Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
Hvað segja þeir um „kauprán" ríkisstjórnarinnar? Hvaö segja þeir um „kauprán"
MORGUNBLAÐIÐ leitaði til forystumanna í
verkalýðshreyfingunni og spurði þá álits á frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir 1. desember n.k.
Einnig spurði Mbl. þá, hvort þeir teldu að nú væri um að
ræða „kauprán“ af öðru tagi en fólst í efnahagsaðgerðum
fyrri ríkisstjórnar og ef svo væri í hverju sá munur væri
fólginn. Svör þeirra fara hér á eftir«
Verkaiýðshreyfingin alltaf
metiö aðrar kjarabætur
— Þetta frum-
varp er flutt
veftna þess vanda
sem við stöndum
frammi fyrir
vejjna hækkandi
verðlajís síðustu 3
mánuði of{ nemur
verðbótaþátturinn
14,13% og blasir
þessi vandi við
öllum, sagði Eðvarð SÍKurðsson
form. DaKsbrúnar.
— Aðferðin að finna aðrar
leiðir ok meta til jafns við
kauphækkanir er ekkert nýmæli,
en bæði niðurnreiðslur, skatta-
lækkun ojj félaKslegu umbæturnar
eijía að koma öllu launafólki til
tíóða. Að vísu eru hinar félagslegu
umbætur nokkur eftirgjöf og
„eftirákaup" en ég vona að laun-
þegar meti þetta allt og samanlagt
eiga þessi atriði að vega móti 8%
kauphækkun. Verkalýðshreyfingin
hefur ávallt verið reiðubúin að
meta aðrar kjarabætur en beinar
launahækkanir, en það r ekki með
óblandinni ánægju að þetta er gert
með lagasetningu, því eðlilegra
hefði verið að semja um þessi
atriði í kjarasamningunum.
Ef framkvæmdin verður eins og
skoðanaskiptin pá er allt fals
„Það er ýmislegt
jákvætt í þessu
frumvarpi en
fleira er þó nei-
kvætt og ég sé
engan mun á
þessu og aðgerð-
unum í febrúar,
sem ég var harð-
ur á rnóti," sagði
Kristján Ottós-
son, formaður Félags blikksmiða.
„Eg get ekki séð annað út úr
þessu frumvarpi en að þeir, sem
áður fullyrtu að laun væru ekki
orsök verðbólgunnar, hafi um leið
og þeir settust í valdastólana snúið
við blaðinu og telji nú iaunin
aðalorsökina.
Það sem mér finnst jákvætt við
frumvarpið eru fyrirheitin um
félagslegar aðgerðir. Um þær er þó
erfitt að dæma fyrr en efndirnar
koma í ljós, en verði framkvæmdin
eitthvað í líkingu við skoðana-
skipti þessara manna varðandi
launin og verðbólguna, þá er sama
falsið í öllu frumvarpinu og þá
verð ég harður á móti þessum
hluta líka.
Það er ákaflega erfitt að horfa
upp á það hvernig þingmenn eru
stöðugt að fjarlægjast almenning
með því að ýta til hliðar siðferði-
legum skyldum sínum við kjósend-
ur og einbeita sér þess í stað
stöðugt meir að persónulegum
hagnaði sjálfra sín og flokkanna.“
Pólitískir varðhundar sendir af
stað með dulbúna
kjaraskerðingu
„Þá er nú búið að
opinbera hrika-
legustu kosninga-
svik, sem íslenzk
stjórnmálasaga
getur um,“ sagði
Pétur Sigurðsson
stjórnarmaður
Sjómannafélags
Reykjavíkur. „Nú
er þessi þriðja
vinstri stjórn, sem ég fylgist með,
komin á sama stig og hinar fyrri:
engin samstaða en höfuðáherzlan
lögð á að falsa vísitöluna.
Það hafa engin tilmæli komið til
okkar um að við tjáðum okkur um
þennan félagsmálapakka, sem í
frumvarpinu er. Við munum að
venju snúa okkur til okkar við-
semjenda um kaup og kjör. Ég tel
ekki unnt að tala um það sem
kjarabætur, þótt lagfærð séu eldri
lög eða uppfyllt gömul samnings-
loforð. Það spáir ekki góðu fyrir
sjómenn að við höfum farið á fund
viðskiptaráðherra og óskað eftir
því að gjaldeyrir til fiskimanna
yrði hækkaður, þegar þeir sigla, en
þrátt fyrir fögur orð hefur ekkert
orðið úr framkvæmdinni.
