Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 21

Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 21 Frá Hampiðjunni neytandinn verður sífellt háðari eitrinu og þarf sífellt stærri skammta af því. Tillögur okkar eru almennar og koma öllum jafnt til góða — einnig þeim, sem vel standa sig, og það er bjargföst sannfæring mín að þær séu hin rétta leið til bættra lífskjara." „Til bættra lífskjara — því hefur verið haldið fram, að iðnað- ur og verzlun séu þær atvinnu- greinar sem lægst kaupgjald greiði starfsmönnum sínum. Hvers vegna er þetta?“ „Iðnrekendur hafa marglýst því yfir, bæði í ræðu og riti, að þeir væru reiðubúnir og fúsir til að hækka kaupgjald starfsmanna sinna, ef þeir fengju eðlileg starfsskilyrði. Iðnaðurinn hefur aldrei notið eðlilegra starfsskil- yrða eins og sést m.a. af þessu uppsafnaða óhagræði, sem ég var að ræða um hér áðan — og afleiðingin hefur orðið sú, að forystumenn launþegasamtaka í iðnaði hafa í raun aðeins átt tveggja kosta völ — annars vegar að krefjast og knýja í gegn miklar kauphækkanir handa umbjóðend- um sínum, sem óhjákvæmilega myndu leiða til atvinnuleysis, hins vegar að taka tillit til afkomu iðnfyrirtækjanna. Orsökin er óeðlileg starfsskilyrði iðnaðarins og afleiðingin er að þetta góða fólk dregst aftur úr í launakapphlaup- inu miðað við ýmsa hópa, sem eru í þeirri aðstöðu, að þeir keppa ekki við útlendinga og geta því velt hinu háa kaupi yfir á þá, sem kaupa af þeim, t.d. þjónustu." „En fylgja ekki einhverjar aðrar ráðstafanir með?“ „Jú, svo sannarlega,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson. „Við erum með ákveðnar tillögur um að öllu því fjármagni, sem kemur inn fyrir hækkun jöfnunar- gjaldsins, verði veitt til iðn- þróunaraðgerða. Ber þar fyrst að telja, og þar er raunar um kröfu að ræða — að öllum útflytjendum almennra iðnaðarvara verði endurgreitt þetta 6,1% upp- safnaða óhagræði við gjaldeyris- skil. Jafnframt verði þeim fram- leiðendum, sem framleiða aðföng atvinnuveganna, svo sem skip, veiðarfæri, umbúðir, fóðurvörur o.fl. endurgreitt á sama hátt uppsafnað óhagræði, sem orsakast af rangri gengisskráningu. Er hér um að ræða mikinn hvata til þessara greina iðnaðarins og má vera að þetta uppsafnaða óhag- ræði sé einmitt frumorsök þess hversu vöxtur þeirra og viðgangur hefur verið lítill hér á landi. Hins vegar legg ég á það sérstaka áherzlu, að forsenda þess, að vísitöluáhrif þessarar hækkunar verðjöfunargjaldsins verði engin, er sú, að það verði að lögum fyrir jól,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson, formaður Félags ís- lenzkra iðnrckenda að lokum. Islenzk miðaldasaga Björns Þorsteinssonar komin út hjá Sögufélagi ÍSLENSK miðaldasaga eftir dr. Björn Þorsteinsson er nýútkomin hjá Söguíélagi. íslensk miðaldasaga fjallar um sögu íslands frá upphafi lands- byggðar til siðaskipta 1550. Ritið er niðurstaða áratuga rannsókna höf- undar á þessu tímaskeiði. Það skiptist í sjö meginkafla: 1. Sagan 2. Forsaga 3. Landnámsöld 4. Goðaveldisöld 930—1262/64 5. Norska öldin 6. Enska öldin 7. Siðaskipti Fjöldi mynda prýðir íslenska miðaldasögu, en hún er 387 bls. Höfundur Islenskrar miðalda- sögu, dr. Björn Þorsteinsson, pró- fessor í sögu við Háskóla Islands, hefur um langt skeið verið einn fremsti vísindamaður á sínu sviði. Sérgrein hans er framar öðru 