Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 53 víst, að Kristmann hafi logið þessu öllu. En Gunnar var ekki alveg ánægður með mig í pólitík. Honum fannst ég ekki nógu fastur í rásinni. Einhverju sinni dró ég í efa sannleiksgildi greinar í Þjóð- viljanum. Gunnari þótti það lítt afsakanlegt gáleysi. Bæði var, að ég var tekinn að veiklast í trúnni og svo var ég ofurlítið stríðinn. — Fékstu þá stuðning frá Hösk- uldi? — Höskuldur var vissulega rót- tækur, en hann tók hlutina ekki eins alvarlega og skildi óþekkt mína. Gunnar var á hinn bóginn hinn mikli, sterki pólitíkus og trúmaður. — Stóðu þeir þá fast saman Gunnar og Jóhannes úr Kötlum? — I höfuðatriðum. En þeir voru ákaflega ólíkir. Ég er alltaf þeirrar skoðunar, að Jóhannes úr Kötlum hafi verið andlegt stór- menní. Hann var stórskáld og ég held að hann hafi verið góður maður. Ég er sannfærður um það og get raunar fært rök fyrir því, að kommúnismi hans var mjög líkur mínum kommúnisma. Hann skóp sér sjálfur eins og ég einhverja Utopiu, óskaveröld, og yfirfærði hana á Rússland og Stalín. Stalín var því ekki Stalín raunveruleik- ans, heldur sköpun okkar, hugar- fóstur. Svo voru aðrir menn og óvandaðri, sem lugu okkur fulla vitandi vits í von um að „Eyjólfur hresstist". — En þú bjóst á milli and- stæðra póla. — Þeir áttu það til, aö togast ofurlítið á um mig, Kristmann og Gunnar. Gunnar vildi brýna mig til dáða á vinstri væng, en Kristmann dró frekar úr þeirri hlýðni og vildi hetdur sveigja mig til hægri. En einhvern veginn tókst mér að synda á milli skers og báru, var vinur beggja og hvorug- um trúr. — Kristmann hefur þá einvörð- ungu fengist við ritstörf? — Kristmann fékkst ekki við annað en skáldskap og garðinn sinn. Hann reyndist mér góður félagi og vinur. Hann var daglegur gestur hjá okkur og það kom aldrei neitt misjafnt fram við mig af hans hálfu, nema síöur væri. Hann gaf mér margar góðar bækur eftir róttæka nienn, sem hann vildi ekki hafa í húsinu, m.a. Þórberg. — En hélt han fram skáldskap sínum við þig? — Hann leyfði ntér oft að heyra það, sem hann var aö skrifa og las þá okkur til ánægju. Ég álít, að Kristmann sé betri höfundur, en ýmsir róttæklingar hafa viljað vera iáta, t.d. eru smásögur hans margar afbragðsgóðar. — Hvað segir þú þá um hann sem ljóðskáld? — Jú, hann var mjög lýrískur. Hins vegar man ég eftir, að það komst á flot skrýtla, algjörlega óvart þó. Róttækum mönnum þótti hún góð og þögðu að sjálfsögðu ekki. Þannig var mál með vexti, að Egill Thorarensen fór að gefa út bækur Kristmanns í stórum stíl. Þeir mynduðu hlutafélag um útgáfuna. Þessar bækur voru fluttar niður á Þorlákshöfn til geymslu áður en þær voru fullunn- ar, ef til vill staðið á bókbandi eða einhverju slíku. — Einhverju sinni var brotist inn í þá geymslu. En það var engu stolið. — Hvað um skáldskap þinn á Hveragerðisárum? — Það má segja, að í skáld- skapnum sé þá í raun og veru sama togstreitan. Það eru átök milli mín sem hefðbundins rímara og atómskáldanna með Jóhannes úr Kötlum á næsta leiti. En ég lét heldur aldrei alveg undan þar, það mátti kannske ennþá segja, að ég væri vinur beggja og hvorugum trúr. Þó álít ég, að ég hafi ekki forpokast í hefðbundnu ljóðformi. Ég reyndi ýmsar nýjar leiðir. — Lögðu menn eins og Jóhann- es að þér að leggja á nýjar brautir í skáldskap. — Það gerði hann ekki. Eitt sinn orti ég ljóð þar sem segir: Sumarid heldur með haust / fa n</i t/l hafs sínum. ku</</ </<■</u><m veður ströny, með septembermán'ann við sii/luhúnu O!) sólina i hálfa stöni/. Þá man ég að Jóhannes sagði, þegar hann las þetta: „Hvernig í andskotanum ferðu að gera svona í rími?“ Honum fannst, að slíkan líkingaskáldskap væri ekki hægt að sveigja undir lögmál rímsins svo vel færi. En hann lagði aldrei að mér að yfirgefa hið hefðbundna form. En hins vegar kom það fyrir þá, að ég hristi af mér klafa þess lögmáls. Þegar Jóhannes yfirgaf Hveragerði og fluttist með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur, efnd- um við, nokkrir vinir hans, til kveðjuhófs skömmu fyrir brottför- ina. Þá las ég honum ljóð, sem var ort í svipuðum stíl og honum var tamastur um þær mundir. Ljóðið birtist nú í fyrsta sinn í bók og ég nefni það TIL JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM / kvöld dnípa blóm huj/snnar minnar krónum sinnm o</ söknuðurinn býr við Jteirra nvtur. ' ■ • ■ Þvi náttkul einmanaleikans hvislar mér að skip />itt toni ákaft í Jestar. 