Sá er munurinn nú og síðastlið-
inn vetur að nú eru sendir út
pólitískir varðhundar til að setja
af stað dulbúna kjaraskerðingu.
Það var ekki gert í tíð ríkisstjórn-
ar Geirs Hallgrímssonar og hún
reyndi að gæta sérstaklega að því
að þeir tekjulægstu héldu sínu að
fullu, þótt ekki væru allir
sammála um framkvæmdina.
Það má bæta því við að fyrir
fáum vikum mótaði Sjómannafél-
ag Reykjavíkur sína kröfugerð
með öðrum sjómannasamtökum og
þá var samþykkt að það sem þá
vantaði upp á fiskverð yrði bætt
um áramótin. Þar réðu ferðinni
stuðningsmenn núverandi ríkis-
stjórnar og má vel vera að innan
tíðar skipuleggi þeir nýjar hópsigl-
ingar flotans í land kröfum sínum
til áréttingar."
Ekki sniðiö fyrir
sjómannsstakkinn
„Það hafa enginMj
samráð verið höfðH
við okkar samtökfl
um þessarl
aðgerðir, ekkil
einu sinni þærl
félagslegu. Égl
fékk að vísul
frumvarpið íl
próförk um helg-B
ina en meira var™
það ekki og þessar aðgerðir eru
ekki sniðnar fyrir okkar stakk,“
sagði Ingólfur Ingólfsson formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands.
„Við sjómenn erum algjörlega
andvígir vísitöluþaki og þessar
ráðstafanir leggjast einnig býsna
þungt á mikinn hluta sjómanna,
þar sem allt verður þetta nú borið
uppi með skattlagningu.
Varðandi félagslegu umbæturn-
ar, sem eiga að koma í stað 3%,
veit ég ekki til að þar sé til
umræðu neitt það sem meta má til
tekna fyrir sjómenn svo það er alla
vega hreint kauprán, ef menn vilja
nota það orð.
Mér finnst enginn grundvallar-
munur á þessum aðgerðum og
aðgerðum fyrri ríkisstjórnar. Báð-
ar takmarka þær verðbæturnar á
laun og vilji menn nota orðið
kauprán yfir annað þá gengur það
líka yfir hitt.“
Allt óljóst nema að launþegar
eiga að borga brúsann
„Ég hef lýst yfir
óánægju minni
með þessar fyrir-
huguðu ráðstaf-
anir og ég geri
það aftur hér og
nú,“ sagði Oskar
Vigfússon for-
maður Sjó-
mannasambands
Islands. „Þetta
frumvarp bendir til þess að
efnahagsaðgerðirnar verði bara
hálfkák og mér sýnist allt óljóst
annað en það að launþegar eigi að
borga brúsann.
Ég minni á að þessi ríkisstjórn
hefur ekki staðið yið þau loforð
sem hún gaf verkalýðshreyfing-
unni, er hún kom til vaida og
getum við sjómenn bent á fisk-
verðiö því til sönnunar. Ég talaði
um kauprán fyrir níu mánuðum og
ég sé ekki annað en að þetta sé
sömu ættar, en vandanum bara
velt áfram á undan sér.
Sjómenn eru reiðubúnir til að
bera sínar byrðar af raunverulegri
baráttu gegn verðbólgunni en ekki
öðru visi en svo að allir aðrir
landsmenn gangi undir okið með
þeim.“
Samráð að vissu
„— Það var nú
ekki haft neitt
samráð við
svæðafélög
Alþýðusambands-
ins, en vissulega
var haft samráð
við ákveðna menn
innan verkalýðs-
hreyfingarinnar
og fallizt hefur
verið á ákveðnar kröfur sem hún
hefur gert jafnvel í marga áratugi,
sagði Pétur Sigurðsson formaður
Alþýðusambands Vestfjarða.
— Auðvitað er alltaf hægt að
meta framlög til félagsmála ASI
og ýmislegt annað, sem þarna var
bent á að gert yrði, en það má líka
benda á að launahækkunin sem
gefin er eftir nemur milljörðum,
en þessi félagslegi pakki skiptir
kannski nokkur hundruð milljón-
um og á því er auðvitað munur. Og
þótt segja megi að svipað gildi um
kauprán núna og kauprán í vor þá
sé nokkur stigsmunur á þessu
tvennu þar sem félagslegu um-
bæturnar koma til. En það sem
mér finnst nokkuð undarlegt er
m.a. að verkafólk úti á landi vissi
ekkert um þessi mál fyrr en það
las um þau í Morgunblaöinu, því
að hvorki stjórn ASÍ né svæða-
félög voru með í ráðum.
