Morgunblaðið - 12.12.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
17
öllum kvikmyndahúsunum í
Reykjavík eða 3—4 milljónum á
ári hjá hverju bíói. Þetta er
einskorðað við kvikmyndahúsa-
reksturinn, leggst alveg aukalega
á hann því að auðvitað borga
kvikmyndahúsin í Reykjavík svo
alla aðra skatta og skyldur sem
hver önnur fyrirtæki."
— Hafa þessar skattálögur ein-
hver áhrif á rekstur kvikmynda-
húsanna?
„Þær gera okkur að minnsta
kosti ekki auðveldara fyrir. Miða-
verðið hér á landi er meira en
helmingi lægra en í 'flestum
nágrannalöndum okkar og engu að
síður fáum við ekki nema 62% af
því sem inn kemur, svo að það
hlýtur hver maður að sjá að
reksturinn er í járnum. I Dan-
mörku er miðaverðið 20—30 Dkr.
eða 1300—1400 kr. íslenzkar, svo
að þarna munar verulega. Skatt-
heimta af því tagi sem við megum
búa við er hins vegar óþekkt hjá
t.d. kvikmyndahúsum á hinum
Norðurlöndunum, þar sem við
þekkjum til.“
— En er það ekki yfirlýst stefna
kvikmyndahúsanna hér að halda
miðaverðinu niðri til að halda
þessari miklu aðsókn sem hér er í
samanburði við það sem gerist og
gengur í nágrannalöndunum.
„Jú, auðvitað. Hér eru kvik-
myndahúsin eins konar „den
fattige mans snaps“ og þau eiga
líka að vera það, því að helztu
viðskiptavinir okkar eru ungt fólk,
fólk með ekki alltof mikla peninga
handa á milli. Við erum þess vegna
mjög á varðbergi að hafa miða-
verðið ekki hærra en svo að það sé
þjóðfélagi stafi af bíóunum. Það
má ekki nefna hér dópista án þess
að kvikmyndunum sé ekki kennt
um hvernig fór fyrir honum og því
haldið fram að bíóin afsiði þjóð-
ina. Þetta á sér ekki neina stoð í
veruleikanum. Kvikmyndir er
menningartæki, þar sem allar
listgreinar eru komnar saman á
einum stað, og í langflestum
tilfellum þroskandi og holl
skemmtun. Það er að vísu árátta
hjá sumum að hallmæla kvik-
myndum sem eru fyrst og fremst
dægradvöl, en það skyldu menn þó
ekki gera — það getur stundum
verið gott í þessu streitusamfélagi
að flýja hversdagsleikann stutta
stund með því lifa sig inn í
skemmtilega eða spennandi kvik-
mynd.
En það er líka annar þáttur sem
snýr að unglingunum. Hvernig
héldu menn að umlitis væri í
þessari borg til dæmis á Hallæris-
planinu á kvöldin ef ekki væru
kvikmyndahúsin til að húsa þessa
5—7 þúsund unglinga, sem þar
hafast við á hverju kvöldi.
— Hvernig eru samskipti kvik-
myndahúsanna við kvikmyndaeft-
iríitið?
„Það hefur aldrei verið neitt
stríð milli okkar og kvikmyndaeft-
irlitsins eins og sumir virðast
halda. Hins vegar erum við á
margan hátt mjög ósáttir við
starfsemi kvikmyndaeftirlitsins,
einkum með tilliti til þess að nú er
ýmislegt sýnt athugasemdalaust í
sjónvarpi sem okkur yrði gert að
banna innan 16 ára, svo sem
síðasti þáttur Gæfu eða gjörvu-
vel viðráðanlegt fyrir allan al-
menning. Hér er líka bíómiðaverð-
ið inni í vísitölunni, en engu að
síður þykjumst við vita að fáir
aöilar nauði minna í verðlags-
stjóra um hækkanir — svo varkár-
ir erum við í þessu efni.“
— Þið eruð einlægt gagnrýndir
fyrir val ykkar á myndum fyrir
börn.
„Já, það er alveg rétt. Gallinn er
bara sá að okkur er ómögulegt að
finna allar þessar barnamyndir
sem alltaf er verið að tala um. Það
er svo sáralítið gert af svona
myndum fyrir börn. Svíar hafa
verið þar framarlega og einnig
Bretar, og við höfum lagt allt kapp
á að fá þessar myndir hingað til
sýningar. Það hefur hins vegar
ekki alltaf gefizt sérlega vel — því
að margar þessara mynda höfða
lítið til barna hér. Þeim finnst þær
hreinlega leiðinlegar og sækja ekki
þessar myndir. Nýlegt dæmi um
þetta er mynd sem Tónabíó keypti,
söngvamynd eftir sögunni um Tom
Sawyer, og menn héldu að mundi
fjalla í kramið hjá allri fjölskyld-
unni og ekki sízt hinum ungu
áheyrendum. Það reyndist hins
vegar öðru nær.
Annars er það þannig að við
höfum það á tilfinningunni að
sumir ætli að allt illt í þessu
leika hér fyrir nokkru. Þarna er
iðulega verulegt misræmi á milli.
Svo er þess að gæta að við höfum
sett okkar töluvert strangar reglur
sjálfir, eins konar óskráð lög, um
það sem við sýnum eða sýnum
ekki, og t.d. hafa forráðamenn
kvikmyndahúsanna hér aldrei lagt
sig að ntarki eftir þessum klám-
myndum sem t.d. vaða uppi alls
staðar á Norðurlöndunum nema
helzt í Noregi. Þá kemur það
einnig iðulega fyrir að við setjum
sjálfir aldursmörk á kvikmyndir
án þess að kvikmyndaeftirlitið
komi þar nærri.
— En ef ég skil ykkur rétt þá
eru það fremur hinir opinberu
álögur sem þið viljið losna undan
en að þið viljið fá lagfæringar á
verðlagsmálum ykkar.
„Já, við vildum losna við ýmsa af
þessum sköttum og skyldum. Við
teljum okkur halda uppi menning-
arstarfsemi, og að það verði að
taka tillit til þess. Sérstaklega er
okkur þó þyrnir í augum þetta
sætagjald, því að það er hrein
vitleysa — sérskattur á kvik-
myndahús á þessum eina stað á
landinu, já, öllum heiminum —
það máttu bóka — og meðal
annarra orða vill ekki borgarráð
færa einhver rök fyrir þessari
innheimtu.
áalla
542
432
57-1
433
535
5111
5100
3304
370
322
368
584
581
T«o. innlskór Kr.
550 herra 5.800
542 harra 2.250
432 herra 050
571 döm u 1.050
433 dömu 050
535 dömu 2.750
5111 dömu 2.250
5100 dömu 2.250
3304 dömu 3.800
370 dömu 1.500
322 döm u 3.500
308 barna 1.850
504 barna 1.250
581 (með lösku) barna 2.500
Austurstræti 10