Morgunblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 Vá \ ! \ i Líf og fjör í Ljónagryfju HANN VAR fjörlegur og á stundum vel leikinn, leikur Njarövíkinga og stúdenta, suður í Njarövíkum á laugardaginn. Þó lék tæpast nokkur vafi á hvort væri betra liðið, eins og raunar lokatölurnar gefa til kynna, en leiknum lyktaði með stórsigri Njarðvíkinga, 117—95, en í hálfleik var staðan 48—44, Þeim í vil. Virðast Njarövíkingar nú loksins vera farnir aö uppfylla Þær vonir, sem við pá voru bundnar í upphafi keppnistímabilsins og er ekki seinna vænna. Þeir kunna aö meta það sem vel er gert, hinir fjölmörgu stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins. Það fékk hann Þorsteinn Bjarnason að reyna á undan leiknum á laugardag. Kvöddu áhorfendur hann með miklum virkt- um og gáfu honum gjöf að skilnaði, en eins og fram hefur komið, er Þorsteinn á förum til Belgíu, þar sem hann hefur í hyggju að gerast atvinnumaður í knattsþyrnu. Þarf ekki að fjölyrða um, hve mikill missir það er Njarðvíkingum. Ekki var þó að sjá á leik Njarðvík- inganna í upphafi fyrri hálfleiksins, að þeir söknuðu nokkurs af sínum bestu mönnum. Er skemmst frá því að segja, að leikur þeirra fram undir miðjan hálfleikinn, er með því besta, sem ég hef séð til þeirra í vetur. Höfðu þeir um miðjan hálfleikinn náð yfirburðastöðu, 30—15, og réðu stúdentar ekkert við þá á þessum kafla. Var þá nokkrum af lykilmönn- urn þeirra skipt út af og datt við þaö allur botn úr leik þeirra. Stúdentar gengu á lagiö og náðu aö minnka muninn niöur í 4 stig viö lok hálfleiksins. Dirk Dunbar skoraði fyrstu körfuna í síðari hálfleik og fór nú kurr um áhorfendur, sem fjölmenntu að vanda í Ljónagryfjuna. En Njarðvík- ingar gáfu hvergi höggstaö á sér og smájuku forskotið, en leiknum lauk, eins og áður segir með sigri þeirra, 117—95. Njarðvíkingum hefur svo sannar- lega vaxið fiskur um hrygg frá fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni. Viröist sem Hilmari þjálfara hafi nú tekist aö finna það fimm manna lið, sem bestum árangri skilar. Munar þar mestu, að þeir Guðsteinn Ingi- marsson og Jónas Jóhannesson leika nú eins og þeir best gera, en þeir tveir auk Gunnars Þorvarðar- sonar, Geirs Þorsteinssonar og Ted Bee hófu leikinn af hálfu liðsins. Leggur liðiö sem fyrr allt kapp á hraöaupphlaupin og komu þeir stú- dentum iöulega í opna skjöldu, hirtu aö auki mikið af fráköstum undir körfu stúdentanna og var Jónas þar fremstur í flokki. Ted Bee átti mjög góðan leik á laugardag og raunar allir þeir leikmenn Njarðvíkinga, sem nefndir voru hér á undan, léku vel. Kðrfuknattlelkur Stúdentaliðið er ekki til stórræð- anna þessa dagana og virðist allt vera til að auka á lánleysi þeirra, nú síðast veikindi Jóns Héðinssonar. Dunbar stingur enn við fæti, en skoraöi engu að síður alls 40 stig á laugardag og máttu Njarðvíkingarnir aldrei líta af honum. Er