Morgunblaðið - 25.11.1978, Page 17

Morgunblaðið - 25.11.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 17 til að fara út á vinnumarkaðinn fyrr en almennt þekkist í öðrum ríkjum. Iðnvæðing atvinnulífs- ins krefst aukinnar tækni- og verkmenntunar sejn byggja þarf upp og færa þarf til nútíma- horfs margt af því sem fyrir er í landinu. Frumvarpið er mjög í þessa átt og verður því að ætla að það verði hlutverk Háskólans að bregðast við þessari breyttu stefnu. Persónulega er ég á móti því að inntökuprófum eða hvers konar fjöldatakmörkunum verði beitt af hans hálfu. Með aukinni námsráðgjöf í grunn- og fram- haldsskólunum ætti að vera hægt að tryggja nægan undir- búning fyrir háskólanám í einstökum greinum. Efla þarf menntun í uppeldis- og kennslufræðum í frumvarpinu er gert ráð fyrir miklum sveigjanleika í námsvali. Óneitanlega verður þetta erfitt í framkvæmd í smærri skólunum og krefst mikillar samvinnu skólanna. Valfrelsi nemenda verður mjög mikið. Spurningin sem vaknar er sú hvort við munum hafa efni á að reka skóla með ótal valgreinum, þar sem e.t.v. verða innan við 10 nemendur í hóp. Þróunin hlýtur að verða sú að valgreinum verði settar skorður þannig að kröfur séu settar um lágmarksfjölda nemenda til að hægt sé að halda uppi kennslu í ákveðinni námsgrein. Hugmyndir þær sem eru í frumvarpinu um gerð námskráa eru fremur óraunhæfar. Þær kalla á mjög mikinn fjölda starfsmanna í ráðuneytinu, sem þó verður vart í stakk búinn til að setja sig inn í kennsluna eins og hún fer raunverulega fram. Miklu nær væri að fela kennur- um að vinna að slíkum nám- skrám í hópvinnu, og síðan að endurskoða þær reglulega. Slíkt myndi kalla á mun meira frumkvæði af hálfu kennaranna. Þegar sett eru ákvæði um námskrár og námskrárgerð verður einnig að hafa í huga að kennarar afli sér tilskilinnar menntunar í uppeldis- og kennslufræðum. Samkvæmt þeirri reynslu, sem komin er á þessu sviði, er ljóst að kennarar vilja sækja sumarnámskeið til að öðlast þessi réttindi. Fyrir kennara, sem vilja fá viðbótar- nám, ætti einnig að skipuleggja sumarnámskeið. Mikil nauðsyn er á að tryggja það að slík námskeið séu haldin hvert sumar i samvinnu við Háskóla íslands eða Kennaraháskóla íslands. Einfaldari stjórn — aukin valddreifing Hugmyndin um framhalds- skólaráð eins og það er sett fram í frumvarpinu er ekki raunhæf, enda má mjög deila um samsetningu slíks ráðs. Mun eðlilegra er að skólarnir hafi verulegt frumkvæði um náms- efni og námsskipan. Skipan námssviðsnefnda og náms- brautanefnda er mjög jákvæð, en æskilegt verður að telja að reglugerðir um starfsvið þeirra liggi fyrir áður en frumvarpið verður að lögum. Gert er ráð fyrir því að fræðsluráð fjalli um málefni framhaldsskólans. Á þessu sýnist manni verða lítil þörf og aðeins leiða til þess að skriffinnskubáknið vaxi enn frekar. Efla Þarf skólasöfn Ur kaflanum um starfsiið ætla ég aðeins að gera skólasöfn að umræðuefni. Skólasöfn hér á landi eru mjög vanþróuð um margt, þó miklar breytingar hafi hér orðið á síðustu árin. Vel búið skólasafn með hæfu og vel menntuðu starfsliði er ómetan- legt í nútímamenntun. Sjálf- stæð vinna nemenda hefur í sumum framhaldsskólanna ver- ið allt of lítil. Kemur þar margt til, s.s. kennarar eru vantrúaðir á gildi hennar, margir þeirra kunna alls ekki að stýra nemendum inn á þessa braut og skólasöfnin eru sum í litlu húsnæði, með