Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 12

Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Fjölbreytt en B tilviljunarkennd H Klemenz á Sámsstöðum. Það var einkum vegna þess að hún er heimild um merkilegt brautryðjendastarf Klemenzar Kristjánssonar í íslenskum land- búnaði og gefur góða mynd af þeim erfiðleikum og skilnings- skorti sem frumkvöðlar á borð við Klemenz mæta oft á tíðum. 1 Það er áreiðanlegt að vart er hægt að hugsa sér öllu erfiðara verkefni, en það sem Klemenz setti sér, þ.e. að breyta búskaparháttum islenskra bænda, enda hefur starf hans enn ekki borið þann árangur sem vert væri, sakir þess hve breytingar hafa löngum verið óvinsælar meðal íslenskra land- búnaðarfrömuða. Starf Klemenzar hefur engu að síður borið mikilsverðan árangur. Svo sem tilraunir hans á sviði kornræktar, sandgræðslu og skjól- Líf og starf frumkvöðuls ÖLDIN OKKAR Minnisverð tíðindi 19fil - 1970 Gils Guðmundsson og Bjiirn Vignir Sigurpálsson tóku saman. Iðunn 1978. Flestir Islendingar munu kann- ast við Aldirnar, hafa að minnsta kosti einhvern tíma gluggað í þær. Þær eru til á mörgum heimilum og þeim er oft flett í því skyni að rifja upp liðna atburði. Auk þess hafa þær skemmtanagildi eins og dæm- in sanna. Gils Guðmundsson Aldirnar eru ekki bara þurr upprifjun stóratburða eins og til dæmis landhelgissigra, gosa og húsbruna, heldur er þess freistað að minna á ýmislegt spaugilegt. Til dæmis er töluverðu rúmi eytt í að skýra frá því að útlendingur nokkur hafi bitið eyrnasnepil af gestgjafa sínum í Reykjavík. Þetta gerði útlendingurinn vegna þess að Páli H. Jónssoni Berjabítur. Ilelgafell. Reykjavík 1978. Ljóðaunnendum er Páll H. Jónsson að góðu kunnur. Nú hefur hann sent frá sér bókina Berjabít- ur sem er „fyrst og fremst ætluð börnum, barnabörnum, ömmum og öfum. Öllum öðrum er velkomið að lesa hana,“ svo vitnað sé í bókina sjálfa. Sagan Berjabítur gerist í raun- verulegu umhverfi en frásögnin um fuglinn er ævintýri og í ljósi þess verða atburðarás og samtöl eðlileg. Þær persónur sem lýsa upp söguna eru Afi og Amma. Auk þess veit lesandi um Öbbu dóttur þeirra, sem amma talar stundum við í sveitasímann og barnabörnin eru lítið eitt kynnt fyrir lesanda. Svo er fuglinn Berjabítur, sem hefur villst yfir hafið til þessa „skítalands". Beinn frásöguþráður er ekki langur og fljótsagt frá ef ekki er skyggnst dýpra. En lýsing höfund- ar á Holtinu og öllu því sem þar lifir er svp vönduð og nákvæm að ósjálfrátt verður hún í vitund lesanda eins og fallegt málverk sem hann hefur hrifist af. „Einn morgun gekk konan í skólanum upp í holtið, hreyfði Bökmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hann fékk ekki að leita ásta húsfreyju í friði fyrir afskiptasemi eiginmannsins. Bók eins og Öldin okkar er í raun og veru áhrifamikil bók. Það skiptir til dæmis nokkru máli hvernig sagt er frá stjórnmálum Björn Vignir Sigurpálsson og stjórnmálamönnum. En sann- ast sagna gleymist það fljótt hverjir sátu í ríkisstjórn eða hvaða flokkur fékk flest atkvæði í kosningum. Minnisstæðara getur það til dæmis verið að Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsráð- herra bjargaði tiu ára dreng og rosknum manni írá arukknun í Viokj.r.öfii 27. ágúst 1970. Páll H. Jónsson mold og gróðursetti tré. Hendur hennar voru með þeim hætti að þaar blönduðu blessun í moldina, svo tréð óx og dafnaði". Gróðurinn í Holtinu birtist ekki Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Nú hefur nýr maður bæst í hóp þeirra sem fást við að taka saman Aldirnar, þeas. samtímasögu í máli og myndum. Þessi maður er Björn Vignir Sigurpálsson. Til- koma hans ætti m.a. að girða fyrir það að Gils Guðmundsson birti aprílgabb Morgunblaðsins sem heilagan sannleika eins og hann gerði í bindinu á undan þessu af einskærri trú á heiðarleik og sannsögli blaðsins. Af því að þessi umsögn er birt undir bókmenntahaus langar mig til að minnast lítillega á þátt bókmennta í Öldinni okkar 1961—1970. Það sem flýtur með af bókmenntafréttúm mótast náttúr- lega af smekk þeirra Gils og Björns. En heldur þykir mér það klén lausn þegar sagt er frá bókum sem athygli hafa vakið að endur- prenta það sem útgefendur birta í auglýsingaskyni á bókarkápum. Þetta virðist vera nær algild regla hjá þeim kumpánum. Nær hefði verið að birta sýnishorn þess sem skrifað hefur verið í blöð um þessar bækur eins og tíðkaðist áður fyrr. Það gæti til dæmis gefið nokkra hugmynd um bókmennta- umræðu tímabilsins. Það er mjög af skornum skammti sem hér kemur fram um listir. Tilviljunarkennt i meira lagi er það hvaða listamenn eru taldir fréttamatur á þessum blöðum. Það ber þó að hafa í huga að stærð bókarinnar stendur í vegi fyrir því að unnt sé að gefa viðunandi mynd af lista- og menningarlífi. Nauðsynlegt er að bók af þessu tagi sé fjölbreytt. Það er hún líka. En kannski hefur um of verið gælt við þörf fóM»n fýrir sensasjón í beoou niridi Aldarinnar okkar. Hvernig verður þá næsta bindi ef þessari stefnu verður haldið áfram? í þurri upptalningu: „Biágresið kann sér ekki læti og bruðlar með blóm, svo að flugurnar vita ekki sitt rjúkandi ráð.