Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 41

Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 41
fclk f fréttum Hárgreiðslustofa Leirubakka 36, sími 72053. Tísku permanent. Klippingar. Lokkalýsingar. Blástur. Glansvask. Næringanudd o.fl. Opiö virka daga frð 9—6, laugardaga 8—3. Reynið viöskiptin. Lira Daviósdóttir, Björk Hreiöarsdótti. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 + KVENHATTAR þykja ætíð forvitnilegir. Brodway-stjarnan Constance Towers, sem um þessar mundir leikur í söngleiknum „The King and 1“ í New York, skemmti sér við það dag nokkurn heima í íbúðinni sinni að setja upp ýmsar gerðir af höttum, en ljósmyndari AP-fréttastofunnar fékk að vera viðstaddur. Við rekjum þá sögu ekki frekar, en eins og sjá má, eru hattarnir bersýnilega fyrir dömur að nota úti á götunum eða í samkvæmum. Og gamla hattatízkan endurvakin. — En nóg um það. + BRÚÐKAUPSTERTA. Hér er tertugerðarmeistari einn í New York, ánægður með verk sitt, ístertu, sem hann hafði gert fyrir vini sfna er gengu í hjónaband fyrir nokkru. — En þegar til kom skáru brúðhjónin aldrei þessa veglegu tertu. — Á sfðustu stundu ákváðu þau að hafa ekkert tilstand f kringum borgaralega hjónavígslu sína, þvf það myndi aðeins verða til þess að draga þangað blaðamenn, Ijósmyndara og aðrar óæskilegar persónur — undir slíkur kring- umstæðum. Brúðhjón þessi, sem töldu sig myndu lenda svo í sviðsljósinu voru John Erlich- man, var einn nánasti starfsmað- ur Nixons og er nýkominn úr fangelsi eftir að hafa afplánað refsingu fyrir þátt sinn í Water- gate-málinu — og Christie Peacock, 26 ára gömul. Tertu- gerðarmeistarinn, Donald Gould, var svaramaður við giftinguna. Sú athöfn tók nákvæmlega 12 mfnútur, sögðu blöðin. + ÞESSARI ungu konu var rænt í Mexikóborg fyrir nokkru. Hún er Brianda Domecq de Rodriguez. Faðir hennar var búinn að leggja fram lausnarfé, 5 milljónir dollara, fyrir dóttur sína. Skyldi einn úr hópi mannræningjanna ná í peningana. Hann féll þá í hendur lögreglunnar í Mexikóborg, sem lét hann fylgja sér á staðinn þar sem vinir hans voru, og konan höfð í haldi. Þar gerðu lögreglumennirnir skyndiáhlaup á vistarverur mannræningjanna. í þeim átökum var enginn skotinn, en fimm mannræningjar handteknir og stúlkunni bjargað ómeiddri úr höndum þeirra. / kvöld klukkan níu verðum við í sjónvarpinu í bráðskemmti- legri auglýsingu frá Erni og Örlygi, og svo verðum við aftur í sjónvarpinu á mánudags- kvöldið klukkan níu og svo á miðvikudaginn klukkan hálf- níu. Bless á meðan. Mikki refur ogLilli klifurmús

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.