0</ hulduþokur hveranna verða dökkar fyrir Ijóðs mins auyum — þvi að þó þaynarfjöll risu yjarna milli okkar varst þú mér nákomnari mínum sessunaut. Þó þú yenyir einn út i nýsnœvi mátti rekja l/nyspor min við l/lið þinna. Oy þó éyfenyi ekki yrænt orð kvæða þinna varst þú æ sönyþröstur míns skóyar. En nú, er þu réttir mér hönd þinnar brottfararkveðju öðlast þú fyrst sa mastað i l/jarta mér. — Kannski við afgreiðum þá pólitík þessara ára. Þótt þú værir nú baldinn, þá varstu í pólitískum samtökum í Hveragerði. Voru það öflug samtök? — Vissulega. Það var mjög öflugt flokksfélag og blómlegt starf. Þá hét flokkurinn Sameign- arflokkur alþýðu sósíalistaflokk- urinn. Og þarna voru sannarlega sterkir menn, sem ræddu málin af alvöru. Það fór svolítið í taugarnar á þeim, að alvara mín var ekki alltaf jafn mikil. Ég minnist þess, að eitt sinn bar það til tíðinda í Sovét, áð þar kom fram kvenskass eitt, sem þóttist geta sannað, að tíu líflæknar Stalíns ætluðu að drepa hann. Vinum hans þótti auðvitað gott að fá að vita af þessu, því þeir vildu ekki missa þann góða mann. Þeir veittu kerlingunni þegar Leninorðuna. Málið var svo að sjálfsögðu tekið fyrir í Sameiningarflokki alþýðu í Hveragerði og rætt. Á þessum fundi bar ég mjög brigður á það, að konan hefði á réttu að standa. En einhver minntist á það, að ég væri hér úti að aka og benti á, að læknarnir væru búnir að játa. Þá spurði ég í mesta sakleysi, hvort rússneskir sakborningar hefðu ekki venjulega játað. Það þótti næsta gáleysislega sagt af flokks- bundnum manni. Nokkru síðar kom frétt, sem leiddi í ljós, að ég hefði haft rétt fyrir mér. Kerlingin hafði misstigið sig heldur betur. Læknunum var því veitt uppreisn æru og tóku að hlú að gamla manninum í Kreml á nýjaleik. Það líkaði ekki öllum jafnvel í Samein- ingarflokki alþýðu, að ég skyldi hafa rambað þarna á sannleikann. Ég man að morguninn, sem fréttin kom, birtist Jóhannes úr Kötlum í gættinni heima og sagði: „Nú held ég þú þykist góður!“ og Gunnar hafði einhver svipuð orð, þegar við hittumst. — En hvernig fór, þegar Stalín missti gloríuna við ræðu félaga Krusjoffs? — Málið var þegar tekið til meðferðar. Þá kom sendimaður frá Reykjavík, til þess að leiða okkur í allan sannleik um þennan atburð, sem orðinn var. Hann sagði, að þetta væri raunar rétt hjá Nikita, að Stalín hefði verið hinn versti maður. En ég setti mig þá frekar upp á móti því, að svo hefði getað verið og minntist barnagæsku hans og blómaástar. Aftur á móti voru vitrir menn í félaginu, sem sögðu upphátt, að þeir hefðu allan tímann haft grun um, að ekki hefði allt verið með felldu þar eystra, m.a. vegna þess, aö Stalín hefði láðst að halda flokksþing í þrettán ár. En þá minnist ég þess, og það má gjarnan fylgja hér með, að á meðan ég var upp á mitt besta í pólitíkinni á Akureyri einhvern tíma á síðari hluta fimmta ára- tugsins, þá kom Sigfús Sigurhjart- arson norður og var með einhverja endurskoðunarstefnu. Þá sagði ég mig úr Sameiningarflokki alþýðu um hríð á þeim forsendum, að Sigfús væri endurskoðunarsinni og ég væri miklu róttækari en hann. En meðan ég var i Hveragerði komu'álltaf öðru hvoru sendimenn frá höfuðstöðvum flokksins, til þess að gefa línuna. En mér þóttu flokksböndin oft þung, og síðar varð mér á að yrkja: ,Elokkur“ erfólk, scyja “flokkar" okkur. Aflur á móti erfólk ekki flokkur. En forusta flokka“ erfyrirtak. Öllum miðar þeim áfram afturábak. Full búö af nýjum vörum Kjólar Pils Peysur Skyrtur Blússur Náttföt Hófur Vettlingar Sængur- fatnaöur Bella, Laugavegi 99, sími 26015. ira Sjö þjóókunnir íslenJingar segja frá reynslu sinni. Ævar R. Kvaran ritar formála og velur efnið. Bók þessi er gejin út í tilefni 60 ára afmœlis Sálarrannsóknafélags íslands. / bókinni eru frásagnir sjö þjóðkunnra íslendinga sem allir eru látnir. Höfundarnir eru þeir Einar H. Kvaran, skáld Guðmundur Friðjónsson, skáld Haraldur Níelsson, prófessor Jakob Jóh. Smári, skáld Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri Séra Kristinn Daníelsson Séra Sveinn Víkingur Auk þess er í bókinni útvarpsleikrit Ævars R. Kvarans, í LJÓSASKIPTUM, en það er eina skáldritið á íslensku sem látið er gerast að öllu leyti í JramlíJinu. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf L^jrU Vesturgötu 42, sími 25722 \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.