Morgunblaðið - 12.12.1978, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
23
Standard hefur
áhuga á Janusi
JANUS Guðlaugsson lék með varaliði Standard Liege á laugardaginn
og stóð sig vel, að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar. Standard vann leikinn
2.1 og skoraði Janus fyrra mark liðsins með skalla.
Janus hefur æft í nokkra daga með Standard en hann var
væntanlegur heim í dag. Ásgeir Sigurvinsson sagðist aðspurður ekki
vita hvort Janus kæmi aftur út til Belgíu en sér skildist þó að
forráðamenn Standard hefðu talsverðan áhuga á því að fá Janus til
félagsins. — SS
„Líkaöi vel hjá Lokeren“
„MÉR líkaði dvölin hjá Lokeren
ágætlega, þ.e.a.s. þar til ég meiddi
mig í fætinum," sagði Benedikt
Guðmundsson Breiöabliki í stuttu
spjalli við Mbl. í gær. Benedikt var til
reynslu hjá belgíska félaginu Likeren.
Frammarinn Hafþór Sveinjónsson
ætlaði einnig út, en ekkert varð úr
því.
— Ég lék einn leik með unglinga-
liöi félagsins og var ánægöur meö
mína frammistöðu, þrátt fyrir tap.
Síöan átti ég aö leika meö varaliðinu
á föstudaginn, en þá var ég búinn að
rífa liðbönd á æfingu og kominn
heim. Hver framvinda mála verður, er
erfitt aö segja um, en samning var
mér ekki boðið. — gg.
„Rétti tíminn
til að draga
sig í hlé“
— ÉG hef tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér
framar í leik með íslenska landsliðinu í handknatt-
leik, sagði Geir Hallsteinsson í samtali við Mbl. í gær.
— Ég er búinn að fá meira en nóg og tel að þetta sé
rétti tíminn til að draga mig í hlé. Það er betra að
hætta á toppnum en að fara að sitja á varamanna-
bekknum. — Þrátt fyrir þessa ákvörðun mína mun
ég leika áfram með félagi mínu, FH.
Þessi ákvörðun Geirs kemur
dálítið á óvart. Almennt var
vonað að hann gæfi kost á sér í
B-keppnina sem fram fer á
Spáni í febrúar. Það er skarð
fyrir skildi í landsliðinu, og þó
svo að maður komi í manns stað
verður vandasamt að fara í fötin
hans Geirs. Það fer ekki milli
mála að hann er litríkasti
snillingur sem leikið hefur með
íslenska landsliðinu í hand-
knattleik.
Hefur Geir leikið um 120
landsleiki og skorað í þeim
tæplega 600 mörk. Eru það að
meðaltali 4,5 mörk í leik.
þr.
Karl hefur ekki
ákvörðun
tekið
— ÉG ÆTLA ekki að taka neina
ákvörðun fyrr en ég hef rætt við
Gylfa Þórðarson formann Knatt-
spyrnuráðs Akraness, sem kemur
til landsins frá Hollandi í dag,
sagði Karl Þórðarson í viðtali við
Mbl. í gær.
Það er hollenskt lið sem heitir
Exselsior sem gert hefur Karli
tilboð. Liðið er í Rotterdam og er
nú í 3.-4. sæti í 1. deild. Lið þetta
er í nánum tengslum við Feyen-
oord og ganga leikmenn þar á
milli. Feyenoord tókst ekki að fá
atvinnuleyfi fyrir nema einn
knattspyrnumann (Pétur) og eftir
því sem Mbl. hefur fregnað varð
það að ráði hjá Feyenoord, sem
mun hafa mikinn áhuga á Karli,
að láta hitt liðið sækja um
atvinnuleyfi fyrir Karl og bjóða
honum samning. Þessi samningur
mun vera hagstæður en Feyenoord
vonar að Karl fái leyfi til að leika
með félaginu strax næsta keppnis-
tímabil.
Karl er ákveðinn i því að fara út
í atvinnumennsku en mun ákveða
sig eftir fundinn með Gylfa hvort
hann tekur tilboði því sem hann
hefur fengið frá La Louviere eða
Exselsior. Karl mun hugsanlega
fara utan síðar í vikunni til að
kynna sér aðstæður, eða ef til vill
skrifa undir samning.
- SS/þr.
Mál Þorsteins í biðstöðu
MBL. HAFÐI sambandi við Þor-
stein Bjarnason í gær og innti
hann eftir stöðu mála, en eins og
kunnugt er, hefur hinum unga
markverði úr Keflavík verið
boðin atvinnusamningur hjá
belgíska 1. deildarliðinu La
Louviere.
Þorsteinn sagði, að málið hefði
svo sem lítið skýrst frá því að
hann spjallaði síðast við blaðið.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Heiman að nafni, hefði að vísu
UBK vann
upp yfir-
buröa-
stööu
TVEIR leikir fóru fram í 1. deild
kvenna í íslandsmótinu í hand-
knattleik um helgina. Valur vann
þá öruggan og stóran sigur yfir
KR, 17—8, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið jöfn, 4—4. Þá
skildu UBK og Haukar jöfn,
10—10 í Ásgarði, en staðan þar í
hálfleik var 7—3 fyrir Hauka.
