Morgunblaðið - 25.11.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.11.1978, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Leifur Auðunsson frá Dalseli—Minning Fa'ddur 26. ícbrúar 1907 Dáinn 9. nóvembcr 1978 Leifur Auðunsson, bóndi, Leifs- stöðum, Austur-Landeyjum lést á Grensásdeild Borgarspítalans 9. þ.m. Hann slasaðist fyrir tæplega tveim árum og varð rúmliggjandi eftir það. Leifur var fæddur í Dalseli, . Vestur-Eyjafjallahreppi 26. febrú- ar 1907. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Hafliðadóttir og Auðunn Ingvarsson í Neðra-Dal, Eyjafjöllum. Heimilið í Dalseli var stórt og bar merki um reisn og myndar- brag. Húsmóðirin var greind, góð móðir og mikil búkona. Hún var ættuð úr Mýrdal, systir Jakobínu móður. Guðlaugs Gíslasonar fyrrv. alþm. Auðunn í Dalseli var framsæk- inn og dugandi bóndi. Með búskapnum stundaði hann kaup- mennsku, enda var Dalsel í þjóðbraut áður en brúin kom á Markarfljót. Leifur ólst upp í stórum og mannvænlegum systkinahópi og vandist öllum venjulegum störfum á uppvaxtarárunum, sem til féllu á stóru sveitaheimili. Leifur var söngelskur, eins og mörg systkini hans, hann spilaði á orgel, píanó og harmóníku. Oft var hann fenginn ásamt bróður sínum til þess að spila á skemmtunum. Þótti það góð auglýsing þegar tekið var fram sérstaklega að Dalselsbræð- ur önnuðust hljóðfæraleik. Leifur var áhugasamur um félags- og framfaramál, hann tók virkan þátt í störfum ungmenna- félagsins í hreppnum og átti sæti á mörgum Skarphéðinsþingum. Leifur átti drjúgan þátt í að koma upp fundar- og samkomuhúsi að Heimalandi, sem var nauðsynlegt á þeim tíma, fyrir ungmennafélag- ið og sveitarfélagið. Þá lögðu margir fram sjálfboðavinnu við byggingu hússins, þvi lán til framkvæmdanna var mjög lítið og styrkir frá opinberum sjóðum í því skyni voru óþekktir á þeim tíma. Leifur lærði ungur sund í Reykjavík og var góður sundmað- ur. Hann kenndi sund við Selja- landslaug í mörg ár, löngu áður en slíkir möguleikar voru fyrir hendi yfirleitt til sveita. Leifur var áhugasamur um landsmál og skipaði sér ungur að árum undir merki Sjálfstæðis- flokksins. Hann var fyrsti forrryað- ur Fjölnis, félags ungra Sjálf- stæðismanna í Rangárvallasýslu. Hann sótti marga landsfundi sjálfstæðismanna og var alla tíð mjög áhugasamur um málefni Sjálfstæðisflokksins. Við alþingiskosningarnar 1946 var Leifur í framboði í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Árið 1941 flutti Leifur til Re.vkjavíkur og hóf störf hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs. Hann gerðist félagi í Karlakór Reykja- víkur og naut sín vel í þeim góða félagsskap. Söngur og tónlist hafði ávallt góð áhrif á Leif. Hann var viðkvæmur í lund og alvörugefinn. Þegar svo bar við að daprar hugsanir komu í huga hans, hurfu þær eins og dögg fyrir sólu við söng eða fagra tóna hljóðfærisins. Leifur eignaðist ásamt bróður sínum húseign við Ránargötu í Reykjavík, var það góð undirstaða að hans efnahag og gaf síöar möguleika, sem annars hefðu ekki verið fyrir hendi, m.a. þegar hann stofnaði til búskapar nærri æsku- stöðvum sínum. Árið 1948 fór Leifur til Kaup- mannahafnar og hóf þar söngnám