Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 31 Umræður um laxveiðar útlendinga á Alþingi: „Samþykkt tillögunnar yrði allri þjóðinni til óþurftar” tiltekinna embættismanna í ríkiskerfinu. EH sagði að hér hefði verið talað mikið um reisn og þor varðandi það, að þingmenn ættu að ákveða launakjör sín sjálfir. Ég vil hins vegar taka þennan bikar alfarið frá þing- mönnum en ekki með sýndar- mennsku. Reisnina og skör- ungsskapinn gætu þingmenn nýtt til annars en þess er sneri að eigin kjörum, t.d. þess er sneri að kjörum þess fólks, sem minnst mætti sín í þjóðfélag- inu. Ekki breytt til bóta Einar Ágústsson (F) taldi ekki breytt til bóta með þessu frumvarpi. Ekki væri rétt að vísa þessum bikar út í em- bættismannakerfið. Hins veg- ar er ég sammála síðasta ræðumanni þar um, að annað- hvort er að stíga þetta skref til fulls eða láta það eiga sig. Að Kjaradómur kveði á um að kaupið að tillögum þingmanna er hins vegar furðuleg tilhög- un. EÁ sagði enga leynd hafa hvílt yfir launakjörum þing- manna. Þingmál gangi beint til þjóðarinnar gegnum fjölmiðla. Þingfararkaupsnefnd hafi jafnan lagt sín spil á borðið. Skattayfirvöld hafa og greiðan aðgang að öllu er varðar launakjör þingmanna, svo þar er engin launung á, eins og illkvittnir menn hafa básúnað. Endurgreiddur útlagður kostn- aður þingmanna vegna starfa þeirra má gjarna koma á framtal, þótt ekki sé skatt- skyldur. Reykjavíkurþingmenn hafa hvorki húsaleigu né fæð- ispeninga, eins og strjálbýlis- þingmenn, sem sinna þurfa störfum utan heimilissveitar, er ákveðnar reglur gilda um í þjóðfélaginu. Hins vegar hafa þeir ferðapeninga til jafns við strjálbýlisþingmenn, enda þeim jafn nauðsynlegt og öðrum að kynnast mönnum og málefnum landsbyggðarinnar í heild vegna eðlis þingmanns- starfsins. Umræðum um gjald á veiðileyfi útlendinga í íslenskum ám og vötnum var haldið áfram á fundi sameinaðs Alþingis á fimmtudaginn. Pálmi Jónsson (S) sagði, að þrátt fyrir, að þingsályktunartil- laga sú, sem hér væri til umfjöll- unar, virtist sakleysisleg við fyrstu sýn, þá væri hún varhuga- verð og gengi í ranga átt ef betur væri að gáð. Sagði Pálmi, að í tillögunni væri um of hugsað um hagsmuni veiðimanna einna, en ekki tekið neitt tillit til bænda eða annarra veiðiréttareigenda. Þá sagði þingmaðurinn ennfremur, að tillagan tæki mið af þeim „kratiska" hugsunarhætti, að frjáls viðskipti þurfi endilega að vera af hinu illa. Raunverulega ætti tillaga sem þessi að bera yfirskrift í þá átt, að rætt væri um skattlagningu og takmörkun veiöiréttareigenda yfir eignum sínum. Pálmi sagði, að nú þegar þetta mál væri hér til umræðu, vegna tillöguflutnings hinna nýju siða- postula, þingmannanna eins og átta, þá væri ef til vill ástæða til að staldra við og hugleiða þessi mál. Við Islendingar þyrftum til dæmis að spyrja okkur þeirra spurninga, hvort við vildum loka landinu fyrir erlendum ferða- mönnum, eða hvort við vildum hugsanlega forðast sem mest allt samneyti við útlendinga? Pálmi sagði það vera staðreynd, að þeir erlendu ferðamenn er hingað legðu leið sína, væru bestu ferðamenn er hingað til lands koma. Þeir