Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 28

Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I>egar vestur fann ekki besta útspil í spilinu hér að neóan greip sagnhafi gefinn möguleika feginshendi. l>ó var spilið engan vegin auðvelt og krafðist fram- sýni. Gjafari austur, allir á hættu. Norður S. D63 H. 92 T. G1065 L. Á974 Austur S. Á H. KG10843 T: D42 L. KG2 Vestur S. KG2 H. D65 T. 983 L. 10865 Suður S. 1098754 H. Á7 T. ÁK7 L. D3 COSPER Nú veit ég hvað ást er. — Ég fann það í alfræðibókinni! Hvaða skilyrði þarf að uppfylla? „Kæri Velvakandi. Hvaða skilyrði þurfa andófs- menn í austantjaldslöndunum að uppfylla til að frásögn af dapur- legum örlögum þeirra hljóti náð fyrir augum fréttamanna íslenska útvarpsins og rými í fréttaauka þess? Svar við þessari spurningu fékkst við að hlýða á áróðurinn í fréttaauka kvöldið 23. nóvember. Skilyrðin eru þessi: 1. Andófsmaðurinn verður að vera sósíalisti. 2. Skoðanir hans og gagnrýni verða að mótast af sósíaliskum viðhorfum. 3. Marxistar-leninistar, trotsky- istar, sósíalistar, sósíal-demókrat- ar o.fl. verða að hafa komið saman til fundar til að fjalla um skoðanir andófsmannsins. 4. Frétt um örlög mannsins verður að hafa hlotið náð í vinstra-blaðinu Information í Danmörku, því að fréttaaukar um erlend málefni virðast ekki b.vggð- ir á öðrum heimildum. Fleiri atriði mætti telja en þau eru öll á sömu bókina. Aðeins vinstri sinnuð sjónarmið skulu kynnt, jafnvel þegar rætt er um andófsmenn gegn helstefnu vinstrisinna, kommúnismanum. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það frá fréttastofu útvarpsins hvaða erlend blöð og tímarit hún er áskrifandi að eða kaupir reglulega. Menn fengju þá a.m.k. vitneskju um hvað það er, sem nær ávallt verður að lúta í lægra haldi fyrir Information þeirri dönsku. Mundir þú ekki láta fréttastof- unni í té rúm í dálki þínum undir slíkt vfirlit? P.“ • Notum innlent „Mig langar að skrifa nokkur hvatningarorð til okkar allra Islendinga núna þegar svo mikið Sagnirnar: Vestur Norflur 2S Austur 2 II 1 II allir pass. Sudur 1 S 1 Spartar 311 Eins og sjá má tapast 4 spaðar eftir lauf út en vestur spilaði eðlilega hjartafimmi. Austur fékk að eiga slaginn svo drottningin yrði ekki innkoma á hendi vesturs. Næsta slag fékk sagnhafi á hjarta, spilaði spaðatíu, iágt, lágt og ás. Og austur spilaði þá hjarta í tvöfalda eyðu. h'reistandi var að láta hjarta og trompa í borði. Þá hefði nægt að trompin skiptust 2—2 og tígul- svíningin tækist. En þriðja hjarta- spil austurs sýndi í rauninni, að spaðaásinn var blankur og, að austur átti einnig háspilin, sem vantaði í láglitina. Enda hefði opnun hans sagt svo vera. Sagnhafi trompaði því á hend- inni og tók á tígulás áður en hann spilaði aftur spaða. Vestur tók á kóng og skipti í lauf en það var of seint. Lauf ás, tígulgosa svínað, tígulkóngur og spaðadrottningin var innkoma á borðið til að láta síðasta laufið af hendinni í tígul- tíuna. Tíu slagir og snyrtilega unnið úr spili. Litla sviðið: Sýningum að ljúka á Mæðrum og sonum og Sandi og Konu Nú er að ljúka á Litla sviði Þjóðleikhússins sýningum á einþáttungum þeim. sem þar hafa verið sýndir í haust. bæði á Mæðrum og sonum og ein- þáttungum Agnars bórðarson- ar. Sýningin á Mæðrum og sonum þykir með merkari sýningum leikhússins í seinni tíð. Þar eru á ferðinni tveir velkunnir ein- þáttungar: beir riðu til sjávar eftir írska skáldið J. M. Synge og Vopn frú Carrar eftir Bertolt Brecht. Sýningin hefur hlotið afbragðsdóma og verið sýnd við góða aðsókn. Þrítug- asta og jafnframt síðasta sýning verksins verður á mið- vikudagskvöldið kemur. Þær Guðrún b. Stephensen og Bríet Héðinsdóttir fara með aðalhlut- verkin í sýningunni en leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Þá eru einungis eftir tvær sýningar á einþáttungum Agnars Þórðarsonar, Sandi og Konu. sem einnig hafa vakið athygli. Næst síðasta sýning er á sunnudagskvöld og síéasta sýning fimmtudagskvöldið 7. des. Með stærstu hlutverk fara Gunnar Eyjólfsson. borsteinn (). Stephensen og Helga Jóns- dóttir en leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Æfingar standa rui. yfir á næsta verkefni Litla sviðsins en það er nýtt þýskt leikrit, Heims um ból eftir Harald Mueller. Fjallar það um konu á elliheim- ili og samskipti hennar við son sinn. Leikendur eru Bessi Bjarnason og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Leikstjóri er Benedikt Arnason. Frumsýning verður að líkindum milli jóla og nýárs. Guðrún b. Stephensen og Hákon Waage í hlutverkum sínum í einþáttungnum Þeir riðu til sjávar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.