Morgunblaðið - 12.12.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
í til sölu i
Til sölu
sem ný, brún jakkaföt á grann-
an meöalstóran karlmann. Á
sama staö tvennir nýir, svartir
drengjaskautar í stæröum 41 og
42 og aðrir notaöir í cninni
númerum. Einnig nýir anorakkar
í medium stæröum og ný
drengjanáttföt í stærð large.
Selst ódýrt. Uppl. í síma 42675.
Brúöarkjóll til sölu á Haöarstíg
4.
Prjónaöir dúkar
Qyllt og silfraö heklugarn.
Naglamyndir, smyrnamyndir.
Úrval af gjafavörum.
Hannyrðabúðin, Strandgötu 11,
Hafnarfirði.
Munió sérverzlunina
meö ódýran fatnað.
Verðlistinn. Laugarnesvegi 82.
S. 31330.
Hilmar Foss
lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar-
stræti 11, sími 14824.
Freyjugötu 37, sími 12105.
IASLMINN ER:
S. 22**0
|W»t9tmI»faÓi>
Brotamálmur
er fluttur aö Ármúla, sími 37033.
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta veröi. Staögreiösla.
j □ EDDA 597812127—2
IOOF Rb. 1 =12812128% —
Jólav.
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar
K.R. veröur haldinn þriöjudag-
inn 19.12. '78 kl. 20.00.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
K.F.U.K. AD
Jólafundur í kvöld kl. 8.30 að
Antmannstíg 2B. Séra Auöur Eir
talar. Dætur hennar syngja.
Kaffiveitingar. Ailar konur hjart-
anlega velkomnar.
Hjálpræóisherinn
Fataúthlutun veröur miöviku-
daginn frá kl. 10—12 og 2—5.
Félagar íslandsdeildar
Amnesty International
Bréfafundur v/ fanga mánaöar-
ins veröur á skrifstofunni Hafn-
arstræti 15, þriöjudaginn 12.
desember kl. 18.00.
Fíladelfía
Almennur biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Ræöumaöur Einar J.
Gíslason.
24% umframfram-
leiðsla á mjólk
— 33% umframframleiðsla á kindakjöti
EFTIRFARANDI greinar-
gerð var lögð fram á blaða-
mannafundi sem Steingrím-
ur Hermannsson landbúnað-
arráðherra hélt er hann
kynnti frumvarp til laga um
breytingar á lögum um
Fratnleiðsluráð landbúnað-
arins, verðskráningu, verð-
miðlun og sölu á landbúnað-
arvörum o. fl..
í greinargerðinni segir
m.a. aði
• Umframframleiðsla á
mjólk verði 24% á þessu
ári.
• Smjörfjallið verði 2000
tonn miðað við óbreyttar
aðstæður í nóvember
næsta ár.
• Umframframleiðsla á
kindakjöti hafi verið 33%
á síðasta ári.
• Flytja þurfi út 35% fram-
leiðslunnar vegna aukinn-
ar framleiðslu.
Framleiösla mjólkur og kinda-
kjöts hefur undanfarin ár veriö
rneiri en selst á innlendum mark-
aði og ekki fæst viðunandi verð á
erlendum mörkuðum fyrir
útflutning.
Framleiðsla mjólkur verður á
þessu ári 21% umfram það sem
selst á innlendum markaði og
hefur þetta leitt til mikillar
birgðasöfnunar á smjöri sem ekki
selst. Framieiðsluráð landbúnað-
arins gerir ráð fyrir 5% aukningu
mjólkurframleiðslunnar á næsta
ári m.v. óbreyttar aðstæður og
allt að 2.000 tonna smjörbirgðum
í nóvember á næsta ári. Vaxta- og
geymslukostnaður smjörsins er
stöðugt vaxandi baggi á sölufélög-
um bænda, eða 600—700 kr. pr. kg
á ári við rekjandi aðstæður.
33% umfram-
framleiðsla á kjöti
Kindakjötsframleiðslan var á
s.l. ári 33% umfram innlenda
sölu.
A þessu hausti jókst framleiðsi-
an um 10% og er ráðgert að flytja
þurfi út 5.500 tonn, eða um 35%
framleiðslunnar.
Notkun erlends kjarnfóðurs hef-
ur aukist mjög á undanförnum
árum. Árið 1975 voru flutt inn
55.300 tonn af kjarnfóðri en á s.l.