komi með mikinn gjaldeyri meðferðis, og þeir gangi þannig um náttúru landsins að tii sóma sé. En þá þurfi að svara þeirri spurningu, hvort þessar veiðar hindri eða komi í veg fyrir veiðar Islendinga sjálfra í landi sínu. Pálmi sagði að það virtist alls ekki vera, mætti í því sambandi meða! annars benda á þá staðreynd, að mikill fjöldi veiðidaga í íslenskum ám væri ónotaður ár hvert. Hér á landi væri talið að væri um að velja 33 þúsund veiðidaga á ári. Þar af veiddu íslendingar 19 þúsund daga, útlendingar noti 5 þúsund daga, en 8 þúsund og 9 hundruð veiðidagar séu ónotaðir. — Þessar upplýsingar benda ekki tii þess að veiðar útlendinga torveldi eða hindri veiðar Islend- inga í laxveiðiám landsins, eða komi í veg fyrir að þeir geti nýtt þessi hlunnindi landsins. Pálmi kvaðst sjálfur hafa orðið vitni að því, að íslendingar hafi yfirboðið útlendinga, en hins vegar hefði hann ekki orðið vitni að hinu gagnstæða. Þó kvaðst hann álíta það rétt vera, að útlendingar greiddu hátt verð fyrir bestu árnar yfir besta veiðitímann, en þar væri einnig hátt boðið þó útlendingar kæmu hvergi nærri. Hvað varðaði þá aðdróttun flutningsmanna tillögunnar, að leiga útlendinga skilaði sér illa, að gjaldeyrisskil væru slæleg, þá sagði Pálmi að væri það rétt, þá ætti að kanna það af réttum yfirvöldum. Dylgjur í sambandi við samninga við útlendinga væri hins vegar sæmra að fara með fyrir dómstólana heldur en að hafa í hámæli á opinberum vettvangi. Það hefði verið stór- mannlegra af þingmönnunum einum og átta að fara með það mál fyrir dómstólana, sagði Pálmi. Sagði hann það vera vilja veiðiréttareigenda, að hið sanna kæmi fram í málinu, bæði hvað varðaði samningsgerð og gjald- eyrisskil. En þingmaðurinn kvað það vera skoðun sína, hvað sem öllu öðru liði, að frjálsræði yrði áfram að ríkja í þessum málum hér á landi. Það væri mikilvægt að veiðirétt- urinn yrði áfram í eigu einstakl- inga, en ekki að ríkið tæki hann yfir. Ágæti þess fyrirkomulags sem hér væri við lýði, hefði margsannað ágæti sitt, meðal annars í stóraukinni laxgengd. Laxveiði færi hér greinilega sívaxandi, og yrði sífellt stærri og mikilvægari tekjulind. Enda væri það svo, að víða væri varið yfir einum þriðja af tekjum, sem inn kæmu af laxveiðiánum, til laxeld- is. Ástæðan væri sú, að veiðirétt- areigendur vildu bæta laxgengd- ina í ár sínar, auðvitað í þeirri von að það skilaði sér síðar í auknum hagnaði. Ein forsenda þessara tekna væri auðvitað sú samkeppni sem er um laxveiðileyfin. Hagnað- arvonin virkar hvetjandi í þessu efni, sagði þingmaðurinn, og það virðast jafnvel sumir hinna „nýju siðbótarmanna" á þingi hafa gert sér ljóst, að minnsta kosti ef marka má tal þeirra við umræður um þingfararkaup og „kjarabar- áttu“ þingmanna. Ljóst sé, að verði veiðirétturinn tekinn af veiðiréttareigendum, þá muni verða til að koma sérstök ríkisstofnun er hafi með þessi mál að gera. Ef til vill þyrfti að byrja á því að kaupa gamalt hús undir starfsemina inn við Laugarveg eða Suðurlandsbraut! Auk þess myndi þetta fyrirkomulag svo hafa það í för með sér, að veiðileyfin yrðu það ódýr, að allir hefðu efni á að