Morgunblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
5% kauphækkunarforsendan í þjóðarspánni:
Yfirlýst stefna ríkisstjórnar
— segir Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Jólasvoinar vekja jafnan athygli yngstu þjóðfélagsþegnanna þar sem
þeir tróna í búðargluggum eða eru á ferli, en þeir sjást væntanlega æ
oftar því nær sem dregur jólunum.
„VIÐ gefum okkur þær forsendur
að kauptaxtar hækki ekki umfram
5% á þriggja mánaða fresti f
sambandi við útreikning á þjóðar
spánni einfaldlega vegna þess að
það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar
innar að svo verði,“ sagði Jón
Sigurðsson forstjóri Þjóðhags-
stofnunar f samtaii við Mbl.
Jón sagði aðspurður að þessi
stefna ríkisstjórnarinnar kæmi fram
í athugasemdum með frumvarpi til
laga um tímabundnar ráðstafanir til
viðnáms gegn verðbólgunni sem
seinna varð að lögum 30. nóvember
sl.
I athugasemdum með frum-
varpinu segir m.a. 1) Ríkisstjórnin
mun beita sér fyrir því að stefnt
verði að því í samvinnu við aðila
vinnumarkaðarins að verðlags- og
peningalaunahækkanir 1. marz nk.
verði ekki meiri en 5%. 2) Leitast
verði við að ná svipuðum mark-
miðum fyrir önnur kaupgjaldsbreyt-
ingatímabil á árinu 1979 þannig að
verðbólgan náist niður fyrir 30% í
lok ársins.
Þá var Jón Sigurðsson inntur eftir
áliti hans á ummælum Svavars
Gestssonar viðskiptaráðherra þess
efnis, að það væri barnaskapur að
gefa sér slíkar forsendur. — Jón
sagðist einungis geta bent á áður-
nefndar athugasemdir með frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um tíma-
bundnar ráðstafanir til viðnáms
gegn verðbólgunni.
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag:
Skattatillögur Tóm-
asar valda óánægju
Mikið fundað í Alþýðuflokki um helgina um tillögugerð í efnahagsmálum
MIKLAR deilur eru nú milli
stjórnarflokkanna um skatta-
málatillögur fjármálaráðherra,
sem kynntar voru meðal þing-
manna stjórnarinnar í gær. Al-
þýðubandalagi _ og Alþýðuf lokki
finnst Tómas Árnason lftið sem
ekkert tillit hafa tekið til tillagna
þeirra í skattamálum og ennfrem-
ur mun ráðherrann svo til ekkert
tillit hafa tekið til tillagna
skattanefndarinnar, sem nefndin
skilaði í sfðustu viku.
Ráðgert hafði verið að önnur
umræða um fjárlagafrumvarpið
færi fram næstkomandi föstudag.
Einn af talsmönnum úr stjórnar-
liðinu sagði í gær, að eftir að
Þeirra
eigin
orð
„Hvet hvern og einn
launamann til að mótmæla
á þann hátt einnig ólög-
um ríkisstjórnarinnar”
— sagði Benedikt Davíðsson 28. febrúar
BENEDIKT Davíðsson for-
maður Sambands byggingar-
manna og Verkalýðsmálaráðs
Alþýðubandalagsins sagði í
Þjóðviljanum 28. íebrúar til að
undirstrika kröfu ASI um
„óskcrta kjarasamninga" þar
sem m.a. var að kjörorði hafL
„Barátta fyrir réttum kaup-
töxtum":
„Við erum að verjast ólög-
mætri árás og grípum til
neyðarréttar. Við gerum okkur
ljóst, að þessar aðgerðir eru ekki
samkvæmt því sem skráð er í
vinnulöggjöfinni, en bendum á,
að fleira eru lög en það sem
skráð er og teljum okkur hafa
allan siðferðislegan rétt til þess
að mótmæla með þeim hætti
sem við höfum boðað, og ég hvet
hvern og einn launamann til
þess að mótmæla á þann hátt
einnig ólögum ríkisstjórnarinn-
ar.“
99
Verulegur hluti verð-
bóta .... verði greiddur
með öðrum hætti en bein-
um peningagreiðslum”
— sagði Benedikt Davíðsson 11. nóvember
Benedikt Davíðsson segir í
Þjóðviljanum 11. nóvember sl.i
„Verkalýðshreyfingin er sam-
mála um, að það sé höfuð-
nauðsyn að leysa þann vanda,
sem nú blasir við án þess að
verðbólgan aukist. Við teljum
rétt að verulegur hluti verðbóta
vegna vísitölunnar, sem gildi
tekur 1. desember verði greiddur
með öðrum hætti en beinum
peningagreiðslum."