hittni þessa geðþekka leikmanns með miklum ólíkindum. Bjarni Gunnar Sveinsson átti ágætan leik, svo óg Jón Oddsson. Finnst mér þó, að stúdent- ar gætu nýtt sér enn frekar hraöa og snerpu þess síðarnefnda. Stúdentar hafa í síðustu leikjum sínum orðið að grípa til leikmanna, sem ekki eru í mikilli þjálfun og segir þaö sína sögu um þá manneklu, sem hrjáir liðið. StÍKÍn fyrir UMFN. Ted Bee 28, Jónas Jóhannosson 19. Gunnar Þorvarðarson 18, Guðsteinn Inirimarsson 13, Geir Þorsteins- son <>k Július Valxeirsson 10 hvor, Guðjón Þorsteinsson 6. Stefán Bjarkason 5, Brynjar Sixmundsson ok Jón V. Matthíasson 4 hvor. StÍKÍn lyrir IS. Dirk Dunhar 40, Bjarni Gunnar Sveinsson 20. Jón Oddsson 13, InKÍ Stefánsson 12. Steinn Sveinsson 6, Ólafur Thoroddsen ok Þórður Óskarsson 2 hvor. Leikinn dæmdu Erlendur Eysteinsson ok IlelKÍ Uólm. sem hljóp í skarðið í forföllum Guðhrands SÍKurðssonar. q |_ Ovænt úrslit á Akureyri Þaö urðu svo sannarloKa óvænt úrslit í úrvalsdcildinni á Akureyri á lauKardag. Þórsarar líoróu sér lítið fyrir og sigruðu ÍR 76—75, í æsispennandi leik. Bandarikjamaðurinn Paul Stewart lék ekki með ÍR að þessu sinni og hafði það sitt að segja fyrir liðið. Þessi sigur var Þórsurum kærkominn og eykur líkur þeirra verulega á að halda stöðu sinni í úrvalsdeildinni. • Dirk Dunhar reynir körfuskot gegn Njarðvíkingum um helgina. Ljósm. Mbl. GI. Það var greinilega að Þórsarar ætluðu að selja sig dýrt í leiknum því að þeir börðust vel frá upphafi og gáfu ekkert eftir. ÍR-ingar höfðu þó ávallt frum- kvæðið í leiknum og höfðu tvö stig yfir í lékhléi 38—36. í síðari hálfleiknum léku Þórsarar pressu- vörn og bar það góðan árangur. Síðari hálfleikurinn var í jafnvægi allan tímann. Þegar 11 sek. voru eftir fá Þórsarar dæmd þrjú víti, Jón Indriðason tók þau og hitti úr tveim og breytti stöðunni úr 74 — 73 í 76—73. ÍR-ingar áttu svo síðasta orðið í leiknum og skoruðu körfu úr sinni síðustu sókn og lokastaðan varð 76—75. Bestir Þórsara í leiknum voru þeir Mark Christianssen, Birgir Rafnsson, og Eiríkur Sigurðsson. Hjá ÍR áttu þeir Kolbeinn Kristinsson og Kristinn Jörunds- son bestan leik. Stigahæstir Þórsara: Mark 32, Birgir 16, Eiríkur 12, Jón 10, Karl 4, Þröstur 2. ÍR: Kristinn 26, Kolbeinn 25, Jón Jör. 16, Erlendur 6, Stefán 2. Góður leikur Vals dugði ekki Það var sannkallaður úrvals- deildarkiirfuknattleikur. sem áhorfendur fengu að sjá í Ilaga- skólanum á sunnudaginn. er KR-ingar og Valsmenn áttust við. Bæði liðin léku skinandi vel. en KR-ingar voru herslumuninum hetri og fóru með mjiig mikilvæg- an sigur af hólmi. en Valsmenn verða að hugga sig við það. að enn eru tveir leikir eftir gegn KR-ingum. Sjö stiga munur var KR-ingum í vil í hálflcik. en í leikslok var munurinn sex stig þeim í vil. 85-79. Valsmenn komust í 4-0 í upphafi leiks, en KR-ingar jöfnuðu leikinn fljótlega og komust 8-6 yfir. Reyndist Valsmönnum