starfsmenn sem enga þjálfun hafa í slíkum vinnubrögðum. I vissum kennslugreinum eins og sam- félagsfræðum ætti helst ekki að nota eina kennslubók, heldur þyrftu nemendur að afla sér heimilda um ólíkustu efni á sem breiðustum grunni. Slíkt skapar víðfeðma þekkingu og víðsýni. Um það hver á að borga brúsann mun ég hafa sem fæst orð enda er stjórnskipuð nefnd sem vinnur að tillögum um það atriði og best að bíða þar til tillögur hennar liggja fyrir. Þegar litið er á þetta frum- varp í heild einkennist það af djarflegum hugmyndum um aukiö valfrelsi og sveigjanleik í námsefnisvali. Það má e.t.v. segja að nemandinn sé hér settur í brennidepil. Hver og einn á raunverulega að geta fundið sér það nám sem honum best hentar. Þetta eru háleit markmið en geysilega kostnaðarsöm fyrir litla þjóð. Eins og um allar breytingar hafa menn efasemdir, en ekkert breytist ef við sýnum ekki kjark til að læra af öðrum þjóðum en um leið að skapa okkur þau sérkenni sem henta við íslensk- ar aðstæður. Þegar er komin nokkur reynsla af fjölbrautaskólunum, og þá reynslu þarf að nýta sem best í framtíðaruppbyggingu framhaldsskólans. Stjórnmálamenn þurfa að verða miklu virkari í því að fylgjast með því sem er að gerast í menntamálum. Hjá þeim hvílir ábyrgðin. Bessí Jóhannsdóttir. Hvar stöndum við? Skólalöggjöf er ein mikilvægasta löggjöf í hverju þjóðfélagi. Þar er um að ræða löggjöf. sem allir geta verið sammála um að hlýtur að vera einn af hornsteinum hverrar þjóðfélagslöggjafar. Skólalög- gjöfin með sínum miklu stökkbreytingum hefur verið mikið gagnrýnd og ekki að ástæðulausu. Skólamálin hér á landi hafa breytzt mikið frá því scm áður var. Settt hafa verið svo kölluð grunnskólalög og fjölbrautaskól- ar hafa tekið við af sumum menntaskólanna. Valgreinar eru íleiri og nemandanum gefinn fyrr kostur á að velja sér þá braut. sem hann ætlar sér fyrir ævistarf. Þá vaknar sú spurning hvort kennari og nemandi séu tilbúnir breyttum aðstaeðum. En með þessari miklu breytingu er geysileg ábyrgð lögð bæði á kennara og nemanda. Breytingar geta verið góðar og þarfar og oft nauðsynlegar, en mega ekki aðeins vera breytingar breytinganna vegna, þær verða að miðast við íslenzkar aðstæður. Sem dæmi má nefna mengið á sínum tíma, sem átti að gjörbreyta reiknisaðferðinni, en reyndist öðru nær og er óþarfi að fjölyrða um það. íslendingar eru fámenn þjóð og því er, að hver einstaklingur, á þessari eyju okkar er miklu mikilvægari en úti í heimi, þar sem milljónir manna búa og alls ekki er hægt að taka tillit til einstaklingsins sem skyldi. Mótendur uppeldis eru heimili og skóli. Forcldrar eru því ckki þeir einu sem eru uppalendur. þar koma einnig skólarnir til sögu. Skólarnir eiga að vera hvort tveggja í senn mennta- stofnanir og uppeldisstofnanir, samhliða heimilunum. Þvi' er mikil ábyrgð lögð á herðar kennurum og óskandi er, að þeir séu sér þess meðvitandi. Foreldrar eiga að vissu leyti rétt á því, að skólalöggjöfin sé þannig úr garði gerð, að hún skapi ekki óvissu og glundroða. Og hvað um rétt nemandans? í dag virðist sem skólagangan sé alltaf að verða lengri og lengri, cn hvað um árangurinn? Hcyrzt hafa raddir frá menntaskólarektorum og jafnvel háskólakennurum um að nemcndur séu varla lesandi eða skrifandi. Hvar var farið út af sporinu? Áður fyrr heltust þeir nemendur úr lestinni miklu fyrr, sem ekki höfðu áhuga eða getu til