Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 VtK> MORödKf- MttlNú IV Qsll y GRANi GÖSLARI Eítir þessu korti að dæma erum við komnir í land á eyju sem heitir Mörgæsaeyja. Ertu hættur að vinna, maður? Eru neyðarbremsurnar ekki of hátt uppi fyrir konur. ef t.d. karlmaður gerði sig líklegan ...? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að þessu sinni er úrspilsæfing vikunnar nokkuð erfið. En eftir óhagstætt útspil þarf lega spil- anna að vera hagstæð. Austur og vestur segja alltaf pass en norður gefur. Norður S. G52 II. G5 T. ÁKG73 L. D73 Suður S. ÁK7643 H. Á63 T. 984 L. Á Sanmingurinn er sex spaðar í suður. Utspil hjartakóngur. Þú tekur fyrsta slaginn og síðan á ás og kóng í spaða. Vestur fylg.ir en austur lætur lauf í kónginn. Vestur mun því fá slag á tromp en -þarf að fá hina tólf. Hvernig? Greinilega má vörnin ekki fá slag fyrr en þú hefur losnað við hjörtun af hemlinni. Tígulliturinn þarf þannig að gefa fimm slagi og til að vestur trompi ekki of snemma þarf hann að eiga fjögur spil í litrium. En tíguhlrottninguna þarf hann ekki endilega að eiga. Við spilum því tígulníunni til að stífla ekki Litinn og tökum með ásnum. Austur lætur sexið og allar hendurnar þurfa því að vera þessu líkar. Vestur Suður Austur Norður S. 1)109 S. ÁK7BI3S. 8 S. G52 II.KD9 II. Á63 11.108712 II. C,5 T. D1052 T. 981 T. 6 T. ÁKG73 I.. 695 L. Á L. K108612 L. 1)73 Eftir að hafa séð tígulsexið förum við inn á hendina á laufás. Síðan spilum við tíguláttu og láti vestur lágt spil biðjum við um þristinn frá borðinu. F'áum þannig slaginn, endurtökum svíninguna og látum síðan hjörtu í kónginn og sjöið. Vestur má þá trompa en við erum á undan og höfum tryggt okkur tólf slagi. COSPER 6 7787 C05PER Nei — hikk — hingað hefur hikk enginn komið með þrjár hikk brennivínsikk-flöskur! SrT^nTf ■ f: f ■ x, \t) 'sfij Jákvæð þjónusta? „Ljótt er ef satt væri, varð mér að orði, þegar ég las bréf til Velvakanda frá kristnum manni, birt 19. nóv. ásamt myndum af auglýsingum úr Dagblaðinu og Vísi. Nú er það staðreynd, að slíkar auglýsingar sjást stundum í téðum dagblöðum, og hljóta flestir að taka undir það með bréfritara, að þeim sé ekki sæmandi að taka slíkan ósóma til birtingar. Varla munar þau mikið um borgunina. En vafamál hlýtur að teljast, að hinum lágt hugsandi auglýsendum sé alvara í öllum tilfellum. Eflaust er þetta hjá mörgum gróft grín til þess gert að hafa að háði og spotti þá er svara kunna í alvöru. Og líklega eru mörg svaranna send af rælni, til þess að gera gys að augiýsendum. Þó fylgir þessum ósköpum sjálfsagt stundum fyllsta alvara af beggja hálfu, og má þá ástandið teljast ískyggilegt. í bréfi til Velvakanda frá Halldóri Einarssyni, sem birt var 22. nóv. er dregin upp skýr mynd af þeim óskaplegu afleiðingum, sem almenn lausung í samskiptum kynjanna og meðfylgjandi upp- lausn í heimilislífi mundi hafa fyrir þjóðfélagið. Þessi mál ætti enginn að hafa í flimtingum, því að varla mun ofmælt þó að fullyrt sé að sköpum skipti um hamingju hvers einstaklings, hvernig honum farnast í hinum viðkvæmu ásta- málum. Allir eiga sér ástarþrá og drauma. Sumir rætast aldrei, en lifa samt í endurminningum, aðrir verða að veruleika, hrynja í rúst fyrr en varir, en skilja þó eftir ! dýrmæta reynslu, og sem betur fer sjá margir björtustu æskuvonirn- ar rætast. — Siðleysi í kynferðismálum er nátengt ruddaskap á öðrum svið- um. Enda má fullvíst telja að þær einföldu sálir, sem aðhyllast hinar svokölluðu frjálsu ástir séu yfir- leitt að öðru leyti auðnuleysingjar, sem misþyrma líkama sínum og sál og eyða tímanum sjálfum sér og öðrum til ófarnaðar. Þetta ólánsfólk heldur uppi áróðri gegn hjónabandi eða alvarlegri sambúð og fjölskyldulífi, eflaust. vegna öfundsýki, þar sem þaö sjálft er hvorki gætt nægum andlegum þroska né óeigingirni til að lifa lífi sínu á þann hátt. Óskandi er að kirkju, skólum og frjálsum félags- samtökum auðnist að hjálpa þeim hrelldu sálum, sem villst hafa af réttri leið, og hefja almennt siðgæði á æðra svið. En stundum má sjá í blöðum auglýsingar undir flokknum „Einkamál", sem tjá óskir um kynni við gagnstætt kyn, að því er virðist meintar af hjartans ein- lægni með náið samband og jafnvel hjónaband í huga. Beri einhverjar þeirra þann árangur, sem vonast er til, má þjónustu dagblaðanna í einkamálum jákvæð kallast (svo framarlega sem þau hætta að birta hinar neikvæðu). Blöðin ættu þó að taka slíkar