“ — „Umfeðm- ingurinn fléttar blómsturkörfur upp um allar lautir" — „Holtið er upphaf sögunnar. Hún er vetrar- saga“. Lífið í Holtinu er í raun og veru það líf, sem Afi hrærist í. Amma tekur þátt í áhugamálum Afa en þau snerta hana ekki eins djúpt tilfinningalega. „í fyrra var hann allur í stráum, núna er hann allur í fuglum", segir hún í símann við Öbbu. Og þegar Afi lítur út um gluggann einn morguninn, sér hann ókunnan fugl í Holtinu. Sá situr í einu trénu og étur reyniber. Ahugi Afa er vakinn og ævintýrið hefst. Fuglinn segist heita Berjabítur. Afi getur hvergi fundið hans getið í Fuglabókinni. Fuglinn er hvorki danskur, norsk- ur eða rússneskur. Hann er frá Kasmúr. Afi og Berjabítur tala saman, — tala mikið. Samtöl þeirra eru létt og skemmtileg. Afi reynir að leiðbeina Berjabít heim aftur, en það mistekst. Berjabítur týnist. En hann kemur aftur. Og þótt hann sé hrokafullur, eigin- gjarn og neikvæður, ber Afí mikla umhyggju fyrir honum. Hann veit að slíkir eiginleikar eru ekki vænlegir og síst í vetrarhörkunni í Holtinu. Ekki ætla ég að rekja hér þessa hugþekku sögu, sem vel er hægt að heimfæra sem dæmisögu um mannleg samskipti. Þeir ungir og gamlir sem meta umhverfi sitt og hafa augun opin fyrir því lifandi og smáa þar, hljóta að hafa gaman af þessari bók. Frágangur bókarinnar er vand- aður. Sigurlaugur Brynleifssoni KLEMENZ Á SÁMSSTÖÐUM endurminningar 152 bls. Iðunn, Reykjavík 1978. Fólk á mínu reki hefur yfirleitt meiri áhuga á framtíðinni en fortíðinni og er því fátítt að það Bókmenntlr SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON lesi ævisögur sér til ánægju. Enda er ég viss um að ég hefði ekki lesið þessa, nema vegna þess að mér var faíið að skrifa nokkur orð um hana, en hvað sem líður áliti mínu og áhuga á þessum eilífu ævisög- um misjafnlega merkra manna og kvenna yfirleitt, er það engu að síður staðreynd að ég las endur- minningar Klemenzar á Sámsstöð- um mér til ánægju. Ingólfur Jónsson frá Prests- bakkai Dvergurinn með rauðu húfuna Bókaútgáfaan Fróði — Reykjavík Dvergurinn með rauðu húf- una er lítið, skemmtilegt ævin- týri eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Ævintýrið er um dverginn- sem átti ekkert bað heima hjá sér og varð því að fara niður að sjó til þess að baða sig. Hann átti líka húfu, sem hafði þá náttúru, eins og margar húfur í ævintýrum, að ef hann setti hana á höfuð sér varð hann ósýnilegur. Það óhapp henti litla dverg- inn, eitt sinn er hann var að baða sig í sjónum, að stór fugl tók húfuna hans, þar sem hún lá á milli steina í fjörunni eins og Bðkmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR beltagerðar, en því miður er lítið um það að íslenskir bændur hafi hagnýtt sér þá vitneskju sem þessar tilraunir leiddu i ljós. Öll íslenska þjóðin hefur hins vegar hagnýtt sér afrakstur einn- ar tilraunar Klemenzar á Sáms- stöðum, en við tilraun hans með kartöflurækt, komu í ljós þeir eiginleikar „Gullaugans", sem hafa gert þetta kartöfluafbrigði svo vinsælt sem raun ber vitni. Frásögn Klemenzar er mjög eðlileg og lipur, en ekki skreytt neinum úthugsuðum tilþrifum í stil eða máli og er það vel, því þetta gerir persónu hans raun- verulegri og færir hann nær lesandanum, sem fær það á tilfinninguna að Klemenz sitji á spjalli við sig eins og íslendinga er siður. Þessi bók er ekki mikill skemmtilestur og fjallar ekki um glens og gaman í gamla daga, eins og alsiða er í ævisögum nútildags. Hún hefur fyrst og fremst að geyma fróðleik um líf og starf merks manns. Það er meira en hægt er að segja um margar ævisögur, sem meira brambolt er í kringum og hærra lætur í. fötin hans. Dvergurinn fór að gráta er hann fann hvergi húfuna sína. Þá kom álfkona. Hún vildi hjálpa honum og fór með hann heim í höll álfakóngs- ins. Þar sá hann í töfraspegli sker langt úti á sjó. Þar var húfan hans. Og nú þurfti dvergurinn í langt og erfitt ferðalag til þess að sækja húfuna sína. Ingólfi lætur vel að segja. ungum börnum frá. Þetta er létt og gott ævintýri, prýtt ágætum myndum eftir Þóri Sigurðsson. V etrarsaga úr Holtinu Lítið ævintýri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.