langskólanáms, nú ciga helzt allir að verða stúdentar áður en þeir fara í þá grein sem hugur þeirra hneigist til, hvort sem geta þeirra leyfir það eða ekki. Ég tel að með því skólakerfi. sem nú ríkir hér á landi, sé farið illa með dýrmætan tíma, fjármagn og fyrirhöfn þcirra, sem vilja læra og verða þjóöfélaginu nýtir þegnar. Er ekki enn tími fyrir okkur til að staldra við, íhuga, vega og meta án þess að láta stjórnast af stefnu og tízku, sem öðrum þjóðum hefur nú þegar lærzt. að ekki er rétta iausnin. Erna Mathiesen, Hafnarfirði. ins. í kaflanum um inngöngu- skilyrði þarf að koma skýrt fram hverjir taka viö umsókn- um um skólavist.' Verða það skólarnir sjálfir eða einhvers konar miðstöð í hverju skóla- hverfi? Allar brautir leiða til háskólanáms I kaflanum um námsskipan er ýmislegt sem vekur spurningar. Hvernig verður því framhalds- námi varið sem nemendur þurfa að bæta við sig af einstökum brautum eftir 4 ára nám til að komast inn í háskólanám. Að- sókn mun væntanlega stórauk- ast á háskólastigi. Um væntan- lega fjölgun stúdenta þar eru menn hins vegar mjög ósam- mála. Á 10 ára tímabili hér á Islandi hefur orðið um 100% aukning stúdenta af 19 ára árgangi, þ.e.a.s. úr 10% í 21%. í Vestur Evrópu og Bandaríkjun- um hefur tala háskólastúdenta vaxið ört. I Svíþjóð eru inntöku- skilyrði orðin mjög rúm og þar er alvarlega farið að ræða um að lengja skólaskyldu verulega frá því sem nú er. Með vaxandi sérhæfingu er ljóst að fólki sem vill leita sér menntunar fer fjölgandj, og er ekkert nema gott um það að segja. Stjórnvöld sem eiga við mikið atvinnuleysi að glíma í ríkjum sínum, freist- ast mjög til að líta til skólanna. Hægt er að seinka komu stórra hópa inn á vinnumarkaðinn með því að halda þeim í námi. Skólinn verður þannig hluti af hagstjórnartækjunum. Hér á landi hefur þetta vandamál ekki komið upp og raunar hefur fremur verið um ofþenslu að ræða á vinnumarkaðnum þann- ig að ýmsir hafa án efa freistast í;tt»f |xwni&l«*o« ÁTTÞÚ IIEÍMA HÉR? Áttþú heima hér? Ný skáldsaga eftir Ulfar Þormóðsson UT er komin hjá Mál og menningu ný skáldsaga cftir Ulfar Þormóðsson sem nefnist Átt þú heima hér? Er þetta nútímasaga. sem gerist í dæmi- gerðum og ef til vill kunnugleg- um útgerðarbæ þar sem ríkir í raun fámennisstjórn — eða ein- ræði eins manns í skjóli fyrir- greiðslukerfis. eins og segir í frétt frá Máli og mcnningu. Ulfar Þormóðsson er kunnur sem blaðamaður, en jafnframt hefur hann sent frá sér nokkrar skáldsögur. Segja má að í þessari bók njóti sín fyrst saman til fulls blaðamennskan og rithöfundar- hæfileikar. Bókin er 172 blaðsíður, prentuð í Prentstofu Guðmundar Benedikts- sonar. „Patrick og Rut” -önnur bókin í flokki þriggja unglingabóka MÁL og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Patric, og Rut eftir breska rithöfundinn K. M. Peyton. Þýðandi er Silja Aðal- steinsdóttir. Patrick og Rut er önnur bókin í flokki þriggja bóka um vandræðaunglinginn og píanóleikarann Patrick Penning- ton. Bækurnar eru í beinu framhaldi hver af annarri. Silja Aðalsteinsdóttir hefur lesið þessar sögur í útvarpið og þýðing hennar á fyrstu bókinni, „Sautjánda sumar Patricks", hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir béstu þýðingar barna- og unglinga- bóka árið 1977. Patrick og Rut er 193 bls. prentuð í Prentsmiðjunni Hólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.