ári var innflutningurinn 71.200
tonn. Verð kjarnfóðurs hefur verið
lágt á undanförnum árum m.a.
vegna niðurgreiðslna eða útflutn-
ingsbóta í framleiðslulöndunum.
Arið 1975 gátu bændur keypt 1,5
kg kjarnfóðurs fyrir andvirði eins
lítra mjólkur, en nú geta þeir
keypt 2 kg kjarnfóðurs fyrir
andvirði eins lítra. Auk áhrifa
hagstæðs tíðarfars má að verulegu
leyti rekja aukningu mjólkurfrant-
leiðslunnar á 2—3 síðustu árum til
aukinnar notkunar kjarnfóðurs,
því mjólkurkúm hefur ekki fjölgað
teljandi þessi ár.
Sanitök bænda hafa lengi barizt
fyrir því að fá lögfestar heimildir
til að hafa stjórn á framleiðslu
búvara. Árið 1972 lagði þáverandi
landbúnaðarráðherra, Halldór E.
Sigurðsson, fram frumvarp til
breytingar á lögum um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins sem fól
í sér ákvæði sem heimiluðu
Framieiðsluráði aðgerðir til fram-
leiðslustjórnunar, m.a. töku gjalds
af innfluttu kjarnfóðri. Þetta
frumvarp náði ekki fram að ganga
og hefur síðan ekki náðst sam-
staða um lögfestingu slíkra
ákvæða.
Ekki hefur heldur, fyrr en nú,
verið almenn samstaða um slíkar
aðgerðir meðal bænda.
25. apríl s.l. skipaði landbúnað-
arráðherra, að tillögu Búnaðar-
þings, nefnd sjö manna til að gera
tillögur um skipulag á framleiðslu
búvara og stjórnun framleiðslu. í
nefndinni áttu sæti 6 bændur og
ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðu-
neytisins. Nefndin skilaði áliti í
lok september og varð hún sam-
mála. Tillögur nefndarinnar hlutu
yfirgnæfandi stuðning fulltrúa á
aðalfundi Stéttarsambands bænda
nú í haust.
Einnig hafa stjórnir Stéttar-
sambandsins og Búnaðarfélags
íslands og Framleiðsluráð land-
búnaðarins hvatt til lögfestingar
þeirra hið fyrsta.
Landbúnaðarráðherra og for-
maður Stéttarsambands bænda
hafa kynnt og rætt tillögurnar á
sK>*r*tk'•«»'*»» Raaí *ji •*'*«.'*
bændafundum víða um land að
undanförnu.
Frumvarp það sem hér er kynnt
og lagt var fram á Alþingi í dag er
efnislega nær santhljóða tiilögum
sjöniannanefndarinnar.
Helztu efnisatriði
frumvarpsins
Helztu efnisatriði fruntvarpsins
eru þessi:
1. Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins beiti sér fyrir gerð áætlunar
unt framleiðslu landbúnaðarins,
svo að hún verði í sem mestu
samræmi við þarfir þjóðarinnar
og þá stefnu í málefnum landbún-
aðarins sem Alþingi ákveður.
Gert er ráð fyrir að gerð verði
búrekstraráætlun fyrir hvert ein-
stakt býli í landinu og fyrir hvert
framleiðslusvæði. Taki áætlanir
þessar mið af markaðsaðstæðum,
landskostum og hæfilegri landnýt-
ingu. Ráðgert er að samræma
síðan styrkja- og lánakerfi land-
búnaðarins slíkri áætlun.
2. Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins verði heimilaðar tímabundnar
ráðstafanir til að draga úr fram-
leiðslu búvara verði franileiðslan
nteiri en þörf er fyrir á innlendum
markaði og viðunandi markaðir
fáist ekki erlendis.
Gert er ráð fyrir að heimilt
verði að greiða mismunandi hátt
verð á búvöru til framleiðenda, eða
að taka stighækkandi framleiðslu-
gjald.
Einnig verði heimilt að taka
gjald af innfluttu kjarnfóðri.
Ráðstafanir þessar eru háðar
samþykki landbúnaðarráðherra.
Því fé sem innheimtist sam-
kvæmt framangreindum heimild-
um skal að öllu leyti ráðstafað til
framleiðenda búvöru. Því skal
varið til að létta birðar bænda af
þessurn aðgerðum og til að sporna
gegn skerðingu á tekjum þeirra.