þessar tillögur hefðu verið kynnt-
ar meðal þingmanna, væri alls
kostar óljóst, hvort af þessari
umræðu gæti orðið á föstudag,
áður þyrfti þá að ná samkomulagi
um nokkur veigamikil atriði.
Innan Alþýðuflokksins er nú
mikil óánægja með stefnuna í
efnahagsmálum og telur mikill
meirihluti í þingflokki Alþýðu-
flokksins ekki stætt á að halda
áfram á sömu braut, „stefnan sé
fullkomið ábyrgðarleysi". Hefur
Alþýðuflokkurinn nú í undirbún-
ingi ítarlegar tillögur í efnahags-
málum, sem flokkurinn ætlar að
leggja fram bráðlega. Voru mikil
fundahöld í flokknum um helgina
vegna þessara tillagna.
I því sambandi hefur Sigurður
E. Guðmundsson framkvæmda-
stjóri ritað grein, sem birt var í
gær, þar sem hann segir, að
flokksstjórn og þingflokkur Al-
þýðuflokksins verði „í janúarmán-
uði næstkomandi að setja fram
kröfur til hinna stjórnarflokk-
anna, sem stjórnarsamstarfið
verði látið rofna á, fáist ekki
gömlu kerfisflokkarnir til að
fallast á þær“. Nánar er skýrt frá
þessari grein á öðrum stað í Mbl. í
dag.
Loftleiðaflugmenn mót-
mæla nafninu Icelandair
FÉLAG Loftleiðaflugmanna hef-
ur samþykkt ó fundi sínum
mótmæli við því að hið erlenda
nafn Loftleiða skuli lagt niður en
tekið upp þess f stað nafnið
Icelandair, nafnið sem Flugfélag
fslands notaði óður, og að nota
skuli Icelandair fyrir bæði
félögin.
„Það er skoðun stjórnarinnar,"
segir í greinargerðinni, „að ekki sé
lengur unnt að horfa upp á það í
aðgerðarleysi, að sameining flug-
félaganna verði til þess að nafn
Loftleiða verði hreinlega afmáð af
korti íslenzkra samgöngumála.
Félagið mótmælir þessari nafn-
breytingu harðlega og bendir á, að
svo virðist sem ekki hafi verið
leitast við að finna nýtt sameigin-
legt nafn heldur eigi hið gamla
nafn Flugfélagsins einfaldlega að
ryðja nafni Loftleiða út.“
Síðan eru í greinargerðinni
rakin ýmis atriði varðandi sam-
einingu félaganna og að lokum eru
talin upp nokkur atriði sem
félagið segist vilja minna á í
framhaldi af blaðaskrifum um
kaup á DC-10 þotu og þjálfun og
mannaráðningar þar að lútandi og
benda m.a. á, að nú starfi 32
flugáhafnir hjá Loftleiðum og
eftir tilkomu DC-10 sé þörf 26
áhafna samtals. Þá verði 10—12
mönnum ofaukið og því sé um
atvinnuspursmál að ræða þegar
ekki hafi verið samþykkt að tveir
flugmenn frá Flugfélaginu skyldu
teknir í þjálfun á DC-10.
Sjó nánar „Nafn Loftleiða
þurrkað út“ bls. 20.
