varð læknir eins og flestir hún- vetningar sem gengu menntaveg- inn í þá daga. Þau voru lengi búsett á Sauðárkróki. Guðbjörg Jónasdóttir Birkis segir þá sögu. Fleiri þræðir frá séra Benedikt á Grenjaðarstað liggja inn í þessa bók. Bjarni sonur hans sótti sína brúði, Þórdísi Ásgeirsdóttur, vest- ur á Knarrarnes á Mýrum. Þau urðu síðan með kunnustu borgur- um á Húsavík norður. Þeirra sonur var Vernharður, höfundur þáttarins. Bjarni, faðir hans, var af þeirri kynslóð athafnamanna sem stóðu á hátindi þegar kreppan skail yfir 1930 og fóru þar af leiðandi verst út úr henni, höfðu mestu að tapa. Þá sögu segir Vernharður með prýði, en hörð og lærdómsrík mun sú lexía hafa orðið honum unglingnum, því hann er sagður einn fárra íslend- inga sem rekið hafa hraðfrystihús hallalaust á Islandi en til þess kvað þurfa snöggtum meira en meðalhæfileika. Nú fer Vernharð- ur ofan í minningabókhaldið og veitist auðvelt að koma því á pappírinn. Freistandi væri að gera að umræðuefni fleiri þætti þessarar bókar og tína til ýmis skemmtileg og frásagnarverð smáatriði sem greint er frá. Það verður þó ekki gert að sinni því í rauninni er af of mörgu að taka. Það yrði nafna- skógur! Gísli Kristjánsson hefur valið höfunda þáttanna og valið vel. Auðséð er að höfundunum er ánægja að segja frá mæðrum sínum og rifja upp gamla daga. Sumir láta meira að segja í ljós að þeir líti á þetta sem kærkomið tækifæri til að koma þessum endurminningum sínum til afkom- enda sinna — og þá um leið annarra. Konur þær, sem frá er sagt, bjuggu við ákaflega misjöfn kjör. Þarna eru einstæðingsekkjur og embættismannafrúr og allt þar á milli. Þjóðfélagið gamla gat verið miskunnarlaust. Höfundarn- ir í þessari bók hafa flestir sloppið við að kenna á því eða erfa það ekki mjög. Efnið — móðurminn- ingin — gefur líka tilefni til að líta á björtu hliðarnar fremur en þær dökku. Móðirin huggaði, í hennar návist var lífið að minnsta kosti bærilegt — ef ekki ljómandi bjart.' Bókinni lýkur með myndum af höfundunum og söguhetjum þeirra og eru þær prentaðar á sérstakan myndapappír. Sýnilega hefur verið vandað til útgáfunnar. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON flösku af púrtara í galleríið: „Var þá ekki um annað að ræða en að skella sér í hann, annað hefði verið rakin ókurteisi. Kees Visser kom á vettvang og skipti þá óðar engum togum, að fara þurfti eftir annarri og þá varð Kampari fyrir valinu. Segja mátti að við þöndum vængina til flugs. Það var gaman að láta móðan mása í návist Þórðar og hlusta um leið á sjálfan sig segja margt áður óhugsað.“ Ég get ekki annað en dáðst að úthaldi þeirra manna við drykkju sem lýst er í þessari bók. En frásögn Einars af timburmönnum og öðrum afleiðingum drykkju- mannar spillir þó gleðinni. Höfuð- verkur og mórall kemur víða við sögu. Það er yfirlýst stefna Einars að vera ekki gáfaður í dagbókarskrif- um sínum heldur halda sig við jörðina. Því verður ekki neitað að á þessum blöðum gerist fremur lítið, en þó eru sögur inn á milli sem eru bærilegt krydd. Fyrir kunnuga má hafa nokkra skemmtun af lestri dagbókarinnar og bréfanna. Ef til vill verða þetta taldar gagnlegar heimildir síðar meir þótt erfitt sé að ímynda sér það. Eftir lestur þessarar bókar Einars Guðmundssonar og með það í huga sem áður hefur frá honum komið, skáldsögurnar Lablaða hérgula og Flóttann til lífsins, gæti áhugasamur lesandi leyft sér að óska eftir því að hann teldi ómaksins vert að glíma við eitthvert verkefni sem yrði annað en óvart bók, þ.e.a.s. tilviljunar- kenndar hugdettur eða skýrslur á pappír. Elzta sérkort af Seltjarnarnesinu bókasafninu í Kaupmanna- höfn. Með kortinu fylgir texti, sem Heimir Þorleifsson er höfundur að, en Helga B. Sveinbjörnsdóttir hannaði útgáfuna. Rótarýklúbbur Seltjarnar- ness hefur gefið út kort af Seltjarnarnesi 1715. Kort þetta gerði kafteinn Hoffgaard árið 1715 og er það talið elzta sérkort sem til er af Seltjarnarnesssvæðinu, en það er geymt í Konunglega 1979 er þegar gengið í garð á sviði bílaviðskipta. HSS* SyNUM ’79 árgerðirnar frá: AM American Motors AM Jeep Mitshubishi, Japan þessa helgi Laugardag kl. 10 til 17 Sunnudag kl. 13 til 17 í sýningardeild okkar að Laugavegi 118, gengið inn frá Rauðarárstíg. Al It á sama Stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.