ómögulegt að komast yfir aftur í leiknum þótt oft va>ru þeir nærri því. Komust KR-ingar í 19-12, en góður sprett- ur Valsmanna minnkaði muninn 2 stig, 24-22, en þá tóku KR-ingar í taumana og höfðu náð 7 stiga forystu í hálfleik, 46-39. I seinni hálfleik hélst munurinn 5 til 10 stig KR-ingum í vil og þrátt fyrir að Einar Bollason færi útaf með 5 villur á 7. mínútu seinni hálfleiks hafði það engin áhrif á leik KR-inga. A lokamínút- unum náðu Valsmenn aldrei að ógna KR-ingum verulega svo að sigur KR-inga var öruggur. Leikur þessi er með þeim betri sem undirritaður hefur séð í úrvalsdeildinni og er þá úr mörg- um góðum leikjum að velja. Hraði, hittni, sterkar varnir og hæfileg harka prýddu þennan leik svo og troðfullt hús áhorfenda, sem voru allan tímann með á nótunum. Valsmenn sönnuðu það enn einu sinni að þeir eru eitt af okkar sterkustu liðum þótt ekki hafi eins vel til tekist í þessum leik og þeir hefðu viljað. Þeir hafa 8 manna sterku liði á að skipa og eru enn kandidatar um einhvern þeirra titla sem um er leikið í vetur. Bestir gegn KR-ingum voru þeir Tim Dwyer og Kristján Ágústsson, en einnig voru þeir Torfi Magnús- son, Þórir Magnússon og Ríkharð- ur Hrafnkelsson ágætir. Kristján er einn þeirra leikmanna, sem aldrei gefst upp og á hann allltaf jafna og góða leiki. Dwyer er hins vegar sterkur varnarmaður og lipur sóknarmaður, en skortir þá seiglu sem Kristján hefur yfir að búa. UMFN. Brynjar SÍKmundtwun I. Geir Þorsteinssun 2. Guðjún Þursteinssun 1. Guðsteinn InKÍmarssun 3, Gunnar Þorvarðarsun 3, Jðnas Jóhannesson 3. Jún V. Matthíasson 1. Júlfus ValKeirsson 2. Stefán Bjarkason 1. IS. Alhert Guðmundsson 1. Bjarni Gunnar Sveinsson 3, InKÍ Stefánsson 2. Jún Oddsson 2. Ólafur Thoroddsen 1. Steinn Sveinsson 1. Þúrður Óskarsson 1. VALUR. Hafsteinn Uafsteinsson 1. Kristján ÁKÚstsson 3. Lárus Húlm 2. Kfkharður llrafnkelssun 2. SÍKurður Hjörleifssun 1, Torfi MaKnússon 2. Þórir MaKnússon 2. KR. Árni Guðmundsson 2. ÁsKeir IlallKrfmsson 2. Einar Bollasun 2, Eirfkur Júhannesson 1, Garðar Jóhannsson 2. Gunnar Júakimsson 2, Birxir Guðbjörnsson 3. Jún SÍKurðsson 4. ÞÓR. BirKÍr Rafnsson 2, Eirfkur SiKurðsson 2. Jún Indriðason 1, Karl Ólafsson 1, Þröstur Guðjónsson 1, Ellert FinnboKason 1. ÍR. Kristinn Jörundsson 2. Kolbeinn Kristinsson 3, Jón Jörundsson 2, Erlendur Markússon 1. Stefán Kristjánsson 1. SÍKurberKUr Bjarnason 1, Kristján Sixurðsson 1. Jón Sigurðsson og John Hudson áttu enn snilldarleik með KR, en aðrir félagar þeirra stóðu þeim að baki en áttu þó allir ágætan leik. Birgir Guðbjörnsson sýndi gamla takta og átti mjög góðan leik í vörninni og var yfirvegaður í sókninni. Átti hann fjölda sendinga, sem gáfu körfu, en hirti minna um að re.vna að skora sjálfur. Þessi sigur er KR-ingum geysilega mikilvægur og hafa þeir nú tapað fæstum stigum í deild- inni. Enn er þó langt í land og getur margt gerst, en þessi sigur KR-inga gæti reynst þeim dýr- mætur er uppi verður staðið í vor. STIG KR. Iludson 27. Jón 20, Einar Bollason 10. Gunnar Jóakimsson 8. BirKÍr ok Garðar Jóhannsson 7 stÍK. Ásxeir IlallKrfmsson 4 ok Árni Guðmundsson 2 stÍK- STIG VALS. Dwyer 22. Kristján 19. Þórir Maxnússon 12. Torfi Maxnússon 10 ok Rfkharður Hrafnkelsson ok Lárus Ilólm 8 stÍK. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Ingi Gunnarsson. Hafa þeir vafalaust oft dæmt betur, en leikur þessi var vand- dæmdur og því hætt við að þeim yrðu einhvers staðar á mistök. Hins vegar bitnuðu mistök þeirra á hvorugum aðilanum, þannig að þeir félagar teljast hafa sloppið vel frá leiknum. KÍR. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 25 Stórskyttur Dynamo skutu Val í bólakaf STÓRSKYTTUR Dynamo Bukarest skuttu Valsmenn í bólakaf í Evrópuleik liðanna í Laugardalshöll á laugardaginn. Valsmenn réðu ekkert við þrjár stórskytt- ur Dynamo, þá Bedvian (nr. 10), Flangea (nr. 13) og Grabouschi (nr. 14) og þessir rúmensku landsliðsmenn skoruðu samtals 16 af 25 mörkum liðsins. Rúmenska liðið vann öruggan sigur 25il9 og sigurinn hefði getað orðið stærri ef liðið hefði ekki slakað á síðustu mínúturnar. Þó seinni leikurinn í Rúmeníu sé eftir er augljóst að Valsmenn komast ekki í 3. umferð Evrópukeppninnar að þessu sinni. Valsmenn hafa sýnt það í vetur að þeir ráða yfir bezta varnar- leiknum af íslenzku liðunum og hefur það ekki síst verið að þakka geysimikilli baráttu í vörninni. Nú brá svo við þegar mest á reyndi að Valsmenn náðu ekki upp þessum mikla baráttuanda og það var fyrst og fremst orsök þess að leikurinn tapaðist með þessum mikla mún. Því þótt rúmenska liðið hafi ráðið yfir þessum miklu stórskyttum var spil þess frekar stirt og einhæft og með meiri baráttuanda í vörninni hefði mátt fækka mörkum rúmenska liðsins. En Valsmenn fundu sig ekki í vörninni að þessu sinni og vegna þess fengu áhorfendur að sjá nokkur gullfalleg mörk frá skytt- um Dynamo, sem vafalaust eru með þeim fremstu i heiminum um þessar mundir. Sum markanna voru skoruð langt utan af velli með þrumuskotum í bláhornin og áttu markverðir Vals ekki minnstu möguleika á því að verja þessi skot. Þeir Bedvian og Grabouschi léku aðalhlutverkin í fyrri hálfleik en Flangea var geymdur þangað til í seinni hálfleik. í þeim hálfleik lék hann aðalhlutverkið, skoraði sex mörk úr jafn mörgum tilraun- um og sum marka hans voru skoruð úr kyrrstöðu nokkru fyrir utan punktalínu! Gangur leiksins I marki rúmenska liðsins stóð Penu, aðalmarkvörður heims- meistaraliðs Rúmena 1970 og ’74. Hann sýndi snilli sína strax á fyrstu mínútunni er hann varði vítakast Þorbjarnar Guðmunds- sonar. Rúmenarnir skoruðu tvö fyrstu mörkin, Steindór skoraði síðan fyrsta mark Vals en Rúmen- arnir skoruðu næstu tvö mörk og staðan varð 4:1. Aftur fengu Valsmenn víti en Penu varði aftur, í þetta skipti frá Jóni