15. Dr. Björn borsteinsson öldin — „enska öldin í sögu Islendinga", — en fyrir samnefnt rit hlaut hann doktorsnafnbót við Háskóla íslands 1971. Þingeyskir bænd- ur vilja kvótakerfi ÞINGEYSKIR bændur eru óánægð- ir með það form á skattlagningu á sjálfa sig, sem gert er ráð fyrir í því frumvarpi, sem fyrir liggur um breytingar á Framleiðsluráðslögun- um, sagði Heigi Jónasson á Græna- vatni, formaður Búnaðarsambands Suður-Þingcyjarsýslu, í viðtali við Morgunblaðið í gær, en aukakjör mannafundur var haldinn á sunnu- dag. — Það er ekki það, að þeim sé ekki ljóst, að þeir verði að taka á sig byrðar í sambandi við of mikla framleiðslu, en þeir vilja einskorða þessi heimildarákvæði i lögum við kvótakerfi, en hvorki heimila kjarn- fóðurskatt né verðjöfnunargjald. Sú ályktun, sem fundurinn sendi frá sér, er ekki mótmæli gegn því, að bændur taki á sig kjaraskerðingu, heldur tillögur til breytinga á því, í hvaða formi það skuli gert. Fjallíþúfu Ný ljóðabók eftir Ingi- mar Erlend Sigurðsson BÓKAÚTGÁFAN Letur hfur gefið út nýja ljóðabók eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, sem ber heitið Fjall í þúfu. Samtímis kemur út önnur útgáfa af Ort á öxi en sú ljóabók kom fyrst út árið 1973 og hefur verið ófáanleg allar götur síðan. Hin nýja ljóðabók, Fjall í þúfu, er elleftá bók Ingimars Erlends og sjötta ljóðabókin, en auk ljóðabók- anna hafa komið út eftir Ingimar þrjár skáldsögur og tvö sofn stuttra sagna, síðast í fyrra sagna.safnið Göngustafur vindsins. I kynningu Bókaútgáfunnar Leturs-á hinni nýju ljóðabók Fjalli í þúfu segir: „Heiti hinnar nýju ljóðabókar vísar til þess viðhorfs, sem fram kemur í ýmsum ljóðum hennar, að hver maður gegni í lífi sínu því hlutverki að setja fjall inn í þúfu. Ingimar Erlendur fer ekki fremur venju troðnar slóðir í skáldskap. Ljóð bókarinnar eru í senn afar persónuleg og sam-mannleg. Með Fjalli í þúfu hefur ljóðstíll Ingimars þróast til enn frekari hnitmiðunar en áður. Ljóðin eru öll, að meira og minna leyti, í bundnu máli, en jafnframt Kápumynd ljóðabókar Ingimars Erlends teiknaði Sigrid Valtingojer. bera þau að innihaldi og byggingu einkenni hins frjálsa ljóðforms. Með þessari ljóðabók hefur Ingi- mar sameinað nýtt og gamalt á athyglisverðan og persónulegan hátt.“ Fjall í þúfu er 119 blaðsíður, skiptist í sex kafla og inniheldur 94 ljóð. Kápumynd bókarinnar gerði Sigrid Valtingojer. Ljóðabókin Ort á öxi er 85 blaðsíður og myndskreytt af höfundi. - Þar kom að því! Núna er svo komin hans fimmta plata. Reyndar eru þær tvær saman í albúmi og bera nafniö Incantations. Mike Oldfield sannar þaö meö þessum plötum aö hann er sér kapítuli í poppsögunni. Þú getur ekki látiö þaö spyrjast aö þig vanti heilann kapítula inn í plötusafniö þitt. Blessaöur bættu úr því. Sjá nánar í augl. frá Hollywood í blaöinu í dag. Einn sérstæöasti karakter poppsins er án efa Mike Oldfield. Hans fyrsta plata, Tubular Bells markaöi tímamót í sögu poppsins. Á henni lék hann á öll hljóðfærin sjálfur. Og þaö sem meira er tónlistin, þróuö síbyljutónlist meö rafmögnuöu ívafi, hlaut óhemju góöar viötökur gagnrýnenda sem og almennings. Frá því Tubular Bells kom út hefur Mike Oldfield sent frá sér þrjár plötur. Þær hafa allar veriö sjálfstæöar heildir en þó í beinu framhaldi hver af annarri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.