Vegna skorts á rými, er því miður
ekki hægt að fjalla um leikina í
blaðinu í dag. Reynt verður að
gera það síðar í vikunni.
komið til landsins, en engin meiri
háttar ákvörðun hefði enn verið
tekin. Heiman mun fara utan með
Þorsteini, líklega á morgun, og
verði úr samningum, munu þeir
fara fram hér á landi, hugsanlega
síöar í vikunrii eða í byrjun þeirrar
næstu. Þá mun enn allt vera á
huldu, hvort að Karl Þórðarson
verði með í ferðinni, en honum
hefur belgíska félagið einnig boðið
út að kanna aðstæður. — gg.
• Baldur Brjánsson, töfra-
maður, dregur afsagðan
víxil úr belgnum á Birni
dómara Kristjánssyni.
Skömmu síðar dró hann
þaðan flautu ásamt fleira
drasli, sem erfitt er að
ímynda sér hvernig þangað
komst. i ,júsm. Mhl.t (iuújún Birgisson.
Armann
vann
Báðir
kærðu
TVEIR leikir fóru fram í 1.
deild íslandsmótsins í
körfuknattleik um helgina,
en vegna þrengsla í
blaðinu, verður umsögn
um þá að bíða þar til síðar
í vikunni, vonandi ekki
lengur.
Stórleikur var þar sem Ármann
vann Fram 99—93. Framarar
kærðu leikinn hins vegar á þeim
forsendum, að Stewart Johnson
væri í rauninni atvinnumaður, en
hann hefur ekki getað vísað fram
áhugamannaréttindum sínum. Ár-
menningar brugðu þá hart við og
kærðu Framarann John Johnson
fyrir sömu sakir. Verður fróðlegt
að fylgjast með framvindu mála.
í hinum leiknum, vann Grinda-
vík granna sína ÍBK með 108
stigum gegn 86 stigum.
ÍS steinlá —
Þróttur
vann
STÚDENTAR fóru Illa að ráði sínu, er
þeir mættu Laugdælum í íslandsmót-
inu í blaki um helgina. Leikið var á
Laugarvatni. Staöa ÍS fyrir leikinn var
hin ágætasta, a.m.k. ekki lakari en
hjá Þrótti, helstu keppinautunum. ÍS
tapaði óvænt fyrir Laugdælum 3—0!
Munaði minnst 7 stigum, svo öruggur
var sigur Laugdæla. Fyrstu hrinunni
lauk 15—8, annarri 15—7 og ein-
stefna var í þeirri þriðju, 15—6.
Sannarlega óvænt úrslit.
Strax að loknum leik ÍS og
Laugdæla gengu inn á völlinn lið
Þróttar og Mímis, sem einnig á
bækistöð á Laugarvatni. Þróttur lét
ekki bæla sig niður eins og ÍS og
vann öruggan sigur, 3—0. Hrinurnar
enduðu 15—10, 15—8 og 15—2.
Eftir þessi úrslit hafa Þróttarar aðeins
tapað einum leik, gegn ÍS, en
stúdentarnir hafa hins vegar tapað 2
leikjum.
Standard keypti markaskorara
„VID erum ákveðnir í pví að vinna
tvo næstu leiki, sem eru báöir á
heimavellí og ef pað tekst
verðum við í toppbaráttunni,"
sagði Ásgeir Sigurvinsson í
spjalli við Mbl. á sunnudaginn, en
hann var pá nýkominn heim frá
leik við Molenbeek á útivelli en
peim leik lyktaði með jafntefli 0:0
„Þaö var gott aö ná stigi gegn
Molenbeek, því að liðinu hefur
gengið vel að undanförnu og það
hefur ekki tapaö leik í margar
vikur. Þetta var eiginlega stein-
dautt jafntefli, tilþrifalítill leikur
enda völlurinn eitt drullusvað."
Næsti leikur Standard er á
heimavelli gegn efsta liðinu
Beveren. „Þetta er leikur, sem við
verðum að vinna hvað sem það
kostar," sagði Ásgeir. Hann sagði
aö Standard hefði ekki gengið
nógu vel í haust fyrst og fremst
vegna þess að liöiö vantaði
markaskorara. „Nú er loksins búið
að kaupa mann, sem við vonum að
leysi þetta vandamál. Hann heitir
Kostedde og er frægastur fyrir þaö
að vera fyrsti dökki leikmaðurinn,
sem leikið hefur í vestur-þýzka
landsliöinu. Hann verður með í
fyrsta skipti á móti Beveren.“
Ásgeir kvaöst ánægöur með
frammistöðuna hjá sjálfum sér í
haust. Hann hefði átt jafngóða leiki
og skorað talsvert af mörkum.
Sérstaklega var hann ánægöur
með mörkin tvö gegn Manchester
City, sem sýnd voru í sjónvarpinu á
dögunum. „Viö vorum ferlegir
klaufar í fyrri leiknum gegn þeim,
sem við töpuðum 4:0. Staöan var
1:0 þar til 5 mínútur voru eftir en
þá gerðist það furðulega að einn
varnarmannanna okkar greip
boltann innan vítateigs í einhverju
fáti. Víti var dæmt sem þeir
skoruðu úr og við það fórum við
að sækja í örvæntingu og þeir
náðu tveimur hraöaupphlaupum
og gátu skorað tvö mörk.“
Ásgeir sagöi að Arnór Guðjohn-
sen hefi vakiö mikla athygli hjá
Lokaren enda virtist hann standa
sig vonum framar þó ekki hefði
hann skorað mark ennþá.
Ásgeir sagöi aö lokum aö hann
myndi skreppa heim um jólin en
aðeins stoppa stutt við, þrjá daga.
— SS.