hjá þekktum söngkennara, Kristjan Ríis, og var hjá honum rúmlega eitt ár. I ársbyrjun 1951 hélt Leifur til London og var þar við söngnám í nokkra mánuði. Um þetta leyti var Leifur kominn nokkuð á fimmtugsaldur og nærri því að festa ráð sitt. Stuttu eftir að hann kom heim frá London flutti hann austur að Dalseli ásamt unnustu sinni GuðrúnU Ágústu Geirsdóttur frá Gerðum í Vestur-Landeyjum. Gengu þau í hjónaband árið 1952. Tveimur árum síðar keypti Leifur land austan Vorsabæjar úr Voðmúla- staðatorfu og stofnaði nýbýlið Leifsstaði. Var strax hafist handa um byggingu húsa og ræktun lands. Ári síðar 1955 flutti Leifur með fjölskylduna á nýja býlið ásamt föður sínum hálfníræðum. Var búskapur þeirra feðga á félagslegum grunni fyrstu árin. Auðunn Ingvarsson lést á 92. aldursári 1961. Býlið Leifsstaðir hefur um 200 hektara lands sem er allt ræktanlegt, en nú hafa verið ræktaðir allt að 50 hektarar. Börn þeirra Leifsstaðahjóna eru þrjú: Hrönn, Auðunn og Lára. Hafa þau ásamt móður sinni haldið vel í horfi á Leifsstöðum og unnið áfram að ræktun og stækk- un búsins. Leifur ólst upp í foreldrahúsum við hlýju og ástríki. Það var ekki sársauka- og saknaðarlaust að flytja frá Dalseli, en söknuðurinn og sársaukinn hvarf fljótt eftir að fjölskyldan hafði komið sér fyrir á Leifsstöðum. Þar naut Leifur ávallt heimilisfriðar og ástríkis konu og barna. Á Leifsstöðum var svipað umhverfi og hann hafði vanist í Dalseli. Fjallahringurinn var víður og svipmikill séður frá Leifsstöðum, ekki síður en frá æskustöðvunum. Á Leifsstöðum eignaðist Leifur gott heimili, sem hann bar umhyggju fyrir. Heimil- ið var sá vettvangur sem gaf honum vonir, möguleika og til- gang. Leifur var félagslyndur og kom sér alls staðar vel. Hann var vinmargur og traustur og gladdist með vinum sínum á góðum stund- um. Þegar samferðamennirnir hverfa, rifjast margt upp sem gerst hefur í áratuga samstarfi. Það er ánægjulegt þegar aðeins góðar endurminningar geymast frá löngum kynnum. Þannig er það með Leif ‘Auðunsson sem nú er kvaddur, hann átti enga óvini, vildi engum illt gera, en var ávallt reiðubúinn að veita aðstoð eftir því sem í hans valdi stóð. Þeir eru örugglega margir sem sakna Leifs og minnast góðra kynna við hann og vinsamlegs samstarfs. Konu hans og börnum skal vottuð innileg samúð vegna fráfalls umhyggjusams eiginmanns og föður. Ingólfur Jónsson. Sumarið 1946 var kosið til Alþingis sem oftar. Þá sat við völd nýsköpunarstjórnin, en flokkar þeir, sem að henni stóðu, höfðu traustan þingmeirihluta og héldu enn saman, þótt válynd veður væru bersýnilega framundan. í stjórnarandstöðunni, Fram- sóknarflokknum, var hins vegar uppi sundrung. Aðalforustumanni flokksins, Jónasi Jónssyni frá Hriflu, hafði loks að fullu verið ýtt til hliðar, og flokkurinn bauð mætan fórustumann bænda í héraðinu, Björn Sigtryggsson á Brún, fram gegn honum í Suður-Þingeyjarsýslu. Á það var lagt ofurkapp, að Jónas næði ekki kjöri. Þetta setti Sjálfstæðismenn í nokkurn vanda. Búizt hafði verið við, að Júlíus Havsteen sýslu- maður, sem na'ut mikilla og almennra vinsælda í héraðinu, yrði frambjóðandi flokksins. Á hinn bóginn var freistandi að stuðla