99
Jákvæður fundur”
— segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir um fund
borgarmálaráðs Alþýðuflokksins
BORGARMÁLARÁÐ Alþýðu-
flokksins hélt fund um helgina,
þar sem rætt var meðal annars
um atkvæðagreiðsluna um sorp-
hirðingargjaldið í siðustu viku,
en þar klauf Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir meirihlutann og greiddi
atkvæði gegn álagningu gjalds-
ins, eins og fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjöfn sagði, í samtali við
Morgunblaðið, að fundurinn í
borgarmálaráði Alþýðuflokksins
hefði verið mjög jákvæður, og að
þar hefðu ekki verið gerðar neinar
samþykktir er gengju í berhögg
við ákvarðanir hennar í borgar-
stjórn. Sjöfn sagði, að samþykkt
hefði verið, að borgarmálaráð
Alþýðuflokksins yrði framvegis
mun virkara en verið hefði, og þar
færu fram umræður um stefnu
flokksins í einstökum málum, það
er að borgarmálaráð verði hinn
eiginlegi vettvangur stefnumótun-
ar borgarfulltrúa Alþýðuflokksins.
Treysti því að þetta
komi ekki fyrir aftur
©
- segir Sigur jón Pétursson
INNLENT
— ÉG tel eftir þá fundi sem
haldnir hafa verið í borgarmála-
ráðum flokkanna þá megi vera
hægt að treysta því að svona komi
ekki fyrir aftur og samstarfið
haldi áfram, enda lít ég á þetta
sem einstakan atburð, sagði Sigur-
jón Pétursson forseti borgar-
stjórnar 4 samtali við Mbl. í
gærkvöldi er hann var spurður um
hvort afgreiðsla sorphirðugjalds-
ins í borgarstjórn hefði nokkur
áhrif á samstarf flokkanna.
Alþýðuflokkurinn:
Setti flokksstjórnin þing-
flokknum stólinn fyrir dymar?
FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins
átti engan þátt í' ákvörðunum
þingflokks Álþýðuflokksins um
stuðning við efnahagsaðgerðirnar
1. desember s.l., segir Sigurður E.
Guðmundsson fiokksstjórnarmaður
í Alþýðuflokknum í grein í Dag-
blaðinu í gær og tekur jafnframt
fram að framvegis muni flokks-
stjórnin starfa með þingflokknum
að þessum málum.
í greininni segir Sigurður orðrétt:
„Því verður ekki neitað, að Ólafur
Jóhannesson er einna klókastur
stjórnmálaforingja nú um stundir,
a.m.k. þegar honum tekst „bezt“ upp.
Þegar 1. desember-slagurinn var
yfirstaðinn stóð hans eigin þing-
ílokkur uppi eins og flón, en
þingflokkur Alþýðuflokksins var
kominn út í horn og stóð þar með
uppréttar hendur. Því miður kom
flokksstjórn Alþýðuflokksins hvergi
nærri þeim leik sem hér var leikinn
og ber þess vegna enga ábyrgð á því
sem gerðist, en ekki dugar það til að
betur verði við hann unað. Hér eftir
mun því þingflokkurinn njóta þeirr-
ar reynslu, styrks og trausts, sem
fyrir hendi er í flokksstjórninni.
Saman munu þessir aðilar leggja á
ráð um það, á næstu vikum, hvernig
Alþýðuflokkurinn megi á nýjan leik
ná í sínar hendur frumkvæðinu í
baráttunni gegn verðbólgunni og
fyrir betra og réttlátara samfélagi.“
Lokaorð greinar Sigurðar eru
þessi:
„Geti Alþýðuflokkurinn ekki rekið
erindi sitt í ríkisstjórninni með
sómasamlegum hætti er eins gott að
hann hafi sig á brott úr henni, hvort
sem það er honum að kenna eða
samstarfsflokkum hans. Sú spurning
hlýtur þess vegna einmitt að vera hið
mikilvæga verkefni flokksstjórnar
hans á næstu vikum.“
Peningum stolið úr tveimur ibúðum
UM helgina var hrotizt inn í tvær
íbúðir í Reykjavík og stolið
peningum. Fyrst var brotist inn á
Freyjugötu 11 og stolið þaðan
70—80 þúsundum en síðan var
brotist inn á Þórsgötu 18 og stolið
þaðan 80—90 þúsund krónum.