veiða, án tillits til efnahags, og þar með hætti þessi atvinnugrein að skila hagnaði. Það yröi þá undir hælinn lagt hverju sinni, hversu mikið fengist af fjárlögum til laxeldis og seiðaræktunar. Að lokum lýsti þingmaðurinn því yfir, að það hefði valdið sér miklum vonbrigðum, að heyra að hæstvirtur landbúnaðarráðherra hefði kallað á höfundarréttinn að umræddri tillögu. Það hefði valdið sér vonbrigðum, þar sem margt af því sem hann hefði sagt eftir að hann tók við embætti hefði verið vel sagt. En tillaga sú sem hér er til umræðu, verður öllum til óþurftar ef hún verður samþykkt, sagði Pálmi Jónsson, veiðiréttareigend- um, veiðimönnum og allri íslensku þjóðinni. Gunnlaugur Stefánsson (A) sagði, að tillaga sú sem hér væri til umræðu, miðaði að því að hamla veiðum útlendinga hér á landi, með því að setja sérstakt gjald á veiðileyfi þeirra, er síðan mætti nota til fiskeldis í ám og vötnum. Kvaðst Gunnlaugur vilja taka undir orð landbúnaðarráð- herra fyrr við umræðuna, að ef til vill væri hér alltof skammt gengið í þessa átt. Ástæður þess að talsvert væri um það að veiðileyfi seldust ekki, væru ónotuð, sagði þingmaðurinn vera þær, að verð veiðile.vfa væri orðið svo hátt að venjulegt fólk hefði ekki efni á að kaupa þau. Þingmaðurinn sagði það skoðun sína, að eðlilegast væri að lax- veiðiárnar yrðu sameign allrar Pálmi Jónsson. þjóðarinnar, eins og tíðkaðist í Bandaríkjunum. Þá sagði hann einnig, í þessu sambandi, að fróðlegt væri að fá það upplýst hve stórar laxveiðiár væru í eigu ríkis og kirkjif. Sennilega væri þar um allstóran hluta að ræða, og væri gagnlegt að fá uppgefið hve miklar tekjur kæmu þar af. Að lokum sagði Gunnlaugur, að hann furðaði sig á þeim ummæl- um Olafs G. Einarssonar, að ekki mætti bola útlendum veiðimönn- um úr landinu. Það væri hags- munamál okkar Islendinga að bola þeim héðan burt, alveg eins og gert var með fiskveiðilögsög- una. Menn skyldu hafa það hugfast að ekki væri unnt að fá allt með erlendu silfri. Stefán Jónsson (Abl) tók næst- ur til máls. Hóf hann mál sitt á því að biðja Pálma Jónsson afsökunar á frammíköllum í ræðu hans, og kvað það ósk sína að það kæmi ekki fram í skjölum þings- ins. Þá kvaðst þingmaðurinn vera sammála Pálma í því, að núver- andi fyrirkomulag eignarréttar laxveiðiáa væri hið besta, eða að minnsta kosti væri það mun hetra en að það lenti allt undir ráðu- neytishatti suður í Reykjavík. Betra væri að árnar yrðu áfram í eigu bænda á árbakkanum, bæði með hagsmuni laxveiðiáhuga- manna almennt og unnenda alls lífríkisins í huga. En um mál það sem hér lægi fyrir, sagði Stefán, að hann teldi það í öllum meginatriðum gott mál, og hafa bæri í huga að hvorki væri gert ráð fyrir eignaupptöku né útilokun útlendinga frá veiðum hcr á landi. Hins vegar þyrfti að kanna þessi mál öll gaumgæfilega, og kanna hvaða leiðir best væri að fara. Lýsti þingmaðurinn þeirri skoðun sinni, að bændastéttinni í landinu \ræri vafasamur greiði gjör, ef tíðkast ætti að leita almennt hagstæðustu tilboða í allt er að landbúnaðinum sneri. Ef veiðiréttareigendur teldu sig geta leitað hæstu tilboða í ár sínar, þá væri ekki