Pétri. Enn fengu Valsmenn víti og nú skoraði Þorbjörn en Penu hálfvarði semt boltann. Rúmenarnir höfðu alltaf yfirhöndina í hálfleiknum, mest fjögur mörk en minnst eitt mark en í hálfleik var staðan 11:8. I seinni halfleiknum juku Rúm- enarnir smám saman forskotið og höfðu þeir yfir sjö mörk þegar mest var, 21:14, en lokatölurnar urðu 25:19. Síðustu 7—8 mínúturn- ar léku Rúmenarnir nokkuð kæru- leysislega og héldu Valsmenn þá í við þá en telja má víst að Dynamo hefði unnið með 10 marka mun ef liðið hefði leikið jafn ákveðið til loka leiksins og það gerði fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins. M.a. skipti Dynamo inná varamark- verði sínum, sem greinilega stóð hinum fræga Penu langt að baki. Austantjaldsþjóðirnar eru alltaf erfiðar heim að sækja og það er því erfitt verkefni, sem bíður Valsmanna síðar í vikunni úti í Rúmeníu. Liðin Valsliðið lék nú allmiklu lakar en það getur bezt. Sérstaklega var varnarleikurinn slakur. Markverð- irnar vörðu lítið, Brynjar Kvaran þó öllu meira en Ólafur Benedikts- son, en þeir félagar voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu í þessum leik, því að stórskytturnar fengu að athafna sig nánast að vild. Sóknarleikur Vals hefur líka verið beittari áður, en það sem helst gekk upp var línuspilið, enda flest mörk Valsmanna skoruð af línu eða eftir gegnumbrot. Lang- skot Valsmanna rötuðu ekki í markið nema þá frá Þorbirni Guðmundssyni. Þorbjörn var bezti maður Vals að þessu sinni en þeir Bjarni Guðmundsson og Steindór Gunnarsson voru einnig góðir. Rúmen'ska liðinu hefur áður verið lýst. Það byggist fyrst og fremst upp á fjórum mönnum, stórskyttunum þremur og Penu markverði. Sóknarleikur liðsins er fremur þunglamalegur, hraðaupp- hlaup fátíð og vörnin ekkert sérstök, en skytturnar og Penu sáu um að innsigla sigurinn. Það er athyglisvert að skytturnar þrjár eru ungir menn, Flangea tvítugur, Bedvian 21 árs og Grabovschi 26 ára en Penu er orðinn 32 ára gamall. Dómarar voru danskir, Kristiansen og Svensen og dæmdu þeir mjög vel. Það eru engir 2. flokks dómarar, sem sendir eru til að dæma hér í Evrópuleikjunum, því Kristiansen og Henning Svens- son, sem dænwlu leik Víkings og Ystad, dæmdu úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni fyrr á þessu ári. í STUTTU MÁLL Laugardalshöll 9. dcsember. Evrópukeppni meistaraliða, Valur — Dvnamo Bukarest 19.25(8,11). MÖRK VALS, Lorbjörn Guðmundsson 7 (4v). Steindór Gunnarsson 4, Bjarni Guð- mundsson 3, Jón P. Jónsson 3 (lv). Jón II. Karlsson 2. MÖRK DYNAMO, Miroea Grabouschi 6. Olimpiu Flan«:ea 6, Miroea Bedvian 4. Cornel Duran 2, Lon Tase 2, Chita Licu 2. Mirca Stef 1. Paul Matei 1. Morea Dumitru i- - ss. • Þorbjörn Guðmundsson reynir skot yfir einn aí hinum hávöxnu leikmönnum Rúmena. Stefán Gunnarsson tii vinstri fylgist með framvindu máia. „Þaó vantaði kraftinn í vörnina“ ~ÞAÐ vantaði kraftinn í vörnina.