Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 3 Almenna bókafélagið: Sagan um Sám komin á íslenzku BÓK sænska rithöfundarins, Per Olof Sundmans, „Sagan um Sám, er komin út á íslenzku hjá Almenna bókafélaginu. Sagan er byggð á Hrafnkels sögu Freygoða og þótt hún beri svip nútímans er hún í raun óháð tima. Sagan um Sám hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum, en hún kom út í Svíþjóð í apríl 1977. í ráði er að kvikmynda söguna hér á landi næsta sumar undir leikstjórn Þjóðverjans Peter Stein. í fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar á íslenzku segir Al- menn bókafélagið m.a.: Sagan um Sám er ein af þeim norrænu bókum sem einna mesta athygli vakti síðast liðið ár, ekki eingöngu fyrir sérkennilega aðferð við samningu hennar, heldur einnig fyrir stórbrotnar mannlýs- ingar og markvísa ádeilu. Sagan er þannig samin, að eitt af listaverkum Islendingasagna, Hrafnkels saga Freysgoða, er færð til nútímans, og úr verður skörp skilgreining á ýmsum óhugnanleg- um þáttum í samtímanum. Sagan um Sám er kynnt m.a. á þessa leið: „Sundman fylgir þræði Hrafn- kels sögu en gerir hana miklu fjölbreytilegri, leggur m.a. áherzlu á þátt kvennanna í atburðarásinni og skapar margar nýjar persónur, svo sem ungu stúlkuna Ásu sem er í senn áhrifavaldur og umkomu- leysingi, Guðrúnu, konuna sem allt sér, og skáldið Geir, sem sér inn í framtíðina en getur ekki haft áhrif á hana. Sögusvið er Island, en sagan er þó ekki íslenzk, því að í henni eru þjóðveldislögin enn í gildi. Þau gera ekki ráð fyrir framkvæmda- valdi. Því er unnt að drýgja glæpi, drepa menn, án þess að hegning komi fyrir, ef hinn seki er svo voldugur að mótherjihn ræður ekki við hann. Svo einkennilega vill til, að þfetta fjarlægir söguna ekki nútím- anum, þvílíkar reglur eru við lýði víða í heiminum, þó að yfir það sé breitt í orði. Sagan um Sám hefur farið sigurför um öll Norðuriönd og Per Olof Sundman Þýzkaland og er í ráði að kvik- mynda hana hér á íslandi innan skamms." Eirikur Hreinn Finnbogason hefur þýtt Söguna um Sám á íslensku. Hún er 277 bls. að stærð og er unnin í Prentverki Akraness. Kjarvalsstaðir: Einnig í bann h já í slenzkri graf ík MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist fundarsamþykkt fclagsins íslenzkrar grafíkur. þar sem fram kemur að félagið lýsir yfir eindregnum stuðningi við Félag íslenzkra myndlistar manna í deilunni um skipan stjórnar á Kjarvalsstöðum. Segir ennfremur, að félags- menn muni því sniðganga alla listræna starfsemi þar meðan deila þessi stendur og hvetur borgaryfirvöld til að leysa deil- una fljótt og farsællega. Sjúkraflug tíl Grænlands í FYRRADAG fór flugvél frá Flugfélagi Norðurlands á Akur- eyri, flugmaður Sigurður Aðal- steinsson í sjúkraflug til bæjarins Scoresbysund á austurströnd Grænlands. — Tveir læknar.frá Akureyri fóru með í sjúkraflugið en sjúklingurinn, sem sóttur var, var ung stúlka sem var mjög alvarlega veik í höfði. Mun hún hafa verið nær meðvitundarlaus. Flugið frá Akureyri til Grænlands tók um tvo tíma. Flugskilyrði voru all sæmileg og lenti Sigurður flugvélinni á ís við bæinn. Höfðu heimamenn lýst upp „flugbraut- ina“ með logandi olíulugtum. — Strax eftir lendinguna var komið með sjúklinginn á hundasleða. Þar var þá um 20 stiga gaddur. — Flogið var í einum áfanga til Reykjavíkur og lenti flugvélin hér á Reykjavíkurflugvelli heilu og höldnu um kl. 7 um kvöldið. Grænlenska stúlkan var flutt beint á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Ljósm. Mbl. Emilía Forsetinn fékk fyrsta„forseta ”peninginn Fulltrúar Hrafnseyrarnefndar gengu í gærmorgun á fund dr. Kristjáns Eldjárns, forseta Islands, og afhentu honum fyrsta settið af nýjum minnispeningum í tilefni af hundruðustu ártíð Jóns Sigurðssonar forseta, sem nefndin hefur látið slá og mun ágóða af sölu þessa penings verða varið til framkvæmda á fæðingarstað Jóns forseta. Á myndinni sést Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri og formaður Hrafnseyrar- nefndar, afhenda forsetanum settið en ásamt þeim sjást nefndarmennirnir Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli og Hannibal Valdimarsson. MARGIR MALDA AÐ HÁTALARAR SCL) AÐEINS FYRIR ATVINNUMENN • •• en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara, notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér. Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess. AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um - VELJIÐ AR HÁTALARA. H FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.