Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÖVEMBER 1978 21 Orðsending til bindindismanna Þóróur Jónsson skrifar: N óbels verðlaun- in í eðlisfræði Bindindisdajíurinn er á morjíun. sunnudajíinn 2fi. nóvem- ber. Kl. 11 flytur séra Guðmundur Óskar Ólafsson útvarpsmessu í Neskirkju. Ilann mun í ræðu sinni minnast hindindismálsins og Góðtemplararcíílunnar. í messulok mun svo flutt stutt ávarp frá reslunni. Ekki skal dregið í efa að prestar almennt minnist bindindismála í ræðum sínum þennan dag og má vel vera að ástaeða væri til að minna sérstaklega á fleira en mér er kunnugt. En geta vil ég þess að við messu í Asprestakalli kl. 2 að Norðurbrún 1 mun Jón F. Hjartar prédika en sóknarprestur annast altarisþjónustu. Færi vel á því að það sæist að bindindismenn vissu af þessu og sýndu þaö um leið og viðkomandi sóknarprestum er þakkað að koma til móts við okkur. Sunnudagskvöldið er svo opið hús í Templarahöllinni. Þar verður kvöldskemmtun með líkum hætti og tíðkast á fundum og í félags- skap templara en þó með iéttari brag en hversdagslega. Templarar eru hvattir til að koma með gesti. Aðgangur er óke.vpis og allir velkomnir. Gerum bindindisdaginn hátíð- legan og minnisstæðan. Ilalldór Kristjánsson þingtemplar. í ár skiptust Nóbelsverðlaunin fyrir eðlisfræði milli þriggja manna. tveggja Bandaríkja- manna og aldraðs Rússa. Kapitsa að nafni. Kapitsa voru veitt vcrðlaunin fyrir framlag hans í eðlisfræði kaldra efna. Starf hans á því sviði fór fram að mestu í Bretlandi á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld. A alþjóðavett- vangi er Kapitsa kannski þekkt- astur fyrir andstöðu sína við Stalín á kaldastríðsárunum. en þá sat hann lengi í stofufangelsi. Bandaríkjamennirnir tveir, Penzias og Wilson, fengu hins vegar verðlaunin fyrir uppgötvun stuttbylgjugeisla, er berast til jarðar utan úr geimnum. I þessu greinarkorni mun ég reyna að gera grein fyrir mikilvægi þessarar uppgötvunar og hvernig hún renn- ir stoðum undir heimsmynd, er stjarneðlisfræðingar og fleiri hafa unnið að, allt síðan Einstein setti fram hina almennu afstæðiskenn- ingu árið 1915. Penzias og Wilson starfa hjá Bell — símafélaginu og voru árið 1965 að rannsaka truflanir á fjarskiptum við gervihnetti, er þeir fundu stuttbylgjurnar, sem berast utan úr geimnum. Styrkur þeirra er svo til hinn sami, hvert sem litið er á himinhvolfin. Litróf geislanna er eins og litróf geislun- ar frá svörtum hlut við þrjár gráður á Kelvin, þ.e. — 270°c. Stjarneðlisfræðingurinn Robert Dicke og félagar hans í Princeton- háskóla urðu fyrstir til að skýra þessa geislun. Töldu þeir hana komna frá mikilli sprengingu fyrir u.þ.b. 15 milljörðum ára, er allt efni í hinum sýnilega heimi virðist hafa átt uppruna sinn í. Segja má, að túlkun Dickes og samverka- manna hans hafi áunnið sér almennt fylgi og er nú litið á stuttbylgjugeislunina sem eitt af helztu sönnunargögnum fyrir því, að þessi sprenging hafi raunveru- lega átt sér stað. Eðlilegt er, að spurt sé, hvaðan mönnum hafi komið sú hugmynd í upphafi, að ofangreind sprenging hafi orðið. Sé himinhvolfið skoðað í stjörnukíki blasir við fjöldi stjörnuþyrpinga eða vetrarbrauta. Okkar sólkerfi er í einni þessara stjörnuþyrpinga, sem frá alda öðli hefur nefnzt Vetrarbrautin. Ljós, sem berst til jarðar frá fjarlægum vetrarbrautum, er rauðara og rauðara eftir því sem þær eru lengra í burtu. Þetta fyrirbæri nefnist rauðvik og er skýrt með því, að allar stjörnuþokur séu að fjarlægjast okkur og því hraðar, þeim mun fjær sem þær eru. Af þessu mætti e.t.v. freistast