Ég styð persónulega þessa ríkis-
stjórn og ég vona að hún standi sig
í baráttunni gegn verðbólgunni.
Met samráðið mikils
— Ég met
mikils að samráð
skuli hafa verið
haft við verka-
lýðshreyfinguna í
þessum málum,
sagði Hákon
Hákonarson, for-
maður Alþýðu-
sambands
Norðurlands, og
þótt frávik séu frá gerðum samn-
ingum, sem menn vilja kannski
ekki gefa eftir, þá má segja að
mörg atriði komi til, eins og t.d. sú
viljayfirlýsing er fram hefur
komið um félagslegar umbætur.
— Að vísu eru margir endar
ennþá lausir í því efni og segja má
að ákveðin áhætta sé tekin með því
Tillögur BSRB um félagsleg
réttindi:
Opinberum starfsmönnum
tryggðar atvinnuleysistrygg-
ingar og aðild að lífeyrissjóð-
um
A fundi samráðsnefndar
B.S.R.B. með dómsmálaráð-
herra, félagsmálaráðherra og
viðskiptaráðherra 25. þ.m. báru
fulltrúar B.S.R.B. fram þessar
tillögur um félagslegar
ráðstafanir:
Bygging í'búðarbúsnæðis á
félagslegum grundvelli
Opinberir starfsmenn njóti
þeirra félagslegu úrræða, er
felast í byggingu íbúðarhúsnæð-
is með tilstyrk hins opinbera, til
jafns við aðra. Samtök þeirra fái
aðild að stjórn framkvæmda og
úthlutun íbúða.
Opinberir starfsmenn eru
ekki aðilar að atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Á síðustu árum
hefur orðið ör þróun í þá átt, að
opinberir starfsmenn eru ekki
„æviráðnir" og mikill fjöldi
þeirra ráðinn með 3 mán.
uppsagnarfresti eða skemmri.
Því er gerð sú tillaga, að
opinberum starfsmönnum verði
tryggðar atvinnuleysistrygging-
ar eins og öðru launafólki.
Samkv. lögum um starfskjör
launþega er öllum skylt að
greiða í lífeyrissjóði. Lög og
reglugerðir um lífeyrissjóði op-
inberra stárfsmanna eru eldri. í
þeim eru ákvæði, sem hindra
aðild starfsmanna, sem ekki
hafa náð 20 ára aldri og einnig
þeirra, sem ekki eru ráðnir með
3 mánaða uppsagnarfresti. Því
er mikill fjöldi starfsmanna
látinn greiða í svokallaðan
biðreikning. B.S.R.B. gerir til-
lögur um, að biðreikningurinn
verði afnuminn og hlutaðeig-
andi lífeyrissjóðir verði opnaðir
fyrir öllum þeim, sem starfa
skv. samningum B.S.R.B. og
aðildarfélaga þess.
B.S.R.B. fái aðstöðu til að
fjalla um undirbúning löggjafar
um þær félagslegu ráðstafanir,
er grg. frv. gerir ráð fyrir.
marki
Basar nemenda
Þroskaþjálfa-
skóla Islands
Nemendur Þroskaþjálfa-
skóla íslands halda basar í
Miðbæjarskólanum næst-
komandi laugardag og eru
þar á boðstólum ýmsir
munir og kökur.
Hluti námsins á síðasta
ári skólans er námsför til
útlanda og að þessu sinni
verður farið til Engladns þar
sem skoðaðar verða stofnan-
ir fyrir þroskahefta. Ágóða
af basarnum verður varið til
ferðasjóðs nemenda. Basar-
inn hefst kl. 11 árdegis.
Óskað eftir
betri póst-
samgöngum
í A-Barð.
Miðhúsum 28. nóvember.
NÚ HEFUR rútuferöum veriö
breytt þannig að hún er látin
koma á þriðjudögum og fimmtu-
dögum í Króksfjarðarnes í stað
föstudaga áður. Þessi breyting er
gerð til þess að íbúarnir í Búðardal
geti fengið póst sinn þrisvar í viku,
en jafnframt var felld niður önnur
póstferðin frá Króksfjarðarnesi í
Gufudalssveit. Vegna þess hve
stutt er á milli ferða um miðja
vikuna er erfiðara fyrir íbúana hér
að fara í verzlunarferðir til
Reykjavíkur. Við óskum þess svo
sannarlega, að póstsamgöngur
batni, en versni ekki frá því sem
nú er, en þessi breyting er sízt til
bóta.
— Sveinn