Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
KfoFINÖ
Onákvæm
vinnubrögð?
Hér fer á eftir bréf þar sem
fjallaö er um hiustendakönnun
útvarpsins og vinnubrögð við hana
og telur bréfritari sig haf-a ýmis-
legt við þau að athuga.
„Velvakandi:
Grein sú, er birtist hjá Velvak-
anda 15. nóv. sl. um hlustenda-
könnun Ríkisútvarpsins, sem Ólaf-
ur Ragnar Grímsson annaðist
fyrir nokkrum árum, hefur vakið
mikla athygli. Einkum þó umsögn
dr. Halldórs Guðjónssonar, sem á
var drepið í áðurnefndri grein
Sigurjóns Jónssonar. Þar er flett
ofan af vinnubrögðum Ó.R.G., þ.e.
skýrslugerð hans um fyrrnefnt
verkefni, og raktar eru nokkuð
umsagnir dr. H.G. þar að lútandi.
Þar segir m.a.: „Það er varla
nokkur setning í skýrslunni, sem
telja má rétta.“ — „Ef málið á
skýrslunni er fyrir miskunnar
sakir kallað íslenzka, þá er það svo
vond íslenzka, að firnum og
býsnum sætir.“ — (Dæmi: „Hvað
Ensku knattspyrnuna snertir, sker
hlustunin sig úr; hún er heldur
hærri en alltaf og oft til sam-
ans“???). — Enn segir: „En þótt
allar málvillur og ambögur skýrsl-
unnar væru leiðréttar, væri hún
samt illa skrifuð, óskýr og orð-
mörg.“ — Og enn segir, að
„uppiýsingar í skýrslunni (séu) svo
ónákvæmar, að óhugsanlegt væri
að treysta þeim“ o.s.frv.
Það er mjög þarflegt verk, sem
Sigurjón Jónsson hefir unnið, að
benda fólki á, hvers konar vinnu-
brögð Ó.R.G. hefur tamið sér. Geta
má nærri um vinnubrögð hans
annars staðar, þar sem hann á
ekki á hættu neinar umsagnir á
borð við fyrrnefndan ritdóm. Vert
er þetta eftirtektar, þar sem
Ólafur hefur allt frá því að hann
kom frá námi, vaðið uppi í
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Eir þiirf á löggjöf um svíning-
ar? l>a>r eru ávani og geta oft
verið mjiig skaðlegar. í þessum
dálki hefur verið sneytt hjá
pólitiskum efnum en sú staðreynd
stendur óhiigguð. að löggjafar-
valdið virðist ekki nýta sér vald
sitt á þessu sviði og mál er komið.
að einhver fari að heimta það.
Gjafari suður, norður-suður á
hættu.
Norður
s. Agio
H. K10832
T. Á1072
Vestur
S. 97642
H. Á6
T. K43
L. D65
L. 7
Austur
S. D8
II. G9754
T. G98
Suður L- 832
S. K53
H. D
T. D65
L. ÁKG1094
Eftir að suður hóf. sagnir á einu
laufi varð hann sagnhafi í þrem
gröndum og vestur spilaði út
spaðafjarka.
Suður þóttist hafa himinn hönd-
um tekið aö fá svíninguná ókeypis
strax í fyrsta slag. Hann lét tíuna
frá borðinu en varð að taka
drottninguna með kóng. Hér hefðu
stjórnvöld átt að grípa í taumana.
Sagnhafi hafði tapað spilinu án
umhugsunar.
Þegar suður spilaði laufunum
fékk vestur á drottninguna. Hann
hélt áfram með spaðann en
sagnhafa vantaði innkomuna til að
taka slagina, sem biðu tilbúnir á
hendinni. „Þolinmæðin þrautir
vinnur allar“, sagði vestur þegar
hann skrifaði 200 í sinn dálk að
spilinu loknu en hann hafði haldið
áfram spaðasókn sinni við hvert
tækifæri.
En undir eftirliti Rannsóknar-
lögreglu ríkisins hefði suður ef-
laust únnið spilið. Þá hefði verið
sjálfsagt að taka fyrsta slaginn
með spaðaás og laufsvíning í
næsta slag hefði einnig verið
eðlileg og sjálfsögð. Vestur hefði
fengið á drottninguna en framhald
spaðasóknarinnar hefði þá gefið
sagnhafa spaðasvíninguna, sem
hann afneitaði í fyrsta slag. Og í
öllu falli yrði spaðakóngurinn
örugg innkoma á hendina og níu
slagir öruggir, sma hvernig vörnin
berðist.
Ertu að reyna að sanna að þú
sért kominn af öpum?
COSPER
Komdu hingað til pabba. — Ég ætla að tala nokkur alvarleg orð við
þig!
Fyrsta tízku-
sýning karla
KARON, samtök sýningar-
fólks, gengst fyrir tízkusýn-
ingu á Hótel Sögu annað
kvöld, sunnudag, 26.
nóvember, kl. 22.00. A efnis-
skránni er tízkusýning karla,
sýning á kvenfatnaði og dans.
Sú tízkusýning karla, sem
nú verður, mun vera hin
fyrsta sinnar tegundar hér-
lendis. Sýndur er fatnaður
frá verzluninni Bonaparte og
fatnaður, sem Colin Porter
hefur sérhannað, en hægt er
að láta sérsauma karlmanna-
og kvenfatnað í verlunum
Karnabæjar.
Þá er danssýning á vegum
Dansskóla Heiðars Ástvalds-
sonar kl. 22.45. Mun Birgir
Jónsson „Travolta" sýna
sólódans úr kvikmyndinni
Saturday Night Fever og þau
systkin Birgir og Ástríður
verða með fleiri dansatriði úr
kvikmyndinni. Því næst mun
parið, sem sigraði í Mara-
þon-danskeppninni, sem hér
var í haust, sýna dans og að
lokum dansa þau Heiðar Ást-
valdsson og Edda Pálsdóttir
rúmbu og Pasodoble.
Loks er hálfrar stundar
tízkusýning á innfluttum og
íslenzkum kvenfatnaði frá
Karnabæ.
Karon-samtökin voru stofn-
uð 1971 af sýningarfólki, sem
hafði áhuga á að koma breyttu
formi á tízkusýningar. Hanna
Frímannsdóttir, stjórnandi
samtakanna, sér um að kynna
félagsmönnum það helzta, sem
er að gerast í tízkuheiminum
hverju sinni.
Að sögn Svölu Haukdal, sem
starfar hjá samtökunum,
Hluti félagsmanna Karon, samtaka sýningarfólks.
munu nú um þrjátíu manns
starfa að jafnaði við sýningar
hjá samtökunum. Félagsmenn
eru aðallega milli tvítugs og
þrítugs. Reynt hefur verið að
sýna fatnað fyrir fólk yfir
þrítugt, en erfiðlega gengið að
fá konur ti! að gefa sig í
tízkusýningarstörf fyrir þann
aldurshóp.
Hanna Frímannsdóttir kvað
það vera á stefnuskrá samtak-
anna að vera með tízkusýning-
ar árlega bæði með reyndu og
óreyndu sýningarfólki, en
kvað erfiðleika vera í sam-
bandi við það, þar sem starf-
semi samtakanna er borin
uppi af félagsmönnum ein-
göngu og er mikið og tíma-
frekt starf, en langflestir
stunda aðra vinnu.