Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 69 hungruðum heimi Landssöfnun á jólaföstu — Sjá bls. 2 og 3 Nú á jólaföstu mun fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkjunnar dreift á öll heimili landsins. Meöal efnis má nefna ýtarlega grein um fyrirhugaða landssöfnun, grein um samanburð lífshátta próunarlanda og velmegunarríkja, ávarp biskups íslands, herra Sigurbjörns Einarssonar, til landsmanna: „Fasta sem Guöi líkar“, viðtal við Helga Hróbjartsson, kristniboöa, um þátttöku hans viö hjálparstörf á burrkasvæðum Ebíópíu, skýrt frá hjálparflugi til hinnar einangruðu borgar Asmara í Erítreu og grein um aðstoð íslendinga í Suöur-Súdan. Hvernig má koma gjöfum á framfæri? 1. Á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkj- unnar nr. 20005 í öllum bönkum, sparisjóð- um og pósthúsum um land allt. 2. Til sóknarpresta um land allt. 3. Á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, Biskupsstofu. Klapparstíg 27, 5. hæð. 4. í söfnunarbíla sem staðsettir verða víða um land þar sem fólk kemur saman síðustu daga fyrir jól, og auglýstir nánar síðar. Með fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkjunnar, „Hendinni“, verður dreift söfnunarbauk, sem flestir landsmenn munu kannast við, en sams konar bauk var dreift á jólaföstu í fyrra. Mikil pátttaka heimilanna um notkun hans lagði grunn að söfnuninni í fyrra, en bá söfnuðust alls 36 milljónir króna. bá munu mörg fyrirtæki væntanlega hafa sama hátt á og í fyrra, er starfsmenn tóku sig til og söfnuöu í slíka bauka. í fréttabréfinu kemur fram að áhersla er lögð á að börnunum sé leyft að fylgjast meö notkun bauksins. kunnugt er söfnuðust þá 36 miiijónir króna, og fyrir þetta fé hefur nú verið unnið hjálpar- starf, m.a. í Súdan, þar sem um er að ræða boranir eftir fersku vatni, svo og til áveitu, kennslu í netagerð o.fl., en einnig hefur Hjálparstofnun kirkjunnar ver- ið aðili að hjálparflugi til Asmara í Erítreu sem rekið er af Lútherska heimssamband- inu. Hin stóru framlög íslendinga á þessu ári til hjálparstarfs Biblíulestur VIKUNA 3. -9. DESEMBER Matt. 21: 1—9. Sunnudagur 3. des. Jes. UO: 1—11. Mánudagur U-des. Jes. UO: 12—21. ÞriÖjudagur 5. des. Jes. W: 22—30. MiÖvikudagur 6. des. Jes. K2: 1—12. Fimmtudagur 7. des. Jes. U3:1—13. Föstudagur 8. des. Jes. 1+3: 21—28. Laugardagur 9. des. hafa vakið verulega athygli, og nú nýverið barst okkur bréf frá Lútherska heimssambandinu þar sem sagt er frá áframhaldi þessara verkefna sem að ofan eru rakin, ásamt þeirri spurn- ingu hvort vænta megi jafn stórra framlaga frá íslending- um á næsta ári. Þes'su bréfi svöruðum við með því að segja að það væri undir íslenskum gefendum komið, og höfðum þar einkum í huga þá landssöfnun sem nú stendur yfir dyrum. Sjálfur trúi ég því að þótt e.t.v. sé ekki eins rúmt um peninga hjá landsmönnum og t.d. í fyrra, þá láti þeir ekki staðar numið í þessu hjálparstarfi, og muni taka virkan þátt í söfnun- inni. Um leið og þökkuð eru þau fórnfúsu framlög sem stofnun- inni hafa borist á þessu ári, óskar Hjálparstofnun kirkjunn- ar landsmönnum gleðilegra jóla og blessunar Guðs á komandi ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.