að kosningu Jónasar og blása með því móti í glæður þeirrar sundrungar, sem var innan Framsóknarflokksins. Það varð því úr að til framboðs í Suður-Þingeyjarsýslu valdist ekki hinn vinsæli sýslumaður heldur ungur maður austan undan Eyja- fjöllum sem enginn hafði heyrt getið um utan hans heimabyggðar. Þar var hann hins vegar kunnur bæði fyrir stjórnmálaáhuga sinn og fyrir góðan hljóðfæraleik. Það var haft í flimtingum, að Sjálf- stæðisflokkurinn sendi harmóníkuleikara sunnan úr Rangárvallasýslu norður í land til að stuðla með því að kosningu Jónasar frá Hriflu. Þessi maður var Leifur Auðuns- son. Eg var þá í framboði í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir Sósíalistaflokkinn en Bragi Sigur- jónsson, síðar alþingismaður, fyrir Alþýðuflokkinn. Við, þessir þre- menningar vorum eins konar utan garðsmenn í þessum kosningum. Baráttan stóð á milli þeirra Björns á Brún og Jónasar Jónssonar og sú barátta var hatrömm, persónúleg og bitur. Þeir Björn og Jónas gátu ekkert samneyti haft hvor við annan og vildu sem minnst sam- neyti hafa við okkur hina. Það varð því úr, að við þrír héldum hópinn og vorum saman um bíl, enda allir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar. Fundir voru margir, langir og strangir. Með okkur í bílnum var lengst af Júlíus sýslumaður. Var glatt á hjalla í þessum hóp og mikið sungið en alvara baráttunnar hvíldi yfir herbúðum þeirra Björns og Jónas- ar. Við gátum stundum tekið einn mann í viðbót í bílinn og fluttum þá bændur af fundum, flesta fylgismenn Jónasar. Settum við þá upp lausnargjald áður en þeir fengju að stíga út, en það var í því fólgið, að þeir yrðu að heita því að kjósa ekki nafna minn frá Hriflu en mættu kjósa hvern sem beir vildu annarra. frambjóðenda. Kom þá skrítinn svipur á ýmsa, en við höfðum gaman af. I þessum ferðum urðum við Leifur Auðunsson heilmiklir mátar. Við bjuggum saman í her- bergi á Laugum og fórum í sund, þegar við gátum. Þingeyingar ráku upp stór augu og spurðu, hvernig kommúnisti og íhalds- maður gætu búið í sama herbergi. Á fundum bauð Leifur af sér hinn bezta þokka. Hann var áheyrilegur ræðumaður og einlægur í mál- flutningi. Boðskapur hans var mjög í anda ungmennafélaganna og hefði því að öðru jöfnu átt að eiga hljómgrunn hjá Þingeyingum. Hann henti gaman að sögum um framboð sitt og harmóníkuleik. í lok fundanna var hann vanur að segja, að því miður hefði hann ekki nikkuna með sér, en hér væri þó allténd orgel. Síðan settist hann niður, lék á hljóðfærið og stjórnaði söngnum. Var þá sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ og önnur góð lög, og þótti öllum þetta mikill léttir eftir argaþras fundanna og illvígar deilur á stundum. Eftir þessa framboðsferð fyrir meira en þrjátíu árum lágu leiðir okkar Leifs Auðunssonar ekki saman. Eg vissi lítið um, hvað á daga hans dreif, nema að hann reisti myndarlegt bú í heimabyggð sinni, sem blasti við öllum, er þar fóru um vegi. Við andlát hans rifjast þó upp minningar um góðviljaðan og hjartahreinan mann, sem í refskák stjórnmál- anna var teflt fram til fórnar í ókunnu héraði, en varð eigi að síður átthögum sínum og flokki til sóma. Jónas