M.a. er heimilt að greiða bændurn
bætur fyrir að draga úr óhag-
kvæmri útflutningsframleiðslu.
greiða niður ýmsa kostnaðarliði og
til að jafna halla af útflutningi ef
útflutningsbætur þrýtur.
Brýnt að grípa til
aögerða til aö draga
úr umframframleiðslu
Mjög er brýnt að . grípa til
aðgerða, sent til þess eru fallnar að
draga úr framleiðslu og korna í veg
fyrir þá þróun sem við blasir ef
Ljósm. RAX
ekkert er að gert, þ.e. stöðug
aukning frantleiðslunnar sem
flytja yrði út fyrir hluta kostnað-
arverðs. Slíkt myndi leiða til
stórfelldrar kjaraskerðingar hjá
bændastéttinni og til þess að fjöldi
þeirra gæfist upp og hætti bú-
rekstri. Það ntyndi veikja mjög
byggðir landsins og stofna í voða
tilveru ntargra þéttbýlisstaða út
um land. Því er, með aðgerðum
þessunt, nt.a. stefnt að því að
dreifing setinna býla um landið
haldist sem mest í því formi sem
nú er.
Það er ekki síður hagsmunamál
neytenda aö brugðist sé við
vandanum nú. Ohjákvæmilega
verðu.r þjóðfélagið allt að bera
birðarnar ef ekkert er að gert.
I landbúnaðarráðuneytinu er nú
hafinn undirbúningur að framtíð-
ar stefnumörkum í málefnum
landbúnaðarins. Veröur þetta verk
unnið í santráði við samtök bænda.
Þingsályktunartillaga um slíka
stefnumörkun verður lögð fram á
Alþingi síðar í vetur.
Einmuna tíð í
Skagafirði:
Nautpen-
ingur
sést úti
Skagafirði. 11.12.
UNDANFARINN hálfan mánuð
hefur verið einmuna tíðarfar.
jiirðin alauð og jafnvel er unnið í
flögum. Nautpeningur hefur sézt
úti á túnum sem eru vel loðin
eftir gott haust.
Nýlega var farið upp í fjöll í
fjárleitir og fundust þar 3 kindur
óheimtar í góðum holdum. Þar
voru tófuslóðir eins og mest eftir
fjárhópa. Yirðist vera mjög mikið
um þær því að mikið vantar af fé
sent sumt hefur þó farizt eöa fennt
í áhlaupinu 16, —18. nóvember.
Allt að 20 fjár mun vanta á
sumum bæjunt og fullorðið fé
hefur fundist dýrbitið. Tófur hafa
einnig verið skotnar niðri í byggð.
Um 30 minka er búið að vinna á
þessu ári á tiltölulega litlu svæði
svo að sýnilega er mikil viðkoma
hjá þessum vargi.
Tíunda desentber hélt hrepps-
nefnd Hofshrepps ásamt nokkrum
eldri bændum Sveinbirni Svein-
björnssyni, konu hans og fjöl-
skyldu sem heima er, kaffiboð þar
sem þeim hjónum var þökkuð 60
ára búseta í Hofshreppi og 43 ára
búseta á sama bænum, Ljótsstöð-
um. Sveinbjörn er nú 85 ára er
hann lætur af búskap og margs
konar störfum fyrir hreppinn. En
nú flytjast þau hjón til Hofsóss til
dóttur sinnar. I þessu hófi var
þeim gefið útskorin fánastöng sem
þakklætisvottur frá hreppsbúum.
Inni á Skagafirði er ntjög mikið
af smásíld, en henni fylgja flettur
af svartfugli. Skotmenn koma að
landi með 100—200 fugla hvern
dag sem eru það úttroðnir af
smásíld að 10 og 20 stykki koma úr
hverjum maga. Er því auðséð hve
mikið magn þessi fjöldi étur.
Frá Hofsósi hfur einn báturróið
með línu og aflað 4—7 tonn í
veiðiferð, en nokkuð langt er sótt.
Óðum líður að jólum og er þegar
hafinn undirbúningur að þessari
barna- og ljósanna hátíð.
Björn í Bæ
Hálir
vegir
hœtta
áferð
Hákon Sigurgrímsson ráðgjafi um stefnumörkun í landbúnaði. Steingrímur Hermannsson
landbúnaðarráðherra og Magnús Torfi ólafsson á blaðamannafundinum.