Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978
61
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL. 10— 11
FRA MÁNUDEGI
(ivujjQnrx’u.a'u n
síhækkandi. Svo nú er það orðið
samtals heldur yfir 200 þúsund kr.
á mánuði.
Þetta er okkur meira en nóg.
Búum líka í eigin húsi skuldlausu
og gætum vel greitt fullan
fasteignaskatt. í Morgunblaðinu
birtist í sl. mánuði kafli úr
stólræðu sr. Hjalta dómkirkju-
prests og sagði hann m.a.: „Er
þjóðfélag okkar virkilega svo illa
statt að það geti ekki veitt öldruðu
fólki fullt skattfrelsi á öllum
sviðum? Þetta fólk er búiö að
vinna hörðum höndum alla ævi.
Það er búið að vinna þjóð sinni
vel.“
Ekki tel ég mig eiga sérstakar
þakkir fyrir að hafa unnið. Hvað
væri líf heilbrigðs manns án
starfs? Vinnan hefur verið mér
lífsfylling og unnin fyrst og fremst
til iífsþarfa fyrir mig og mína.
Eg tel víst að meðal yngri
skattgreiðenda séu margir sem
eigi erfitt með að greiða sín álögð
gjöld. En öldungarnir, sem skatt-
frjálsir skulu vera, eru vafalaust
allmargir stóreignamenn. Það er
augljóst að því meir sem stórum
fjölda þjóðfélagsþegnanna er hlíft
við öllum sköttum, hlýtur það að
þyngja byrðarnar á hinum.
Jón Helgason."
Svo mörg voru þau orð hins
aldraða manns, sem telur ekki
eftir sér að standa klár á sínum
skyldum, og það er satt að segja
næstum fátítt að sjá skrif í þökk
en ekki kvörtun, en þó er hér
annað bréf sem þakkar fyrir
útvarpsþátt:
*
• Anægð með
morgun-
póstinn
„A sunnudaginn var birtist í
Velvakanda álit konu nokkurrar
frá Vík í Mýrdal á Morgunpóstin-
um í útvarpinu. Hún leggur þar til
að útvarpsráð felli þáttinn niður
eða færi hann til í dagskránni.
Því finnst mér tími til kominn
að við sem erum ánægð með
Morgunpóstinn látum frá okkur
heyra. Mér er kunnugt um mjög
marga sem líkar þessi nýbreytni
og vona ég að Morgunpósturinn
verði áfram um sinn og maður fái
smáhvild frá morgunþulunum.
Ein af Seltjarnarnesi."
Sportsokkar Hosur Sportsokkar
Sportsokkar
ullarblanda
12 lltir
HOSUR
5 litir
Allt nýtt frá
HUDSON
VERIIVNIN/
Bankastræti 3,
sími 13635.
Sportsokkar HUDSON Sportsokkar
• Of mörg
útibú?
Verzlunarmaðuri
— Eitthvað hefur það verið
rætt meðal manna og það í fullri
alvöru hvort ekki sé rétt eða hægt
að fækka nokkuð bönkunum okkar
og telja sumir það hina mestu
spillingu og óþarfa að hafa svo
margar og glæsilegar hallir undir
peninga okkar, sem eru svo
verðlausir. Ekki skal undrast
slíkar hugmyndir, því vissulega er
það nokkuð undarlegt hversu
margir bankár eru t.d. á
Reykjavíkursvæðinu.
þó er annað sem ég held að fremur
ætti að byrja á en það er að hafa
ákveðnari stjórn á því hversu
mörg útibú hver banki getur haft á
þessu svæði. Ég hef ekki tölu á
útibúum í Reykjavík en þau skipta
sjálfsagt nú orðið 3—4 tugum í
allt. Er bærinn í raun og veru
orðinn svo stór og útbreiddur að
hann þurfi öll þessi útibú? Er ekki
miklu fremur hægt að koma við
einhverri meiri hagræðingu kring-
um allar þessar afgreiðslur, þcí
væntanlega eru útibúin stofnuð
m.a. til að auka þjónustu við
viðskiptavinina og með því að þau
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákþingi Rúmeníu í fyrra
kom þessi staða upp í skák þeirra
Georgescus og Tratakovicis, sem
hafði svart og átti leik. Síðasti
leikur hvíts var grófur afleikur, 33.
c2xb3?? í stað 33. Df6+ og þrá-
skáka.
33. ... IIal+! og hvítur gafst
samstundis upp, því að eftir 34.
Kxal - Dcl+, 35. Ka2 - Ha8 er
hann mát.
eru fleiri ætti afgreiðsla að ganga
hraðar í smáum útibúum en
stórum báknum. En því er bara
ekki að heilsa.
Ég held að miklu nær væri fyrir
bankana að fækka útibúum sínum
en leggja stóraukna áherzlu á að
afgreiða viðskiptavini sína fljótt
og vel því á þann hátt verður án
efa mun betri nýting á starfskrafti
bankanna og þá yrði hætt að tala
um fækkun eða samruna bank-
anna, þegar menn sæju hversu vel
þeir þjónuðu viðskiptavinunum.
HÖGNI HREKKVÍSI
FUGLAR
Holdakalkúnar .. Kr. 3.260.- pr. kg.
Aligæsir .. Kr. 2.400.- pr. kg.
Aliendur .. Kr. 3.160.-pr. kg.
Pekingendur .. Kr. 3.200.- pr. kg.
Rjúpur verö ókomið?
Villigæsir .. Kr. 2.500.- pr. kg.
Svartfugl . Kr. 300.- pr. kg.
Kjúklingar ... Kr. 1.740.- pr. kg.
10. stk. Kjúklingar ... Kr. 1.470.-pr. kg.
Unghænur 10. stk ... Kr. 1.070.- pr. kg.
Unghænur ... Kr. 1.290.-pr. kg.
Kjúklingalæri og bringur .... ... Kr. 2.260.- pr. kg.
OPIÐ ÖLL HADEGI I
m DESEMBER.
S-------
.AUGALÆK Z.
sími 350 30