til að álykta, að Vetrarbrautin sé í miðpunkti alheimsins. Svo er ekki. Hér kemur afstæðiskenningin til skjalanna. Sams konar útþensla myndi sjást frá sérhverri annarri vetrarbraut. Þessu má lýsa með dæmi. Imyndum okkur blöðru, sem á eru málaðar doppur með jöfnu millibili. Ef við sitjum á einni doppunni og blaðran er blásin út, virðist okkur sem allar doppurnar fjarlægist og því hraðar, því fjær sem þær eru. Augljóslega er fráleitt að segja, að okkar doppa sé miðpunktur yfirborðs blöðrunnar. Á líkan hátt þenst geimurinn út og sérhver vetrarbraut fjarlægist allar aðrar. Eðlilegast er að líta svo á, að vetrarbrautirnar séu kyrrstæðar en rúmið á milli þeirra víkki. Hin upphaflega sprenging var ekki sprenging á ákveðnum stað og stundu í tómum geimi. Rúmið, sem við hrærumst í, Myndaðist í þessari sprengingu og er enn að þenjast út. Hefði sprengingin orðið í tómu rúmi, væri glampinn frá henni horfinn út í buskann fyrir löngu, og við gætum ekki séð hann, því að allt efni hreyfist hægar en ljós. En við sjáum bjarma frá upphafsspreng- ingunni. Bjarminn er stuttbylgj- urnar, sem Penzias og Wilson fundu. Af eðlilegum ástæðum er hann frekar daufur núna, enda 15 milljarða ára gamall. Vetrarbraut okkar hreyfist nærri því með ljóshraða miðað við sprenginguna, svo að rauðvikið hreytir glampan- um úr sýnilegu ljósi í stuttbylgjur. Einhverjum lesanda kann að þykja frásögnin að ofan harla goðsögukennd. Því er til að svara, að mynd sú, er við fáum af alheiminum, sé gert ráð fyrir, að almenna afstæðiskenningin sé rétt og heimurinn hafi orðið til í mikilli sprengingu, er sjálfri sér samkvæm og í samræmi við allar stjörnufræðilegar athuganir. I grófum dráttum virðist sem atburðarásin fyrst eftir sprenging; una hafi verið sem hér segir: I upphafi var hitastig og þéttleiki efnis sem næst óendanlegt. Er rúmið þandist út, kólnaði efnið og venjulegir atómkjarnar mynduð- ust eftir nokkrar mínútur. Um langt skeið var efni alheimsins þó svo þétt, að hann var ógagnsær. Að u.þ.b. hálfri milljón ára liðnum var hitastigið komið niður í 5000°C og stuttbylgjugeislunin, sem við sjáum nú, er talin ættuð frá þessu skeiði. Stjörnur og vetrarbrautir eru síðari tíma fyrirbæri. Til gamans má geta þess, að kunnur bandarískur eðlis- fræðingur, Steven Weinberg að nafni, hefur nýverið ritað bók, ætlaöa leikmönnum, þar sem einvörðungu er fjallað um þrjár fyrstu mínútur veraldarsögunnar. Auðvitað er enn mörgum spurn- ingum ósvarað. Til dæmis má nefna að ekki er vitað, hvort útþensla alheimsins mun halda áfram að eilífu, eða hvort hún mun stöðvast, heimurinn dragast sam- an Qg að lokum farast í ragnarök- um nýrrar sprengingar. Til að svara þessari spurningu þarf nákvæmari mælingar á þéttleika alheimsins en kleift hefur verið að gera til þessa. Ástæðulaust er þó að hafa áhyggjur af nýrri spreng- ingu næstu ármilljarðina! Jólabasar Vinahjálpar HINN árlegi jólabasar Vinahjálp- ar verður á Hótel Sögu sunnudag- inn 26. nóv. og hefst kl. 2 e.h. Þar verða til sölu margir sérsta'ðir og fallegir munir ásamt happdrætti með góðum vinningum. Félagið Vinahjálp var stofnað árið 1963 af sendiherrafrúnum frú Boothby og frú Capplin ásamt frú Karitas Sigurðsson. Ákveðið var að vinna alls konar handavinnu og hafa síðan basar fyrir jólin. Peningana átti svo að nota til hjálpar börnum, sem voru vangef- in eða fötluð á einn eða annan hátt. Síðan hefur þessi félags- skapur stækkað mikið og eru nú flestar sendiráðskonur í honum ásamt íslenzkum konum. MIKIÐ ÚRVAL AF HUSGOGNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.