Morgunblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 Stafafell: Hávamál Indíalands — Ný útgáfa á þýðingu Sigurðar Kristófers Péturssonar ST.VFAFELL helur Kofið út bókina Ilávamál Indialands (Bhanavad — KÍta) í þýðinKU SÍKurðar Kristófors Pcturssonar. ÚtKáfuna annaðist Síkíús Daða- son. Háamál Indíalands kom fyrst út árið 1924 í þýðinjíu Sinurðar Kristófers. Hann fæddist 1882 og lézt 1925. Sigurður Kristófer tók holdsveiki barn að aldri og nokkru fvrir aldamót, 16 ára að aldri, var hann fluttur í Laugarnesspítala og dvaldi þar til dauðadags. Hann var sjálfmenntaður og sýndi einstæð- an dugnað á því sviði. Ymis rit skildi hann eftir sig og er þar fyrst að nefna „Hrynjandi íslenzkrar tungu". Hávamál Indíalands er í 18 kviðum. Sigurður Kristófer ritar ítarlegan formála fyrir verkinu. I útgáfu Stafafells er einnig birt minningargrein um Sigurð Kristó- fer eftir Jakob Kristinsson, sem birtist í Alþýðubiaðinu, svo og eftirmáli Sigfúsar Daðasonar. Teikning á band og titilblað er eftir Bjarna Jónsson iistmálara. Bókin er 168 blaðsíður í litlu broti, prentuð í Prenthúsinu sf. og bundin hjá Nýja bókbandinu. Skagfirska söngsveitin. Skagfirska söngsveit- in með jólatónleika Skagfirzka söngsveitin hefir nýlega hafið áttunda starfsárið. Fyrsta verkefni vetrarins að þessu sinni er jólatónleikar. sem haldnir verða í Bústaðakirkju 14. þ.m. Efnisval er fjölþætt eftir inn- lenda og erienda höfunda, má m.a. nefna Eyþór Stefánsson, Þórarin Guðmundsson, Sigfús Halldórs- son, Bach, Schubert og Cesar Franch. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Hjálmtýr Hjálmtýs- son. Orgelleikari er Guðmundur Gilsson, en auk þess flytur hann einleiksverk: Pastorale eftir Bach. Söngsveitin hefir átt því láni að fagna að hafa sama söngstjóra frá upphafi, frú Snæbjörgu Snæbjarn- ardóttur, og stjórnar hún kórnum nú sem fyrr. Núverandi formaður Skagfirzku söngsveitarinnar er Rögnvaldur Haraldsson. '«*»IfcMW Y: ***** *r“n> Þegar vonin er ein eftir — vændiskona segir frá lífi sínu og umhverfi ÞEGAR vonin ein er eftir er nafn á bók sem nýlega kom út hjá bókaútgáfunni IÐUNNI. Höfund- ur bókarinnar er Jeanne Corde- lier. 32 ára gömul kona. sem segir frá lífi sínu sem vændiskona í París. Bók Jeanne Cordelier kom fyrst út í Frakklandi 1976. en hefur þegar verið þýdd á 18 tungumál og gefin út. Á bókarkápu segir m.a.t „í bók sinni tekst henni hið ótrúlega: Að segja allt og verða þó hvergi klámfengin. Hún reynir ekki að draga neitt undan en forðast samt að laða fram glugga- Jeanne Cordelier (þegar vonin ein er eftir Gledikona segirfrá lifi sinu og umhverfi ^ Idunn gæginn sem leynist í sérhverjum lesanda. Þegar vonin ein er eftir er ógnvekjandi bók, en þó full af lífsvilja; óhugnanlegur vitnisburð- ur um það samfélag sem nútíma- maðurinn lifir í.“ Fyrir frönsku útgáfunni er ritaður formáli, þar sem m.a. koma fram nokkrar staðreyndir um vændi í Frakklandi. Um 70% allra vændiskvenna eru annað hvort úr lægst launuðu stéttunum í Parísarborg sjálfri eða koma frá landbúnaðarhéruðum svo sem Bretagne eða Normandí þar sem fæðingartala er mjög há. Einni vændiskonu af hverjum fjórum hefur verið nauðgað sem barni, oft á tíðum af sínum eigin föður. Um það bil helmingur allra vændis- kvnna byrja vændi áður en þær ná 17 ára aidri. Einnig kemur fram að á sama tíma og 44.000 vændiskon- ur voru ákærðar og dæmdar fyrir vændi náðu kærur á hendur „umboðsmanna" vændiskvenna aðeins tölunni 400 á einu ári. Sigurður Pálsson þýddi bókina úr frönsku. Bókin er 359 blaðsíður og prentuð í Prisma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.