H. Haralz. Vinarkveðja „Eitt sinn verða allir menn að deyja." Þessar Ijóðlínur koma upp í huga mínum, er ég minnist hér látins vinar, Leifs Auðunsson- ar frá Dalseli, síðar bónda á Leifsstöðum í Austur-Landeyjum. En hann var mikill tónlistar- unnandi, hljóðfæraleikari og söng- maður góður. Ef það væri mæli- kvarði meðal okkar hér í jarðneska lífinu að eftir langvarandi veikindi og þjáningar, þá stæði eilífðar- heimurinn manni opnari, þá ætti landtakan handan við gröf og dauða að vera fljóttekin hjá vini mínum Leifi Auðunssyni. Því í tæp tvö ár er hann búinn að liggja á sjúkrahúsi meira og minna þjáður. Þegar að þessum leiðarlokum rifjast upp endurminningarnar úr átthögum okkar Leifs undir vestur Eyjafjöllum. Fyrstu kynni mín af Leifi voru þegar hann kom sem aufúsugestur til okkar í barnaskólann að Yzta-Skála, til þess að kenna okkur leikfimi og íslenzka glímu, en hann hafði aflað sér undir- stöðumenntunar á því sviði. Var þetta okkur kærkomin heimsókn, því ekki var um mikla fjölbreytni að ræða í fásinninu í þá daga. Jafnframt kenndi hann okkur söng og náði á því sviði ótrúlega góðum árangri. Eftir skamma stund var hann kominn með blandaðan barnakór. Þótti okkur skólabörnunum þetta sannkallaðir hamingjudagar. Og við hækkandi sól og grósku jarðar, þegar náttúran tók að syngja í kyrrð fjallanna, þá kailaði Leifur okkur enn á ný saman og nú til þess að nejna sundíþróttina í hinni alþekktu Seljavallalaug. Nú í dag mega margir Eyfelling- ar sundkunnáttu sína Leifi Auðunssyni þakka. Leifur kom mér fyrst þannig fyrir sjónir sem hugljúfur og glaður maður, sem hvers manns vanda vill leysa með sérstakri háttvísi og orðvendni. Þegar árin liðu lágu leiðir okkar að nýju saman, og nú í ungmenna- félagshreyfingunni, en hann var formaður Ungmennafélagsins Trausta um árabil. Var hann þar mjög virkur um félagslíf, íþróttir og sönglist. Eins og gengur í félagsmálum, þá voru ekki allir á eitt sáttir, og er mér minnisstætt hvað hann var laginn við að samleiða andstæður og bera klæði á vopnin með sinni alþekktu prúðmennsku og drengskap. Mér er alltaf minnisstætt þegar við félagar í „Trausta" héldum íþróttanámskeið að Heimalandi, hvað hann lagði sig fram um það að ná bændum sveitarinnar á kvöldvökur hjá okkur til þess að taka þátt í söng og bændaglímum. Má segja, að þar hafi hann fengið eldri mennina til þess að leysa úr læðingi eldmóð æsku sinnar. Einn þáttur í lífi Leifs mun vera þjóðþekktur á þessu umrædda tímabili, „Dalselsbræður leika“. Á ég þar við Leif og Valdimar bróður hans, en þeir léku vítt og breitt um Suðurland á harmónikur, fyrir dansleikjum, var þá ekkert verið að tala um tímakaup, jafnvel þótt leikið væri fram undir morgun. Eru margir í dag sem muna mættu gleðistund undir tónlist þeirra bræðra. Fyrir allar þessar ánægjustund- ir frá ungdómsárunum skal vinur minn Leifur hafa hugheilar þakkir frá mér, og ég veit frá mörgum okkar samtíðarmönnum, þegar hann nú kveður þennan jarðneska heim. Á þessum tímamótum skrifaði hann langa grein í tímaritið Skinfaxa, sem gefið var út af Ungmennafélagi íslands um félagslífið í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, og bar hún Leifi fagurt