óeðlilegt að neytendur til dæmis leituðu lægstu tilboða í hinar ýmsu landbúnaðarvörur víða um heim. Stefán Valgeirsson (F) sagði, að sér veittist erfitt að skilja tilganginn með þessum tillögu- flutningi, þar sem flutningsmaður boðaði, að um leið og hann legði fram þessa þingsályktunartillögu, þá segðist hann vera að semja frumvarp til laga er hann hygðist flytja. Slíkt væri einsdæmi á hinu háa Alþingi sagði Stefán. Um tillöguna sjálfa sagði hann, að ekki þyrfti að hafa mörg orð. Gaman væri þó að fá svör við því á hvern hátt flutningsmenn hygð- ust koma í veg fyrir að útlending- ar stunduðu hér einhvern veiði- skap, ætti ef til vill að stofna „laxveiðilögreglu ríkisins"? — Nei, auðvitaö væri ekkert slíkt framkvæmanlegt, þessi tillaga væri út í hött, það sýndi virðing- arleysi þessara þingmanna, að þeir skyldu e.vða tíma þingsins með þessum hætti. Ilalldór E. Sigurðsson (F). sagði að sér gætist ekki alls kostar að málinu eins og það lægi fyrir. Sagði hann það ekki orka tvímæl- is, að íslendingar hefðu aflað landinu gjaldeyris með þessum hætti, auk þess sem laxveiðiárnar væru okkur mikilvæg landkynn- ing. — Það væri til dæmis ekki amalegt til að vita, að verðandi konungur Bretlands, Karl Breta- prins, og háttvirtur 1. þingmaður Austfirðinga skuli stunda veiðar saman í Hofsá í Vopnafirði! Þá lýsti þingmaðurinn þeirri skoðun sinni, að ekki væri hann hrifinn af laxalögregluhugmynd- inni. Best væri að hafa fyrirkomu- lag þessara hluta sem líkast því sem viðgengist hefði á umliðnum árum. Að lokum minntist Halidór á eignaraðild að laxveiðiám, og kvaðst hann vera algjörlega á mót'i því að aðskilja jarðirnar og árnar. — Það yrði að leita annað um stuðning við þær hugmyndir. Friðjón Þórðarson (S) talaði síöastur, áður en umræðunni var frestaö í annað sinn. Sagði hann að sér líkaði hvorki blær tillög- unnar né ýmis örð háttvirtra þingmanna við umræðuna. Friðjón sagði það skoðun sína, að fráleitt væri að bola útlending- um frá laxveiðum hér á landi, eins og Gunnlaugur Stefánsson virtist helst vilja. Ljóst væri að ekkert væri eðlilegra en erlendir menn fengju áfram að njóta íslenskrar náttúru með þeim hætti að renna fyrir lax í góðri á. Umræðunni varð ekki lokið. og var henni því frestað. en allmarg- ir þingmenn eru á madendaskrá um málið. það er ekki hægt að gera alla hluti í einu og það var hafið mjög þýðingarmikið verk, þar sem var Austurlína og við gengum inn á það að láta Austurlínu ganga fyrir til þess að Ijúka því verki sem fyrst og hún gæti komið í gagnið sem fyrst. Nú vil ég segja að lokum við alla sanngjarna menn og sérstaklega við hæstv. orkuráðherra: Er nú ekki sanngjarnt, að það sé staðið við þau loforð, sem fyrrv. ríkis- stjórn gaf um framkvæmd á Vesturlínu? Það var samkomuiag um, að Austurlína gengi fyrir. Hún kemur í gagn um áramót. Geta nú ekki allir góðir og skynsamir menn sameinast um það, að gera það átak fyrir Vestfirðinga í framkvæmd Vestur- línu, sem svo fastlega var gert ráð fyrir. Við erum ekki aöeins að vinna fyrir Vestfirðinga. Þessi framkvæmd er þjóðhagslega rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.