auglýsingar með gát, ekki gegnum síma, heldur skriflega sem trúnað- armál. Auðvelt ætti að vera fyrir auglýsingastjóra að sjá, hvort hlutaðeiganda er alvara, bæði af framkomu og skriflegum frágangi. Trúlega er að sum þeirra bréfa er auglýsendur „Einkamála" fá sem svör, séu spott og spé, en að öllum líkindum mörg vel meint í fyllstu alvöru. Auglýsendum ætti ekki að reynast erfitt að sjá muninn og velja hið rétta bréf til að svara, eftir orðalagi og skrift, og oft er líka send mynd. Einstæðufólki í blóma lífsins fjölgar nú ört, vegna hinna sorglega mörgu hjónaskiln- aða. Varla er allt þetta fólk sátt við einlífið, og misjafnlega gengur að finna réttan maka í hávaða- sömum vínveitingastöðum, vinnu- stöðum, skólum eða annarsstaðar. Áöur sendu menn biðilsbréf til þeirrar útvöldu, oft með góðum árangri. Hví skyldi einmana, vonsvikið nútímafólk ekki reyna að nota sér þá þjónustu, sem dagblöðin geta veitt í þessu efni? Virðingarvert er að sýna sjálfs- bjargarviðleitni í svo mikilvægu máli, menn skyldu síst gleyma því, að guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfur. Tvígiít." • Meira popp? „Væri ekki hægt að hafa eitthvað í Morgunblaðinu fyrir okkur eldri krakkana eins og þá yngri, sem áhuga hafa á tónlist? Þá sérstaklega eigum við við erlent popp, að kynna hljómsveit- irnar sérstaklega Bay City Rollers. Hægt væri að hafa síðu með myndum af erlendu frægu fólki, ekki stjórnmálamönnum heldur söngvurum, hljómsveitarmönnum, 3 með loðnu til Akraness Akranesi 28. nóvomher VS VÍKINGUR AK 100 kom hingað í morgun með 500 lestir, Rauðsey AK 14 með 500 lestir og Bjarni Ólafsson AK 70 með 400 lestir af loðnu til vinnslu í S.F.A. Togarinn Krossvík er nú í klössun í Esbjerg í Danmörku, en aðrir togarar héðan, Haraldur Böðvarsson og Óskar Magnússon, eru á veiðum. Fjórir bátar veiða með línu héðan frá Akranesi og hefur afli verið frá 3—7 lestum. Tímabundið at- vinnuleysi hefur verið hér að undanförnu í tveimur frysti- húsum hjá 30—40 manns vegna viðgerða á Óskari Magnússyni, sem nú er á veiðum eins og áður sagði. — Júlíus. Stóraukning á þorskafla Grænlendinga MIKIL aukning varð í þorsk- veiðum Grænlendinga fyrstu 9 mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fyrstu þrjá ársfjórðunga þessa árs nam þorskveiðin 27.348 tonnum, en á sama tíma í fyrra var hún-18.671 tonn, sem er aukning upp á 81 %. Af rækju bárust á land 9.762 tonn á Grænlandi fyrstu 9 mánuðina í ár, en 11.004 í fyrra og er það 11% minni rækjuveiði „Draumaheim- urKittu” KOMIN er út hjá Iðunni ungjingabókin „Draumaheim- ur Kittu” eftir norsku skáld- konuna Evi Bogenæs í þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Fylgst er með Kittu frá barnæsku fram á fullorðinsár, en Kitta er kyrrlát og feimin stúlka sem nýtur lítils ástríkis heima fyrir. Kitta skapar sér sinn eigin heim og í honum skipar Sveinn, drengur sem á heima í næstu íbúð, mikinn sess. Þegar stríðið brýst út í Noregi er Kitta orðin átján ára og hún leggur af stað til Haðalands með barnahóp sem á að koma fyrir á öruggum stað. í öllum þessum þrengingum verður Sveini einn- ig ljóst hvaða tilfinningar hann ber til Kittu. Evi Bogenæs skrifaði þrjár bækur um Kittu, og er þetta sú fyrsta í röðinni. Þyngsti dÚkurinn hjáHöfn 28,4 kg Selfossi, 27. 11. HINN 12. nóv. s.l. hafði verið samtals slátrað í sláturhúsi h/f Hafnar á Selfossi 12659 fjár. Er um 33%. aukningu að ræða frá 1977. Meðalfallþungi dilka var 13,1 kg. Þyngsti dilkurinn vó 28,4 kg og var hann eign Ingólfs Guð- mundssonar bónda að Miðfelli í Þingvallasveit. Innleggjendur eru búsettir á svæðinu frá Hvalfjarðarbotni austur að Sól- heimasandi. Sláturhúsið er starfrækt allt árið og auk sauðfjár slátrað þar svínum, nautgripum og hrossum. Slátur- hússtjóri er Sigursteinn Guð- mundsson. Ó.Í.J. Félag refa- og minkaveiði- manna stofnað FELAG refa- og minkaveiði- manna á íslandi var stofnað sunnudaginn 19. nóvember 1978. Stjórn félagsins skipa: Hörður Sævar Hauksson formaður, Oddur Örvar Magnússon ritari og Helgi Backmann gjaldkeri. Heimilisfang félagsins er að Garðavík 13, Borgarnesi. í frétt frá félaginu segir m.a., að markmið þess sé að sameina þá menn sem eiga sömu hagsmuna að gæta til að standa vörð um rétt þeirra. Einnig mun það vera markmið þess að halda refi og mink í algjöru lágmarki og að viðhalda ræktun og þjálfun góðra veiðihunda til refa- og minka- veiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.