“ sajíði STEFÁN GUNNARSSON fyrirlifli Vals eítir leikinn við Dynamo. ^Við fórum ekki nó«:u mikið út á móti skyttunum þeirra.** bætti Stefán við. „Þeir fenjfu að taka 2-*3 skref og dúndra á markið. Markvarzlan var ekki kóö enda varla von með svona vörn. Ék var heldur ekki ánægöur með sóknarleikinn. boltinn var ekki látinn xanga nóg. Við höfðum fólkið á bak við okkur o« þess vegna var ergileKt að við skyldum ekki leika betur. Rúmenska liðið er ^eysisterkt og ef maður á að vera raunhæfur má búast við talsverðu tapi í seinni leiknum.** 50% nýting „Nýtin«in hjá okkur var ekki nema 50%**. sagði IIILMAR BJÖRNSSON þjálfari Vals eftir leikinn. „bví er það merkileKt að við skyldum þó ná að skora 19 mörk hjá þessu liði. Sóknin var ekki nógu létt og hröð og það vantaði þennan neista í vörnina. sem við vorum búnir að ná upp. Dynamo er mjö« sterkt lið ok það hefur óvenjuleKa mikið úrval af KÓðum skyttum. Leikurinn úti verður mjög erfiður en það ber að hafa í huga að við getum ekki annað en leikið betur þá, við förum varla neðar en þetta.** Sveiflukenndur leik- ur Hauka og Fylkis LEIKUR Ilauka og Fylkis í 1. deild karla á sunnudagskvöld í Laugardalshöllinni var vægast sagt furðulegur. Furðulegur vegna þess hversu kaflaskipti voru mikil í leiknum. Haukar náðu fljótlega mikilli yfirburðastöðu í leiknum og um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 10—3, þeim í vii. Var þetta mikið fyrir klaufaskap Fylkismanna og einnig léku þeir vörnina illa. En áður en fyrri hálfleik lauk mjög einkennt Haukaliðið í vetur hafði Fylkir náð að skora 6 mörk á móti 2 hjá Haukum og breytt stöðunni í 12—9, og þannig var staðan í leikhléi. Fylkismenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og skoruðu nú hvert markið á fætur öðru og tókst að ná forystu 14—12 og höfðu þá skorað 11 mörk á móti 2 hjá Haukum. Á þessum tíma var Haukaliðið kæru- laust og leyfði sér alls kyns stæla sem þeir höfðu engin efni á eins og í ljós kom. Lokakafli leiksins var svo Hauka og sigruðu þeir í leiknum 23—19, og skoruðu þeir þvi 11 mörk á móti 5 í lokin. Óhætt er að segja að Fylkis- menn hafi veið klaufskir að ná ekki meir út úr leik sínum. Þegar þeir höfðu náð tveggja marka forystu og lið Hauka var greini- lega orðið taugaóstyrkt, var knett- inum ekki haldið og reynd ótíma- bær skot úr svo til engum færum. Þá vantaði meiri ógnun í hornun- um hjá Fylki og línuspilið hefði mátt vera virkara. En lið Fylkis er ungt og á margt eftir ólært og því er ekki nema von að á móti blási á fyrsta ári í 1. deild. Með meiri reynslu leikmanna getur liðið meira, og óhætt er að fullyrða að ekkert lið getur bókað sér sigur á móti þeim. Lið Hauka byrjaði leikinn vel, lék laglega upp á línuna og var í það minnsta þrívegis unun að sjá stórgóða samvinnu þeirra Ólafs Jóhannessonar og Andrésar Kristjánssonar. Ólafur hefur hleypt nýju og fersku blóði í leik liðsins og gerir sjálfur oft góða hluti. Það hefur hversu oft það hefur fallið niður í leikjum sínum og kastað frá sér unnum leik. Þessi leikur undir- strikaði að þetta loðir við liðið, og hefði mótherjinn verið sterkari í þessum leik er ekki víst að þeim hefði tekist að vinna upp aftur það sem þeir höfðu tapað niður. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá. Það var gamli jaxlinn Stefán Jónsson sem átti stærstan þátt í að rífa upp leik Hauka að þessu sinni þegar í óefni var komið. Skoraði Stefán fjögur mörk í röð, og barðist allan tímann sem hann var inná vel í vörninni. Þórir Gíslason átti ágæta kafla í leikn- um og þá sérstaklega í sókninni. í STUTTU MÁLL íslandsmótifl 1. doild. 10. dos. LauKardalshölI. Fylkir — Haukar 19—23 (9-12). MÖRK FYLKIS. Guflni Hauksson 4. Einar Einarsson 4. Einar ÁKÚstsson 3. Gunnar Baldursson 3v. ÖKmundur Kristinsson 2. Jón ÁKÚstsson 1. Halldór SÍKurðsson 1. MÖRK HAUKAt Þórir Gíslason 5. Stofán Jónsson 5 (2v). Hörflur Harðarson 5 (2v), Árni Hormannsson 2. Andrós Kristjánsson 2. Ólafur Júhannosson 1. InKÍmar Ilaralds- son 1. Árni Svorrisson 1, Svavar Goirsson 1. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST, Jón Gunnars- son varfli hjá Horfli Harðarsyni á 28. mínútu. BROTTVÍSUNi EnKÍn. DÓMARARi Gunnar Gunnarsson ok Bjarni Gunnarsson ok dæmdu þoir loikinn áKæt- loKa. ÞR. • Einar Ágústsson átti ágætan leik með liði sínu Fylki á móti Ilaukum. Ilér sést hann skjóta á mark Ilauka í leiknum. Árni Sverrisson er til varnar. Gissur skoraði sjálfsmark og Fram vann með 1 marki FRAMARAR löguöu mikiö stööu sína í neðri hluta fyrstu deildar, pegar peir fóru sígursæla ferð í Mosfellssveit á sunnudaginn. Þeir léku við HK og sigruðu með einu marki, 20—19. Eftir jafnan fyrri hálfleik, var sigurinn lengst af frekar öruggur eftir gangi síöari hálfleiks, Þannig höföu Framarar fram í síöari hluta hálfleiksins, allt aö 5 marka forystu. HK-menn minnkuðu muninn smám saman og Þegar fáeinar sekúndur voru til leiksloka, var staðan 18—20. Gissur markvörður Fram náði knettinum í sömu mund og flauta gall við. Svo virðist sem Gissur hafi talið hér vera um að ræða flaut til leiksloka, Því að i sigurvímu sendi hann knöttinn í eígið mark. En Þá kom í Ijós að leikurinn var alls ekki búinn og munurinn Því aöeins eítt mark. Var dómarinn að flauta aukakast til handa Fram. Framarar mega Þakka fyrir að Gissur var ekki aó fagna jafntefli eóa eins marks sigri á Þennan hátt. Staðan í hálfleik var 10—9 fyrir Fram. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að liðin skiptust á um forystuna í fyrri hálfleik. Aldrei náði annað liðið meira en eins marks forskoti og jafnteflis- tölur allt frá 2—2 og upp í 9—9 sáust. í síðari hálfleik geröist þaö, aö HK skoraði alls eitt mark á fyrstu 17 mínútunum, á sama tíma og Framar- ar fundu fimm sinnum leiðina í netið hjá HK. Þessi kafli gerði út um leikinn, því aö þó aö sigurinn hafi í lokin verið aðeins upp á eitt mark, var munurinn aldrei minni en það í síðari hálfleik. Leikurinn var afar slakur og sjaldan hefur maður orðið vitni af slíkum urmul ótímabærra skota, yfirvegun var í algeru lágmarki og varnarleikur HK auk þess slakur. Það skipti miklu máli, að markvarslan var mun betri hjá Fram. HK lék auk þess án eins síns besta leikmanns, Hilmars Sigurgíslasonar, en hann vappaði þarna um á hækjum. Elnkunnagiðfln HKi Einar Þorvarðaráon 1. Koihoinn Andrósson 1. HaKnar Ólafsson 2, Jón Einarsson 3, EriinK SÍKurflsson 1. VÍKnir Baldursson 4. BorKsveinn Þórar- insson 1. Friðjón Jónsson 2. Stcfán Halldúrsson 3. Björn Blöndal 2. Karl Jóhannsson 1. FRAMi Gufljón Erlondsson 2. Gissur ÁKÚstsson 2, Björn Eiríksson 1. Eriond- ur Davíðsson 2, Kristján Unnarsson 1. Viflar ltirKÍsson 2. SiKurborKUr SÍK' stoinsson 2. Atli Ililmarsson 3. Gústaf Björnsson 3. BirKÍr Jóhannesson 3. Thoodór Guöfinnsson 1. FVLKIR, Jón Gunnarsson 2. Halldór SÍKurðsson 1. Gunnar Baldursson I, Jón ÁKÚstsson l.Stoíán Hjálmarsson l.örn llafstoinssnn 2, Einar Einarsson 3. Kristinn SiKurðsson 2. Einar ÁKÚstsson 2. ÖKmundur Kristinsson 2. Guflni Hauksson 3. IIAUKAHi Gunnlauxur GunnlauKsson 2. Þorlákur Kjartansson 2, Svavar Goirsson 1. InKÍmar Haraldsson 2, Ólafur Jóhannsson 3. Andrós Kristjáns- son 2. Hörður Harðarson 3, Stofán Jónsson 3. Árni Hermannsson 2. SÍKurður Aðalstoinsson 1. Árni Svorris- son 2, Þórir Gíslason 2. Jón Einarsson var einna sprækast- ur HK-manna, en Stefán Halldórsson gerði laglega hluti er síga tók á seinni hlutann. Þeir Kristinn og Ragnar Ólafssynir áttu einnig þokkalegan leik. Atli Hilmarsson náði sér svo vel á strik um tíma, að hann var hnepptur í sérstaka gæslu. Eigi að síður skoraði hann manna mest. Þá bar mikið á þeim Gústaf og Birgi aö vanda. Pétur átti og traustan leik. í STUTTU MÁLIt Varmá 1. deild IIK - Fram 19-20 (9-10) MÖRK IIKi Stofán Ilaildórsson 0. Jón Einarsson 4. Ragnar Ólaísson 3 (1 víti). Björn Blöndal 3 (I víti). Friðjón Jónsson ok Kristinn Ólalsson oitt hvor. Auk þoss skoraði Gissur ÁKÚstsson sjállsmark. MÖRK FRAMi Atli llilmarsson 7. Gústaf Björnsson 5 (3 víti). Pótur Jóhannosson ok Erlendur Davíðsson 2 hvor. BirKÍr Jóhanns- son 3 ok SÍKUrborKur SÍKstcinsson oitt mark. MISNOTUÐ VÍTI. Guðjón Erlendsson varði tvö víti frá Ragnari Ólafssyni ok Gissur Agústsson varði víti Stefáns Halldórssonar. BROTTREKSTRAR. Guðjón Erlendsson. Pétur Jóhannesson ojf SijíurberKur Sijr steinsson. allir úr Fram. 2 mínútur hver. -KK- Hefur Þú áhuga á al- Þjóölegum fótbolta? European soccer news er vikurit, sem inniheidur fréttir, úrslit, stigatöflur, hæstu markaskor- ara o.fl. um fótbolta í öllum Evrópulöndum. Skrifið eftir ókeypís eintaki. Egon Christesen, Bylaugsvænget 13, 2791 Dragör, Danmark. I !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.