vitni um félagshug hans. Honum var létt um að lyfta penna, hvort heldur var um bundið mál eða óbundið. Mig langar í þessu tilfelli að minnast að litlu leyti á foreldra Leifs og fjölskyldulíf í Dalseli. Ég átti þess kost að dveljast tvö hausttímabil á heimilinu í Dalseli og vann ég þar við jaröarbætur. Vakti það strax athygli mína hva^Aí’milisumgengnin þar var með nnuí5 sóma, og virðing sem hver einstakur fjölskyldumeðlim- ur bar fyrir öðrum. Leyfi ég mér að segja, að þar hafi orðhelgi setið í öndvegi, skorti þó ekki gleðina eða skopskynið, án allrar græsku og virtist sumum hverjum systkinanna vera létt verk um að tjá sig í bundnu máli, þótt ekki væri verið að flíka því. Höfuðpersónur heimilisins voru að sjálfsögðu húsbóndinn og kaup- maðurinn Auðunn Ingvarsson og húsfrúin Guðlaug Hafliðadóttir, sem að mínu viti skópu þennan heimilisbrag. Og ég minnist þess að ég heyrði aldrei stóryrði fljúga innan þessarar stóru fjölskyldu. Er maður kom inn á heimili Leifs og eiginkonu hans, frú Guðrúnar Geirsdóttur á Leifsstöð- um, þá var ekki annað að heyra en að Leifur hefði tekið þessa heimil- isháttprýði frá Dalseli með sér sem veganesti og innleitt hana inn á sitt eigið heimili á Leifsstöðum. Það gleður mig að minnast hér á eitt atriði, er varðar höfðingjann Auðunn frá Dalseli. Eitt sinn var víst þröngt í búi á heimili mínu, eins og títt var um vetur, þegar fyrirvinnur heimilanna voru á vertíð. Þá barst móður minni bréf, en hún var þá nýorðin ekkja, undirskrifað frá Auðuni Ingvars- syni, þess efnis að senda til sín mann með pöntun á vöruúttekt eftir þörfum og fylgdu vöruúttekt- inni engir skilmálar. En Auðunn rak verslun í Dalseli. Ég verð ábyggilega gamall maður, ef ég gleymi þessu bréfi. Ég fer ekkert dult með það, að mínar þjóðmálaskoðanir mótuðust mjög svo mikið af mannkosta- manninum Auðuni Ingvarssyni, og iðrast ég þess ekki. Þegar ég nú kveð vin minn Leif Auðunsson að sinni, þakka ég honum alla mannkosti og vináttu mér til handa og ógleymanlegar ánægjustundir í lífinu. Bið ég honum allrar blessunar í eilífðar- heimi. Veit ég að þar verður vel á móti honum tekið af alvaldinum mikla, sem vefur hann kærleiks- örmum eftir langar þjáningar. Einnig mun honum verða tekið með fagnandi örmum af látnum ástvinum, sem voru honum ávallt svo kærir. Eftirlifandi konu Leifs, frú Guðrúnu Geirsdóttur, og börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim allrar blessun- ar í lífi og starfi. Megi trúin á Guð verða þeim leiðarljós í lífinu. Veit ég að það mun og vera ósk og bæn hins látna vinar, Leifs Auðunssonar, þeim til handa. } trúnni á eiðlifðarlífið getum við sameinast um það „að eitt sinn verða allir menn að deyja". Með vinarkveðju. Ólafur Jónsson frá Skála Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargrcinar vcrða að bcrast hlaðinu mcð góðum fyrirvara. Þannig vcrð- ur grcin. scm birtast á í miðvikudagsblaði. að hcrast í síðasta lagi fyrir hádcgi á mánudag og hliðstætt mcð trcinar aðra daga. Grcinar °ga ckki vcra í scndibrcfs- ni cða hundnu máli. Þær að vcra vclritaðar og góðu linuhili. Lítið barn hefur lítið sjónsvið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.